Þjóðviljinn - 09.04.1947, Page 4
*
4
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 9. apríl 1947.
IIIÓÐVILIINN
Útgefandi: Sameining'arflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnáson.
Ritstjórnarskrifstofur: Skóiavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Yfirlýsing Stefáns Jéhanns
Forsvarsmenn herstöðvasamningsins hafa til skamms
tíma falið sig bak við blekkingar og ósannindi. Þeir hafa
haldið því fram við þjóð sína að samningurinn skerti í engu
fullveldi Islands, veitti Bandaríkjunum engar herstöðvar,
heldur tryggði Islendingum að hinn erlendi her færi loks af
landi burt fyrir fullt og allt. Þeir hafa íklæðzt gervi óvita
og fáráðlinga, þóttust ekki skilja sjálfsagða hluti, og ef til
vill hefur þeim tekizt að blekkja einhvern hluta þjóðarinn-
ar með forheimskunarherferð sinni.
En Stefán Jóhann Stefáusson er hégómlegur þegar
Svíar eiga í hlut, og honum hefur ekki fallið gervi fáráð-
lingsins þegaí hann átti tal við hina sænsku blaðamenn.
„Forsætisráðherrann dregur enga dul á hið rétta cðli samn-
ingsins. Island, segir hann, er mjög hættulega sett hern-
aðarlega. Enda hafa Ameríkumenn framvegis rétt til að
lenda hér með hernaðarvélum meðan hernám Þýzkalands
stendur yfir. Annars gildir samningurinn fyrst uni sinn
5y> -ár með eins árs uppsagnarfresti." Síðan segir forsæt-
isráðherrann að ,,auðvitað“ megi segja að samningurinn
skerði fullveldi íslands, en hann hefði verið nauðsynlegur
vegna þess að Rússar hefðu að öðrum kosti krafizt þess að
fá herstöðvar á íslandi!
Sænsku blaðamönnunum þóttu þetta miklar fréttir
sem vænta mátti. Þeir höfðu að vísu haft óljósar fréttir um
herstöðvamálið áður, en íslenzk stjórnarvöld höfðu reynt
að gera sem minnst úr því og héldu því fram að Bandarík-
in hefðu ekki fengið nein óvenjuleg fríðindi á íslandi. En
nú lýsir forsætisráðherra íslands'ýfir því kinnroðalaust að
sjálfstæði íslands hafi verið skert, að Bandaríkin hafi
fengið herstöðvar á íslandi „fyrst um sinn“ í 6 y2 ár sem
nota megi til að sprengja upp allan iðnað Bretlands, Vest-
urevrópu og Ráðstjórnarríkjanna, og að þessi landráð hafi
"verið framin vegna sjúklegs haturs á Ráðstjórnarríkjun-
um, sem síðan er rökstutt með tilefnislausum dylgjum og
uppspuna um ásælni Rússa.
Það má fullyrða að aldrei hafi nokkur forsætisráð-
herrad nokkru siðuðu landi gefið aðra eins yfirlýsingu op-
inberlega. Ummæli Stefáns Jóhanns merkja ekkert annað
en það að ísland sé orðið bandarískt leppríki, hlekkur í árás-
arkerfi Bandaríkjanna gegn Ráðstjórnarríkjunum, „kjarn-
orkumiðstöð“ eins og einn blaðamaðurinn kemst að orði.
Og Stefán Jóhann Stefánsson getur ekki smokrað sér und-
an orðum sínum, því að sænsku blaðamönnunum ber sam-
'an um ummæli hans. En ef hann hefði nokkurn snefil af
sómatilfinningu, sem ekki er fyrir að fara, myndi hann biðj-
ast opinberlega afsökunar á gaspri sínu.
. Yfirlýsing Stefáns Jóhanns Stefánssonar kórónar svik
hans og félaga hans við sjálfstæði íslands. Og hún getur
■einnig gert sitt til að koma á f járhagslegu hruni á íslandi.
I Ráðstjórnarríkjunum er nú sendinefnd að semja um sölu
á íslenzkum afurðum, og árangurinn af störfum hennar
mun hafa stórvægileg áhrif á afkomu íslenzku þjóðarinn-
ar. En hversu fúsir ætli Rússar verði nú til að semja við
íslendinga, eftir að forsætisráðherra hefur lýst yfir því op-
inberlega að Island sé orðið mikilvægur liður í árásarkerfi
Bandaríkjanna gegn Ráðstjóhnarríkjunum.
Aldrei fyrr mun jafn fávíst ómenni hafa gegnt for-
^ætisráðherrastörfum á íslandi.
MJAIMMISTTRINN,
“ ....\
GOTT
PÁSKAVEÐUR
Páskaveðrið reyndist okkur
vel að þessu sinni. Frídagarnir
voru fagrir og bjartir og lokk-
uðu marga upp í fjöll. Maður get
ur hæglega séð það á andlit-
unum, hver hefur farið á fjöll
og hver setið heima um pásk-
ana. Sá sem er dökkur og úti-
tekinn í andliti, hefur áreiðan-
lega ekki notað frídagana til að
drattast um Austurstræti eða
glápa framan í náungann á veit
ingastöðum bæjarins; og sá,
sem er grár og næpulegur í
framan, hefur áreiðanlega ekki
notað frídagana til að sveiflast
um sólglampandi skíðabrekkur
Hellisheiðar. Hinir gráu horfa
með öfund á hina brúnu og
harma það, að þeir skuli ekki
hafa notað páskaleyfið til að
breyta um hörundslit.
¥
RAUTT NEF
OG FREKNUR
Svo er aftur á móti ein og
ein ung og útitekin stulka, sem
dóm um sitt eigið útlit, að sólin
hafi veitt því óþarflega mikinn
hreystiblæ. Hún á t. d. bágt með
að sætta sig við sitt geislandi
rauða nef, og hún bölvar í hljóði
freknunum, sem óboðnar hafa
setzt á kinnar henni. Það stoðar
lítið þótt kunningjarnir segi í
fullri meiningu, að freknurnar
og rauða nefið séu henni allt
annað en óprýði; geri hana
meira að segja „hressilega'
sæta“; hún bíður þess óþreyju-j
full að hvorttveggja hverfi, 1
rautt nef og freknur. I
VORIÐ f
NÁND
En öll þessi útiteknu andlit,
sem nú prýða bæinn okkar, eru
gleðilegur vottur um vaxandi
gengi sóJarinnar hér um slóðir.
Með degi hverjum rís hún nú
hærra á himninum og fær við
það betri aðstöðu til að setja
hreystiblæ á útlit okkar. En um
leið og við sjálf fáum frísklegra
útlit, léttir okkur hið innra.
Við lítum hvert framan í annað
horfir í spegil og fellir þann sjáum þar vorið í hressilegu
rauðu nefi og mátulega fram-
hleypnum freknum, sem ekki
bera einu sinni virðingu fyrir
næmustu fegurðartilfinningum
yngismeyja þeirra, er vilja um-
fram allt vera „fölar og intress-
ant“. Vorið gerir grín að allri
tilgerð. Fegurð þess er hreyst-
in. Gaman að vita vorið svo
skammt undan.
*
KLUKKAN
Á TORGINU
Br. skrifar:
„Hversu lengi á klukkan á
Læk jartorgi aðA vera vitlaus ?
Hversu oft (í viðbót við það
sem orðið er) eiga tímanaumir
menn aÁ hrökkva í kút, þegar
þeir líta á hana úr suðurátt?
Hversu lengi á að falsa tímann
á þeim stað í þessum bæ, þar
sem menn þurfa mest á því.að
halda að fá ófalsaðar upplýsing-
ar um það, hvað klukkan er?
staðnum sem strætisvagnar dag
legs lífs leggja upp frá, hver á
sínu ákveðna augnabliki, allt
eftir því hvernig vísarnir standa
á klukkuskífu daglegs lífs.
Vísarnir á suðurskífu torg-
klukkunnar hafa ekki hreyfzt í
þrjár vikur eða lengur. Eg er
ekki einn um að heimta
hreyfingu á þá tafarlaust.
Bi “
Stefán Jóhann um herstöðvarnar ,.
borgaralegu starfsliði. FOR-
SÆTISRÁÐHERRANN DREG-
UR ENGA DUL Á HIÐ RÉTTA
EÐLI SAMNINGSINS. ísland,
segir hann, er mjög hættulega
sett liernaðarlega. Enda hafa
Ameríkumenn framvegis rétt til
að lenda hér með hernaðarvél-
Um á meðan liernám Pýzkalands
stendur yfir. Annars gildir sam
igurinn FYRST UM SINN 5«/2
! ár með eins árs uppsagnar-
j f resti!
Rússum geðjast ekki að því
að Bandaríkjamenn setjast að
á Islandi — enda stendur her-
málaráðuneytið í Washington á
bak við American Overseas. Hið
síðarnefnda vill forsætisráðherr I
ann ekki láta hafa eftir sér, en !
hið fyrra staðfestir hann. Rúss-
nesku blöðin, segir hann, létu
mjög greinilega'í Ijós viðhorfin
í Moskvu. íslenzku kommúnist-
arnir mótmæltu ákaflega og
fóru úr stjórninni vegna Keíla
víkursamningsins, sem braut í
bága við hagsmuni Rússa. En
— segir forsætisráðherrann —
ef Ameríkumenn hefðu ekki ver
ið hér, hefðum við vafalaust
orðið fyrir því að Rússar hefðu
krafizt flugvallar fyrir vélar sín
ar hér á íslandi!
49. landið undir banda-
rískum fána
Þetta sögðu forsetinn og for-
sætisráðherrann, sem hafa tekið
á sig ábyrgð á því að Keflavíkur
samningurinn sé bezta hugsan-
lega lausnin á hernaðarvanda-
málum íslands samkvæmt nýja
atómkortinu. Hörð togstreita
varð milli amerískra og rúss-
nesjira afla áður en samningur
inn var gerður og á meðan bjó
ísland við langvinna stjórnar-
kreppu. Samkvæmt amerískum |
heimildum eiga Rússar meira
að segja að hafa boðið íslending
um að kaupa alla fiskiframl.
ársins 1947 fyrir hátt verð.
Danir og Norðmenn voru gripn
ir miklum Ugg og bentu stjórn-
inni í Washington á hættuna á
því að Rússar tækju tvö skref ef
Ameríkumenn tækju eitt.
Einnig á Islandi hefur orðið
vart við nokkra óró. Svartsýnn
Dani sagði við mig:
— Bíðið þér bara þar til æska
íslands, sem liefur orðið fyrir
sterkum amerískum áhrifum á
stríðsárunum, fer að taka þátt í
þjóðmálunum! Bíðið þér bara
þar til fjárhagsltreppan á Is-
landi kemst á slíkt stig að kaup-
sýslumennirnir sjá sér ekki ann
að fært en að taka dollaralán.
Þá verður tsland ef til vili 49.
landið undir bandarískum fána!
Góð kaup
En spyrjist maður fyrir hjá
jafn dómbærum mönnum og
sænska sendiherranum í Reykja
vík, Otto Johansson og Sigurði
Þórarinssyni dósent, þá fær mað
ur róandi svör. Báðir fullvissa,
að hin amerísku áhrif á æskuna
séu nú mjög að dvína. Lítilfjör-
leg fyrirspurn í ameríska senat-
inu um þann orðróm að innlima
ætti Island í Bandaríkin vakti
mikla gremju um allt ísland.
Tengslin við Skandinavíu verða
sífellt greinilegri einnig nú eftir
sjálfstæðisyfirlýsinguna.
Einnig Stefánsson forsætis-
ráðherra, gamall vinur Pers AI-
bins og formaður norræna fé-
lagsins, telur sjálfstæði Islands
vega salt milli austurs og vest-
urs. Að Ameríkumenn hafa með
farþegaflutningum American
Overseas innlimað ísland í ör-
yggiskerfi Bandaríkjanna telja
íslenzkir stjórnmálamenn yfir-
leitt góð kaup.
Frá íslandi geta Banda-
ríkjamenn sprengt í loft
-
upp allan iðnað Evrópu
Hitler skildi eins vel og Churc
hill að ísland gat haft úrslita-
gildi í heimshernaði, og þegar
„big“ Iiob Williams, einn af
helztu lierforingjum ameríska
herflugsins, fer nú í borgaraleg
an búning sem yfirmaður „Ice-
land Airport Corporation“ og
undirinenn hans í Keflavík fara
úr einkennisbúningunum 5. apríl
utanáskrift þeirra breytist úr
APO 610 í Airport of Keflavík
og þeir eru jafnframt látnir búa
við íslenzk lög, þá stendur hitt
óhaggað að herforinginn er eítir
sem áður ábyrgur gagnvart her
málaráðuneytinu í Washington.
Ef til stríðs kemur — já, þá
fyllist hinn risastóri flugvöllur
í hraunauðninni Jiegar í stað af
B 29-vélum með atómsþrengjum
og langdrægum orustuvélum.
Frá íslandi geta Ameríkumenn
sprengt í loft upp allan iðnað
Vesturevrópu og einnig öll rúss
nesk iðnaðarhéruð bæði í Síber-
íti og Úral.
Ef Rússar gera á hinn bóginn
Island að atómbækistöð, þá eru
Ameríkumenn verr settir. Þá
splundrast hinn fullkomni iðnað
ur í Connecticut Valley, Detroit
og Pittsburg. Þess vegna hafa
Bandaríkin komið sér upp her-
stöðvum bæði í Grænlandi og
Alaska.. Ef til nýrrar heimstyrj
aldar kemur, geta sjómenn á
Ishafinu séð skammt undan æ-
vintýralega atómvopnabaráttu
yfir þveran norðurpól milli
tveggja stærstu meginlanda
heims.
Christer Jáderlund“