Þjóðviljinn - 10.02.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.02.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÖDVILJINN* Fimmtudagur 10. febrúar-1949; ÞlÓÐVILIINN Utgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn s Kitstjórar: Magnús Kjartansson. Siguröur Guðmundsson íábv Fréttarltrtjóri: Jón BJarnason. Blaðam.: Ari Karason, Magnús Toríi Ólafsson, Jónas Árnason. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmið.ia. SkólavtSrCu- »tíg 19 — Sími 7500 (þrjar linur) Aakriftarverð: kr. 12.00 á mánuoX — LausasCluverð 50 aur. elat. Prentsmloja Þjóðviljans h. f. Sósiallstaflokkurhu:. Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár Iínur) mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm liliiii Borgarsfjérinn seglr anargésaf Lygar borgarstjórans, Gunnars Thoroddsens um útsvars- álagninguna hafa nú verið hraktar svo rækilega að hann stendur uppi sem orðlaus, ómerkur ósannindamaður sem engin tök hefur á að hylja lítilmótleika sinn. Hinsvcgar reynir hann enn að verja neitun bæjarstjórnaríhaldsins við tillögum sósíal- ista um að útrýma hinu geigvænlega atvinnuleysi í bænum. Seg- ir hann að sósíalistar hafi stungið upp á því að til þess skyldi varið fé úr framkvæmdasjóði en bætir við „öllu fé sjóðs- ins hefur þegar verið ráðstafað, m. a. með atkvæði kommún- istanna". Og hann hnykkir enn betur á, framkvæmdasjóðurinn er orðinn „að engu" og nú vilja sósíalistar gera „allt af engu"! Þessar nýju stórlygar gefa tilefni til að rekja í örstuttu máli sögu framkvæmdasjóðsihs. Tilgangur hans var frá upp- liafi sá að tryggja atvinnulífið í bænum, annarsvegar með því áð útvega framleiðslutæki eins og togarana, hins vegar með því að auka framkvæmdir bæjarins þegar einstaklingsframtakið drægi saman seglin, þannig að ekki kæmi til atvinnuleysis meðal bæjarbúa. Samkvæmt reikningum Reykjavíkurbæjar fyrir 1947 voru þá í sjóðnum kr." 11.575.369,71. Á árinu 1948 átti að bætast við framkvæmdasjóðinn sá hluti stríðsgróðaskatts sem færi fram yfir eina milljón, en það mun vera.á aðra milljón króna. Sjóðurinn var sem sagt mjög vel f jáður. ' 16. október 1947 gerast síðan þau tíðindi á bæjarstjórnar- fundi að í ljós kemur að ekkert handbært fé er í framkvæmda- sjóði. Bæjarstjórnaríhaldið hafði þá lagt allan sjóðinn fram, ekki aðeins til bæjarútgerðar og vegna smíða á vélbátum í Sví- þjóð eins og sjálfsagt var og allir voru sammála, heldur og til aukningar vatnsveitunnar, til kaupa á Reykjahlíð og hitarétt- inda í Mosfellsdal og til eimtúrbínustöðvarinnar frægu við Ell- iðaár. Enginn þessara þriggja^ ^^a er í samræmi yið hlutverk sjóðsins og þessi ráðstöfun hafði hvorki verið lögð fyrir oæjar- stjórn né bæjarráð! Borgarstjóri lagði síðan til að fram- kvæmdasjóði skyldi eftir sem áður 'lalið til eignar allt þetta framlag, sem sé að eignir hans væía óskertar á annan milljona- tug króna. Að sjálfstögðu varð þessum gerðum bæjarstjórnarihaldsins ekki riftað, en sósíalistar létu bóka eftirfarandi athugasemd: „Bæjarfulltrúar sósíalista átelja harðlega að fé framkvæmda sjóðs hefur verið ráðstafað án þess að til kæmi samþykki bæjar- ráðs og bæjarstjórnar en geta úr því sem komið er fallizt á að fé hans verði talið þsim fyrirtækjum til skuldar sem upp eru talin í tillögu borgarstjóra, enda verði gefin út skuldabréf til skamms tíma fyrir þessum upphæðum og jafnframt ákveðið að fé sjóðsins verði hér eftir alls ekki ráðstafað án samþykkis bæjarráðs og bæjarstjórnar." Þetta er þá það „atkvæði kommúnistanna" sem borgar- stjóri þvaðrar um í Morgunbl. í gær. Ekki er vitað hvort nokk- ur skuldabréf hafa verið gefin út, né til hversu langs tíma, né msð" hvaða vöxtum, en mjög má það teljast ótrúlegt eftir þeim upplýsingum borgarstjórans að framkvæmdasjóðurinn sé orðinn „ÁÐ ENGU." Það orðalag virðist hslzt benda til þess að bæjar- stjórnaríhaldið hafi einfaldlega gefið framkvæmdasjóðinn þrátt fyrir samþykkt sína 17. okt. 1947, og þá væntanlega fyrst og fremst í sukkframkvæmdirnar við einíúrbínustöðina sem varð þrefalt dýrarí en áætlað var! Það skal að lokum tekið fram til að gegnumlýsa borgar- stjórann til fullnustu að hann segir enn ósatt þegar hann heldur Jiví fram að sósíalístar hafí borið fram tiliögu um að fé til at- vinnuaukningar skyldi tekið úr framkvæmdasjóði. Á fundinum var tjllögunni breytt í það horf að féð skyldi tekið af auka- Útvarpið viðhaldi f róð- leik um forn máhaðaskipti. Nýlegavar ég'staddur í húsi, þar sem menn ræddu' um út- varþið og ýmsar leiðir til> áð lífga upp dagskrá þess. Kunni hver sín ráð í þeim efnum, og yrði of langt upp að telja þau öll. En við þetta tækifæri benti einn gestanna á nýung, sem á- reiðánlega mundi mælast vel fyr ir í dagskránni, og þyrfti þó engu til að kosta um fram- kvæmd hennar. Hann vildi, að útvarpið skýrði hlustendum frá því að staðaldri hvar komið væri rás ársins samkvæmt fornri mánaðaskiptingu og tímatali. f Unga kynslóðin er ófróð um slíkt. „Það er auðvelt að færa rök fyrir kostum þessarar hugmynd ar," sagði maðurinn. „1 bók- menntum okkar og þjóðlegum frásögum eru tímasetningar víða eingöngu eftir gamla kerfinu. Hinsvegar má segja að meðal yngri kynslóðar- innar séu flestir allsendis ófróð ir um hið gamla kerfi, þannig að við lest'ur gamalla frásagna fer það allt fyrir ofan garð og neðan, hvenær á árinu atburðirn ir gerast. Með aðstoð útvarps- ins mætti upplýsa unga fólkið um þessi efni um leið og þjóðleg um sérkennum í tímatali yrði í vissum"skilningi haldið við. Þegar Harpa hefst, Ýlir o. s. frv. „Hugmyndin er sem sé sú, að þulir útvarpsins tilkynni t. d. þegar Harpa hefst, Ýlir o.s.frv. Gjarnan mætti láta fylgja þessu gamlan kveðskap, eftir því sem við ætti hverju sinni; alþýðan gerði það oft að fella í stuðla kveðjur sínar til mánaðanna gömlu, og þar er því af nógu að taka. Sá gamli siður að miða dagatalið við þessa eða hina messuna ætti einnig að vera þáttur í þessari nýbreytni. Og margt fleira kemur til greina, svo sem upplýsingar um það, þegar vertíð hefst eða henni lýkur á hverjum landshluta. Og alltaf mætti tengja þetta ýmis- konar alþýðufróðleik frá göml- um tínvum. Það er enginn efi að svona nýbreytni mvmdi vel þegin í dagskrá útvarpsins." Leiklistin of dýr fyrir láglaunafólk. Annari hugmynd vil ég einnig koma á frarnfæri í dag. Á það hefur verið bent, að eins og nú er um verð á aðgöngumiðum að leiksýningum hér hjá okkur, getur ekki talizt að láglauna- fólk hafi aðstöðu til að njóta leiklistarinnar sem skyldi. Verkafólk hefur t. d.. hreinlega ekki ráð að sækja leikhús að staðáídri.: Én þetta getur ekki gengið, Leiklis'tin' á að- vera jafn mikil eign allra manna. Nú göngum við hinsvegar út frá því, að Leikfélagið hafi sínar gildu ástæður fyrir hinu háa verði aðgöngumiðanna; sjái sér ekki fært að lækka það undir venjulegum kringumstæðum. Og hvernig má þá ráða bót á málinu ? Verkalýðsfélögin og Leikfélagið ættu að senija. Vinur minn einn hefur fundið svarið: Verkalýðsfélögin eiga að gera samning við Leikfélag- ið, ánnaðhvort sameiginlega eða hvert í sínu lagi, um ákveðnar sýningar fyrir meðlimi sína, og þá jafnframt um niðursett verð aðgöngumiða. Þau eiga að segja Við leikarana: Við skulum sjá um húsfylli hjá ykkur svo og svo mörg kvöld, meðan sýningar á hverju leikriti standa yfir; én þið látið okkar f'ólk fá aðgöngu- miðan á niðursettu verði, segj- um fyrir hálfvir'ði^ — Væri þetta ekki athugandi fyrir báða aðilja? HÖFNIN: Árdegis í gœr fór kolaskipið Nerva héðan áleiðis til útlanda, Lingestroom til Akraness og Herðu breið í strandferð. Síðdegis fór Eg- ill Skallagrímsson á veiðar, Ingólf- ur Arnarson kom af veiðum.. og Esja og- Skjaldbreið komu úr strandferð. ÍSFISKSAIAN: 1 gær seldi Röðull 4772 kits fyrir 15115 pund í Grimsby. E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Reykjavik 7.2. til Hamborgar. Dettifoss fór frá Kaupmannahöfn 8.2. til Álasunds, Djúpavogs og Reykjavíkur. Fjall- foss fór frá Reykjavík 6.2. til Hali fax. Goðafoss er í Reykjavík. Lag- arfoss er í Reykjavík. Reykjafoss líom til Antwerpen 7.2. frá Reykja vík. Selfoss er i Reykjavík, fer í kvöld 10.2. vestur og norður. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 5.2. frá Halifax. Horsa fór frá Ála- sundi 8.2. til Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Vatnajökull kom til Kaupmannahafnai' 6.2. Katla lcom til Reykjavíkur 4.2. frá N. Y. Sklp Einarsson & Zoega: Poldin or í Reykjavík. Linge- stroom er á Akranesi, fer þaðan væntanlega á miðvikudagskvöld til Amsterdam. Reykjanes er á leið til Grikklands Irá Englandi. útsvarsálagningu síðasta árs, en 5. júní' s.l. var samþ. m. a. samkvæmt tillcgu borgarstjórans sjálfs, „að af þeirri upphæð skuli 3 millj. kr. varið til verklegra framkvæmda í þágu atvmnu- lífsins eftir ákvörðun bæjarstjórnar síðar á árinu." En ef til vill er þetta fé einnig orðið „AD ENGU"? Kannski að Ísskápa-Gísli hafi fengið það til að halda áfram að bora í leðjuna á Tjarnar- botninum? EIKISSKIP:; Esja er i Reykjayík. Hekla er í Álaborg. Herðubreið fór frá R- vik i gærmorgun á leið austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið er í Reykjavík. Súðin er á leið frá Reykjavik til Italíu. Þyrill er í Hvalfirði. Hermóður yar við Sléttu i ísafjarðardjúpi i gærdag á suðurleið. 20.20 Útvarps- hljómsveitin (Þór- arinn Guðmunds- son stjórnar): . a) Forleikur að óper- unni. . „Semiramis" eftir, Rossini. b) „Lítið ljóð" eftir Rune Walberg. c) „lÍorgenblJitt- er", vals eftir Strauss. 20.45 Lestur fornrita: Úr Fornaldarsögum Norðurlanda (Andrés Björnsson). 21.10 Tónleikar 21.15 Dagskrá Kvenfélagasambands Islands. — Erindi: Skömmtunarmál (frú Aðal björg Sigurðardóttir). 21.40 Tónleik ar. 21.45 Spurningar og svör um is- lenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.05 Symfóniskir tónleikar: a) „Lævirkinn lyftir sér til flugs," fiðlu- og hijómsveitarverk eftir Vaughan Williams. b) Symfónía nr. 6 í h-moll op. 74 („Pathetique") eftir Tschaikowsky. 23.00 Dagskrár lok. Sl. sunnudag opin- beruðu trúlofun sína, Anna Þor- valdsdóttir verzlun armær og Bragi Kristjánsson bif- vélavirki, bæði til heimilis í Stykk- shólmi. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sina, Guðrún Bjarnadóttir hjúkrunarkona frá Akureyri og Þói'ður Bjarnason bílstj. Reykjav. Hjónunum Guð- rúnú Bjarnadóttur og Hauki Helga- syni, Kjartansg. S, fæddist 13 marka dóttir 6. febrúar. AfmEelisskemmtun Náttúrulækn- ingafglags Islands var haldin í Tjarnarcafé mánudaginn 24. janú- ar sl., á 10 ára afmæli félagsins. Hjörtur Hansson setti samkomuna og gaf fyrstum orðið Gretari Fells, sem flutti kvæði fyrir minni félags ins. Þá sýndi Vigfús Sigurgeirsson íslenzkar kvikmyndir, og á eftir lék Skúli Halldórsson tvö frumsam in lög á píanó og lag eftir Chopin. Unndór Jónsson flutti gamanþátt: Samtal sjúklings við náttúrulækni, sem hann leitar til, þegar öil von er úti um lækningu á annan hátt. Loks flutti Axel Helgason frumsam inn gamanþátt, þar sem hann lýs- ir því, hvernig hér er umhorfs á 60 ára afmæli félagsins, eða eftir 50 ár. Öllum þessum skemmtiatrið- um var óspart klappað lof í lófa. Hjörtur Hansson las upp heilla- skeyti, sem félaginu höfðu borizt, og frú IVfatthildur Björnsdóttir, for maður Heilsuhælissjóðs, skýrði frá því, að félaginu hefði á kvöldinu borizt fyrsta afmælisgjöfin. í sjóð- inn, að upphæð 500 krónur, frá ónofndum viltíarmanni félagsins. Axel Helgason stjórnaði dansin- um, sem stiginn var af miklu f jöri til kl. eitt um nóttina. Þarna var á boðstólum drykkur, heilnæmur og ljúffengur, búinn til úr gulrót- um og ávöxtum, og rann andvirðið af sölu hans í Heilsuhælissjóð, eins og allur ágóði af skemmtuninni. Var hún sótt af nær 200 manns, þrátt fyrir mjög óhagstætt veður. Gullfaxi er í Stokk hólmi; væntanleg- ur hingað á laugar dag eða sunnudag. Hekla var væntan- Ieg frá Kaupmannahöfn í gær- kvöld, of voður hindraði ekki för hennar. 1 gær var flogið til Akur- eyrar, Vestmannaeyja og á Aust- firði. Næturakstur í nótt Hreyfill — Sími 6633. Næturlæknlr er S iæknavarðstot- unni,. Austurbæjarskóianum. ~ Sími 503a Veðurútlit í dag: Vaxandi sunn an eða suðvestanátt, dálítil slydda eða rigning síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.