Þjóðviljinn - 06.11.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.11.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Miðrvikndagur 6; 'nóv. 1946 þlÓÐVIUINN Útgeíandi: SameiningarGokkur alþýðu — Sósíalistafiokjcurtan Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Frétteritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símár 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, síml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. I Skipnlagning fjármagnsins í herferð þeirri sem hafin er til að afla stofnlánadeild sjávarútvegsins fjár, með sölu vaxtabréfa, hafa þegar unnizt nokkrir sigrar, þó ekki séu liðnir nema fáir dagar síðan sóknin hófst. Það hefur reynzt svo, enn sem komið er að minnsta kosti, að þeir sem svarað hafi kalli nýbyggingarráðs og stofn- lánadeildarinnar eru ekki auðmennirnir, þeir menn í þjóð- félaginu sem ráða yfir miklu f jármagni, heldur margir efna- litlir menn, sem hafa lagt fram fé vegna þeirrar miklu þjóð- arnauðsynjar, að hægt sé að veita stofnlán til framhald- andi nýsköpunar í sjávarútveginum. Sú staðreynd, að gera þurfi sérstakar og óvenjulcgar ráð- stafanir til að beina fé almennings í sjávarútveginn, sýnir skýrar §n flest annað það öfugstreymi scm ríkir í f jármál- um landsins og atvinnuvegum. Fjármagn landsmanna, óhóflegur hluti þess, hefur á undanförnum áratugum streymt frá þeim framleiðslugreín- um, sem bera þjóðfélag Islendinga uppi í ýmsa hliðarfar- vegi einkum þó í innflutningsverzlunina. Þetta kemur af því, a. m. k. síðustu áratugina að kaupmannastéttin hefur haft undirtökin í stórum stjórnmálaflokki, Sjálfstæðis- flokknum, og notað stjórnmálavald til að skapa sér að- stöðu til gróða, og sú gróðaaðstaða var látin haldast að mestu á valdatímum Framsóknar- og Alþýðuflokksins. Aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn hefur löngum verið olnbogabarn stjórnarvaldanna. Það hefur oftastnær verið áhætta að leggja fé í útgerð, og í seinni tíð hafa íslenzkir auðmenn fremur kosið að velta sér í ó- hófsgróða heildsalastéttarinnar, okurvöxtum svarta pen- ingamarkaðsins og byggingum skrauthýsa fyrir fjölskyld- ur sínar, en leggja fé í þá atvinnuvegi, sem þjóðinni er lífs- nauðsyn að blómgist. Með nýsköpuninni var farið inn á þá braut að stjórnar- völd landsins beindu vitandi vits verulegu f jármagni til þeirra atvinnugreina, sem þjóðarheill og velmegun byggist á. — Með nýsköpun atvinnulífsins er byrjað á miklu verki. Þar hefur þegar áunnizt mikið, en þó er enn meira eftir ó- unnið og þjóðarnauðsyn að áfram verði haldið á þeirri braut. En þannig hefur verið á málum haldið að fjárhagshlið nýsköpunarinnar hefur bilað, og er það vafalaust fram- kvæmdinni að kenna að verulegu leyti, en hitt mun þó að- alatriðið, að í byrjun nýsköpunarinnar hafi ekki verið geng- ið nógu langt í því að skipuléggja fjármagn þjóðarinnar, gera ráðstafanir sem afstýrðu því að hægt sé áð verja jniklum hluta þjóðarauðsins að geðþótta ábyrgðarlausra auðkýfinga, með þeim tillitum einum, að f jármagnið haldi áfram að hlaða utan á sig bfsagróða handa fámennum hóp f járplógsmanna. Skipulagning fjármagnsins, þannig að þjóðartekjurnar streymi til mikilvægustu atvinnuveganna, að fjármunum þjóðarinnar verði fyrst og fremst varið með tilliti til þarfa og velmegunar þjóðarheildarinnar, er úrlausnarefni, sem verða mun efst á dagskrá í stjómmálum Islendinga næstu árin, og viðunandi lausn þesa er skilyrði fyrir því að ný- sköpun atvinnulífsins geti haldið áfranx og orðið sú bylting í atvinnuháttum, sem alþýðan. ætlast til. OF MARGIR TÓNLEIKAR FARA FRAM HJÁ HLUST ENDUM ÚTVARPSINS. „H. G.“ í Vestmannaeyjum hef ur sent mér eftirfarandi bréf, sem fjallar um flutning útvarps ins á konsertum merkra lista- manna: „Eg sé að einhver lesandi Ut- varpstíðinda þakkar útvarpsráði fyrir það, að útvarpað var kon-j sertum Busch’s og Serkins, Maríu Markan og Karlakórs Reykjavi'kur. Mér finnst ekki, að þetta sé sérlega þakkarvert. Er ekki æt1 - azt til, að ríkisútvarpið eigi að vera menni'ngarstofnun allra landsmanna? Nei, þetta áminnzta útvarp var sjálf'sagt. Það hafa alltof margir tónleikar farið fram hjá hlust- endum útvarpsins, þó svo færi ekki um þessa. Við, hlustendur utan Reykja víkur, höfum nógu oft orðið að sætta okkur við „reykinn af réttunum“, eins og einn fyrir- lesari komst að orði um dag- inn, þótt hækkandi sé gjaldið fyr ir hið mjög svo misjafna út- varpsefni. Veitir sannariega ekki af að „nýtt blóð“ komi í hið vísa útvarpsráð, en ekki tel ég að öllu viturregt, að velja það um of eftir pólitískum Íit. Þó held ég, að oftastnær hafi valið tekizt vonum betur, og svo hafi enn farið, að því er aðra snertir en fulltrúa Alþýðu- flokk'sins, sem er ekki maður andlega heilbrigðum, a. m. k eftir skrifum hans að dæma. HVAÐ UM EINAR KRIST JÁN SSON ? „En meðal annara orða: — Hrvers vegna var hvorki útvarp- að neinu „ljóðakvöldi" Einars Kristjánssonar né „Winterreise"? Þegar einn allra vinsælasti söngvari íslands kemur heim snögga ferð, eftir margra ára útivist, þá gefst aðeins nokkr- um hluta Reykvíkinga tækifæri til að hiusta á hann. Var ekki unnt að ná samkomu . lagi við söngvarann um að syngja í útvarpið? Sé svo, hefur útivarpsráð gilda afsökun, hafi það gert lista- manninum sæmileg boð, annars ekki. En hafi Einar Kristjánsson ekki gefið kost á að syngja í útvarpið, þá er það aðdáendum söngvarans og tónmenntar í land inu mikil vonibrigði. H.G.“ í tilefni þessa bréfs hringdi ég á skrifst. útvarpsdagskrárinnar og fékk þær upplýsingar, að Einar Kristj’ártsson hefði verið beðin i að syngja inn á plötur fyrir út- varpið, skömmu áður en hann fór utan, en hann hafði fær/.t undan því sökum þess að rödd hans væri ekki í fullkomnu lagi, vegna einhvers lasleika. Hins- vegar kvaðst hann mundu syngja í útvarpið, strax og hann kæmi aftur úr utanförinni, en það verður að Mkindum ein- hverntima í janúar næstkom- andi. STRÆTIS V AGN AR OG TAUGARNAR I REYKVÍKINGUM. Þá hef ég fengið tvö bréf um strætisvagnana. Annar bréfritar- inn skammast yfir því, að svo mikill hávaði stafi af þessum farartækjum, að maður geti eig- inléga elcki rætt við kunn- ingja sina á götum úti nema með því að öskra hástöfum, þeg ar eitt'hvei-t stræti'svagna-„garg- anið“ fari framhjá. Hann telur þetta með öllu óþcilandi og krefst þess að kyrrð og friðsæld í bæn- um okkar sé aukin til stórr i muna með því að þaggað sé nið ur í hinum „trylltu og ofsa- fengnu strætisvögnuim.“ ■— Þetla telur hann að hægt sé að gera með því að ganga vel frá hljóð- dunkum strætisvagnamótoranna, eða þá með því að fá alveg í þá nýja mótora. ,,Því eins og mál- um er nú komið má með sanni segja, að taugum Reykvikinga stafi mikiil hætta af mótorum strætisvagnanna", segir hann. Eg þykist vita, að margir mun’ Framh. á 6. síðu. BarMaleikveSSfrmlp Framh. af 3. síðu Nýir vellir í Austur- bænum Næsti áiangi var autt svæði við Boilagötu og Gunn arsbraut. Þenna stað hafði Sigurður ; hernumið“ undir bráðabirgðalevkvöll í sumar og sett þar npp 6 rólur- ..Eg ætla líka að láta þarna tvo sandka'ssa," sagði hann. Þá komum við á Húxe gs- völlinn, sem er við Háteigs- veginn. Völlur þessi er nú langt til fullgerður, komnar 4 rólur og fjórir sand'kassar, eiga að bætast við 2 rólur og fleiri ný leiktæki. Rauðarárstígsvöllurinn er að ýmsu leyti hlýlegastur. — Hann er að husabaki í þrí- hyrningnum sem myndaðist við Rauðarárstíg, Skúlagótu og Laugaveg. Það er stcr völlur. 7 róluv- 4 stórir sand- kassar og grasvöllur til fót- 'boltaæfinga- Kleppsholtið Nú tók Sigurður stefnu inn í Kleppsholt. ,,En Höfðavöllurinn, mað- ur, sem okkur blaðamönnum var sagt hér á árunum að fcryrjað væri á. Ætlarðu ekki að sýna mér harm?*‘ . „Hann er enginn, og verð- ur víst aldrei á þeim stað í hverfinu,“ svaraði Sigurður stuttur í spuna. „Nú, var þetta þá lýgi?“ „Nei, það var ræst fram og ég teiknaði hann, — en svo var bara ákveðið að þar skyldi vera eitthvað annað “ Við Sunnut'org á Klepps- hiolti hefur Sigurður sett upp bráðabirgðaleikvöll :með 4 róluim og 2 sandkö’ssum. Ann ar bráðabirgðaleikvöllurinn með 4 rólum og 3 sandköss- um er við Kambsveginn■ Báðir þessir bráðabirgða- leikvellir eru ógirtir og mun ^ allt 1 óvissu enn um framtíð- arskipun þeirra. Kleppsholtsbyggðin hefur stækkað mjög síðustu árin. Mælt hefur verið fyrir mörg um nýjum götum ög bygg- ingar sáðar hafnar. — Von- andi kemur það eikki upp úr kafinu að börnunum hafi ver ið gleymt við skipulagningu þessa nýja bæjarhluta. Aðeins upphaf þess sem þarf að verða Af framanrituðu sést að .rneira hefur verið gert í leik vallaméhmum á s. 1. sumri en nokkru sinni áður- Það er árangurinn af því að bæjar- stjórnarmeiri'hlutinn hefur nú loks byrjað undanhald undan margendurteknum kröfum ’sósíalista í þessu máli, og þar með gefið áhuga söínum starfsmanni nokkurt svigrúm til fram'kvæmda. í sumar hefur verið kormð upp 7 nýjum völlum (þótt nokkrir séu enn á byrjunar- stiginu), en fram að þeim tíma að Reykjavíkurbær hélt hátíðlegt 160 ára afimæli sitt og taldi yfir 48 þús. íbúa, hafði hún ekki eignazt nerr.a 5 leikvelli. Og venjulega hsf- ur tekið mörg ár að ljúka við 1 völl. En þetta er aðeins byrj- un þess sem þarf að fram- kvæma. í stórum bæjarhlut- um eiga börnin enn ekkert athvarf til leika annað en götuna. — Stundum hefur því verið bori'ð við að eigi væri tími til leikvallagerðar vegna annarra framkvæmda- Sú stjórnarstefna sem ekk: hefur fé né tíma til þess að sjó æskunni, sem- borgina á að erfa, fyrir sjálfsögðustu hlutum, hún er illa á vegi stödd. Það er bæjarbúa sjólfra að sjó til þess að haldið verði ófram á þeirri braut sem haf in var í sumar. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.