Þjóðviljinn - 06.11.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.11.1946, Blaðsíða 5
Miðvikudagur -6. totv. 1946. 6 UÓÐVILJINN Samband Bandaríkja- auðvaldsins og spánska fasismans AFSTAÐA Bandanilijanna til fas ismans á Spáni þarf engan að undra, sem fylgzt hetfur með því hvernig Bandarikjaauð- valdið reynir að styrkja aftur haktsstjórnir víðsvegar um heim, og gera róttaekum iýð- ræðisstjórnum erfitt um vik. SEINNI ár heimsstyrjaldarinnar var bandarískur sendiherra á Spáni, Hayes að nafni. Eins og aðrir heimkomnir sendi- herrar, hefur mr. Hayes nú þurff að gefa út bók til að sýna hve vel hann þjónaði landi sínu, hinu votduga iýð- ræðisstórveldi, sem einmitt þá átti í styrjöld við fasismann. ÞAÐ ER skjallega sannað, r.ð Franeo lét Hitler í té hráefni og vörur, þar á meðal benzín sem flutt var til Spánar frá Bandartkjunum. F.n þegar er útséð var um ' sigur nazism- ans, breytti Franco um að- ferð og bauð sig Bandaríkjun- um. HAYES staðfestir þennan snún.- ing og lofar Franco fyrir það hve snöggt hann skipti um. -— Með því móti fékk banda- ríska auðvaldið það sem hvorki hefði fengizt hjá kon- ungssinnastjórn eða lýðveldis- stjórn á Spáni, einkaleyfi á spánska talsámakerfinu. — Spánskir flugvellir voru léðir Bandaríkjunum til afnota. Bandaríkjasendiherrann getur ekki stillt sig um að gefa Bret um olnbogaskot, en þeir voru að baxa með fyrirætlanir um konungsstjórn á Spáni í stríðs lok. LOKS skrifar mr. Hayes hiklaust að Spánn yrði „þægiáeg stöð fyrir heri vora í Evrópu, ef til þyrfti að taka í framtíðinni." Sú yfirlýsing er ef til vill 1 bezta skýringin á því, hvernig Bandarí’kin styðja fasista- stjórn Francos, og hafa til þessa, ásamt Bretlandi, hindr að aðgerðir af hálfu samein- uðu þjóðanna gegn spánska fasismanum. Heriiámsrík- in ræHa etn- iiagiB Þýzka- laitds Clay hersihöfðingi. vara- landsstjóri á hernámssvæð’ Bandaríkjamanna í Þýzka- landi, skýrði frá því í Berliti í fyrradag að óformlegar umræður milli hernámsveld- anna fjögurra um efnahags- og stjórnmólalega einingu Þýzkalands væru hafnar fyr- ir nokkru. Clay kvað það vera Frakkland en ekki Sovétríkin, sem andvígast væri sameiningu Þýzkalands áð svo sfcöddu. • • 0 I Öræfin biða, hlusta. anda köldum fjallablæ, syngja svanagargi og himbrima- hlátri, hvísla lækjarrísli eða goluþyt, öskra storm- hvin, bylgjum, regni og láta veðrin geisa yfir tinda og inn dali_, dansa hringdans milli fjallaróta, hrökka upp á hnúkana og tryllast þar. lægja svo fyrir bldðviðri, greiða skýin frá sólu og syngja að nýju álftákvaki. himibriimaihlátri og rjúpu- kurri. Öndin flýgur lágt vf- ir rnýrar og kvislar með klunnalegu vængjataiki og teygir fram háls. Álftirnar virðast tröllaúknar, hvítar í gróðurlausum grámanum. — Mýrar og holt sötra vætu. en mosi og víðir hverfa. — Þey, þey^ þey, það er þeyst yfirklungur og grjót. Göt- ur öræfanna duna af hófa- taki, fuglar hröbklast upp, grjót kvarnast, sól skín lágt á hesta og svartstakka. — Lestin þýtur, gengur í öld- urn upp og niður, svartir sjóihattar koma og hverfa. uppúr dæld, niður í dæld, trússið hringlar, jódynur vekur nóttina- Njóla er frostköld og him inninn rauður af glóð nætur sólarinnar, dumbrauðan skugga fjallanna ber við kvöldhimininn. Sandur ng hraun litast fölbleikt og það tindrar á hvítblei’ka geldinga- hnappa og holurt í bleikri víðáttunni. Upp úr henni rís grænt sátulagað flauelisfjall, imosavaxið og hrímþakið um bunguna, með birtu kvöldset ursins einsog gullvaf um sig. Hinn margvíslegi litur hest- anna leikur um hraunið, sem tekur á sig ótal myndir. Það er einsog allir litir sól- kerfisins brotni á þessum grá svörtu þursum, einsog öll veður etji kapp þessa nótt, einsog nöfn gefi öræfunum ■kórónuna. Hekla. Krakatind- ur, Valafell, Hrafnabjörg, Sáta, Loðmundur, einsog til- breytingin í þessari aldeyðu sé óendanleg. Þar seim ekk ert býr, búa litirnir. Þeir bafa hópazt sarnan þaima inni á afrétti og leika þar, breiða sig út fyrir augum ferðamannsins. ljóma, dökkna, hverfa. Rautt hraun- ið fer um í ’skugga f jallahnúk anna, tekur á sig hrafnbláan blæ og sofnar í þessum dimma náttserki. En þeir, sem drekka í sig kyrrð og liti öræfanna fyllast einfhverri tilfinningu, sem þeir geta pkki gert sér grein fyrir, það gæti verið lotning eða löngun til þess að hverfa að 'fulhi og samlag- ast auðninni eða ótt.i við það> tlr ferðabók: sem ekki er. Hún gæti venð lík því, sem menn myndu finna. ef þeir saeju rícöpun veraldar. Og svo fara menn hjá sér, þeir einsog skamm- ast sín fyrir svona hugsanir og lestin þýtur, gengur í bylgjum, öldum. rykkj-rrn, útá hlið, vagar, mjakast, kjag ar, stanzar. Það er áð og klár unum klappað, þeir stroknir og kjassaðir. Þeir kroppa lít- ið eitt, rása, hvíslast jafnvel á og leggjast, til að velta sér imeð hnökkum og trússi- Hug urinn, sem var svo nálægt fegurðinni og samruna við hið óendanlega, beinir nú allri sinni orku að hestunum. Til þess að bæta fyrir draumórana segir einn svart stakkanna: „Ef ég væri hestur, þá myndi ég gera uppreisn.“ ,,Eg myndi vera gæðing- ur,“ segir annar. „Og ég bæði slægur og hrekkjatól,“ segir hinn þriðji. „Ekki vildi ég vera trússa- klár,“ segir fjórði. ,,Eg myndi fremja sjálfs- morð/1 segir sá fimmti. En fylgdarmaðurinn; „Það þarf enginn að vor- kenna hestunum, þeir hafa mörg mannsöfl og ganga auk þess á fjórum fótum-“ Fylgdarmanninum finnst s'vartstakikarnir augsýnile.ga vera mestu asnar. Það finnst öræfabúum alltaf um bæjar- búa. Og til þess að ritningin skuli rætast, láta bæjarþú- ar sér um munn fara alla bá vitleysu sem þeim er tamt. en gjóta sarnt hornauga til fylgdarmannsins, svo sem til þess að mýkja skap hans, þar eð hann er að þeirra áliti eig andi öræfanna, íbúi þeirra. sem þeikkir þau . í öllum veðrum allra árstíða. ,,En sú fegurð, lítið á,“ eg ir einn. Og allir líta þeir allt af á, en segja sösmu vizkuna hver eftir öðrum: ,,Ó, lítið á. lítið á“, og alltaf er litið á. Lengra nær mannlegt hugar flug ekki. ,,Hér er aldrei eins,“ segir fylgdarmaðurinn- „I bvert skipti, sem ég fer hér um, sé ég eittihvað nýtt. Þegar v\ð förum til baka, Skuluð þið sjá, hvort fiöllin eru ekki öðruvísi en í nótt.“ Því að öræfin eru full með fjölkyngi og galdra. Þey. þey, og jörðin dunar.af hófa- taki. Við áfangastað mætist (kvöldroði og morgunroði. — „Látið á, sjáið“, segja svart- stakkarnir og sjá margt, þeg ar þeir lita. Það er . lagst til svefns í ujlríWiijj^r 7 1 rv&rc>6iN$ sæluhúsinu og svartstakkarn- ir hverfa í djúpan svefn, en fylgdarmaðurinn, sem hefur hesta að gæta, verður að hafa andvara á sér- — Hann hefur ekkert að rúmfatnaði annað en jakkann sinn, vefur honum um höfuð sér að sið fjallamanna og sofnar augna blik, meðan svartstakkarnir funhitna í dúnpokum sín- uim. Þeir sikríða á fætur um miðjan morgun, auðvitað syfjaðir og botnkaldir þrátt fyrir dúnvelgjuna og hita sér 'kaffi. Þeir tala um það sín á milli, hversu mjög þeira hafi hrakað að ytra atgjörfi frá því forfeðurnir lágu á heiðum úti og í sikútum og þoldu frost, snjó og kulda, með treyjuna vafða um höf- uðið fyrir sæng og kodda. ,.En við þolum sólskin,“ ■segir sá fyrsti. >,Og svefn,“ segir annar. „Góðan mat,“ segir þriðji. ,Þægindi, sælgæti, síga- rettu,“ segir f jórði- „Og sumir vín,“ segir fimmti. En fylgdarmaðurinn: ,,Vín- ið hefur verið vel þekkt og þolað hjá öræfabúuim frá því fyrsta. Það tengir nútíð og fortíð eins og kvöldroði og morgunroði.“ Á það er sætzt. Hott, hott, hott, fótvissir, stigháir, gljáandi, þjóta fákar yfir Helliskvísl, yfir bleytur, aura, mýrar og sanda. Mógrænt Lifrarfjallið er lagt að baki. Dómadalur- - — Frostastaðavatn sker upp himbrimahljóð, hraun þruma, vatnið gárast ekki himinblátt eða grængolandi. En öll veð- ur eru í eltingaleik. Ský þjóta yfir, þeyta regni eða hagli og sól skín að nýju. Logn. „Þá gaus upp eldur í af- rétti og lagði Frostastaði í eyði,“ segir eitthvað í huga manns. Og nú byggir him- briminn og litirnir dalinn- Málverk, sem skoðast og rennur í táma, bleikt, grænt, blátt, svart. Fjöllin senda él. Allt í einu er kornið að volgum laugurn í élinu og sól in fer að skína. Grasið er hátt og safamikið og gufurn- ar leggur upp úr læknum, en kaffið er soðið í heitvi uppsprettu. Eins og vin á eyðimörkinni eru þessar Laugar. Til þeirra er barist um apal hraun og urningamóa, vötn og bleytur. Ef til vill mættu þær sín einskis ef tilveran væri ,ekki öreyði allt um- hverfis- Til þess að losna við alla Fraanhald á 6. síðu. Hin sérkennilega ritstjórn Stefáns Péturssonar og skrif- hans um Ráðstfómarríkin vekja heldur litla hrifningu. Nú er svo komið að jafnvel starfsbrœðwr hans og samherj ar fá ekki lengur orða bund- izt. Benedikt Gröndal blaða- maður við Alþýðublaðið sknf ar í tStvarpstiðindi um starf yfirboðara síns og lœnmeist- ara á þessa leið: ,,Blöðin birta að vísu greinar um heimsmál- in, en þær eru alltof oft vald ar til að hnekkja áliti ein- hverrar einnar þjóðar, sem það og það blað er andvígt■ Fer þá svo innan skamms, að lesendur hœtta að taka al- varlega slík skrif og þreytast á þeim.“ Það er skiljanlegt að Bene- dikti Gröndali þyki miður að blað hans skuli ekki vera ,,tekið alvarlega“ og vilji fá úr því bætt. Hann hefur ef- laust ámálgað það við yfirboð ara sinn, en varla hefur það fengið góðar undirtektir fyrst hann er farinn að veita Stef- áni Péturssyni opinberar á- kúrur. En vel má Stefán Pét- ursson taka sér í munn hið fornkveðna: Og þú líka, barn ið mitt Brútus! ALÞJÓÐA kvikmyndaíhátíð er nýlega lokið í Cannes í Frakk- landi. Sovétkvikmyndir fengu flest verðlaun á hátíðinni eða 8 alls. Næsfar komu franskar myndir með 5 verðlaun. Sovét- kvikmyndin „Steiniblómið" var kosin bezta litkvi’kmyndin, sem sýnd var á hátíðinni og Sovét- myndin „Beriin“ bezta frétta- myndin. í RÁÐI ER að afnema dauða- refsingu í Brcllandi. Mun innan- ríkisráðherrann leggja frumvarp fyrir þingið um að banna dauða- dóma í fimm ór til reynslu og ef glæpum fjölgar ekki á þeim tíma skuli dauðarefsing afnum- in með öllu. í RIO DE JANEIRO hittust tvær ekkjur nýlega við jarðar- för. Þær tóku tal saman, en féil- ust brátt grátandi í faðma. — Ástæðan var, að þiær syrgðu báð- ar sama eiginmanninn. OPINBERAR skýrsiur Banda- ríkjastjómar sýna, að sparifé Bandarikjamanna er alhniaskipt Af sparifénu eru 60 prósent > eigu tíunda hluta þjóðarmnar en sjö tiundu hlular hennar eiga nær ekkert eða alls ekkert spari fé. —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.