Þjóðviljinn - 20.05.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1949, Blaðsíða 4
fel ÞJ(teVILJÍNN Föatudagur 20.'.máí 1949. ÞIÓÐVIUIMN Vtgefandl: Samelningarflokkur alþýSu — Soaíallstaflokkurlnn ítlt»tjórai: líagnúa Kjartansson. SlgurSur OuðmundBsoÐ (áb>» FréttarlUtjörl: Jön BJarnason. BUðam.: Arl Kárason, Magnus TorH Óiaíaaon, Jöaas ÁriUMoa. ftttstjöra, •fgreiSsIa, auglýsingar, prentsmiðja, Skoluvd.r1a> stig M — Simi 7500 (þrjár linu r) i*kxirarver8: kr. 12.00 á mannCl. — TrfiusaBttlurarð 30 aor. eiat, PrentamlSja ÞJóöVUJaaa h. C «dsl*lt»t»nokkur1nn, Þörsgötn 1 — Simi 7610 (þrjár línur) BÆJARPOSTIRINN Framkomaa við opínbera starfsmenn Deila opinberra starfsmanna við rikisvaldið hefur að vonum vakið mikla athygli. Mjög lengi hafa opinberir starfsmenn fært óvéfengjanleg rök að því 'við' ríkisstjórn- ina að kjör þeirra væru með öllu óviðunarilég, en svörin hafa varið algerlega neikvæð. Opinberir starfsriienn sáu þá að bónarvegurinn var haldlaus og ákváðu að grípa til rót- tækari ráðstafana. Þeir kölluðu saman aukaþing og á því þingi kom greinilega í Ijós að allur þorri starfsmanna var reiðubúinn til verkfalla ef enn yrði haldið áfram að hunza kröfur þeirra. Andspænis alvörunni kom geigur í stjórnar- liðið og það sá að eitthvað varð að gera til að „róa" opin- bera starfsmenn. En ráðstafanir stjórnarliðsins í því skyrii eru mjög táknrænar fyrir vinnubrögð "þess. Við afgreiðslu f járlaga komu fram tvær tillögur um kjarabætur til opinberra starfsmanna. Sósíalistar lögðu til að þeim yrði veitt 25% launaaukning á þessu ári og Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson komu með tillögu um nokkru minni kjara- bætur. Þessar tillögur voru báðar kolfelldar af sameinuðu stjórnarliði, og f járlögin voru afgreidd að fullu án þess að þar væri gert ráð fyrir nokkru fé til opinberra starfsmanna. Svo þegar f járlagaafgreiðslu er að fullu lokið kemur loks f ram tillaga frá nokkrum st jórnarliðum um heimild (!) til ríkisstjórnarinnar til að bæta opinberum starfsmönnum upp sívaxandi dýrtíð með 4 millj. kr. á þessu ári. Eru slík vinnubrögð að sjálfsögðu fullkomlega hneykslanleg, þótt ekki kæmi meira til. En það kom meira til. Þegar til átti að taka var meiri- hluti stjórnarliðsins einnig andvígur þessari síðkomnu til- lögu og felldi hana fyrir sitt leyti með 22 atkv. gegn^ 18. Hún hlaut þó samþykki þingsins vegna fylgis Sósialista- flokksins, en þá tók við ný torfæra. Jóhann Þorkell Jósefs- son reis upp og kvaðst ekki myndi greiða opinberum starfs- mönnum einn eyri fyrr en sýnt væri að tekjur ríkisins hrykkju fyrir öllum öðrum lögbundnum gjöldum og það myndi ekki sjást fyrr en í árslok! Og formaður f járveitinga- nefndar reis einnig upp og kvaðst treysta því að heimildin yrði ekki notuð! * Vandræði opinberra starfsmanna hafa þannig ekki verið leyst að neinu leyti enn. Það undanhald sem starfs- mönnunum tókst að knýja fram með mætti samtaka sinna og hótunum um verkfallsaðgerðir er aðeins á yfirborðinu enn sem komið er. Ríkisstjórnin og f jármálaráðherra geta mjög auðveldlega látið hjá líða að nota „heimild" sína og ekkert er auðveldara en sanna á pappírunum í árslok að ekkert fé sé fyrir hendi. Opinberir starfsmenn munu því verða að heyja. bar- áttu sína áfram sleitulaust. í þeirri baráttu er þeim það vissulega styrkur að meirihluti Alþingis hefur efnislega fallizt á að þéim beri 4 milljóna króna uppbót það sem eftir er ársins, en það samsvarar ca. 16% launahækkun. En siðferðisiegur' styrkur einn saman hrekkur skammt í viðskiptum við núverandi ríkisstjórn. Aðeins einhuga vald stéttarsamtakanna getur komið ríkisstjórninni til undan- halds í kjaramálum almennings, og í þeirri baráttu sem framundan er eiga opinberir starfsmenn vísan stiiðning allrar alþýðu. „Lélegasta húsnæði sem til er." Með komu brezkra hermanna hingað hófst tilvera bragga á íslandi. Það voru Bretar sem braggana reistu. Engir ættu því að vera kunnugri kostum og löstum bragganna en Bretar. Og það er þeirra skoðun að lé- legra húsnæði sé ekki.til. Al- þýðublaðið segir frá þessari skoðun Breta í gær: „Þeir (braggarnir) eru rakir, og ekki aðeins hættulegir heilsu íbú- anna, sérstaklega barnanna, heldur skemma þeir húsgögn með rakanum." — En það þurfti raunar ekki neina brezka yfirlýsingu í málinu. Þetta vissu allir hér, — jafnvel það íhald og aðstoðaríhald sem stjórnar bænum og ríkinu og viðheldur tilveru bragganna. • Silaleg viðbrögð. Enda er mikið búið að skrifa um braggana í blöðin okkar. Flestir eru á einu máli um að þarna sé fólginn einn hinn ljót- asti af mörgum ljótum glæpum samfélagsins. Ár eftir ár hefur það verið almenn krafa að íbú- um bragganna yrði séð fyrir húsnæði sem hæfir manneskjum í menningarríki, — braggarnir sjálfir rifnir, afmáðir af ásjónu •landsins. En það er svo með í- haldið okkar, þennan silalega flóðhest, sem marar í kafi póli- tískrar spillingar og yfirstéttar hagsmuna, að viðbrögð þess verða sjaldan greind þegar i hlut eiga hagsmunir fátækrar al þýðu. Og lítil börn hafa haldið áfram að alast upp í hermanna- bröggum á íslandi. • Alvarlegast favað börnin snertir. Því að sú hlið' þessa máls, sem að börnunum snýr, er hin alvarlegasta. Það er ekki nóg með að dvölin í bröggunum spilli heilsu þeirra, valdi þrálát- um hósta, sem heldur þeim vak andi á nóttunni, meðan heil- brigð börn í góðum húsum sofa vært. Umhverfið, öll þessi ryð- brunna andstyggð sem þau verða að alast upp í, getur líka orsakað óbætanlegar veilur í þroska þeirra og sálarlífi. Það eru börnin í bröggunum sem hranalegast verða fyrir barðinu á kergju, þröngsýni og lífsf jand samlegu eðli íhaldsins. Ekki alls varnað. Gæðingar íhaldsins halda á- fram að búa í stórum lúxusvill- um, þessum glæsilegu musterum pólitískrar spillingar. Lítil börn í bröggum halda áfram að vaka með vondan hósta á nóttunni. — En íhaldinu er samt ekki alls varnað, nei, ónei. Það hefur t. d. lýst yfir stuðningi sínum í baráttunni gegn berklunum. Heiður þeim. sem heiður ber .... Margir íþróttamenn, fáir tónlistarmená. Tónlistarvinur skrifar: -^- „Nú flykkjast hingað erh í- þróttamenn í stríðari straum- um en nókkrú sinni fyrr. Ekki skal ég harma það. En hvernig stendur á því, að nú er orðið miklu minna um heimsóknir erl. tónlistarmanna ? Er það vegna þess, að þeir sem þeim málúm stjórna séu svona miklu ódug- legri en hinir sem hafa með íþróttaheimsóknir að gera ? Varla trúi ég þvi. En hver er þá ástæðan? Er hún kannski sú, að valdhafarnir mismuni þessum tveim menningargrein- um, íþrótt og tónlist ?" Eau e.'CB skilti á lágum stömgum. Einn kunningi minn bendir á að lögreglan sé ekki alstáðar búinn að setja upp forsvaranleg umferðarskilti í bænum. Skiltin á Iágu stöngunum séu sumstað- ar ennþá, þannig t. d: eitt á horni Vonarstrætis og Tjarnar- götu. Vill hann að þessu sé taf- arlaust kippt í lag. Hann var nefnilega nýbúinn að rekast á fyrrnefnt skilti þegar við hitt- umst. Nýlega hafa opin- berað trúli^fun sína ungfrú Hulda Haf- berg, Spjtalastíg 1 og Guðmurídur Sig mundsson, Kirkju- teigi 14. Næturvörður í - Laugavega- apóteki; — Sími 1616. ... Gullfaxi er væntan legur frá London kl. 3Æ0 -í dag:«Flug~ féiagið sendi fiug- vélar til Akureyr- ar, Vestmannaeyja, Kefiavíkur, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Norðfjarðar í gær. Hekla fór í morgun til Prestvíkur og Kaup- mannahafnar. Kemur hingað á morgun. Loftleiðir sendu flugrvélar í gær til Vestmannaeyja, Akureyr- ar, Isafjarðar, Patreksfjarðar, Sands, Steingrímsf jarðar, . Djúpu- víkur, Bíldudals og Hellu. ^v m 20.30 Utvarpssag- an: „Catalína" eft ir Somerset Maug- ham; V. lestur. 21. 00 Strokkvartett út varpsins: Kvartett í G-dúr eftir Mozart. 21.15 Frá út- löridum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21.30 Tónleikar. 21.35 Er- indi: Um jarðvinnslu; fyrra erindi (Árni G. Eylands stjórnarráðsfull- trúi). 22.05 Ávarp um norrænt stúdentamót (Bergur Sigurbjörna- son viðskiptafræðingur). 22.30 Dag skrárlok. ' Léiðréttlng. I fregn um afmælis tónleika Áskels tónskálds Snorra- sonar, sem birt var sl. þriðjudag, hefur orðið meinleg prentvilla. Þar stendur: „Voru þar einnig fiutt tónverk eftir Áskel sjálfan ......" í stað „einnig" átti að vera ein- göngu, og leiðréttist það hér nieS. Fíug H Ö F N I N.' 1 gær fóru Marz og Ingólfur Arn arson á .veiðar, en Egill Skalla- grímsson kom af veiðum. Oiiuskip ið Skeljungur fór í strandferð. ISFISKSAIAB: Askur seldi 4739 kits fyrir 7799 pund, 18. þ. m. í Grimsby. J.ón for- seti seldi 5038 kits fyrir 9026 pund, 18. þ. m. í Grimsby. Karlsefni seldi 4634 kits fyrir 7800 pund, 18. þ. m. í Fleetwood. Egill Skallagrímsson seldi 4847 kits fyrir 7740 pund, 19. þ. m. í Grimsby. Bjarni riddari seldi 271,4 smálestir, 16. þ. m. í Hamborg. EINABSSON&ZOÉGA: Foldin kom til Reykjavíkur síð- degis á miðvikudag. Lingestroom er á Súgandafirði. E I M S K I P : Brúarfoss er i Antvverpen. .Detti- foss er í Rotterdam, fer þaðan væntanlega í dag 20.5. til Leith og Reykjavikur. Fjallfoss er í Ant- werpen. Goðafoss er á Akureyri. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 18. 5. frá Gautaborg. Reykjafoss fór frá Vestmannaeyjum 18.5. til Ham- borgar, Selfoss fór frá Reykjavik 17.5. til Immingham og Antwerpen. Tröllafoss er í N. Yf fer þaðan væntanlega 25.5. til Reykjavíkur. Vatnajökull er á Akranesi. EIKISSKIP: Esja var á Vestfjörðum í gær á norðurleið. Heklá er á Austfjörð- um á suðurleið. Herðubreið er í Reykjavik. Skjaldbreið er í Reykja' vík. Þyrill er i Faxaflóa. Framhald af 8. síöa. bæði flugfélögin að undanfömu haldið uppi reglubundnum ferð um milli ísiands, Norðurlaad- anna og Bretlands, en Loft- leiðir h.f. til Bandaríkjanna. Hafa íslenzku flugfélögin smám saman fengið aukna við- urkenningu réttinda til að flytja farþega beint milli er- lendra flugstöðva og ísl., en hinsvegar ekki mátt flytja þá milli erlendra brottfarar- og á- kvörðunarst., nema að fengnu sérstöku leyfi viðkomaadi rík- isstjórna og hefur þess jafnaa orðið að leita í hvert skipti og leiguferðir hafa verið farnar. Um mánaðamótin marz—ap- ríl s.l. var gengið frá samning- u.m, varðandi gagnkvæm fiug- réttindi, milli íslands annara vegar, en Danmerkur cg Bret- lands hinsvegar. Samkv. samn,- ingsgerð þessari fengu Islead- ingar rétt til að halda uppi á- ætlunarferðum og flytja far- þega milli lendingarstöð'va í Bretlandi og Danmörku. Er þetta í fyrsta skipti, sem Is- lendingar fá þess konar rétt- indi og gæti það, ef heppni yrði með, orðið upphaf að nýjiun og merkilegum áfanga í þróuaar- sögu íslenzkra flugmála. Er óskandi að þetta nýja skref megi færa íslenzk flugfé- lög farsællega nær því marki að taka myndarlegan þátt í hinni alþjóðlegu samkeppni á hi.auin fjölförnu flugbrautum nútím- ans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.