Þjóðviljinn - 10.02.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1949, Blaðsíða 8
Erlander og Undén liafna þátttöku í Átlanzhafsbanda- lagi; myndi- draga Svíþjóð inn í kalda stríðið r * Fl" 1 umræðum um uíanríkismál í sænska þinginu í gær kom greinilega í ljós, að sænskir íorysíumenn líía á hið fyrirhugaða Atianzhaísbandalag sem árás- arbandalag gegn Sovétríkjunum. Erlander, íorsætis- ráðherra sænsku sósíaldemókratastjórnarinnar sagði t. d. að Svíþjóð myndi ekki gerast aðili að Atlanz- haísbandalaginu, þar sem Svíar vildu ekki láta neitt ríki fá land sitt til afnota til hernaðarundirbúnings og ekki gefa neinu ríki tilefni til að halda, að land- ið sé notað til árásarundirbúnings gegn því. Erlander og Undén utanríkis- ráðherrar gáfu skýrslu um af- stöðu ríkisstjórnarinnar, sinn í hvorri þingdeild. Halda fast við hlutleysisstefn- una. Undén sagði, að Svíar gætu ekki fallizt á það, sem sumir héldu fram, að hlutleysisstefna í átökum stórveldanna væri orð in úrelt og til einskis nýt. Sví- þjóð hefði búið við frið í 135 ár í skjóli hlutleysisstefnunnar og ætlaði að halda því áfram. Undén kvað Svía ákveðna í þvi, að láta ekki dragast inn í kalda stríðið milli stórveldanna. Hann skýrði frá, að sænska stjórnin hefði boðið Noregi og Dan- mörku að mynda. með þeim' skandinaviskt bandalag, er fylgdi sem heild hlutleysis- stefnu, en það hefði strandað á andstöðu Norðmanna. Danska stjórnin leitar upplýs- inga um Atlanzhafsbandalagið. 1 danska þinginu fóru einnig fram umræður um utanríkismál í gær. Rasmussen utanríkisráð- herra lýsti yfir fyrir hönd stjórnarinnar, að hún áliti skandinaviskt bandalag helzt samsvara hagsmunum skandi- navisku landanna og það væri hvergi nærri útilokað að um- ræður um myndun þess hæfust á ný. Hinsvegar hefði danska stjórnin nú leitað upplýsinga um Atlanzhafsbandalagið og að þeim fengnum verður ákvörðun tekin um, hvort stjórnin æskir eftir að Danmörku verði boðin þátttaka í bandalaginu. Sendiherrar Danmerkur, Nor- egs og Svíþ-jóðar í París gengu í gær á fund Schumanns utan- ríkisráðherra og ræddu við hann um viðræður landa sinna undan farið. Acheson utanríkisráðherra sagði í Washington í gær, að hann hefði enn enga afstöðu tekið til myndunar skandinav- isks bandalags og væri fús til að hlýða á allar röksemdir, er það snertu. Lange utanríkisráð herra Norégs mun ræða við Acheson á ný, leggja af stað heimleiðis á laugardaginn og hitta Bevin í London á heimleið inni. Andstaðan gegn hernaðarbanda lagi í Noregi og Banmörku. Andstaðan gegn þátttöku í Atlanzhafsbandalaginu fer stöð ugt vaxandi í Noregi og Dan- mörku. Jörgen Jörgensen, for- maður Róttæka flokksins í Dan- mörku hefur lýst yfir andstöðn við þátttöku Danmerkur í banda laginu. Bandalagsþátttaka, sagði hann, mundi kljúfa dönsku þjóðina í andstæðar fylk ingar. I Osló sóttu 12.000 manns útifund á Youngstorgi, sem hald inn var til að mótmæla þátttöku í Atlanzhafsbandalaginu. Þar töluðu menntamenn, rithöfund- ar og forystumenn verkalýðs- félaga. gjO I gær barst Slysavarnafélagi íslands mjög rausnarleg gjöf frá ónafngreindri konu. Afhenti hún frú Guðrúriu Jónasson formanni kvennadeild ar Slysavarnafólagsins i Reykja vík gjöfina, sem er 8000,00 og gefin er til minningar um lát- inn bróður gefandans. Er Slysa | varnastarfseminni í landinu vel j borgið á meðan það nýtur slíks [stuðnings og hugarfars, sem þessi gjöf sýnir. (Frá Slysavarnafélaginu). Hverjir vildu segja Þjóðverju?^ a nen í blaðinu Þjóðyörn, sem út kom í gær og flytur yfir- leitt prýðilegar greinar, er því haldið fram aftur og aft- ur með fyrirsögninni „Pólitísk buxnaskipíi" að sósíal- istar hafi viljað I£*';a segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur: „Fyrir Rússa vildu komimúnistar á sínum t;ma. að fsland segði Þjóðverjum og Japönum stríð á he~>dnr" o. s. frv. Þessi óskammfeilna staðhæí'ing e ' k- in ðme'.t úr lygagreinum Morgnnfala&slns og laadsölu- ræ*n -e^. Ifcimdellingurfnn Magnús Jónsson flr'^f i út- varp/o- fyrir nokkru. Þjóðviljinn hefur yfiriejft efcki non-•* að elta ólar við jafn rakalausan þvr'ting, en Já fer s?vörin vissulega að færast upp í bekkinn J:egar Þji'íJvörn birtir áróðurslygar landsölumannanna. Hsú s"aShæfimg nm að scsáalssSax haii vtif- að láfa Isjfand segja Swim sSðxveldsm sÉsíð h hevám ex upnspuni fxá xóSum. Þvext á móii (jFeiddu sásíalislay atkvæði gcgn því að gsnrj- ið yrði að zYikú mhláíe'ú&n Engan J)arf að undra þótt dollarablöoin víli ekki iyrir sér að birta hvers konar ósannindi til að r'ugla almenn- ing og spilla dómgreind hans, svo að adðveldara verði að véla þjóðina inn í hernaðarbandalag. Hitt vekur meiri furðu að þeir menn sem að Þjóðvörn standa skuli láta blekkja sig til að birta dollaraáróðurinn í blaði sínu. Það er ekkí heiðarlegur málflutningur, og bjarnargreiði við þann málstað sem þjóðvarnarmenn berjast annars fyrir af miklum sóraa. Hljómleikar Tón- listarfélagsins annað kvöld Tónlistarfélagið hefur vegna f jölda áskorana um að beita sér fyrir því að haldnir verði hér í bænum í vetur nokkrir úrvals tónleikar, þar sem flutt sé að- gengilegt efni, ekki alltof þung- meltanlegt og með hóflegu verði á aðgöngumiðum, svo allir geti átt kost á að njóta hljómleik- anna, snúið sér til nokkurra úr hópi okkar beztu tónlistar- mailna. Er nú ákveðið að halda í vet- ur 3 slíka hljómleika og eru þeir fyrstu annað kvöld kl. 7 í Austurbæjarbíó. Efni á þessum hljómleikum verður við allra hæfi, sem skyn bera á góða tónlist og verð að- göngumiða verður aðeins 10.00. Á hljómleikunum annað kvöld leika þeir Wilhelm Lanzky- Otto og Dr. Urbantschitsch. Fyrsta verkið á skránni er hin vinsæla og stórfenglega c-moll partíta Bachs, en hún er í 6 köflum, symfónísk svíta eftir Carl Nielsen og Polonesa Chop- ins. Þessi verk leikur L-Otto einn. Þá leikur hann eftirtalin verk fyrir horn með undirleik dr. Urbantschitsch: Sónötu í þrem köflum eftir Paul Hinde- mith, Rondo fyrir horn og píanó eftir Mozart og Adagio og alle- gro fyrir horn og píanó eftir Róbert Schumann. (Frá Tónlistarfélaginu). 1 begi kanpram m tollaalo „Aðalíundur Félags bífvélavirkja, haldinn 31. jan. 1949, lítur svo á að með hinum nýsanuþykktu dýrtíðarlögum ríkis- stjórnarinnar og Alþingis sé gengið svo freklega á rétt og Iífs- afkomu launþega að ekki verði Iengur við unað og telur óhjá- kvæmileg»i fyrir launþega, eins og nú horfir í þess'am málum að athuga möguleika að nýjum hækkunum grunnkaups eða öðr- um raunhæfum aðgerðum í þessu efni." ,Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja haldinn 30. jan. s.l. samþykkt-i einróma mótmæli þar sem m^ a. scgir svo að fundurinn telji „dýrtíðarlögin alls óhæf og ná engan veginn þeim tilgangi er til var ætlatC, en með þeim er velt þunga dýr- tíðarinnar yfir á herðar alþýðumanna og rýrð Iífsafkoma verka- fólks svo þótt það kunni að hafá vinnu verður afkoma þess í æ ríkara mæli verri vegna síhækkandi nauðsynja, duldra skatta í gegnum uppbótafargan og sívillandi vísXölu." f niðurlagi samþykktarinnar segir ennfremur svo: „Fundur- j inn krefst þess einnig að afnumin verði lögin er binda dý.' íðar- uppbót á kaupgreioslu við 300 vísitölustig og verði kaupfram- vegis greitt meii dý.' .'ðaruppbct efíir vís'tölu cins og hún rsyn- ist á hverjum tíma. Þá gerir fundurinn cnníremur þá kröfu til stjórnar Aiþýðusambands Isíands að hún þegjix í stað geri of- anskráða tillög'u að baráí'lumáli sínu." Gee slerlnp fékafrelsis „Aðalfundur Vmf. Raufarhafnar haldinn 16. janúar 1949, mótmælir eindregið frnmvarpi Jóhanns Hafsteins o. fl. um hlutfallskosningar í verkalýðsfélögunum og öllum afskipt'um rík- isvaldsins um innri mál verkalýðsfélaganna." „Aðalfundur Þvol»iakvennafélagsins Freyju, haldinn 30. jan. 1949, lýsir sig algerlega andvígan framkomnu frumvarpi um hlut fallskosningar í verkalýðsfélögum og skorar á Alþingi að fella frumvarpið." „Fundur haldinn í Prentmyndasmiðafélagi íslands 2. febr. 1949, samþykkir að fella framkomið frumvarp til laga um hlut- fallskosningar í verkalýðsfélögunum, þar sem vér teljum það árás á félagafrelsið í landinu og ihlutun um innri mál verkalýðs- félaga af hálfu löggjafar og dómsvalds." dur í „Chemiatf I Hnefaleíkamoi 9? Efnagerðin Chemia, Höfða- túni 10, skemmdist talsvert af eldi og reyk í fyrrinótt. Eldurinn kom upp í miðstöðv arklefa í kjallara hússins, en slökkviliðinu tókst að hefta út- breiðslu hans. Hinsvegar barst reykur til efri hæða hússins um lyftuop, og olli það talsverðum skemmdum. Aðalskemmdirnar urðu í herbergi, sem er uppyfir miðstöðvarklefanum. Enduitekinn samscngur Mjög mikil aðsókn var að söngskemmtun Otvarpskórsins s.l. sunndag, og urou margir frá að kverfa. Því hefur verið ákveðið að endurtaka hana næsta sunnudag. Hefst hún eins og í fyrra sinn í Dómkirkj unni kl. 6,30. Söngskráin verð- ur óbreytt og aðgöngumiðar seldir á sömu stöðum. ALFABRENNA. Skátar gangast fyrir Álfa- brennu á Iþróttavellinum i kvöld og verður þar margt til skemmtunar. Hnefaleikarnót Ármanns hefst í Austurbæjarbíó í kvöld kl. 11. Keppt verður í 6 þyngdarfl. — I f jaðurvigt keppa Guðmund ur Karlsson og Davíð Haralds- son, í léttvigt Ottó Malmberg og Kristján Jóhannsson, í milli- vigt Bragi Ásbjörnsson og Jón Ólafsson, i veitivigt Björn Ey- þórsson og Gizzur Ævar, í létt- þungavigt Jóel Blómqvist og Sigfús Pétursson og í þunga- vigt Þorksll Magnússon og Guð múndur Sigurðsson. Auk venjulegra verðlauna verða þarna veitt sérstök feg- urðarverðlaun fyrir fegurstan og drengilegastan leik. Eftir keppnina verða sýndar kvikmyndir af viðureignum ým- issa heimsmeistara v hnefaleik, og koma þar m. a. fram bessir: Jack Dempsey, Schmeling, Billy Conn, Max Bear, Carpentier og Joe Louis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.