Þjóðviljinn - 06.11.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.11.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. nóv. 1946. ÞJÓÐVILJINN 7 er nú að koma út í heildarútgáfu Guðna Jónesonar magisters. Eru fyrstu 6 bindin væntanleg eftir nokkra daga, en hin 7 snemma á næsta ári. Það mun eiga eftir að koma í ljós, að þetta er ein fallegasta og um leið ódýrasta útg., sem hér hefur þekkst um langan aldur. Þetta er í fyrsta sinn, sem ísíendingum gefst kostur á að eignast ailar íslendinga sögur í vandaðri, samstæðri útgáfu, því að þarna birtast fjölda margar sögur og þættir, sem almenningur hefur aldrei komizt í kynni við, enda margt af þeim aldrei verið prentað áður. Allur frágangur bókanna er sem bezt verður á kosið. Verður útgáfan eigi aðeins vönduð um texta, pappír, prentun, band og allan frágang, eins og lofað var í upphafi, heldur hefur hún verið prýdd til muna fram yfir það, sem lofað var í fyrstu. Titilsíða hvers bindis er prentuð í þrem litum, en upphafsstafir með tveim litum, kjölur gerður eftir sérstakri teikningu. Skraut þetta, titilsíðu, upphafsstafi og kjöl hefur Halldór Pétursson, hinn smekkvísi listmálar i, gert fyrir útgáfuna, henni til mikillar prýði. Verð allra bindanna er kr. 300.00 óbundin, en kr. 423,50 í skinnbandi. Bindin eru að meðaltali um 30 arkir, svo að verkið allt verður á sjöunda þúsund blaðsíður. Er því hér um bókakaup að ræða, sem jafngilda að öllu leyti erlendu bókaverði. Munið, að nafnaskráin við ailar söguraar, sem gerir úfcgáfu þessa ómissandi hverjum, sem þarf að nota þær, jafnt lærðum sem leikum, er kaupbæfcir, sem fylgir útgáfunni. Uið lága verð gildir aðeins fyi-ir áskrifendur. Gefið börnum yðar og vinum hina nýju útgáfu af íslendinga sögum. Takmarkið er: Hin nýja útgáf'a. íslendingasagna inn hvert heimili. ^dmgasagnmítgáian Pósthólf 73 — Reykjavik. Eg undirrit......geriat hér með áskrifandi að íslendinga sögum íslendingasagnaútgáfunnar og óska að fá hana bundna óbundna (yfir það, sem ekki óskast, sé yfirstrikað). Nafn Heimilí Póststöð ..................................... íslendingasagnaútgáfan, pósthólf 73 eða 523, Reykjavík. A VI SAS£0M§ TMORA HELGAFELL hefur gefið út heildarsafn ritverka Jakobs Thorarensen, ljóða lians og sagna, og er það nú komið út í tveimur stórum bindum, um 900 blaðsíður að stærð. — Jakob Thorarensen hefur algera sérstöðu meðal núlifandi íslenzkra rithöfunda og skálda. Hann tengir betur saman, en nokkur annar núlifandi rithöfundur og skáld tvo heima, heim okkar fyrir heimsstyrj- öldina, 1914—18, og þann heim, sem við nú lifum í. En allir, sem nú eru um fertugsa Idur, hafa lifað stórfenglegri breytingar á öllum sviðum, en nokkur önnur kynslóð, cem, á íslandi hefur lifað. Um þctta skrifar Jakob Thorarensen og í formála fyrir ritsafni sínu. Þar segir hann meðal annars: „Tímarnir hafa umturnazt .... og hrc ðinn og ólæti hans ekki gcfið grið, því þótt segja megi auðvitað, að þörf hafi verið orðin að hvcija sporið í ýmsum efr um, muudi komizt hafa, þó hægara færi, því svo má að orði kveða, að hrúgað hafi verið sem svarar fjórum—fimm ölcluni í fang þeirra, sem nú cru fimmtugir ir.enn eða meira, miðað við göngulag hins gainia tíma.“ Og við áhrif þessa hafa ljóð Jakobs og skáldsögur skapazt. Enginn rithöfundur gefur jafn glögga og sanna mynd af öld tveggja heima og Jakob Thorarensen. Tungutak hans er sérstakt, ef til vill nokkuð beiskt við og við, háðskt og hi-aglandakennt, en bregöur þó til innileika stundum, sem minnir á gamla heiminn, kyrrð hans og jafnvægi hugans. Þegar menn nú fá ritsafn Jakobs Thorarensen í heilu lagi, munu þeir finna ekki aceins mikinn og sérstæðan persónuleik, held- ur og mikið skáld, spámann og skýranda tveggja kynslóða. HELGAFELL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.