Þjóðviljinn - 17.05.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.05.1949, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. maí 1949. ÞJÓÐVIUINN 5 Sigurbjörn Ketilsson: Oskað svars frá ungum Sjálfstæðismanni Á hinum síðustu og verstu tímum hafa ýmsir siðameistar- ar borið í brjósti allmikinn ugg út af siðferði ungu kynslóðar- innar í landinu.. Það er að vísu gömul saga, en þó ávalt ný. Venjulega hljóma þessar óttasle-gnu radd- ir úr hópi hinna eldri, en æsk- an sjálf heldur því fram af sínu alkunna yfirlæti, að allt sé í lagi, og fullyrðir með til- litsleysi hins uaga, að gallarnir séu þó a.m.k. arfur frá feðrun- um, siðum þeirra og áhrifum ásamt uppeldisskilyrðum. Siða- postular þeir, sem taka hlut- verk sitt alvarlega, reyna að jafnaði að benda á einhverjar orsakir spillingarinnar og benda á ráð til úrbóta. Ein slík rödd kveður sér hljóðs í æskulýðs- síðu Mbl. sunnudaginn 8.þ.m., þar sem þetta tvennskonar hlutverk siðameistarans er tek- ið alvarlegum tökum, bent á hinar raunverulegu orsakir og ráð gefin, sem reynast eiga ó- brigðul. Orsök spillingarinnar er að dómi hins unga $jálf- stæðismanns augljós: áhrif só- síalista í kennarastétt landsins. En þá stétt eiga þeir að hafa litið sérstöku girndarauga, þar hafa þeir reynt að troða sér inn eftir megni, dæmi kváðu jafnvel fyrirfinnast til þess, að slíkir menn hafi verið kostaðir til kennaranáms. IJ’r kennara- stólunum er síðán sáð spillingar fræinu, sem ber ríkulegan ávöxt í athöfnum eins og þeim að hafa gaman af að sprengja upp hús og fólk, kasta grjóti í brothætt efni, velta um bifreið- um Q.fl. o.fl. Þar sem oz'sc-k spillingarinn- ar er svo augljós, er ráðið til úrbóta jafn einfalt: að hreinsa til innan stéttarinnar, reka alla slíka sýkilbera frá störfum tafarlaust, og manni skilst helzt að fyrir höf. vaki að bera á sínum tíma fram tillögu um stofnun nefndar til að rann- saka óíslenzkt atferli kennara eftir fyrirmynd að westan sem úrskurðardómstóls á þessu sviði hinnar menningarlegu baráttu. Þó undarlegt megi virðast, ótt- ast tillöguhöfundur mjög að lagalegar sakir muni ekki fyrir- finnast til að svipta þessa hættulegu menn störfum. Sama blað Mbl. óttast einnig að ekki sé hægt að fá dóm felldan yfir einn guðfræðipróf. háskólans, enda þótt hann eigi aðalsökina að blaðsins dómi á sögulegu grjótkasti 30. marz s.l. Það virðist sem sé alveg vanta paragraf í íslenzka löggjöf um það, að saknæmt sé að kenna mönnum að kasta grjóti í frið- samt fólk, gera tilraunir til að sprengja upp hús o.s.frv. En fram hjá þessu er auð- velt að sigla að því er kennara snertir álítur æ3kumaðurinn hugsjónaríki Mbl., borga hin- um burtreknu laun áfram, þó þeir séu leystir frá störfum. Mildari refsiaðferð við stór- hættulega glæpamenn er erfitt að hugsa sér. Bersýnilega er hér á ferðinni hugsjónaauð- ugur mannvinur, sem gaman er að eíga orðastað við. Þó verður ekki annað sagt en mikið sé í húfi: „aldagömul verðmæti íslenzku þjóðarinnar, siðferðisgrundvöllur hennar, trú hennar og drenglyndi, saga hennar og menning!" Til þess að rífa allar þessar fornu dyggðir niður er beitt þeirri að- ferð við kennslu ,,að æfa þurrt námið en algerlega gengið fram hjá tilfinningum hjartans“. Þá eru börnunum innrættar „við- sjár og hatur í stað samúðar“. Sem mótleik gegn þessum hættulegu kenningum og niður- rifi tilfinninga hjartans skal prédika frjálsa samkeppni, kristindóm og ágæti auðsöfn- unar einstaklinga. Verður ekki séð af þessari ágætu grein hver þessara dj'ggða skal skipa efsta sætið. Þar sem greinarhöf. hlýtur að hafa krufið þessi mál alvar- lega til mergjar, stefnu hinnar frjálsu samkeppni og einkaauð- söfnun annarsvegar og tekizt að heimfæra þá stefnu undir anda kristindómsins og svo hinsvegar stefnu sósíalismans, stefnu samhjálpar og sameign- ar landsins barna á landi og helztu framleiðslutækjum, væri mjög fróðlegt, ef hann vildi rökstyðja það mál sitt skýrar en gert er í umræddri grein hans. Honum til aðstoðar við þá greinargerð vildi ég leyfa mér að benda honum á nokkur atriði í boðskap kristninnar. Þegar Jóhannes skírari boðaði komu guðsríkis og fólkið spurði hann, hvað það ætti að gera til undirbúnings komu þess, svaraði Jóh.: Sá sem hefur tvo kirtla, gefi þeim, sem engan hefur, og sá, sem matföng hef- ur, geri eins. Nú vil ég spyrja hina ungu $jálfstæðishetju: Var Jóhannes að prédika samkeppn’ um lífsgæðin eða var hann að prédika sameign eða var hann kannski bara ótíndur kommún- isti? Dreifing lífsverðmætanna, lífsnauðsynjanna var að hans dómi undirstöðuatriðið til þess að kenna mönnum frumatriði skyldnanna i guðsríkinu. Hvað mundi nú þessi ungi $jálfstæðismaður segja, ef kennari, sem aðhj'lltist sósíal- isma, leggði út af orðum Jó- hannesar og vildi tala til til- finninga hjartans á þessa leið: Sá sem hefir yfir að ráða stóru, rúmgóðu og heilnæmu húsi, hann er ekki kristinn í verki nema hann bjóðist til þess að veita hússkjól með sér þeim, setn býr í rakri, kaldri og sól- arlítilli kjallaraíbúð, skúrkumb- alda eða bara einföldum her- mannaskála. Eða hvað áliti greinarhöf. Mgbl. um þann kennara, sem benti á harðýðgi og miskunnarleysi auðugs hús- eiganda, sem ár eftir ár aug- lýsir í Mgbl. á þessa leið: Barn- laus hjón geta fengið húsnæði. Væri það ekki að tala til til- finninga hjartans að benda á, að það sé miskunnarleysi að horfa á fátæk börn hírast í heilsuspillandi íbúð og hafa e. t. v. ónóga og miður holla fæðu þar að auki, án þess að gera raunhæfar aðgerðir til úrbóta á þessu ástandi? En hvort túlkaði það betur stefnu sósíalista eða $jálfstæðis manna ? Minnumst þess að Kristur sagði sjálfur um hina auðugu: Auðveldara er fyrir úlfalda að ganga gegnum nálarauga en rík an mann að ganga inn í guðsríki. Við skulum taka kristindóminn alvarlega ungi $jálfstæðismaður og gera okkur grein fyrir, hvað þetta þýðir. Einkaauðsöfnun er stórhættuleg andlegri velferð mannsins Þið $jálfstæðismenn teljið hana nauðsynlega til vel- farnaðar þjóðinni, líka andlega séð, því ekki gleymið þið því, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Og að berjast á móti henni og prédika kenning- ar Jóhannesar skírara og Jesú Krists (sbr. ráðleggingar hans til unga mannsins ríka: Far þú og sel allar eigur þínar og gef fátækum), það teljið þið til glæpa og niðurrifs allra fag- urra dyggða. Það er auðvelt að fullyrða hvað sem er, en komið þið bara með rök, grundvölluð á kenningu Krists, fyrst þið þykizt standa svo föstum fótum á þeim grundvelli umfram aðra menn. Kristur sagði líka: Allt það, sem þig viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra, því þetta er lögmál- ið og spámennirnir. Með öðrum orðum, kjarni alls raunverulegs kristindóms. Eg gerk ekki ráð fyrir að umræddur ungur $jálf- stæðismaður hafi löngun til að liorfa á börn sín líða skort, hungur, ldæðlej'si eða alast upp við óhollt húsnæði. Úr því hann ekki kýs þetta sjálfum sér og sínum til handa, getur hann ekki horft á aðra líða slíkan skort, án þess að beita öllum sínum kröftum til bóta á þessu ástandi? Hann hyggst sjálfsagt vinna það kær- leiksríka verk undir merkjum Sjálfstæðisflokksins. Þá vil ég leyfa mér að spyrja hann, í þeirri von að fá rök- stutt svar: Hvaða tillögu-hefur $jálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir til þess að ráða bót á t. d. húsnæðisskorti fátækra manna ,í fortíð og nútíð, og þá náttúr- lega orðið þar að etja við and- stöðu okkar sósíalista, hinna ó- kristnu og tilfinningalausu ? Kristur sagði: Verður er verka- maðurinn launanna. Hefur $jálf stæðisflokkurinn barizt fyrir rétti hins vinnandi manns til mannsæmandi launa gegn and- stöðu sósíalista? Á hvaða grundvelli starfaði hinn fyrsti kristni söfnuður? Enginn taldi neitt vera sitt en állt sameiginlegt. Hinir fyrstu lærisveinar hafa vissulega, tekið kristindóminn eins alvarlega og ungir $jálfstæðismenn í höfuð- borg íslands gera nú, óg erigu verri skilyrði haft til að skilja inntak hans. En þeir höfðust ólíkt að í störfum og fram- kvæmd. Lærisveinarnir höfðu sameign allra á verðmætum til lífsviðurværis, ungir $jálfstæðis menn boða baráttu um þau sem einskonar kjarna krístindóms- ins, auðsöfnun fárra, örbirgð margra. Við sósíalistar boðum samhjálp fjöldans, afnám for- réttinda, sameign lífsverðmæt- anna og teljum það alls ekki fjarri raunverulegum kristin- dómi. Von er þó ungum $jálf- stæðismönnum blöskri sú stefna, þar sem þeir telja sig sjálfkjörna arftaka Krists hér á jörð í hegðun og hugarfari. Vei yður, þér hræsnarar. Kórarnir. voru Karlakór Ak- ureyrar, Kvennakór Slysavarna félagsins og 75 manna bland- aður kór, einsöngvarar voru Helga Jónsdóttir og Jóhann Konráðsson. Að löknum tónleikunum hylltu áheyrendur tónskáldið og Þorsteinn M. Jónsson, for- seti bæjarstjórnar flutti ræðu þar sem honum fórust m. a. svo orð: „Þegar Áskelí kom til þessa bæjar var hann fátækur af ver- aldlegum auði, og af þeim auði er hann fátækur enn. En hann kom samt ekki hingað sem fá- tækur maður, því að hann átti andans auð. Af andlegum auði var hann flestum ríkari. Og þótt hann hafi jafnan miðlað samborgurum sínum af þeim auði, þá hefur þessi auður hans aukizt ár frá ári, og af honum hefur hann aldrei verið ríkari en nú, þegar hann er sextugur Það var talið virðulegt starf að vera barnakennari hér á landi, segir æskulýðssíða Mbl. og gefur síðan þá lýsingu á störfum fjölda kennara, sem drepið var á í upphafi þessa máls. Það hefur einnig verið talið vandasamt verk og erfitt og ekki talið veita af að allir aðilar, foreldrar og kennarar mættust þar með gagnkvæmum skilningi. Aðalblað $jálfstæðisflokksins og útbreiddasta blað landsins, hefur stimplað stóran hóp kenn° ara sem einskonar glæpamenn, er svipta beri störfum tafar- laust. Séu þeir foreldrar til, sem taka þennan málflutning alvar- lega, og ekki er loku fyrir það skotið að svo kunni að reynast, þá minnkar a. m. k. ekki vand- inn við starfið og ólíklegt að meiri árangur fáist. Ef foreldr- ar fara að líta á kennara barna sinna sem óbótamenn, er sannar lega alvara á ferðum. Þar fer að verða ískyggilega mikill vandi á ferðum hjá kennurum að sneiða hjá glæpamannsheit- inu. Það má með sanni segja, að margir eru nú þegar grunað- ir á hinum ólíklegustu stöðum sem hæfir til þess að öðlast góð ar nafnbætur af þessu tagi. Hagsmunabarátta verka manna hefur verið orðuð við glæpi og nú kemur upp úr kaf- inu að mikill hluti kennarastétt arinnar er haldinn glæpaástríðu í ríkum mæli. Von er þó sitt hvað gangi úrskeiðis í þjóðfé- laginu, þegar þannig er í pott- inn búið. M.s. Droiming Alexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna- hafnar 26. þ. m. Pantaðir far- seðlar óskast sóttir fyrir kl. 5 í dag, annars seldir öðrum. Til- kynningar um vörur komi sem fyrst. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. ERLENDLR PÉTÚRSSON. Afmælistónleikar Áskels Snorrason- ar tónskálds á Akurevri Afmælistónleikar í tilefni af sextugsafmæli Áskels Snorra- sonar tónskálds og söngstjóra voru haldnir á Akureyri föstu- daginn 6. þ. m. og endurteknir í s.l. vikú. Voru þar einnig flutt tónverk eftir Áskel sjálfan og stjóra- aði hann sjálfur kórunum er verk hans fluttu. . !«s83»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.