Þjóðviljinn - 17.05.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Þriðjtidagur 17. maí 1949. plÓÐVIIJINN Dtieluid): Sameiningarflokkur alþýðu — Sóaíalistaílokkurlnn Ritatjórai: lfagnúa Kjartanaaos. Sigurður QuSmundsson (4b>. Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. BlaSam.: Ari K&rason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Arnason. Ritstjóm, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmtSja, SkólavörSu' ■tig 19 — Síml 7600 (þrjár Unu iY Áskrií'arvsrB: kr. 12.00 & m&nuðl. — LausasöluvsrS 50 aur. etnt Frentsmlðja ÞJóðvllJans h. f. SóateUstaflokknrlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrj&r línur) „Kapphlaup* BÆ JAUP0STIIRINNJ Þegar blöð ríkisstjómarinnar ræða um kaupgjaldsmál sækja þau öll sem eitt samlíkingar sínar yfir á svið íþrótt- anna og tala um kapphlaupið milli launa og verðlags. Og þau eru öll sammála um það að slíkt kapphlaup sé mjög svo skaðlegt og halda því fram áð launþegar eigi að minnstakosti ekki að haggast hversu mikið sem verð- lagið þenur sig. Þessi samlíking er að ýmsu leyti nytsamleg. Það sem meginmáli skiptir fyrir launþega er sambandið milli kaup- gjalds og verðlags eða með öðrum órðum kaupmáttur launanna. Fari verðlag fram úr kaupinu í ,,kapphlaupinu“ minnkar kaupmáttur launanna og dýrtíð vex. Standi hvort- tveggja í stað eða fylgist að á hlaupabrautinni helzt kaup- mátturinn óbreyttur. Komist launin fram úr verðlaginu eykst kaupmáttur þeirra að sama skapi, og dýrtíð sú sem launþegar eiga við að búa minnkar. Þessi einfalda staðreynd var undirstaða þess að greiða laun manna í samræmi við verðlagsvísitölu. Það fyrirkomu- lag átti að tryggja að kaupgjald og verðlag fylgdist að á hlaupabrautinni, hvort sem haldið væri áfram, staðið i stað eða farið afturábak. Þannig átti kaupmáttur launanna og lífskjör almennings að haldast óbreytt í meginatriðum. Þetta fyrirkomulag reyndist vissulega ekki einhlítt hér á landi þar sem grundvöllur vísitölureikningsins vár ótraust- ur og villandi, en þó var í þessu fyrirkomulagi allmikil trygging fyrir launþega. Það er kunnara en frá þurfi að segja að það er nú- verandi ríkisstjórn sem rofið hefir þetta samhengi milli kaupgjalds og verðlags. Þegar er hún tók við völdum hófst hún handa um stórvægilegar falsanif á vísitöluútreikningn- um og um áramótin 1947—’48 sleit hún sambandið að fullu, lækkaði launin um tæp 10% og batt þau þar. Upp frá því hefur „kapphlaupið“ verið fólgið í einstæðu gönuhlaupi verðlagsins, en kaupgjaldið hefur staðið í stað. Svo að íiáldið sé samlíkingunni úr íþróttamálinu má fullyrða að þarna sé um íslandsmet að ræða, og. algert vafamál hvort CÍausenbræður hafi hlaupið hraðar að tiltölu á flótta sínum undan friðsömum Reykvíkingum á Austurvelli 30. marz. Afleiðingin hefur að sjálfsögðu verið síminnkandi kaup- máttur launanna og sívaxandi dýrtíð. Og svo, eftir þessi ósköp, dirfast stjórnarblöðin að bregða launþegum um að þeir auki verðbólguna með kapp- hlaupi sínu! Og óskammfeilnin ríður raunar ekki við ein- teyming, þau flytja launþegum einnig þau „góðu ráð“ að þeir skuli ekki taka sprettinn heldur reyna að tosa verð- laginu afturábak á hlaupabrautinni. En einmitt sömu dag- ana og þessi „góðu ráð“ drjúpa af vörum stjórnarliðanna, taka þessir sömu stjórnarliðar þátt í því að leggja 25 millj. kr. nýja tolla og skatta á þjóðina, hækka verðlagið sem því svarar og rýra kaupmátt launanna! Heilindin eru vissulega í samræmi við þá reynslu sem áður er fengin. Stjórnarliðið getur sjálfu sér um kennt að almenningur festir engan trúnað á „ráðleggingar" þess. Það er nú liðið bálft annað ár síðan samhengið milli kaupgjalds og verð- lags var rofið að fullu. Því var þá haldið fram að tilgangur þess verknaðar væri sá að lækka allt, hefja kapphlaup afturábak. Loforð og ráðleggingar sama efnis hefir ekki skort síðan. En það eru ekki orðin sem máli skipta heldur verkin — og hver maður veit að launþegum er nú nauðugur einn kostur að nálgast verðlagið á nýjan leik, og til þess hafa launþegar aðeins eitt ráð: að faækka grunnkaup sitt. Hraðinn í barna- kennslunni. Móðir skrifar: — „Það hefur lengi verið að veltast fyrir mér að senda þér línu út af kennsl- unni í barnaskólunum, sumum að minnsta kosti .... Þar sem ég þekki til eru börnin látin fara svo hratt yfir að þau hafa ekki nema hálft gagn af kennsl- unni. .... Kenslan virðist hafa það takmark, að börnin komist yfir sem allra mest, án tillits til þess hvort þau læra nokkuð. Þetta finnst mér ekki rétt að- ferð við uppfræðslu barna.---- Móðir.“ Getur valdið sálrænu fargi. Þetta mál hefur áður verið rætt hér í dálkunum og m. a. á það bent, að auk þess sem svona kennslumáti væri til lítils gagns, gæti hann beinlínis reynzt skað- legur fyrir sum börn, þ. e. a. s. þau börn sem eru seinni til en önnur. Þau hljóta að dragast mjög aftur úr við námið þeg- ar því er svona hagað, en um leið dregi^r úr sjálfstrausti þeirra, þau fá minnimáttar- kennd og þola ýmiskonar annað sálrænt farg, sem kann að skilja eftir sig þau ör sem aldrei hverfa. — Fleiri annmarkar um rædds kennslumáta eru einnig augljósir, þó ekki verði málið frekar rætt að sinni. ★ Hið fagra umhverfi bæjarins. ,,Náttúruskoðari“ skrifar: — ,,Nú er sumarið komið og um leið fer að verða meira gam an að fara í skemmtigöngur á kvöldin og um helgar........... Það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir Reykvíkingum, að þeir þurfa ekki endilega að fara óraleiðir til að finna unaðssemd- ir og skemmtileg sérkenni lands lags. Það er nóg af þessu hér í næsta nágrenni bæjarias og maður getur notið ótrúlega mik- ils af því á einni kvöldgöngu, ég tala nú ekki um lengri göngu- ferðir um helgar .... En það er mikið atriíí í þessu sam- bandi, að félög þau og aðrir að- ilar sem hafa með ferðalög að gera, skipuleggi svona göngu- ferðir bæjarbúa (það gera þau nú raunar, en ekki nóg), og fái kunnuga menn til að sjá um fararstjórnina.......“ ★ Misskilin fílósófía. Ólöf skrifar: „Mér heyrist á því sem þú segir um svanina á Tjörninni, bæjarpóstur minn, að þér þyki ekki neitt varið í að þeir skuli vera komnir þangað. Eg er aftur á móti mjög hrifin af þeim og vil alls ekki að pilt- inum, sem góðfúslega lánaði bænum þá, sé sýnt vanþakklæti. Ólöf hefur misskilið fíló- sófíu mína út af þessum fugl- um. Eg er aldeilis himinlifandi yfir því að þeir skuli vera komn ir á Tjörnina. En ég vil að þeir syndi, standi ekki í fæturna. Og ég er feginn því að þeir skuli ekki hafa tekið upp á því að syngja, því það gera þeir ekki vel að mínum dómi, — sem er nú raunar önnur saga. ★ Verkefni fyrir Víkverja, Loks skrifar H. K.: „Eg vil þakka Oddnýju Guðmundsdótt- ur fyrir það sem hún segir um „Bennabækurnar" og aðrar á- líka hollar unglingabókmenntir. ..... Eg vil benda Víkverja og öðrum Morgunblaðsmönnum, sem virðast láta sér annt um uppeldi æskunnar, að þama er einmitt verkefni fyrir þá, að vinna gegn áhrifum svona bóka, —■* ef þeir skyldu einhverntíma fá tóm frá róginum um kenn- arastéttina .....“ BIKISSKIP: Brúarfoss fór frá Grimsby i fyrra dag 15.5. til Antwerpen. Dettifoss er í Hull. Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss var við Reykjanes kl. 07. 00 í gærmorgun 16.5. á austurleið tii Akureyrar, skipið snéri við fyr ir austan Horn i fyrradag vegna hafíss. Lagarfoss fór frá Gauta- borg 14.5. til Reykjavíkur. Reykja- foss er i Vestmannaeyjum. Selfoss kemur til Reykjavikur kl. 18.00 í gær 16.5. að vestan og norðan. Tröllafoss er í N. Y. Vatnajökull kom til Reykjavíkur kl. 11.30 i gær 16.5. frá Leith. ISFISKSALAN: 13. þ. m. seldi Marz 336 lestir i Bremenhaven 14. þ. m. seldi mótor skipið Hvítá 1169 kits fyrir 2878 pund í Fleetwood. Hekla fór til Kph. og Stokkhólms kl. 8 í morgun með 35 farþega. Kemur aftur á morgun. Flugvélar Loftleiða fóru í gær tvær ferðir tii Akureyrar, Vest- mannaeyja og Sands og eina til Hólmavíkur og Isafjarðar. Gullfaxi fór kl. 8.30 i morgun til Prestvíkur og Kaupmannahafnar með 30 far- þega. Flugvélar F. 1. fóru til Vest mannaeyja og Akureyrar í gær. 8.30—9.00 Morgun- utvarp. 10.10 Veð- urfregnir. 12.10 — 13.15 Hádegisút- varp. 15.30—16.25 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veður- fregnir. 19.30 Þingfréttir. 19.45 Aug lýsingar. 20.00 Fréttir. 20.15 Útvarp frá Alþingi: Framhald þriðju «m- ræðu um frumvarp til fjárlaga, fyr ir árið 1949 (eldhúsdagsumræða). 23.35 eða síðar: Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Leikfélag Hafnarf jarðar sýnir revýuna Gullna leiðia í kvöld kl. 8.30 ^ S. 1. sunnudag gaf séra Jakob Jónsson saman í hjónaband í Hallgríms- kirkju, ungfrú Guðbjörgu Guðjónsd., Skeggjagötu 10 og Einar Hafstein Hjartarson, Stórholti 30, starfsmann á Toll- stjóraskrifstofunni. Heimili brúð- hjónanna verður að Skeggjagötu 10. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Hálfdáni Helga- syni prófasti að Mosfelli, ungfrú Hrefna Pétursdóttir, Sjávarborg Reykjavík og Jón Ólafsson múrari að Reynisvatni. — 1 dag verða gef in saman í Dómkirkjunni, af séra Bjarna Jónssyni, vígslubiskupi, ungfrú Hemma Kristín Þórar- insdóttir, saumakona og Charles Daníelsen trésmíðameistari. Heim- ili þeirra verður fyrst um sinn á Laufásveg 2. Lesendur blaðsins eru beðnir um að athuga smáauglýsingarnar eru á 7. síðu. Þar kennir margra grasa. Þar má oft finna augl. um íbúðir til leigu og sölu og allskonar Jnáviðskipti, sem menn ættu ekki að láta fara fram hjá sér. Lesið smáauglýsingarnar — auglýsið í smáauglýsingadálkunum á 7. síðu. mi/ Gerpir, mán- aðarrit Fjórð- ungsþings Aust firðinga, 4. tbl. 1949, er komið út. Efni: Vorið kemur, kvæði Kristinn Arngríms- son. Stjórnmálasamtök. Um strönd og dal. Jafnvægi stjórnkerfis og stjórnarfars. Þáttur af séra Guðm. Erlendssyhi á Klyppstað og Ólafi bróður hans. Skjaldberinn, eftir Snæbjörn Jónsson. 1 Gerpisröst- inni. Á heimsenda köldum, ferða- þáttur. Sýning frístundamálara. Lauga- veg 166, er opin daglega kl. 1—11. Máiverkasýning Örlygs Sigurðs- sonar í Listamannaskálanum, er opin daglega kl. 11—23. — Klna Framhald af 8. síða. að. Síðustu fregnir herma, að barizt sé í úthverfum Sjanghai. Skæruliðar nærri Tíbet. Kommúnistaherirnir, sem sækja suður Kína frá strönd- inni og inn á móts við Hanká njóta sívaxandi stuðnings skæru liðaflokka sem stöðugt spretta upp að baki Kuomintangherj- anna. Skæruliðar láta til sín taka langar leiðir frá vígstöðv unum, svo sem í Júnnanfylki, sem liggur að Burma og Indo- Kína, og nálægt Tíbet. Komm- únistar tóku í gæT Sían, höfuð- stað Sjensifylkis. — Ptliliöfundalaim Framhald af 8. síðu. sá að ekki yrði hægt að hindra þessa „hækkiui", sat hann hjá við atkvæoagreiðsluna en gerði þannig grein fyrir hjásetu sinni: „Ef menn vilja endilega gefa kommúnistaleirskáldum !aun úr ríkissjóði mega þeir það fyrir mér.“ Mun hér rétt lýst „menning- arstefnu" stjórnarliðsins al- ’mennt og Alþýðuflokksins sér- staklega, en súrt mun Hagalín, Davíð Stefánssyni og Elínborgu þykja að vera kölluð „kommún- istaleirskáld" en þau eru sein kunnugt er meðal þéirra sem notið hafa þessara launa um Iangt sksið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.