Þjóðviljinn - 24.10.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1948, Blaðsíða 4
12 Sunnudagur 24. október 1948. þJÓÐVILJ! Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: £r' Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgroiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðu- stig 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiöja Þjóðviljans h. f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur) Sigur er vís Við stofnun Sósíalistaflokksins, fyrir réttum áratug, voru tengdar sterkar vonir. Alþýðan á íslandi hafði áður byggt upp flokk sér til sóknar og varnar, með öllum þeim erfiðismunum og fórnum sem það byggingarstarf kostar. En andstæðingum al- þýðunnar tókst að slæva það vopn, saltið dofnaði í forystu hans, og um 1930 var flestum beztu forvígismönnum alþýðusamtak- anna Ijóst að Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið samtvinn- að í skipulagslega einingu var form sem alþýðuhreyfingin í land- inu var vaxin upp úr, og óhugsandi var fyrir verkalýðsflokk að gegna hlutverki sínu til sóknar og varnar í frelsisbaráttu alþýð- unnar með því að gerast undirlægja íhaldssamra stjórnmála- flokka er miðuðu stoefnu sina við andstæðu þess sem alþýðan keppti að. ★ Þá var stofnaður Kommúnistaflokkur íslands, og því fór fjarri að stofnun hans og starf yrði til að veikja verkalýðssam- tök landsins, þau yngdust og efldust, það varð tryggt að til yrði á íslandi marxistískur verkalýðsflokkur, hárbeitt vopn alþýðunn- ar í baráttu um bætta hagsmuni, vopn í sókn verkalýðsins að markmiði sínu, alþýðuvöldum á Islandi. Allt frá byrjun miðaði viðleitni Kommúnistaflokksins að sameiningu allra heilbrigðra afla alþýðunnar til samstilltrar baráttu. Áður en mörg ár liðu kom up|p vinstri hreyfing í Alþýðuflokknum er vildi samvinnu við kommúnista, og eftir kosningar 1937 varð hún að óstöðvandi öldu. Á þingi Alþýðuflokltsins (og Alþýðusambandsins) 1937 voru þeir menn er vildu sameiningu við Kommúnistaflokkinn í sterkum meirihluta, og hefðu flokkamir sameinazt það haust, ef minnihluti flokksþingsins, flestir þingmanna Alþýðuflokksins og allir bæjarfulltrúar hans, hefðu ekki hótað að kljúfa hann ef af sameiningu yrði. Einingarmenn létu undan í bili, en það bil notaði afturhaldsminnihlutinn til að kljúfa Alþýðuflokkinn, hrekja einingarmenn úr honum og sölsa undir sig eignir verka- lýðsfélaganna. Einingararmur Alþýðuflokksins hélt áfram sam- vinnu við Kommúnistaflokkinn og stofnaði ásamt honum Sam- einingarflokk alþýðu — Sósíaiistaflokkinn haustið 1938. ★ Sögu Sósíalistaflokksins hefur ekki unnizt tóm að skrifa á þessu afmæli, en enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur mun eiga jafnmerka sögu eftir tíu ára starf. Nokkrir ágætustu forystumenn flokksins benda á aðallínur starfs hans í greinum hér í blaðinu í dag. Og varla mun til sá alþýðumaður að hann telji ekki að þær miklu vonir sem vöknuðu við stofnun hans hafi rætzt, og muni rætast. Það hefur verið stormasamt kringum Sósíalistaflokkinn alla hans ævi, enginn íslenzkur stjórnmála- flokkur hefur verið rægður eins og ofsóttur, innlenda afturhald- ið hefur jafnvel ekki skirrst við að siga erlendu hervaldi gegn íslenzkum sósíalistum. En upp úr ofsóknunum hefur flokkurinn risið margfalt sterkari en áður. Á tíu ára afmæli Sósíalista- flokksins hefur innlent afturhald enn gert bandalág við erlent auðvald gegn alþýðu landsins og hyggur á nýjar ofsóknir. En heldur ekki þær munu duga. Ekki þarf nema reynslu þessara tíu ára til að sanna að í Sósíalistaflokknum hefur íslenzk alþýða skapað sér vopn sem dugar henni til sigurs, og sigur á alþýðan visan hve hörð sem baráttan verður. Alþýðan getur tapað orusfcum. En hún vinnur stríðið. í kvöld til Róm eins og grert haföi veriö ráð fyrir. Geysir er til við- gerðar í Kaupmannahöfn og kem- ur ekki hingað fyrr en i | síðari hluta þessarar viku. Næturakstur í nótt Hreyfili. — Sími 6633. Hvöt til ungra Reyk- víkinga Hér er harðort bréf frá ung- ■ um sósíalista varðandi æskulýðs höllina. Hvöt til allra ungra Reykvíkinga: „Borgaralegir siðaprédikarar unum úr vegi, til þess að geta gengið beint til verks. Það kostaði óralanga baráttu að bjarga börnunum af göt- unni með þvi að byggja leik- velli fyrir þau. Þeirri bar- áttu er ekki lokið enn. Og bygg ing leikvalla er þó eina hald- Næturvörður er I IngólfsapóteKl. 11.00 Messa í Dóra- junni (séra Auðuns). 15.15 /llítyarp til Islend- inga., erlendis: Fréttir, erindi (prófessor Alexand- er Jóhannesson háskólarektor). 15.45 Miðdegistónleikar 16.00 Lúðra sveit Reykjavíkur leikur (Stjórn- reyna sífellt með sínum „krón- iska“ vaðli að kenna æskulýðn- um um það spillingarfen, sem hið opinbera og fjárplógs- menn til samans hafa skapað, til þess að geta haft æskulýð- inn að féþúfu. Nú skulum við minna siða- prédikarana á nokkuð, sem þeir gera sig hlægilega með því að sniðganga. Hin opinbera vínsala, ásamt söluútibúum hennar, svo sem Hótel Borg og Holstein, eru aðaltæki afturhaldsins ti; að gera æskuna að sljóum drykkju skríl, sem gott er að stjórna og stela af. Það eru uppeldis- stofnanir afturhaldsins handa æskunni. Þetta eru stofnanirn- ar sem púkka undir andlegt fóður kvikmjmdahúsanna. * Æðisgengið fyllirí „Það afturhald spillingarinn- góða slysavörnin fyrir yngstu þjóðfólagsþegnana. — Alveg á sama hátt er æskulýðshöllin eina haldgóða vörn hinnar. stálpaðri æsku, gegn hættunum, sem stafa af gróðafyrirtækjum peningamannanna. ★ Kröftuga sókn „Æska Reykjavíkur hefur þá reynslu af hinu borgaralega aft urhaldi, að því er ekki trsyst- andi til að leysa brýr.ustu vandamál æskulýðsins. Það er æskan sjálf, sem verður að leysa sín vandamál, — bjarga sér. Hún verður að nota sam- tök sín, pólitisk og ópólitisk, til að þjarma svo að ráðamönnun- um að þeir eigi ekki undan- komu auðið. Ráðamenn verða að láta sér skiljast að hæli fyrir róna er skottulækning, en höll fyrir æsku höfuðstaðarins er varan- leg lækning. andi: Albert Klahn). 18.30 Barna- timi (Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl. ). 19.30 Tónleikar: „Plógurinn braut landið" eftir Virgil Thomp- son (plötur). 20.20 Samleikur á tvö klarinett og básúnu (Egill Jónsson, Gunnar Egilsson og Björn R. Einarsson): Diverti- mento nr. 2 í B-dúr eftir Mozart. 20.35 Dagur Sameinuðu þjóðanna: Ávörp og ræður: a) Sveinn Björns son, forseti Islands (útvarpað frá Bessastöðum). b) Bjarni Benedikts son utanrikisráðherra c) Sigurgeir Sigurðsson, biskup Islands. d) Tryggvi Lie, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (endurvarpað frá Stokk- hólmi, ef skilyrði leyfa). 21.30 Tón- leikar: Piðlukonsert i e-moll op 64 eftir Mendelssohn (plötur; — kons ertinn verður endurtekinn næstk. þriðjudag). 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 18.30 Islenzkukennsla. — 19.00 þýzkukennsla. 20.30 Útvarpshljóm- sveitin: Rússnesk þjóðlög. 20.45 Um daginn og veginn (Einar Magnússon menntaskólakennari). 21.05 Einsöngur: Ivar Andreasen (plötur). 21.20 Erindi: Iþróttir og menning (dr. Matthías Jónasson). 21.45 Tónleikar (plötur). 21.50 Lög og réttur. Spurningar og svör (Ól- afur Jóhannesson prófessor). 22.30 ar, sem stendur á bak við slík- ar stofnanir, skapar æskumsnn, sem hafa það að aðaleinkenni, að tala með taumlausri hrifn- ingu um siðasta og „æðis- gengnasta" fylliriið, sem þeir hafi tekið þátt í, æskumenn, sem lifa fyrir það eitt að skapa sér nýjar endurminning- ar um ,,æðisgengið“ fyllirí, sem jafnist ekki á við æðisgcngna fylliríið, sem var á þeim síð- ast. * Seinagangurinn skýrist Vist er að fyrrnefndar stofn- anir hafa ekki margt við slík ,,plön“ æskunnar að atbuga. Én geta má nærri, hvernig það passar í kramið hjá nefndum stofnunum, þegar æskan áform- ar að koma sér upp tómstunda- húsi, sem bjarga mun henni úr klóm vínokurs og spilling- ar. Ef athugað er vel sambandið milli bæjarstjórnarmeirihlut- ans og þeirra fjárplógsmanna, sem draga æskulýðinn inn í dilka drykkjuskaparins til að rýja hann inn að skyrtunni, ætti að skýrast seinagangurinn á æskulýðshallarmálinu. Byrjum veturinn með kröft- ugri sókn í æskulýðshallai mál- inu og höldum á okkur hita í vetur með stöðugri baráttu fyr- ir æskulýðshöll. Ó.“ ★ Helgafell kom frá útlöndum í gærmorgun. Hvalfell; Júpíter og Belgaum eru væntanlegir frá út- löndum og Pylkir af veiðum. RIKISSKIP: Hekla fer frá Reykjavík á morg- un austur um land í hringferð. Esja er á Vestfjörðum á norður- leið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er vænt- anleg til Reykjavíkur í dag frá Húnaflóa- Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarhöfnum. Þyrill er norðan- lands. E I M S K I P : Brúarfoss er -í Hull, fer þaðan væntanlega 25.10. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór írá N. Y. 20.10. til Reykjavikur. Goðafoss er í Kaup- mannahöfn. Lagarfoss er í Gautá- borg. Reykjafoss er í Reylcjavík, fer 26.10. vestur og norður. Selfoss er á Siglufirði. Tröllafoss er í R- vik, fer 27.10. til Akureyrar og Siglufjarðar. Horsa kom til Reykjavíkur 19.10. frá Leith. Vatnajökull kom til Reykjavíkur 21.10. frá Hull. Hindranir pa j Gulifaxi fór til Prestvíkur og Kaupmannahafnar kl. 9 í gærmorgun „Æskan þarf að þekkja þær hindranir, sem verið hafa þess valdandi, að æskulýðshöllin er ekki orðin að vemleika. Æskan fmeðT35 farþega °íýér væntanlegur fra Kaupmannahofn um Paris og þarf síðan að ryðja þeim hindr- prestvík kl. um 9 í kvöld. Fer ekki 4 . i !.....tfg&'» Dagskrárlok. I géer voru gef- in saman í hjónaband, ung frú Jóna S. Jen sen og Axel H. Eyjólfss., bæði frá Seyðisfirði. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Vil- borg Kristbjörnsd. frá Sandlækj- arkoti, Gnúpverjahreppi og Gisli Sigurtryggvason bifreiðarstjóri, Reykjavík. Séra Jón Thorarensen gaf brúðhjónin saman. Heimili ungu lijónanna verður að Flóka- götu 7. — I gær voru gefin saman í hjónaband, Ingveldur Jónatans- dóttir Görðurn, Kolbeinsstaða- hreppi og Alexander Kárason, tré- smiður, Skólavörðustíg 15. Heimili ungu hjónanna verður að Baugs- veg 7. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband, Una Kristjánsdóttir og Bolli Thoroddsen, bæjarverk- fræðingur, Miklubraut 62. Laugarnespresfa- kall. Messa kl. 2 e. h. í dag. Barnaguð þjónusta kl. 10 f. h. — Séra Garðar Svavarsson. Frí- kirkjan. Messa í dag kl. 2 e. h, —- Séra Árni Sigurösson. Dómkirkjan kl. 11 f. h. í dag. Séra Jón Auð- uns. Aldarminning, Dómlcirkjunn- ar, — kl. 5 e. h. í dag. Séra Bjarni Jónsson. Aldarminning Dómkirkj- unnar. Nesprestakall. Messa í Mýr arhúsaskóla kl. 2.30 e. h. í dag.> — Séra Friðrik Hailgrimsson predik- ar. Kállatjörn. Messað ltl. 2 e. h. í dag. — Séra Garðar Þorsteinsson. Hallgrímsspkn. Messa i Austurbæj arskóla kl. 11 f. h. í dag. — Séra Sigurjón Þ. Árnason. Söfnln: Landsbókasafnlð er opl3 kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 3 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- íð kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10 alla virka daga. ... , Veðurútlitið í dag: Austan og norðaustan gola. Bjartviðri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.