Þjóðviljinn - 30.04.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.04.1950, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVIL'JINN Sunnudagur 30. apríl 1950. 4 iMdÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árna- son, Eyjólfur Eyjólfsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórti, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Askriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint, Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Eining alþýðonnar 1. maí Alþýða Reykjavíkur minnist 1. maí hátíðahaldanna tvö undanfarin ár bæöi meö stolti og sárindum. Stoltiö er bundiö við hátíðahöld sameiningarmanna sem voru meö meiri glæsibrag en nokkru sinni fyrr, en sárindin samkuncTum klofningsmanna á Arnarhóli og Lækjar- torgi, sem fóru fram meö þeim endemum sem veröugt var. Þessar klofningstilraunir undangenginna ára auka eim fögnuð alþýðunnar yfir því aÖ nú hefur samkomu- lag tekizt um sameiginleg hátíðahöld. En Alþýöublaðiö heldur ái'ram aö formæla, og hefur nú fengiö Morgunblaöiö og Vísi í lið meö sér og léð þeim „röksemdirnar". Alþýöublaðiö segir í gær aö fyrsta mai ávarp verkalýðssamtakanna sé algerlega mótaö „af flokkspólitískum áróðri og blekkingum kommúnista“; þeir hafi sett á ávarpið og tilhögun dagsins „sinn flokks- pólitíska stimpil og misnota daginn til framdráttar pólitiskum slagorðum sínum og húsbænda sinna austur í Moskvu.“ Hvernig líta þessar „röksemdir“ út í ljósi staö- reyndanna Ávarp dagsins var samið af fjögurra manna samninganefnd, þar sem sæti áttu Björn Bjarnason. Eðvarö Sigurðsson, Jón Sigurðsson erindreki Alþýðu- sambandsins og margfaldur frambjóðandi Alþýðuflokbs- ins og Magnús Ástmarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Þessir fjórmenningar komu sér saman um ávarpiö í öllum atriöum og hafa ekki um þaö neinn fyrirvara. Þeir komu sér einnig- saman um alla tilhögun dagsins að öðru leyti. Ef kærur Alþýðublaösins eru sannar feru þeir Jón SigurÖsson og Magnús Ástmarsson, hinir margreyndu trúnaðarmenn Alþýöuflokksins kommúnistískir áróðurs- og blekkingamenn undir haröri stjórn húsbænda sinna austur í Moskvu. Og þá fer Helgi Hannesson ekki heldur varhluta af hliðstæðun: áburði í málgagni sínu! Þessi þvættingur sýnir aö sjálfsögðu ekkert annaö en sálarástand Stefáns Péturssonar og yfirboöara hans. Þaö var samið um ávarpið og tilhögun hátíðahaldanna og af því leiöir aö baðir aöilar hafa hliöraö til, þaö var lögö áherzla á þaö sem sameinaði, hinu sleppt sem sundráöi. Fyrsta. maí ávarp verkalýðssamtakanna af- markar þá stefnu og þau nærtæku markmið sem eining er að skapast um innan ‘alþýöusamtakanna, hvað sem líður flokkspólitískri afstööu. En þaö er einmitt þessi eining um stefnu og mark- mið sem veldur tryllingi Alþýöublaösins. Þaö er hlut- verk Stefáns Péturssonar og félaga hans að ala á og auka sundrungina innan alþýðusamtakanna, að halda í orði fram umhyggju fyrir verklýðshreyfingunni en svíkja hana í' verki. Þáö hlutverk. hefur nú herfilega mistekizt. Og í bræði sinni velur Stefán nú flckksbræðr- um sínurn þau illyrði sem hann telur verst! ' • Alþýða Reykjavíkur mun svara Stefáni Péturssyni og yfirboðurum hans á veröugan og eftirminnilegan hátt á morgun. Ef hann þorir út á götuna fyrir hugar- órum sjálfs sín mun hann sjá baráttueiningu verka- lýðsins í reynd, einhuga þúsundir um þá stefnu sem mörkuö er í ávarpi samtakanna. Eldur í kai'jöflugörðum. Maður einn kom til mín um daginn þungur á brún. Hann kvaðst eiga kálgarð í Kringlu- mýri, og hjá þeim garði hafði hann ofurlítinn kofa. I kofan- um geymdi hann afganginn af uppskeru seinasta árs, þ. á. m. allar útsæðiskartöflumar, sömuleiðis öil garðverkfærin. En eitt kvöldið, nú fyrir skemmstu, þegar hann kom til að líta eftir þessum eignum sínum, þá var kofinn brunninn, og ónýtt mestallt sem í hon- um var. Einhverjir ntenn frá bænum höfðu verið sendir á staðinn til að brenna sinu, og skilið.þannig við það verk, að eldurinn læsti sig í kofa mannsins. Eldurinn læsti sig í fleiri kofa, og olli þar líka miklu tjóni. — Maðurinn taldi réttilega að fyllsta ástæða væri til að mótmæla opinberlega framferði eins og því sem mennirnir frá bænum gerðust þarna sekir um. H. G. svarar Ragnari. H. G. í Vestmannaeyjum skrifar: — „Svar Ragnars Jónssonar forstjóra við gagn- rýni minni á síðustu útgáfu á verkum H. K. Laxness, gefur ekki mikið tilefni til athuga- semda. Þó vil ég biðja Bæjar- póstinn fyrir stutt andsvar. — R. J. játar í upphafi greinar sinnar að band á bókum sé ekki eins sterkt og áður og einnig að útgáfan á verkum Laxness „hafi að nokkru mis- tekizt“. Þó það! — R.J. kveðst hafa sýnt nokkrum bókbindur um og bókavinum síðustu verk Laxncss, og sjá: allt reyndist hjá mér í Reisubókinni og Kvæðakverinu og komst svo að orði, er brast og marraði í innviðunum, að betra væri að fara mjúkum hcndum um þessa framleiðslu! Einnig má geta þess, að fyrir nokkru birt- ist í þessu blaði hörð gagn- rýni á bókaiðn í landinu og sýnir það, að fleirum en mér finnst nóg um hroðvirknina í þessari iðngrein. Margt betur úr garði gert. „Ekki vil ég halda því fram, að vinna hjá fyrirtækjum R.J. sé ver af hendj leyst en ým- issa annarra, en að mínu á- liti eru margar forlagsbækur R.J. mikju betur úr garði gerð ar en þessi síðasta útgáfa á verkum H. K. L. (m. a. Atom- stöðin), því sárnar mér, að þessi útgáfa á verkum hins á- gæta skálds þolir ekki saman- burð við ýmsar aðrar útg. for- lags herra Ragnars Jónssonar. • ErJ. og ísl. tímarit. „R.J. getur þess í lok grein- ar sinnar, að hann telji ekki þörf að flytja inn tímarit, sem í engu öðru en litprentun „glansmynda“ taki fram þeim sem hér eru framleidd. — Með allri virðingu fyrir ísl. tímarit upi verð ég þó að segja, að Is- lendingar eiga ekki bókmennta tímarit sem jafnist á við Bonn- iers Litterára Magasin, svo dæmi sé nefnt. — „Helgafell" var ágætt tímarit og e. t. v. að sumu leyti sambærilegt við B. L. M. og væri vel, að hinn at- hafnasami útgefandi blési nýj- um lífsanda í það. — H. G. — Bæjarpósturinn leyfir sér að Eimskip Brúarfoss fór frá Kaupmanna- höfn 27. þ. m. til Gdynia. Detti- foss kom til Reykjavíkur 27. þ. m. frá Hamborg. Fjallfoss kom til Halifax, N. S. 27. þessa mánað- ar. Goðafoss fór frá Reykjavík 28. þ. m. til Vestmannaeyja, Hull, Rotterdam og Antwerpen. Lagar- foss er í Reykjavik. Selfoss fór frá Akranesi - síðdegis í gær til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Baltimore 18. þ. m., væntanlegur til Reykjavikur í morgun. Vatna- jökull er á Spáni. Dido lestar áburð í Noregi til Reykjavíkur. Næturlæknir er i læknavarð- stofunni. — Sími 5030. Næturakstur annast Hreyfill —■ Simi 6633. NæturvörSur er i lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. Helgidagalæknir er Guðmund- ur Guðmundsson, Vatnsstíg 9. — Simi 80790. yy' 12.15 Dagskrá lista mannaþingsins: Isl. tónlist. 13.15 Erindi: Um iand- helgismáiið (Júlí- us Havsteen sýslu maður). 15.15 Miðdegistónleikar, 16.15 Útvarp til Islendinga erlend- is. 18.30 Barnatími. (Hildur Kal- man). 20.20 Dagskrá listamanna- þingsins. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. ^ V — Samæfing kl. 2 ^ ™ ® e. h. í dag i Sýn- ingarsal Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu 41. Barnaskemmtun verður í Góð- teniplarahúsinu í dag og hefst kl. 2 e. h. Á skemmtiskránni eru 8 atriði. Miðar fást i GT-húsinu frá kl. 10 f. h. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e. h. — Séra Þorsteinn Björns- son. Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h. Séra Bjarni Jóns- son. (Ferming). Messa kl. 5 e. h. Séra Jón Auðuns. — Laugarnes- kirkja. Messa kl. kl. 11 f. h. (Ferm ing). — Séra Garðar Svavarsson. Messa kl. 2 e. h. — (Ferm. ing). — Séra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónustan fellur niður vegna fermingar: Hallgrímskirkja. Ferming kl. 11 f. h. — Sr. Jakob Jónsson. (Kirkja opnuð almenn- ingi kl. 10.45). Ferming kl. 5 e. h. — Sr. Sigurjón Þ. Árnason. Mýrarhússkóli. Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Thorarensn. Nýr, blanáaður kór harla gott! — Allir voru á einu- máli um að þau „bæru af flestu sem hér hefur verið gert,“ þrátt fyrir það, að R.J. sjálfur játar, að þau „hafi að nokkru mistekizt.“ Líkar ekki liturinn. „Mig furðar ekki að blessað- ir bókbindararnir lýsi blessun sinni á „handverki" .stéttar- bræðra sinna, en hitt undrast ég að bókamenn skuli lofa þessa útgáfu. Prentun er að vísu góð, en bandið lélegt mjög og að mínu áliti langt frá því að vera fallegt. -— Ann- ars er það smekksatriði og má vel vera að mörgum þyki fall- egt þetta grámyglulega og græna sambland og verði þeim þá að góðu. Bókamenn segja álit sitt. „Ég hef átt tal við þrjá þekkta menn hér í bæ um þessa útgáfu. — Tveir þeirra eru á- skrifendur að verkum Laxness og báðir óánægðir með frágang bókanna. Sá þriðji fletti upp gera ofurlitla athugasemd við það sem seinast segir \ bréfinu. Hann er sem sé þeirrar skoðun ar, að til sé á íslandi tímarit, sem fyllilega standist saman- burð við beztu erl. tímarit, m. a. Bonniers. Þetta er Tíma rit Máls og menningar. Höfnin * Neptúnus kom a-f veiiðum i gær. Skipadeild SIS Arnarfell er á leið til Grikk- lands. Hvassafell er væntanlegt til Akureyrar á miðvikudag frá Cadiz. Einarsson & Zoega Foldin er á leið til Englands frá Miðjarðarhafinu. Lingestroom er í Færeýjum. Ríkisskip Hekla er væntanleg til Rvíkur árdegis í dag að vesfan og norð- an. Esja fór frá Rvík í gærkvöld austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húna flóa á suðurleið. Þyrill var vænt- anlegur til Rvíkur i morgun. Ár- mann var í Vestmannaeyjum í gær. Framhald af 8. síðu. fyrir tvær kvenna- og fjórar karlaraddir, við textaþýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Þá mun kórinn flytja einskonar samfellda dagskrá úr þjóð- frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu, safn ættjarðarsöngva, m. a. tvísöng:lögin Island farsælda frón og Stóð ég við Öxará, og lögin Til varnar frjálsum lýð, Islandsljóð og Hver á sér fegra föðurland. er stjórnandi kórs- ins hefur útsett fyrir sex bland aðar raddir. Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi mun kynna texta ættjarðarsöngvanna. Að loltum sj-mgur kórinn þessa verkalýðssöngva: Fyrsta maí, eftir Sigursvein D. Krist- insson, Fánasöng eftir Hall- grím Jakobsson, Stríðssöng jafnaðarmanna og Einingarljóð eftir J. Kr. Johansen. Hefur Sigursveinn einnig raddsett þrjú siðasttöldu lögin. 1 söngfélaginu er 60 manns. Aðgöngumiðar að samsöngn- um verða seldir í skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu kl. 10—12 f. h. á morgun og í Austurbæjarbíó frá kl. 4. Verð miðanna er kr. 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.