Þjóðviljinn - 17.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.05.1949, Blaðsíða 6
6 »S; ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. maí 1940. i- f, 1,,.53:;;, iiiiiiiiiiiitiHiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimitHiiiiiimuntHiHiiiiHiHiHiiii TILKYNNING Vér viljum hér með vekja athygli heiðraðra viðskiptavina vorra á því, að vörur, sem liggja í vörugeymsluhúsum vorum eru ekki vátryggðar af oss gegn eldsvoða, og ber vörueigendum sjálfum að brunatryggja vör- ur sínar, sem þar liggja. Hí. Eimskipafélag Islands. Leigugarðar bæjarins Þeir garðeigendur, sem énn hafa ekki gert að- vart um, hvort þeir óski eftir að nota garða sína í sumar, eru hér með áminntir xun að gera það nú þegar, og greiða leiguna í skrifstofu minni í síðasta lagi föstudaginn 20. þ. m. að öðrum kosti verða garðarnir leigðir öðrum. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 og 1—3 nema laugardaga aðeins kl. 10—12. Bæjarverkfræðingur. Y f i r I jósmóð u rstaðan við fæðingardeild Landspítalans er laus til umsókn- ar. — Umsóknir sendist til skrifstofu ríkisspítal- anna fyrir 1. ágúst næstkomandi. Staðan verður veitt frá 1. október. Stjómarnefnd ríkisspítalanna. Peningaskápur óskast stærð innanmáls: Dýpt 45 cm. Breidd 40 — Hæð 50 — Skápurinn mætti vera stærri. Annar skápur stærð: Breidd 33 cm. Dýpt 28 — Hæð 48 — gæti komið í skiptum. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Landssmiðjan, sími 1680. EVELYN WAUGH: 27. DAGUR. KEISARARIKID AZANIA ASM. JONSSON þýddi. „Mig langar til að kveðja þig — ég fer í ferða- lag um óákveðinn tíma.“ „Já — það væri eflaust heppilegast." „Viltu þá ekki að ég komi?“ „Þú verður þá að vera voða góður við mig. Eg hef átt í svo miklum erfiðleikum upp á síð- kastið. Ætlarðu ekki að vera góður, elskan? Eg get ekki afborið það, ef þú verður ekki voða góður.“ Seinna, þegar þau lágu á bakinu og reyktu, og fótur hennar snart fót hans undir sænginni, greip Angelia fram í fyrir honum og sagði: „Viltu nú ekki hætta svolitla stund að tala um þessa ey? — Það verður allt svo allt öðruvísi, þegar þú ert farinn.“ „Eg vil komast á stað sem fyrst.“ „Eg veit það,“ sagði Angelia, „ég geri mér engar tyllivonir." „Þú ert góð stúlka." „Nú skaltu fara — á ég að segja þér svolítið?“ „Hvað ?“ „Eg ætla að hjálpa þér um svolitla peninga.“ „Það var fallega gert.“ „Eg vissi vel hvað þú vildir, þegar þú hringdir til mín — og þú hefur verið ákaflega yndæll í kvöld, þó mér hafi leiðst skrafið í þér um þessa ey. Eg vildi líka, að þú þyrftir ekki að biðja um peninga — bara í kvöld. Áður fyrr hafði ég gam- an af því, að gera þér það sem erfiðast — viss- irðu það ? Jæja — Það var ekki nema sanngjarnt, að ég hefði einhverja skemmtun af því, og svo tókst mér líka stundum að fá þig til að skamm- ast þín svolítið. Eg gerði mér til gamans að beina samtalinu í þá átt. Eg þekkti svo vel ákafann í augnaráði þínu —* Eg varð að hafa eitthvað til að skemmta sér við — er það ekki ? Þú ert ekk- ert hugulsamur við kvenfólk. En í kvöld óskaði ég bara að þú yrðir góður, og ekkert annað, og mér fannst það svo yndislegt. Eg skrifaði ávísun áður en þú komst — hún liggur á snyrtiborðinu. Hún er talsvert há.“ „Þú ert góð stúlka." „Hvenær ferðu?“ „í fyrramálið." „Eg sakna þín — skemmtu þér vel.“ Klukkan tuttugu mínútur yfir tíu daginn eftir hringdi lafði Seal. Bradshawe lokaði glugganum og dró tjöldin frá, og kom inn með appelsínu- safa, bréf og dagblöðin. „Þökk, Bradshawe. Eg svaf ágætlega. Eg vakn- aði ekki nema einu sinni, og sofnaði næstum því samstundis aftur. Er rigning?“ „Já, því miður, yðar náð.“ „Mig langar til að tala við hr. Basil áður en hann fer.“ „Herra Basil er farinn.“ * : „Það var snemmt. Sagði hann nokfcuð um hvert hann ætlaði?“ „Já, yðar náð, en ég man ekki nafnið almenni- lega — eitthvað til Afríku.“ „Það var ákaflega leiðinlegt. Eg er alveg viss um, að það var eitthvað, sem ég ætlaði að fá hann til að gera í dag.“ Klukkan ellefu kom blómakarfa frá sir Joseph Manninger, og iklukkan tólf var lafði Seal á nefndarfundi í líknarfélagi. Það liðu fjórir dag- ar þangað til hún uppgötvaði, að smaragðaarm- bandið hennar var horfið — og þá var Basil kominn út á haf fyrir löngu. Croydon, Le Bourget, Marseille, litlaust regn, sem rennur niður rúðumar seint að kvöldi, þögn eftir öskur flugvélarhreyflanna, vott gras, leiðin frá flugvellinum til hafnarinnar, þrungin angan frá votu kjarrinu, veðurbarðir skúrar á hafnar- bakkanum, háseti að þvo þilfar, stúrinn mat- sveinn, skipið fer ekki fyrr en á morgun, brytinn veit um svefnklefana, hann er í landi, og enginn veit hvenær hann kemur, það er hvergi hægt að leggja farangurinn frá sér, farangurgeymslan. er læst og brytinn hefur lyklana, það gat hver sem var stolið farangrinum, ef hann var skilinn eftir á þilfarinu — tuttugu frankar — það er hægt að skjóta farangrinum inn í einn klefann, þar ætti hann að vera öruggur, matsveinninn hef- ur lykilinn og hann hefur auga með honum. Kvöldverður í Restaurant de Verdun. Basil situr einn yfir flösku af góðu Bourgogne-víni. Daginn eftir var lagt af stað. Þetta var gam- all og ljótur kláfur, tekinn af Þjóðverjum í stríðs skaðabætur. Flesta tíma sólarhringsins léku tveir menn á fiðlu og píanó í veitingasalnum. Hádeg- isverður klukkan tólf, kvöldverður klukkan sjö, rautt Algirevín, misheppnaður ábætir, litli salur- inn fullur af börnum, reykskálinn fullur af frönskum embættismönnum og ekrueigendum, sem spiluðu á spil. Stóru skipin fara ekki til Matodi. Basil talar sleitulaust reiprennandi frönsku við máltíðarnar, og um kvöldið tekur hann að sér að annast kynblendingskonu frá Madagascar, verður leiður bæði á henni og skip- inu, situr úrillur yfir bók við máltíðarnar, kær- ir fyrir skipstjóranum ófullnægjandi útvarps- fréttir, liggur tímunum saman einn í rúminu, reykir vindla og glápir skilningsvana á pípurn- ar I loftinu. I Port Said sendi hann Sonju klámkort, seldi indverskum gullsmið armband móður sinnar fyrir fimmta hluta sannvirðis þess, komst í kunnings- skap við walliskan vélameistara í veitingastofu hótelsins, fór áfyllir í með honum, lenti í áflogum við hann, til mikilla óþæginda fyrir egipska lög- regluþjóninn, komst um borð í skipið daginn eft- ir, nokkrum mínútum áður en það fór, og leið mikið betur til líkams og sálar eftir svallið. DAVÍÐ Útvarpsumræður Framhald af 1. síðu inn að þvl að tryggja þegnum jýðveldisins öryggi. Þannig fer Sjálfstæðisflokkurinn að því að „stöðva þróun öfgánna, og losa Þannig fer Eysteinsstefnan að bjarga þjóðinni. Þannig eru öll fögru loforðin orðin að logandi háði, er berg- málar vaxandi óvinsældir stjóm arinnar og stuðningsflokka hennar frá manni tii manns frá yztu nesjum til innstu dala.“ Kæða Ásmundar verður birt af sér hið andlega ok kommún- ismans“, ,eins og Vísir sagði. hér I blaðinu næstu daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.