Þjóðviljinn - 30.04.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.04.1950, Blaðsíða 1
1. MM ÁVARP FULL- FRÚÁRáÐS VERKALfÐS- FÚAGANNA 1 1EYKII- VIK: 15. árgangiir. Lw ■ 1 -y - ' \U,- . rjrj LIFI EINING ISLENZKRAR ALÞYÐU Á hinum alþjóðlega baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, sameinast milljónir verka- manna og verkakvenna um heim allan til baráttu fyrir friði og framtíðaröryggi. Á þessum degi treystir íslenzkur verkalýður samtök sín í vitundinni um það, að allar kjarabæt- ur undanfarinna ára eru unnai með mætti samtak- anna og að verndun þeirra cg möguleikarnir til á- framhaldandi sóknar eiu undir því kornnii, að sam- tökin sóu heilsteypt og sterk. Aldrei fremur en nu hefur verkalýðnum verið þörf sterkra og einhuga samtaka til að verjast sí- vaxandi árásum auðmannastéttarinnar og ríkis- valds hennar á sviði efnahags og félagsmála. Og þessi þörf er því brýnni sem valdhafarnir leiða lard og þjóð lengra út í ófæru kreppunnar, en velta öllum byrðum hennar yfir á herðar hins vinnandi manns. Vér heitum því á öll verkalýðsfélög að búa sig undir að beita mætti samtakanna gegn ágengni auð- stéttarinnai og miða undirbúning sinn við það, að sú barátta verði samræmd um land allí, svo að unnt sé að ná sem skjótustum árangri í því að hrinda sókn valdhafanna á alþýðuheimilin. í dag, 1. maí mótmælir alþýða landsins einum rómi, hinum skefjalausu árásum gengislækkunar- laganna á lífskjör hennar,' á athafnafrelsi samtak- anna og á atvinnulíf þjóðarinnai. Hun mótmælir hinni sívaxandi dýrtíð, sem er bein afleiðing ríkjandi stjórnarstefnu, sem magnar dýrtíð, féflettir almenning, en eykur aðeins gróða nokkurra heildsala og braskara. Hún mótmælir hinni þjóðhættulegu stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er að leiða kreppu og hrun yfir atvinnuvegina, en hörmungar atvinnuleysis og fátæktar yfir sívaxandi fjölda launþega. Hún mótmælir hinum gengdarlausu tolla- og skattaálögum, verzlunaróstjórninni, svarta mark- aðnum og öngþveitinu og óstjórninni í skömmt- unarmálunum. Hún mótmælir vaxandi tilhneiginaum ríkis- valdsins til þess að beita verkalýðssamtökin þving- unarráðstöfunum. . íslenzkri alþýðu er ljóst, að ef haldið verður áfram sem nú horfií í málmri þjóðarinnar, bíður hennar hin sárasta örbirgð, atvinnuleysi og örygg- isleysi og ósjálfstæði lands og bjóðar. I dag, 1. maí, gerir alþýðan þessvegna þá skýlausu kröfu, að brevtt verði um stefnu inn á við sem út á við í málum íslenzku þióðarinnar.. Fyrst og fremst krefst albýðán þess, að nú begar verði gerðar undanbragðalausar tilraunir til öflunar nyrra og öruggra markaða fyrir framleiðslu- vörur íslendinga til þess að tryggja atvinnu og af- komu almennings. Hún krefst þess, að fjölbreytni framleiðslunnar verði aukin og vöruvöndun bætt. Framleiðslukostn- aður lækkaður með lækkun vaxta, aukinni tækni og bættum vinnuaðferðum. Hinn mikli gróði inn- flutningsverzlunarinnar verði afnuminn cg skrif- finnsku- og nefndarfargan ríkisins skorið niður Innflutningur á byggingarefni verði aukinn og hag- kvæm lán veitt til bygginga verkamannabústaða og samvinnubygginga. Alþýðan krefsi þess, að enginn vinnufær mað- ur þurfi að ganga atvinnulaus. Alþýðan mótmælir harðlega innílutningi er- lends vinnuafls og krefst þess, að erlent verkafólk á Keflavíkurflugvelli verði tafaFlaust látið víkja úr landi.og íslendingar látnir taka við störfum þess. Alþýðan krefst þess, að Flugvallarsamningnum við Bandaríkin verði sagt upp og að ísland íaki við rekstri flugvallarins að fullu og öllu. Alþýða Reykjavíkui! í daq fylkir bú íiði á götum borgarinnar, sýn- ir máti þinn og vilja undir merkjum samtaka þiima. XiSi eining ísienzkrar alþýðu í baráttunni fyrir viimu, brauði og frelsi, gegn kreppu og kaupráni, atvinnuievsi og skerðingu lýðréttinda. Lifi einincf íslenzkrar aiþýðu í baráttunni fyrir sjálfstæði ættiarðarinnar. Reykvísk aiþýða, fram til baráttu! lauphækkun til að bæta upp dýrtíðina. öryggi gegn atvinnuleysi. Fullkomnar atvinnuieysistryggingar. Burt með gengislækkunarlögin, Byrðarn- ar á bá nku. Burt með skömmtunar- og skriffinnsku- báknið. Burt með ríkisstjóm afturhalds, óstjórn- ar og árása á alþýðuna. Engar nýjar áiögur á alþýðuna. Engin erlend eyðslulán, ölmusur eða skuldafjötra. Engar þvingunarráðstafanir né stéttar- dóma gegn verkalýðssamtökunum. Nvja örugga markaði. Fjölbreyttari framieiðslu. 12 stunda hvíid á togurum. Stækkun landhelginn&r. Jafnan samningsrétt alira stéttarfélaga. Örugga atvinnu og menntun handa æsku- lýðnum. Sömu lavm fyrir sömu vinnu. Aukinn innflutning í hendur neytenda- samtakanna. Efni og fjármagn til íhúðarhygginga. Faglega og pólitíska einingu alþýðunnar. Lifi eining alþýðunnar í öilum löndum. Lifi alþjóðasamtök verkalýðsins. Fyrir efnahagslegu og pólitísku sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar. 1. maí nefnd Fulltrúaráðs verka- Björn Bjarnason, Eðvarð Sig- lýðsfélaganna i Bejkjavflt: Framhald á 6. síðu Spádómar sósíalista um að forsprakkar afturhalds- flokkanna myndu ai'.'j í einu að afstöðnum kosningum uppgötva kreppuna sem þeir hafa leitt yfir þjóðina hafa nú rætzt. í gærkvökl töluðu þeir Ólafur Thors og Jón Árnason í útvarp og drógu upp ömurlega mynd af á- standi því sem marsjall- stefnan hejur leXt yfir þjóð ina. Ólafur sagði þannig frá viðtölum sínum við Breta: Samið hefur verið um sölu á SÍLDABLÝSI fyrir 80 pund tonnið, en það er 10 punda lækkuu frá því í fyrra. SÍLDARMJÖL hefur lækk að í verði um 40% frá því um áramót. ÍSFISKSAMNINGARNIR í Bretlandi eru mjög óhag- stæðir íslendingum og mis- notaðir herfilega af brezkum útgerðarmönnum, þannig að búast má við sívaxandi erfið leikum á því sviði. FREÐFISKUR er óseljan- Iegur með öllu. ÞORSKALÍSI hefur hrap að í verði. Eina vonin er SALTFISK- UR, jnXt enn sé flest á huldu um sölu á honum. Þessa ömurlegu lýsingu kryddaði Ólafur svo hinu furðulegasta hóli um Breta og gæzku þeirra í okkar garð!! Ræða Jóns Árnasonar var beint áframhald af ræðu Ólaís og talað um geysi- Iega örðugleika í hverri setn ingu. Áiyktun Jóns var sú að skera þyrfti niður verk- legar framkvæmdir innan- lands í stórum stíl! Allir fylkingarfélagar eru beðnir um að mæta í skrif- stofunni í dag milli 1—7. Áríðandi mál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.