Þjóðviljinn - 20.05.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.05.1949, Blaðsíða 5
FostTidagfur 20. maí 1949. ÞJÓÐVILJTNN Nefn igfúsar Sigurh]artarsonar um þingsályktun- na oð KaldaSarnesi yrSi skilaS aftur ? Það riefur ekki náðst sam- komulag innan nefndarinnar um þetta mál. Meiri hl. (JS, Stgr St, JG og ÁÁ) vill vísa tillög- unni frá með rökstuddri dag- skrá, undirritaður minni hl. vill, að málið nái fram að ganga og leggur til, að tiilagan á þskj. 119 verði samþykkt, en annar minni hl. (IngJ og SB) kaus hvoruga þessa leið og mun vænt anlega gera grein fyrir afstöðu sinni í sérstöku nefndaráliti. Skortur nákvæmni í meðferð staðreynda I sambandi við þetta mál hef- ur, sem eðlilegt er, mjög verið rætt um drykkjumannahæli það, sem flutt var að Kaldaðarnesi í júní 1945, og því miður hefur oft skort mjög mikið á, að rétt væri frá skýrt. Því hefur jafn- vel verið haldið fram, að reynsl an hafi sýnt, að ekki kæmi til mála að reka hæli fyrir drykkju menn á þessum stað, og að þeg- ar af þeim sökum hafi verið rétt mætt og eðlilegt að ráðstafa jörð og húsum til annarra nota, og hafi þá þingmaður Árnes- inga, herra Jörundur Brynjólfs son, mátt heita vel að staðnum kominn. Jafnvel í nefndaráliti meiri hl. allsherjarn., á þskj. 653, virðist bóla á þessari skoð- un, og svo langt er þar seilzt til raka, að sagt er, að vistmenn á Kaldaðarnesi hafi verið 8 árið 1944, en sannleikurinn er, að fyrstu vistmennirnir komu þang að í júní 1945. Gefur þetta vissu lega -grun um, að víðar kunni nokkuð á að skorta um ná- kvæmni og rétta meðferð stað- reynda hjá þeim, sem vilja mæla^ Kaldaðarnessölunni bót. Af þeim sökum, sem ég nú hef greint, tel ég nauðsynlegt að rekja sögu drykkjumanna- hæiisins til þess tíma. er það Var látið lognast út af í Kald- aðarnesi. Fyrsia filraunin, Kumbaravogshælið Það er langt síðan ýmsir á- hugamenn uin bindindismál gerðu sér Ijóst, að brýn þörf væri fyrir drykkjumannahæli hér á landi. Það var þó Guorún Lárusdóttir, öðrum fremur, sem barðist fyrir framgangi máls- ins, meðan hún átti sæti á Al- þingi. Hún bar oftar en einu sinni fram frv. um stofnun drykkjumannahælis, en þrátt fyrir einbeitta baráttu Guðrún- ar var þessu máli ætíð drepið á dreif á Alþingi, og hvorki fékkst fjárveiting til drykkju- mannahælis né lög um slíka stofnun. Að fenginni þessari reynslu töldu ýmsir bindindis- menn, að eina leiðin til árang- ur3 væri að stofna drykkju- mannahæli án aðstoðar ríkisins og sýna þar með þörfina, svo að Alþingi gæti ekki komizt hjá því að láta málið til sín taka. Arið 1942 ákvað Stórstúka íslands að gera tilraun með að koma upp drykkjumannahæli. I þessu skyni tók hún á leigu smá býlið Kumbaravog við Stokks- eyri. Þar voru vistleg húsa- kynni fyrir 8 vistmenn. Stór- stúkan tók við Kumbaravogi 1. okt. 1942, en fyrstu vistmenn- irnir komu þangað í marz 1943. Til að stjórna hælinu kaus Stór- stúkan þá Kristin Stefánsson, Friðrik Á. Brekkan og Sigfús Sigurhjartarson. Þeir réðu Al- freð Gíslason sem lækni þess og Jón Sigtryggsson framkvæmda- stjóra. Þessi tilraun Stórstúk- unnar mætti hinni mestu vel- vild hjá borgarstjóra og bæjar- stjórn' Reykjavíkur svo og rík- isstjórnar og hlaut frá upphafi ríflegan stuðning þessara aðila. Með lögum nr. 108 frá 30. des. 1943 var ákveðið, að ríkið skyldi taka við rekstri hælisins í Kumbaravogi, og jafnframt var ríkisstjórninni heimilað að ákveða að flytja hælið og reka það á öðrum stað, er hún teldi betur henta. Þriggja manna stjórnarnefnd skyldi annast rekstur hælisins, og var það starf falið sömu. mönnum, sem Stórstúkan hafði áður til kjörið. Um rekstur hælisins í Kumb- aravogi er þetta helzt að segja: Hælið var ætíð fullskipað, og komust færri þangað en vildu. Forráðamenn hælisins héldu vistmönnum til vinnu eftir því sem föng stóðu til, var þar eink- um um að ræða garðrækt og heyskap á sumrin, en landkost ir voru litlir og því ekki um mik il störf að ræða á þessu sviði Var því einnig reynt að halda mönnum að handverki, t. d. var þeim leiðbeint í bókbandi. Þá unnu þeir og að uppsetningu lóða o. fl. Hið fyrra skilyrði var byggt á þeirri skoðun stjórnarinnar og læknis hælisins, að hægt væri að nýta vinnuafl vistmanna þeim sjálfum og þjóðfélaginu til gagns, og með því móti mætti áður en langur tími liði koma hælinu á heilbrigðan f jár hagsgrundvöll og reka það án verulegra framlaga af almanna- fé. En til þess að þetta mætti verða, þyrfti atvinnu- reksturinn að vera fjölþættur og allstór í sniðum, því að vist mönnum er bezt að vinna með heilbrigðum mönnum, og slíkir menn verða að mynda kjarnan og forustu í öllum vinnuhópum á drykkjumannahælinu. Að öll- um aðstæðum athuguðum virt- ist því stjórninni, að rétt væri að stefna að því að byggja upp stórbúskap, þrep af þrepi, í sam bandi við hælisreksturinn, og einnig taldi hún æskilegt og jafnvel nauðsynlegt, að um nokkurn iðnað eða iðju gæti verið að ræða, og þó einkum með tilliti til vetrarstarfa. Um síðara atriðið, legu hælisins þarf ekki að fjölyrða; öllum hlýtur að verá ljóst, að æskilegt er, að slíkt hæli sé ekki á alfara- leið og ekki heldur of fjarri þeim staðnum, sem flesta vist- mennina mun leggja til. Hið forna höfuðbél, Kaldaðarnes, valið Ýmsir mætir menn og valda- miklir fylgdust af áhuga með leitinni að hinum heppilegasta stað og létu stjórninni í té margs konar aðstoð og fyrir- greiðslu. I því sambandi má sér staklega nefna þáverandi dóms málaráðherra Finn Jónsson; þá- verandi borgarstjóra Bjarna Benediktsson, þáverandi saka- dómara Jónatan Hallvarðsson, landlækni Vilmund Jónsson, ráðsmann ríkisspítalanna Guð- mund Gestsson, og síðast en dýrmætastur, og hvað var þá eðlilegra og sjálfsagðara en að gera tilraun til að bjarga í senn verðmætri jörð, fornri frægð og mönnum úr háska. Hælið flutt í júní 1945 Um legu Kaldaðarness er það að segja, að það liggur á leiðar- enda, bílvegur er þar í hlað, en lengra ekki, þar á enginn er- indi um hlað, en frá Reykjavík er aðeins efris 'til tveggja tíma akstur á staðinn. Staðurinn virtist 'kjörinn serii framtíðarsetur fyrir ¦ drykkju- mannahæli. Það varð því að ráði með öll- um, sem hlut áttu að máli, að flytja hælið frá Kumbaravogi að Kaldaðarnesi, og fór sá flutn ingur fram í júní 1945. Vist- menn voru þá fluttir í her- mannaskála, og var ætlunin, að þeir ynnu að byggingu á staðn- um og niðurrifi herskála um sumariði Jafnframt var ákveð- ið, að stjórn ríkisspítalanna skyldi taka við rekstri hælisins og annast fyrirhugaða uppbygg ingu búskapar og starfa er hon um áttu að fylgja. Ráðsmaður rikisspítalanna, Guðmundur Gestsson, tók við starfi þessu með áhuga, og er ég þess full- viss, að undir hans stjórn hefði hælisreksturinn á fáum árum komizt í tilætlað horf. Allzi forsjá giftusamlega ráðstaf að Nú er þess að geta, að stjórn hælisins og læknir höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að mikla nauðsyn bæri til, að hælið starf- aði í sambandi við sjúkrahús í Reykjavík og þá helzt sjúkra- hús, 'sem fengist við tauga- og geðsjúkdóma. Tvennt bar einkum til: 1. Nauðsynlegt þótti að geta rannsakað heilsufar hinna ekki sízt lækni hælisins, Alfreð Jsjúku sem rækilegast, áður en Árangur hælisvistarinnar var Gíslason. Að ráði allra þessara þeir færu á hælið; slík rannsókn lítill, flestir, sem hennar nutu, hurfu eftir lengri eða skemmri tíma aftur til fyrri lifnaðar- hátta. Svipazt um eftir fram- tíSarsia'ð Syrir hæll Þegar hér var komið sögu (árið 1944), tók stjórn hælisins fyrir alvöru að svipast um eftir framtíðarstað fyrir drykkju- mannahæli. í sambandi við stað arvalið komu tvö meginsjónar- mið til greina: 1. Að skilyrði væru fyrir hendi til f jölþætts stórbúskap- ar. 2. Að staðurinn væri ekki á alfaraleið, en þó ekki allfjarri Reykjavík. manna var hið forna höfuðból var naumast framkvæmanleg Kaldaðarnes valið. Jörðin var nema á sjúkrahúsi. þá nýlega heimt úr hershöndum og var svo grátt leikin, að varla munu stórborgir Þýzkalands að sinu leyti hafa verið verr farn ar eftir Ioftárásir Bandamanna. Húsalaus var jörðin að kalla, braggar þöktu hið stóra og góða tún, og flugvöllur þakti hið bezta og nærtækasta engjanna. Hér blasti við verkefni, stór- fellt og veglegt verkefni, hér hafði verið „velt í rústir", hér þurfti „að byggja á ný", eitt hið frægasta og veglegasta höf- uðból Islands þurfti að hefja til vegs á ný. 1 þessu sambandi var því ekki gléymt, að þó jörð- in og sagan sé dýrmæt, þá„er þó maðurinn, sem lifir í dag, 2. Það ber oft við, að nauðsyn legt er talið að flytja vistmenn af drykkjumannahæli og á sjúkrahús um lengri eða skemmrí tíma, áður en hælisvíst er lokið að fullu. Þetta leiddi til, að málið var rætt við dr. Helga Tómasson yfirlækni að Kleppi, og þar kom því tali, að doktorinn taldi sig fúsan til að taka að sér hina læknisfræðilegu forsjá hælisins og reka það í sambandi við hæl- ið á Kleppi. Stjórn hælisins þótti nú vel horfa, rekstur þess var falinn prýðilegri forustu Guðmundar inn í að reisa þarna veglegan og vaxandi búskap, eftir því sem tímar og ástæður léyfðu. Hin læknislega forsjá var falin þrautreyndum lækni, sem hafði hinar ákjósanlegustu aðstæður til að rækja starfið, og enda þótt stjórnin teldi mikinn skaða að því, að Alfreð Gíslason hætti störfum sem læknir hælisins, þá þótti einsýnt að skipta Um til þess að geta notið þeirra kosta, sem sambandið við sjúkrahúsið á Kleppi hafði í för með sér. Það verkefni, sem stjórninni var nú eftir skilið, var að ann- ast ýmsa fyrirgreiðslu, sem ætíð er nauðsynleg fyrir vist- menn, greiða götu þeirra á hæl ið, hjálpa þeim á ýmsan hátt meðan á vistinni stendur, og umfram allt að hjálpa þeim til að byrja lífið á ný að hælisvist lokinni. Þetta virtist hið eðli- legasta starfssvið stjórnarinnar. Þegar hér var komið sögu, bar það til tíðinda, sem óvænt var, að þegar dr. Helgi Tómas- son hafði verið ráðinn hælis- læknir, tjáði hann ráðherra, að hann óskaði að stjórnin léti af öllum afskiptum um hag vist- manna á hælinu. Ráðherra fór þess á leit við stjórnina, að hún yrði við ósk- um doktorsins, og varð það að samkomulagi. Unnið af kappi að endurbyggingu ^ Nú víkur sögunni til þeirra vistmanna ,er fluttust í herskál- ana að Kaldaðarnesi í júní 1945. Þetta sumar var unnið af kappi að því að endurbyggja gamla sýslumannshúsið og gera það nothæft fyrir vistmenn. Þá var og unnið að byggingu íbúðar- húss fyrir ráðsmann hælisins og stór herskáli lagaður fyrir eld- hús og borðsal. Vistmenn tóku þátt í þessum byggingarstörfum eftir föngum, en einkum fengust þeir við að rífa herskála. Flestir undu þeir lífinu vel eftir hætti, en þó bar það til þetta sumar, að nokkrir vistmenn struku af hælinu. Þeir voru undantekningarlaust flutt- ir aftur á hælið, og reyndist í flestum tilfellum nauðsynlegt {að nota heimild í lögum til að fá aðstoð lögreglunnar við það starf. Vistmönnum voru greidd laun fyrir vinnu þeirra. Var það gert með það fyrir augum, að slíkt mundi vekja manndórn þeirra, og í ýmsum tilfellum var laun- anna þörf vegna illa staddra fjölskyldna, en fyrir því var séð, að peningarnir færu til þeirra. Eitt sinn bar það við, að vistmenn gerðu verkfall. Þeim þótti kaup sitt of lágt. Þetta jafnaðist þó fljótt, og sáu vist- menn, að þeir höfðu ekki gætt fullrar sanngirni, og sættust á málið. En á þetta er hér minnzt af því, að þetta atvik hefur ver ið gert að stórmáli í þeirri rógs ferð, sem ýmsir utan þings og innan hafa talið sér henta og sæma að hefja gegn því starfi, sem þarna var hafið til hjálpar Gestssonar, er skildi sjónarmið bágstöddum mönnum, hennar til hlítar og var staðráð . Frai?:ható i 7. síðU.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.