Þjóðviljinn - 14.04.1949, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.04.1949, Blaðsíða 10
10 Þ JÓÐVIL JINN Fimmtudagur 14. apríl 1949. EVELYN WAUGH: 8. DAGUK. ASM. JÖNSSON þýddi. ur með evrópska menntun hikaði í valinu?" , „Þeir eru allir saman á móti mér, þeir eru allir saman svikarar — ég get ekki treyst einum einasta manni." „Að mér undanskildum yðar hátign." „Eg treysti þér ekki heldur — sízt þér." _ „En ef allir eru svikarar, þá verðið þér.Æ&gc.r.a einn þeirra að trúnaðarvini yðar — þér ne'^fðist'"' bókstaflega til þess. Enn er ekki of. seint" að flýja. Það ,vita ekki aðrir en 'ég um bátinn, því. Armeninn Youkoumian er dauður — skiljið þér það, yðar hátign? Skipið lífverðinum að lofá rriér að komast burt. Eg fer þangað, sem báturinn -er falinn, og eftir kl.ukkutíma skal ég véríÉ'kominn ¦ með hann þangað, sem borga'rmúrinn nær hiður að vatninu. Þér komið svo þangað, þegar varð- mannaskipti verða — skiljið þér? Þetta er eina • undankomuleiðin. Treystið þér mér, því aníiars'' verðið þér einn og yfirgefinn." . Keisarinn stóð á fætur. „Eg veit ekkí; hvort mér er óhætt að treysta þér — ég held, að ég geti ekki treyst neinum, farð.u bara. Hvers vegna ætti ég að láta hengja þig? Hverju máli skiptir einu lífi fleira eða færra, þegar allir eru svik- arar? — Farðu í friði." „Eg er trúfastur þjónn yðar hátignar." Seth opnaði hurðina, og aftur heyrðist hratt fótatak njósnara, sem hraðaði sér burt. „Höfuðsmáður." „Yðar hátign?" „Alí má yfirgefa virkið." „Eins og yðar hátign býður." Jóab höfuðsmað- ur heilsaði að hermannasið. Um leið og Alí fór út, snéri hánh sér við og ávarpaði keisarann. „Það væri hyggilegt af yðar hátign að treysta mér." „Eg treysti engum — ég ér einn og yfirgef- inn." Keisarinn var einn. 1 næturkyrðinni heyrði, , hann veikan hávaða — trumbur hersins, sem, nálgaðist. Klukkan var fjórðung yfir tvö — dimmt í næstum f jórar klukkustundir enn. Allt í einu rauf hátt, skerandi hljóð kyrrðina — hljóðið kom neðan frá og skall á virkinu og þagnaði síðan. Það gaf ekkert til kynna, hafði ekkert framhald, ekkert fótatak heyrðist, engar raddir — aðeins þögn og trumbuniðurinn í fjar3ka. Seth hljóp að dyrunum. „Hæ! — Hver er þar? Hvað gengur á? Höfuðsmaður. Lífvörður^'^Ek^^, '*¦: ert svar — aðeins fótatak hins óhjákvœmilegn njósnara. Hann gekk út að glugganum. „Hver . er þar? Hvað hefur komið fyrir? Er enginn á verði ?" Löng þögn. Loksins svaraði róleg rödd að neðan: „Yðar hátign?" ;í|J" „Hver er það?" „Jóab höfuðsmaður í keisaralega fótgöngulið- inu — til þjónustu, yðar hátign." „Hvað gekk á?" „Yðar hátign?" ! jTj „Hvaða hljóð var þetta ?" „Það var af lítilsháttar mistökum, yðar hátign — þér þurfið ekki að óttast það." „Hvað gekk á?" „Lífvörðurinn gerði lítilsháttar mistök —það það er allt og sumt." „Hvað gerði hann?" „Það var bara Indverji, ýðap-hátignr.Lí$v.örð-;.. urinn misskildi fyrirskipanirnar. Eg skal; S3á..um, - - að honam verði réfsað." Ö t „Hvar er Alí — hefur eitthvað komið fyrir hann?" „Hann er dauður, yðar hátign — það var fyrir mistök lífvarðarins. Mér þykir ákaflega leitt, að yðar hátign skyldi verða fyrir þessu ónæði." Skömmu síðar læddust Jóab höfuðsmaður, kap- teinninn og hr. Youkoumin út um leynidyr á virkinu, og yfirgáfu borgina. Þeir stefndu til' gömlu sykurmyllunnar. Og Seth var einn eftir. Aftur morguhroði. Hr. Youkoumian drattast hægt inn í Matodi. Göturnar eru auðar. Allir, sem.áttu þess kost, höfðu yfirgefið borgina í myrkri —¦ þeir sem eftir urðu, kúrðu. bak við læsfcar dyr og byrgða glugga. Þeir störðu í 'gegn- um 'öiiráargöt og rifur í gluggahleruma þerinan þreytta og smávaxna förumann, sem dragnaðist eftir götunni í áttina til veitingastofunnar Am-"' urath & Universal. Frú Youkoumian lá þversum yfir þröskuldinn í svefnherbergisdyrunum. Um nóttina hafði hún getað nagað í sundur drusluna, sem var bundin fyrir munn hennar, og tekizt.að velta sér svolítið eftir gólfinu — þá voru kraftar hennar á þrotum. Þegar hún var orðin örmagna af að hljóða á hjálp og brjótast um í böndunum, féll hún í eins- konar dvala, sem af og til \'ar rofinn martröð, krampaköstum og hraðferðum rottanna' 'aftur óg fram um gólfið. Siífurglitrahdi morgúnskíman féll inn um gluggann á andlit þessarar mis- þyrmdu, bólgnu og óhreinu manneskju, og hafði mjög neikvæð áhrif á þroskaðan hstasmekk Youkoumians. : „Krikor, Krikor! Ó, guði sé lof og dýrð fyrir að þú komst------Eg hélt, að ég mundi aldrei framar fá að sjá þig — Dýrð sé jómfrú Maríu og Jósef — Hvar hefurðu verið ? — Ó — Krikor — maðurinn minn — guði almáttugum og öllum englum hans sé löf og dýrð fyrir að hafa leitt þig hingað til mín." Hr. Youkoumian settist þyngslalega á rúmið og dró af sér skóna. Eg er þreyttur," sagði hann. „Guð minn góður, hvað ég er þreyttur — ég gæti sofið í heila viku samfleytt." Hann tók flösku of- an af hillu og hellti úr henni í glas. „Þetta eru þær ógeðfelldustu nætur, sem ég hef nokkurntíma lifað. Fyrst að vera svo að segja hengdur. Þá neyðist ég til að ganga alla leiðina til sykur- myllunnar — og svo er það næsta sem ég veit af mér, að ég ligg einn og yfirgefinn í fjörunni, farangurinn minn horfinn, báturinn horfinn, her- manna helvítin horfin, og ég með kúlu á stærð við hænuegg á hausnum — finndu bara." „Eg er bundin, Krikor. Skerðu böndin af mér, svo ég geti hjálpað þér. Ó — elsku. maðurinn „Þetta er logandi sárt. Og ferðin heim. Og báturinn minn horfinn. 1 gær gat ég fengið fimmtán hundruð rúpíur fyrir þennan bát. Ó ¦— höfuðið á mér — fimmtán hundruð rúpíur. Mig verkjar líka í fæturna. Eg verð að fara í rúm- ið." . . „Leystu mig, Krikor, og ég skal hjúkra þér, elskan mín." „Nei — vertu ekki að hafa áhyggjur af því, blómið mitt. Eg ætla að hátta — ég gæti sofið í heila viku." •.- „Krikor, leystu mig." „Hafðu engar áhyggjur af mér. Þetta líðúr frá, þegar ég er búinn að sofa vel — o, mig verkjar-1^11^^810»^^^^."^^» svolgraði í sig • úrglasinux>g ruxadi ánægjulega. Síðan vatt hann h ttf' sér upp í rúmið og snéri sér til veggjar,-'v „Krikor — ó, Krikor, ætlarðu ekki — þú verð- ur að leysa mig — skilurðu þa.ð.ekki? Eg er búin að liggja hér í alla nótt. Eg hef svo voða- legar kvalir — " „Láttu bara fara vel um þig þar sem þú ert, ég hef ekki tíma til að sinna þér núna. Þú hugs- i ar alltaf fyrst og fremst um sjálfa þig, En hvern- ig heldurðu, að mér líði ? Eg er þreyttur — kannske þú heyrir það ekki?" „En Krikor — " ¦ , ' „Haltu kjafti, merin þín." Og áður en mínúta var liðin, var hr. Yöukoum- ian liðinn frá hrellingum þessarar örlaganætur, I yfir í djúpan og draumlausan svefn. -• Skrúðgangan var tilkomumikil. Fyrst kom ¦: lúðrasveit keisaralega lífvarðarins í trosnuðum gráum einkennisbúningum. Hún lék „ Jolin Browns Body". ¦ ». ' ¦ Næst þeim kom fótgönguliðið. Siggugir, berir: fætur, sem þyrluðu rykinu .upp í taktföstum| skrefum. Þeir voru í gauðrifnum einkennisbún-; ingum, fótavefjurnar í öilum regnbogans litum, vafðar. á marg.víslegasta hátt um fætuma, húfur: af öllum hugsanlegum gerðum. Rifflarnir með ásettum stingjum héngu yfir axlirnar, hrokknir kollar, kátbrosleg negrasmetti, svart hörundið: glitraði í gegnum rifur á hnappalausum iökkun- ' um, vasarnir úttroðnir af ránfeng. Á milli þess-!; ara hermanna og leiguhermannanna reið Conn-! ólly hershöfðingi á stóru gráu múldýri, og for- j ingjaráð hans á báðar hliðar honum. Það var.v lágvaxinn Iri á bezta aldri. Hann..haíði" sinnt; •margvíslegum störfum um dagana, Fyrst var* hann í ensk-írsku herlögreglunni, þá í suður-af-; rísku lögregiúnni, og áður, en hann gekk íþjón-: ustu keisarans hafði hann verið í varáliði í Ken- ya. í þetta sinn: líktist hann meira glötuðum og! .endurheimtum landkönnuði, en sigursælum her- foringja. Vikugamlir rauðir, skeggstubbar þÖktu: . hökuna, hnífa og sverðaeggjar höí^ubrey.tt reið-t buxunum í stuttbuxur, og í stað einkennisjakka1 og húfu Var-hahn í skyrtu, opih'ái1i''hálsinn og" með veðurbarinn sólhjálm á höfðinu,. S^ónauki,!.' kortahulstur, sverð og skammby^sur héngu hér og þar utan á honum. Hann reykti pípu með heimaræktuðu tóbaki í. Á hæla honum fylgdu herskariar-.Wa'nda og Sakuyu stríðsmanna, sem höfðu slegízt í förina uppi í fjöliunum. Þeir voru fimm til tíu í hóp, og fylgdu eftir höfðingjunum, sem sátu á hest- baki. Á undan sér ráku þeir geitur og gæsir, sem þeir höfðu rænt á bæjum er urðu á leið þeirra. Af og til settust þeir niður og hvíldu sig, og hlupu síðan viö fót til að ná hernum aftur. Mestu höfðingjarnir höfðu sínar eigin hljómsveitir — ríðandi trumbuslagara, sem börðu stórar skálar úr nautshúð og tré og pípuleikara, sem blésu í fleiri metra löng bambushorn. Hér og þar gnæfði íilfvaldahöfuð upp úr fjöldanum. Þessir menn voru vopnaðir allskonar vopnum, gömlum rifflum með tilheyrandi krössum eða látúnsskothylkjum, stuttum veiðispjótum, sverð- um og hnífum, hinum tveggja metra löngu og blaðbreiðu spjótum Wandanna, og í fótspor eins höfðingjans draslaði þræll vélbyssu, sem var sveipuð flauelsábreiðu. Nokkrir voru vopnaðir stuttum bogum og kylfum, samskonar og hafa þekkzt f rá alda öðli. . ||ijiji Hár Sakuyanna var fágurlega liðað og. $ brjósti og handleggjum höfðu þeir stór og marg- vísleg ör til fegurðarauka, en tennur Wandanna voru sorfnar í hárbeitta odda og í hár þeirra voru fléttaðir fleiri tugir af rottuskottum, smurð- um í leir. Og samkvæmt æfafornum erfðavenj- nm bar hver sem þess var megnugur getnaðar- lim fallins óvinar í snúru um hálsinn. Þegar þessir herskarar ruddust inn í borgina og streymdu eftir götunum, greindust þeir í ótal kvíslar, sem streymdu í allar áttir eins og spýur úr fúinni brunaliðsslöngu. Menn,. hestar, múl- dýr, nautgripir fylltu götur og torg. Hljóðfæra- leikarar, sem höfðu orðið viðskila, yið hljóni- sveitirnar æddu blásandi í gegnum mannfjöldann, hópar manna skildust frá herdeildum í troðningn um og slóu upp balli á götunum, vínsölurnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.