Þjóðviljinn - 19.03.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1950, Blaðsíða 4
Þ J ðÐVILJINN 4 ‘f Jm Sunaudagur lð. mar2 1950. (IIÖÐVILIINH Ctgefandl: Samelnlngarflokkur alþýtiu — Sósíalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjamason. Blaðam.: Art K&rason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Amason Auglýslngastjórl: Jónsteinn Haraldsson Rltstjóm, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- ■tig 19 — Siml 7600 (þrj&r linur) Xskrlftarverð: kr. 12.00 & m&n. — Lausasöluverð 60 aur. elnb Prentsmiðja ÞJóðvlljans h.f. Sóstailstaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Siml 7610 (þrj&r linur) „Rét! gengi' Þegar íslendingar undirrituöu marsjallsamninginn við Bandaríkin tóku þeir m. a. á sig þá skuldbindingu að „koma á og viðhalda réttu gengi“, og réttmæti gengis- ins var þá að sjálfsögöu matsmál bandarískra ráöamanna Þegar þetta er ritað er veriö aö ljúka viö aö koma á hinu ,,rétta“ gengi. Það verk hefur verið unniö 1 tveim áföng- um: Fyrst var krónan lækkuð um 30% í haust og nú er veriö áö lækka hana um 42,6%. Hsildarbreytingin gagn- vart dollar er því 60% lækkun krónunnar eöa 150% hækk un dollarsins, en það merkir á venjulega mæltu máli aö þær bandarískar vörutegundir sem ísienzkur launþegi vann áður fyrir á átta sundum kosta hann nú 20 stunda vinnu. Það er sem sagt hið „rétta gengi“ á íslenzku vinnuaflL 74,3%. Ýmsir rugiast í því að talað er um 42,6% lækkun á íslenzkri krónu og 74,3% hækkun á er- lendum gjaldeyri. Sú breyting á genginu sem fram kemur í daglegu lífi er hækkunin á er- lenda gjaldmiðlinum, gengis- lækkunin merkir að innkaups- verð á öllum erlendum vamingi hækkar um næstum því þrjá fjórðu. Hlutfallstalan 74,3% er því sú tala sem raunveru- lega sýnir áhrif gengislækkun- arinnar, talan 42,6% merkir hinsvegar að gullgildi íslenzku krónunnar hafi enn rýmað sem því nemur, en gullgildið er nú aðeins 17 V2 eyrir! □ 14 stunda vinna í stað 8. Hvernig 42,6% lækkun á gengi íslenzku krónunnar getur samsvarað 74,3% 'hækkun á er- lendum gjaldmiðli má ef til vill skýra með örlitlu dæmi. Hugsum okkur að maður með 10 kr. kaup á klukkustund verði fyrir kauplækkun niður í lyfinu, þá er svarið tíðast hið sama, að ,,nú fari það bráðum að koma. ...“ En svona sleifar- lag má að mínu áliti ekki láta endalaust ganga ómótmælt. Víða er mikið og óeigingjarnt starf unnið til að klæða þetta fallega land okkar skógi á ný, og það verður ekki þolað, að opinber aðili, eins og Grænmet- isverzlunin, torveldi þetta starf með eintómum slóðahætti og trassaskap. — Garðyrkjumaður." □ Þökk fyrir skemmtunina. Lítil telpa bað mig um dag- inn fyrir þau tilmæli, að Trí- pólíbíó hefði bamasýningu á bíómyndinni góðu, Óð Síberíu. Forráðamenn kvikmyndahúss- ins munu hafa orðið við þessum tilmælum, og nú hef ég fengið orðsendingu frá telpunni, þar sem hún biður mig að færa þeim beztu þakkir fyrir skemmt unina. — Einnig hef ég feng- ið orðsendingu um skylt efni frá annarri lítilli telpu. Hún er mjcg þakklát leikurum og Og þessu gengi á samkvæmt marsjallsamningnum að „viðhalda“. Það átti aö gera meö annarri grein lag- anna sem kvaö svo á um aö gengiö skyldi lækka ef kaup hækkaði! Ákvæði marsjallsamningsins er þannig haldið út í yztu æsar, enda var framkvæmdinni ntjórnaö af banda- rískum starfsmanni, Benjamíni Eiríkssyni. Hann er í þjónustu bandaríska alþjóöagjaldeyrissjóðsins, og hann kom hingaö meö fyrirmælin um hvert hiö „rétta“ gengi væri og hvernig bæri aö „viðhaida“ því. ÞaÖ er fróðlegt aö viröa fyrir sér hina margrómuðu ,,marsjallhjálp“ í ljósi gengislækkunarinnar. Fyrir nokkru skýröu Bandaríkin frá því aö á þessu ári myndu íslending ar fá 5,2 milljónir dollara í ,,marsjallhjálp“, eöa sem svarar rúmlega tvöföldu hæringsláni. Þaö er 1,8 milljón- um dollara minni „hjálp“ en á síðasta ári — Örlætiö er í öfugu hlutfalli við þýlyndi leppþjóöanna. Samkvæmt hinu nýja, tvílækkaða gengi samsvarar sú upphæö 85 milljónum króna, og er þaö óneitanlega allálitleg fúlga. En viö skulum halda áfram aö reikna. Á síöasta ári nam innflutningur íslendinga frá Bandaríkjunum 71,5 milljónum króna, og munu gjaldeyrisyíirvöidin telja þaö algert lágmark. Sama vörumagn myndi nú kosta, eftir hina tvöföldu gengislækkun, 179 milljónir. Hækkunin er þannig 107 milljónir á einu ári, eða 22 milljónum meiri en öll „marsjallhjálpin"! Hin höföinglega „gjöf“ er þann ig öll veitt á kostnaö móttakandans og rösklega það. Og í þokkabót fá Bandaríkin auk þessa endurgreidda ,,hjálp“ sína að fullu, ýmist beint eins og hæringslánið sem nú hækkar úr 15 í 37,5 milljónir, eöa óbeint með yfirráðum yfir jafngildi ,,hjálparinnar“ í íslenzku fjármagni. Og enn skulum viö reikna áfram. Á síöasta ári fluttu íslendingar inn vörm- fyrir 300 milljónir króna. „Hag- (fræöingarnir“ töldu aö sama magn myndi kosta 523 milljónir eftir gengislækkunina, en hækkunin veröur •meiri. Um 100 milljónir hafa verið innflutningur frá dollaralöndunum, og sú upphæð hækkar nú í 250 milljón- ir. Afgangurinn hækkar í 349 milljónir þannig að nærri mun láta að innflutningsmagnið tvöfaldist 1 verði mið- að við íslenzkar krónur,veröi 600 milljónir! Annars vegar 85 milljóna króna „hjálp“ hins vegar 300 milljóna króna rán reiknað í striti launþega. Þannig standa nú reikningar okkar við hina miklu marsjall- herra effcir að búið er að koma á „réttu gengi“. 5 ltr. á klukkustund. Kaupið hefur þá lækkað um 50%. Það merkir hins vegar að hann verð ur að vinna tvöfalt lengur fyrir sama kaupi og áður og jafngild ir því allt vöruverð tvöfaldist. 50% kauplækkun samsvarar þannig 100% lengingu á vinnu tíma eða 100% hækkun á vöru- verði. — Á sama hátt merkir sú gengislækkun sem nú er ver- ið að framkvæma að það erlent vörumagn sem áður fékkst fyr- ir 8 stunda vinnu á nú að kosta 14 stunda vinnu. □ Ýtt við Grænmc*lis%'erzl- uninni. Garðyrkjumaður skrifar: — „Mig langar að biðja Bæjarpóst inn að ýta ofurlítið við Gr-æn- metisverzluninni í sambandi við eitt sérstakt atriði. — Þannig er mál með vexti, að ef vel á að vera hlúð að trjáræktinni, þá þarf á ári hverju að úða trén með sérstöku efni, sem ver þau sýkingu og ágangi skor dýra. Heppilegasta tímabilið til að úða trén eru mánuðirnir marz og apríl. Og það er Græn metisverzlunarinnar að sjá um innflutning þessa nauðsynlega efnis, gæta þess, að í landinu séu ávallt fyrir hendi nægar birgðir af því, þegar „úðunar- timabilið" hefst. □ Lyfið fæst ekki fyrr en seint og síðarmeir. „En Grænmetisverzlunin stendur vægast sagt ekki vel í stykkinu með þessa hluti. Ár- eftir ár liefur það gengið svo, að lyfið, sem svo mjög er nauð- synlegt til verndar trjágróðri okkar, fæst ekki fyrr en langt er liðið á tímabilið marz-apríl, þegar heppilegast er að nota það. Og þegar maður spyr eftir hljómlistarmönnum, sem störf- uðu við „bláu kápuna", fyrir þá greiðasemi þeirra sem gerði það kleift að hafa sérstaka barnasýningu á þessari ágætu óperettu. ★ Ríkisskip Hekla er í Reykjavík og fer þaðan föstudaginn 24. marz aust- ur um land til Siglufjarðar. Esja var væntanleg til Isafjarðar í gær- kvöld á leið til Reykjavíkur. Herðubreið var væntanleg til Hornafjarðar seint í gærkvöld eða nótt. Skjaldbreið kom til Reykja- víkur um kl. 19 í gærkvöld og fer frá Reykjavik næstkomandi þriðjudag á Húnaflóahafnir til Skagastrandar. Þyrill var í Vest- mannaeyjum í gær. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Eimskip Brúarfoss fór frá Reykjavík 17. marz til Leith, Lysekii, Gauta- borgar og Kaupmannahafnar. Dettifoss kom til Hull 15. marz, fór þaðan væntanlega í gær beint til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Húsavík 14. marz' til Menstad í Noregi. Goðafoss fór frá Kefla- vík í fyrrinótt til Leith, Amster- dam, Hamborgar og Gdynia. Lag- arfoss fór frá Reykjavík 13. marz til New York. Selfoss fór frá Reykjavík 17. marz, væntanlegur til Isafjarðar kl. 1800 í gær 18. marz. Tröllafoss kom til Reykja- víkur í gærmorgun frá Halifax. Vatnajökull fór frá Norðfirði 11. marz til Holiands og Palestínu. Einarsson & Zoega Foldin er á leið til Hollands með frosinn fisk. Lingestroom er vænt- anlegur til Reykjavíkur á þriðju- dag. SKIPADEILD S. 1. S. Arnarfell fór frá New York á fimmtudagskvöld áleiðis til R- víkur. Hvassafell lestar fisk fyrir norðan, Ungbarnavernd LIKNAR, Templ- arasundi 3 er opin þriðjudaga og föstudaga kl. 3.15—4 e. h. Leiðrétting , Sú missögn var í bæjarfréttun- um í gær, að sagt var að Bertu og Gunnlaugi Snædal héfði fæðst son- ur 14. þ.m., en átti að vera 17. þ.m. Aðalfundur Kvenréttindafélags Is- lands, sem fresta varð 1. marz, verður haldinn þriðjudaginn 21. marz kl. 8.30 í Tjarnarkaffi. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum — Sími 5030. Næturakstur í nótt og aðra nótt annast Hreyfill, sími 6633. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki, sími 1618. Heigidagslæknir: Kjartan R. Guðmundsson, Úthlíð 8. Sími 5351. ^ 1 gær voru gef- in saman £ hjónaband af sr. Bjarna Jóns- syni, ungfrú * Kristín Krist- insdóttir og Guðlaugur Þorvalds- son, viðskiptafræðingur. Heimili þeirra er á Njálsgötu 104. — Ný- lega voru gefin saman í hjóna- band, ungfrú Sigurborg Helga- dóttir og Guðmundur Auðunsson. Heimili þeirra er í Efstasundi 70. S. 1. föstudag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Kristjánsd. verzl- unarmær, Smiðju- stíg 12 og Einar Kr. Sigurðsson járnsmiður, Þver- veg 2 D. Kvöldbænir fara fram i Hali- grímskirkju á hverju kvöldi nema sunnudaga og miðvikudaga, kl. 8 stundvislega. Kl. 11.00 Morgun- tónleikar (plötur) a) Kvartett op. 18 nr. 1 eftir Beet- iioven. b) Pianó- sónata í c-moll (K457) eftir Mozart. c) Concerto i g-moll eftir Hándel. 14.00 Messa i kapellu Háskólans (séra Jón Thorarensen). 15.15 Útvarp til Is- lendinga erlendis: Fréttir. — Er- indi (Magnús Jónsson lögfr.) 15.45 Útvarp frá síðdegistónleikum £ Sjálfstæðishúsinu (Carl Billich, Þorvaldur Steingrimsson og Jó- hannes Eggertsson leika). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephen- sen): a) Gísli Jónasson stjórnar- ráðsfulltrúi flytur fræðandi þátt: Um sólina. b) Stefán Jónsson kenn ari les framhald söguna: „Margt getur skemmtilegt skeð“. c) Tón- leikar o. fl. 19.30 Tónleikar: „Car- men“-svita eftir Bizet (plötur). 20.20 Samleikur á flautu og píanó (Willy Bohring og Fritz Weiss- happel): Sónata eftir Phiiippe Gaubert. 20.35 Erindi: Áróður (dr. Broddi Jóhannesson), 21.10 Tón- leikar: Rawics og Landauer leika fjórhent á píanó (plötur). 21.20 Upplestur: Jón úr Vör les frumort kvæði. 21.35 Tónleikar: „Háry Ján- os“, svíta eftir Kodály (plötur). 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dag- skráriok. Mánudagur 20. marz. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): Lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda fealda- lóns og Árna Björnsson. 20.45 Um daginn og veginn (Karl Kristjáns- son alþm.). 21.05 Einsöngur (Birg- ir Halldórsson): a) „Where’er You Walk“. eftir Hándel. b) „Sólskríkj- an“ eftir Jón Laxdal. c) „Móðir við barn“ eftir Björgvin Guð- mundsson. d) Aria úr óperunni „Don Giovanni" eftir Mozart. 21.20 Erindi: Rakel (séra Pétur Magnús son). 21.40 Tónleikar (plötur) 21.50 Lög og réttur (Ólafur Jóhannes- son prófessor). 22.10 Passíusálm- ar. 22.20 Létt lög (plötur). 22.45 Dagskrárlok. Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h. Sr. Bjarni Jónsson. Messa kl, 5 e. h. Sr. Jón Auðuns. Laugarnes- kirkja. Messað kl. 2 e. h. — Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10 f. h. — Sr. Garð- ar Svavarsson. Fríklrlcjan. Messa kl. 2 e. h. — Sr. Þorsteinn Björns- son. — Fundur hjá K.F.U.M.F, kl. 11. f. h. — Nesprestakall. Mess- að í kapellu Háskóians kl. 2 e. h. Séra Jón Thorarensen. Framhald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.