Þjóðviljinn - 03.09.1946, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.09.1946, Blaðsíða 8
Kjarkur, bjartsým ogfnðar vil ji emkenni tékknesku þjóðannnar Stutt viðtal við Halldór Kiljan Lax- ncss, rithöfund, sem nýkominn er úr ferð um Norðurlönd og Tékkoslóvakíu Halldór Kiljan Laxness rithöfundur er kominn til landsins ásanit konu skmi úr ferðalagi um Norðurlönd og Tékkóslovakíu. Hann átti stutt viðtal við blaðamann Þjóð- viljans I gær og fer það hér á eftir. — Hvað segirðu mér af ferðalagi þínu? — Eg var bæði í Prag og á ferðalagi víðsvegar um' Tékkoslóvakíu í boði tékk-' nesku stjórnarinnar, en af- ganginn af tímanum var ég í Svíþjóð og Danmörku. — Skemmtilegt ferðalag? • — Það er ekkert mjög skemmtilegt að ferðast núna.j Það eru svo margir sneplar,! sem þarf að stimpla á í ýms-j um áttum. En það var sér-| staklega skemmtilegt að takaj eftir hinum mikla kjarki, i krafti, bjartsýni, friðarvilja’ og starfsvilja, sem er í tékk- nesku þjóðinni. í Tékkoslo- vakíu og austurblokkinni er ekki talað um annað en friðj og Tékkar miða allt sitt þjóðlíf við frið. Þeir hafa nýlega sett sér tveggja ára viðreisnar og friðarstefnu-1 skrá, þar sem gert er ráð fyrir tvöföldum vinnuafköst- um hvers manns. — Þú hefur þá ekki flýtt þér heim vegna ófriðarhætt- unnar, sem Vísir var að tala um hér um daginn? — Nei. Hins vegar er nóg um stríðsæsingar í sænsk- um blöðum. Hægri og liberaía pressan þar er uppfull af stríðsæsingi. Blöðin þenja út hvern tittlingaskít í alþjóða- málum til að koma fólki j í stríðsskap. Þau eru eins og borgarablöðin eru verst hérna. Eg tók nokkur^ þeirra með mér til Prag. þfÓÐVILJINN 100 viðskiptaskip SR hætt veiðum Brœðslusíldarmagnið 1,164,921 hl. og 139,930 tunnur saltaðar 31. ágúst Bræðslusíldaraflinn nam á miðnætti 31. f. m. 1164 921 hektólítra samtals á öllu landinu. Á sama tíma í fyrra nam liann 463 238 hektól. 1944: 1 861 216 og 1943: 1 636 987 hektól. Saltsíldaraflinn var 139 930 tunnur, en á sama tíma í_ fyrra 58 606 tunnur, 1944: 27 507 tunnur og 1943: 47 971 tunna. Tékkamir ráku upp stór augu, þegar ég sýndi þeim þau og sögðu: Eru þeir orðn- ir alveg vitlausir þarna vest- urfrá ? — Hvað segirðu mér um útgáfu bóka þinna í Tékko-1 slovakíu ? — Salka Valka var gefin út í Tékkoslovakíu undirj protektoratinu árið 1941 í 20' þúsund eintökum og seldist upp á svipstundu. Tékkarnir gátu með sérstöku lagi kom-' ið henni fram hjá þýzku* ritskoðuninni, en hún var bönnuð í Þýzkalandi eins og allar mínar bækur. Eg skal skjóta því inn milli sviga að ég frétti það ekki fyrr en í þessari ferð, að Salka Valka hafði verið fullprentuð í Þýzkalandi, er útgáfa hennar Samvinnutryggingar, gagn- kvæm tryggingarstofnun Fyrir forgöngu Sambands ísl. samvinnufélaga hefur verið stofnað vátryggingafélag með nafninu: Samvinnu- tryggingar, gagnkvæm tryggingarstofnun. Félagið tekur til starfa 1. sept. Byrjað er á að tryggja gegn bruna og sjó. Síðar verður bætt við bílatryggingum og fleiri tryggingum. Þetta félag niun þó ekki annast líf- tryggingar, en sérstakt félag bráðlega stofnað í því augna- miði. Samband ísl. Samvinnufé- laga leggur félaginu til 500 þús. króna tryggingarfé. — Ágætir endurtryggingarsamn ingar hafa fengist í Stokk- hólmi og London, og því vel séð fyrir öryggi og fjárhag félagsins. Stofnun þessa tryggingarfé lags er einstæður og sérstak- ur viðburður hér á landi. — Hér hefur aldrei fyrr starfað alíslenzk gagnkvæm trygg- ingarstofnun. í gagnkvæmu félagi, eins og þessu, er fé- lagið eign allra þeirra, sem hjá því tryggja, og allur hagn aður a| starfseminni kemur , tryggjendunum sjálfum til góða. Þess er bænzt, að starf j semi þessi megi verða drjúg- \ ur þáttur í því að skapa fjár | hagslegt öryggi hjá þjóðinni, I ekki sízt meðal þess fólks, sem minnstar tekjur hefur og erfiðast á í lífsbaráttunni. í stjórn vátryggingarstofn- unarinnar eru: Formaður: Vilhjálmur Þór, forstjóri. — Meðstjórnendur: ísleifur Högnason, framkv.stj. KRON, Jakob Frímannsson framkv.stj. KEA, Karvel Ög- mundsson, útgm., Keflavík, Kjartan Ólafsson, bæjarfulltr Hafnarfirði. Halldór Kiljan Laxness. var stöðvuð samkvæmt sér- stakri stjórnarskipun árið 1934. Sjálfstætt fólk var komin út, en allt upplagið, sem eftir var á markaðinum, var gert upptækt og brennt. Eg samdi nú við ELK bóka- forlagið tékkneska um út- gáfurétt á öllum bókum mín- um og mun það hef ja útgáfu þeirra innan skamms. — Hvernig leizt þér á þig í Höfn ? — Það, sem okkur þótti at- hygliverðast, þegar við kom- um til Hafnar í byrjun júlí, var að sjá nýtt dilkakjöt á liverjum matseðli veitingahús anna þegar ekkert var annað að fá hér heima en ískjöt. Og matseðlarnir á veitingahús- unum með löngum röðum af kræsingum. Manni fannst að^ íslendingar hefðu ekki ofan ( sig í samanburði við allt þctta. í dag, þegar ég ætlaðþ að kaupa í matinn í Reykja-| vík var ekki til tætla af kjöti nema hrossakjöt. Svo þykj- umst við vera sauðfjár- ræktarþjóð. Hafnarbúar virð- ast vera dálítið kjarklitlir, dálítið daufari en þeir voru, ekki búnir að ná sér eftir hertökuna. — Hvað um útgáfu bóka j þinna í Danmörku ? — Fyrsta bindi trílógí- unnar um Jón Hreggviðsson kemur út eftir hálfan mánuð, annað bindið einhvern tíma eftir nýárið, en þriðja bindið sennilega næsta haust. Jakob Benediktsson, magister, hef- ur þýtt hana, en Gyldendal gefur út. — Og Svíarnir ? — Svíarnir eru eins og þeir eiga að sér. Þá vantar fjör og frískleika, en eru hins veg ar eins og fyrri daginn bæði stálig og stilig. Forlag sænsku samvinnufélaganna hefur gert samning við mig um útgáfu á trílógíunni og mun Peter Hallberg annast um þýðinguna. Fyrsta bindið mun koma út á næsta ári. — Þá get ég víst ekki tafið þig lengur að sinni, en má ég ekki lofa lesendum Þjóðvilj- ans einhverju frá þér um fecðina? Bræðslusíldaraflinn skiptist tunnur og hafa þá alls verið þannig á verksmiðjurnar: | saltaðar á Siglufirði 102 433 tunnur. Engrar síldar varð vart í gær og liafa 100 skip gert upp og hætt veiðum. Síldarverksmiðjur ríkisins Siglufirði 352 993 hl.; Rauðka Siglufirði 139 677 hl.; síldar- verksmiðja ríkisins Raufar- höfn 230 922 hl.; síldarverk- smiðja ríkisins Skagaströnd 10 334; Hjalteyri 145304 hl.; Dagverðareyri 79 362; Húsa- vík 9 697; Djúpavík 61 796 hl.; Ingólfsfjörður 53 686 hl. og Seyðisf jörður 32 309 hl. og Seyðisf jörður 32 309 hl. Fyrra sólarhring voru saltaðar á Siglufirði 952 Ekið yfir Arnar- vatnsheiði og Stórasand Fjórir bifreiðarstjórar fóru nýlega í bíl norður Arnar-' vatnsheiði, Stórasand og; Grímstunguheiði niður í Vatnsdal. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi leið hefur ver- ið farin í bíl. Bílstjórar þessir voru Guð- mundur Jónsson, Guðmann Hannesson, Kjartan Magnús- son og Sigurður Pálsson. Leið þessa fóru þeir í Ford- bíl með drifi á öllum hjólum. Þeir fóru úr byggð frá Kal- mannstungu á þriðjudag. Urðu þeir fyrir því óhappi að bíllinn bilaði, urðu að snúa við til a, gera við hann og töfðust allmikið. Við Norðlingafljót komu tveir menn að norðan á móti þeim og sýndu þeim leiðina norður og komu þeir niður í Vatnsdal í fyrradag. Aðalfarartálmann á þess- ari leið telja þeir vera Norð- lingafljót, en á kafla fóru þeir eftir vegi sem var rudd- ur fyrir um hálfri annarri öld. — Vegalengd þessi er um 120 km. Mig langar til að setja sam- an nokkrar ferðáhugleiðingar fyrir Þjóðviljann á næst- unni. Þjóðviljinn býður Kiljan velkominn og fullvissar hann um, að lesendur blaðsins munu bíða með óþreyju eftir ferðapistlum hans. ’í ás. 9 þús. manns hafa séð sjávarútvegs- sýninguna XJm 9000 manns höfðu séð sjávarútvegssýniriguna í gcer, og er þessi aðsókn með fá- dæmum. Ætlunin er, að bæta við líkönum á sýninguna af nýju Svíþjóðarbátunum á næst- unni, enn.fremur verður bætt við nýjum fiskategundum í fiskabúrin. Er ekki vafi á því, að að- sóknin að sýningunni mun halda áfram eins og hún hef- ur verið, og er það ánægju- legt, að jafnalmennur áhugi skuli vera á því meðal bæjar- búa að kynna sér mikilvæg- asta atvinnuveg þjóðarlnnar. Örðugleikar á að koma gjafapökk- um til Þýzkalands Undanfarið hefur sendiráði Islands í Kaupmannahöfn bor izt mikill fjöldi gjafapakka, með beiðnum um, að þeir yrðu sendir áfram til þýzkra ríkisborgara. Enn sem komið er, er ekki unnt að senda slíka pakka áfram. Hinsvegar er sendiráðið nú að reyna að koma því til leið ar, að hægt verði að senda gjafapakka til búgstadds fólks á meginlandi Evrópu. Á meðan enn er ekki séð fyrir um árangur af þess- ari viðleitni sendiráðsins, mæl ist það til, að því verði ekki sendir fleiri gjafapakkar. Meðal farþega á Esjunni frá Kaupmannahöfn voru Einar Ól. Sveinsson prófessor, Gils Guð- mundsson, ritstj., Agnar Kl. Jónsson skrifstofustjóri, Snorri Hallgrímsson læknir, Finnur Jónsson listmálari, Finnbogi Pét ur Thorsteinsson og Alfred Gíslason læknir. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.