Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 3
Sunnudagur ' 23. . júlí 1950. Þ7ÖÐVILJ1NN DAUÐAR SALIR J vor kom hér út eitt af hin- um frægu ritum heimsbók- menntanna, skáldsagan Dauð- ar sálir, eftir rússneska skáld- ið N. V. Gógól. Svo. undarlega vill til að þessara tíðinda hef- ur að litlu eða engu verið get- ið enn sem komið er. Meira að segja útgefandinn, bókaút- gáfan Helgafell, sem að jafn- aði auglýsir vöru sína með engu minni gífuryrðum en hvert annað heiðariegt sölu- fyrirtæki, hefur að mestu þag- að um þessa bók. Einhvers staðar hef ég þó séð eina litla auglýsingu um hana, og má þó raunar vera að fleiri séu. Það var ætlun mín, að skrifa dálitla grein um þessa úrvals- sögu, en sökum þess að ég hef enn ekki komizt yfir tvær bæk- ur sem ég þykist þurfa að líta í áður, þá kemur sú grein ekki að sinni. I staðinn tók ég-þann kost að snúa lauslega grein úr „LAND OG FOLK,“ sem ein- mitt fjallar um þessa sögu. Höfundurinn heitir Harald Bue og er kunnur listfræðingur, og greinin birtist í nóvember í haust, og er lítið eitt stytt í þýðingu. • . B. B. □ UM miðja síðustu öld gaf franski teiknarinn Gustaf Doré út skemmtilega og frumlega sögubók. Það var „Saga hins heilaga Rússlands'1 frá fyrstu tíð fram á svartasta skeið ein- veldisins, túlkuð í um það bil 500 ádeilublöndnum (satírísk- um) teikningum, með stuttum skýringartextum. | Á einni myndinni gefur að líta nokkra gósseigendur að spilum. Umhverfis standa aðrir stéttarbræður þeirra og fylgj- ast með. Spilið er sýnilega spennandi, enda liggja heilir herragarðar undir, ásamt ánauð arbændunum. Á borðinu liggja bændur í knippum, og digrum kaðli brugðið utan um. Textinn hermir að spilamenn þessir hafi haft það fyrir sið að láta „sál- irnar“ fylgja jörðunum, en „sál ir“ voru ánauðarbændur nefnd- ir. Teikning Dorés leiðir huga okkar að ennþá voldugrj ádeilu frá dögum gamla Rússlands, sögu Gógóls, Dauðum sálum. Gósseigendurnir gátu gert fleira með - þessar ,,sálir“ en leggja þær undir í spilum. Þeir^ gátu einnig veðsett þær og feng^ ið bankalán út á þær. En með- an þeir áttu þær urðu þeir að greiða skatt af þeim, einnig af þeim er létust á því tíma- bili sem leið milli endurskoðana stjórnarfulltrúanna, en endur- skoðunin fór fram á tíu ára fresti. Hugmyndaríkur braskari kvað eitt sinn hafa dottið nið- ur á það snjallræði að veðsetja nokkrar dauðar sálir er ennþá voru skráðar á lista þá sem í gildi voru. (Frá þessu segir ís- lenzkuþýðandi Dauðra sálna, Magnús Magnússon, í formála sínum að bókinni. B.B.). Þetta gaf Gógól hugmyndina að sögu sinni, a.m.k. var hér fundið það kefli sem vinda mátti á þær lýsingar sem hann vildi gefa af rússnesku lífi. Að- alpersónan Tjitikoff ferðast Eg skynja bara skuggablómið írjótt mitt skiptist líí ei meir í dag og nótt; ókunnir menn með eiturvopnagnótt eyddu mitt hús og slökktu daginn minn. Síðan, ó bróðir, blind.á allt sem skín býr mér und hvörmum nótt sem ekki dvín , Líður án.þess að líða nóttin mín. . Um miðjan dag ég myrkraskaflinn veð á meðan nóttin streymir um mitt geð, um ljósra morgna lík og grafarbeð. Og síðan hverfist hljóð um hjarta mitt án himins jörð mín, nýjum gróðri kvitt----- Tveir rayrkrákveikir mér undir - hvörmum. drjúpa í minning, bróðir, dags sem enn er þinn. G. H. E. um landið og kaupir dauðar sálir af gósseigendunum, fyrir afarlágt verð, því hann tekst samtímis á hendur skattgreiðs! una af þeim. Tjitikoff er son- ur fátæks landeiganda, hann er duglegur, auðmjúkur óg viðfelldi inn allsstaðar þar sem hann á undir högg að sækja, en draum ur hans er sá, að verða ríkur og lifa í iðjuléysi. ’Því marki getur hann aðeins náð með svindilbraski; hann getur feng- ið lán gegn veði í hinum ný- keyptu sálum, og fyrir það hyggst hann kaupa stórar jarð- eignir í fjarlægum landshluta... Gósseigendurnir sem Tjitikoff héimsækir eru annaðhvort svo nízkir að þeir tíma ekki að leggja peninga sína í búskap- inn, þótt allt sé á fallanda fæti, eða þeir sóa peningum sínum þar til þeir standa uppi gjald- þrota. En hvort sem þeir eru svíðingar eða eyðsluseggir, klók ir eða heimskir, áflogahundar, brennivínsberserkir eða pen- ingakúgarar, aðgætnar ekkjur eða barnaleg hjón — við kynn- umst öllum þessum manngerð- um — þó er þeim eitt sameigin- legt: sjálfsögð og skilyrðislaus fyrirlitning á fólkinu, bændun- um. Aldrei hefur þeim komið til hugar að nokkurt vald á himni né jörðu gæti bannað þeim að svelta sálir sínar til bana, píska þær í hel, spila þeim brott, eða selja þær, eins og hver önnur húsdýr. Bókin er ádeila af sinni eigin tegund, og stór í sniðum. Hún byggist ekki á smávægjlegum, haglega fyrirkomnum fólsku- verkum, sem reyfarar byrja á. Ádeila Gógólg er breið, epísk lýsing, gcgnsýrð stoltri hæðni. í dramatískum atburðum af- hjúpa persónurnar lökustu eig- indir sínar, án þess þær eða aðrir uppgötvi það, sem sagt án þess höfimdurinn treysti þeim til að bæta ráð sitt, en líka án þess skáldið sjálft hefji siðferðisprédikanir, nema á ör- fáum stöðum, innan einskohar sviga. Ádeilustíll Dickens ' er vingjarnlegur, jafnvel væmnis- legur, hjá stíl Gógóls. En lesendurnir veita þessum afhjúpunum athygli, og það var í ljósi þessarar ádeilu, þessa raunsæis sem þeir í fyrsta sinn sáu Rússlahdi gósseigandanna lýst í bók, það var forsögn um reikningsskil í veruleikanum. Á þeim tímá var gagnrýni { skáldskap ennþá leyfð en opin ská gagnrýni á vettvangi stjórn málanna var ekki þoluð, en úm þetta leyti hafði orðið nokkurt uppsteit hjá bændum. Frjáls- huga fólk tók bókinni með hrifn Hugsjónir og hindurvitni T Nefnd mannfræðinga og líf- fræðinga, sem unnið hefur um skeið að mannfræðilegum og lif- fræðilegum rannsóknum á kyn þáttum, hefur nýlega skilað á- liti og birt niðurstöður. Þar segir svo, samkvæmt Ríkisút- varpinu á þnðjudagskvöldið var, að enginr. líffræðilegur mismunur sé á kynþáttum, og því enginn vísindalegur grund- völlur til fyrir greiningu þeirra í æðri og lægri kynþætti. Sú fregn var ekki lengri, og fáum íslendingum mun hún hafa komið spánskt fyrir eyru. Bandaríski prófessorinn BARR- OWS DUNHAM hefur áður komizt að sömu niðurstöðu í bók sinni HUGSJÓNIR OG HINDURVITNI sem Mál og menning gaf út í vor snemma, og hér skal aðeins drepið á þótt seint sé. Bak við röksemd- ir Dunhams og rannsókn vís- indamannanna fólst brýn nauð- syn, og í niðurstöðum þeirra er fólginn mikill varnaður, því fasisminn, bæði sá dauði og uppvakti, grundvallar starf sitt og stefnu að nokkru leyti á skiptingu manna i æðri og lægri kynþætti. Skyld þeirri skiptingu er kenningin um hæfni hinna ríku og voldugu fram yfir þá snauðu og umkomulausu. Eg hef ekki athugað hvort Morgunblaðið hefur birt fregn af niðurstöðum mannfræðinganna, en það er fremur ólíklegt. Hitt veit ég al veg með vissu aí Morgunblaðið mundi aldrei bivta vísindalegt álit er fæli í sér sannanir gegn kenningunni um aukahæfni hins rika umfram hina fátæku. Barrows Dunham sýnir sem sé glögglega fram á það í bók sinni að þetta er ein af eftir- lætiskenningum afturhaldsins í heiminum, og er notuð til skýringar og afsökunar arðráni og undirokun, sem raunar er ekki nefnt svo, heldur frjálst framtak og vestrænt lýðræði. Herbert Spencer, enskur heimspekingur á síðustu öld, er víst frumkvöðull kenningarinn- ar, sem er nokkurs konar þjóð- félagslegur Danvinismi; hinir -ríku urðu ríkir af því þeir urðu ofan á í lifsbaráttunni, og þeir báru hærri hlut af því þeir voru hæfari. Kenning Spencer hefur verið notuð sem röksemd gegn breytingum á þjóðfélags- skipuninni: lifið er sifelld bar- átta þar sem hinir hæfari bera segir. • Auðvtiað tætir Dunham þessa kenningu sundur ögn fyrir ögn, því maðurinn stendur ingu. Bélinskí kallaði hana „sannrússneskt . verk, þjóðlegt, sprottið upp úr djúpi þjóðlífsins, gætt lifanda lífi og föðuflands ást, verk sem sviptir hverri hulu af veruleikanum, andar- dráttur þess er ástíðuþrunginn og innilegur kærleikur til rúss- nesku þjóðarinnar." Framhald á 7. síðu. á marxískum grundvelli og skilur þjóðfélagið og lögmál þess. Eg vil benda þeim sem hafa áhuga á rð sjá hvernig afturhaldshugmyndir og fals- kenningar verða einna gráast leiknar að fletta upp bls. 19 í inngangskafla Hugsjóna :■ og hindurvitna, og gefur þeim þá á að líta. Þar fyrir utap fjall- ar einn lengsti kafli bókarinnar um þetta efni. Önnur þau hindurvitni aftur- halds og fasisma, sem Dunham tekur til meðferðar í bók sinni og tætir sundur, svo ekki stend ur steinn yfir steini að lokum, eru þau að ekki sé hægt að breyta mannlegu eðli (Spencer enn), frelsi og öryggi fari ekki saman, og að hver sé sjálfum sér næstur, þar sem siðfræði sér plægninnar er vísað til yztu myrkra. Þórbergúr mun endur fyrir löngu hafa sýnt fram á að mannlegu eðli verði breytt betra þjóðskipulag skapar betri menn, sósíaliskt skipulag kemur af sjálfu sér í veg fyrir sum illvirki, auk þess sem efnahags jöfnuður og það bræðraþel sem einkennir fólk í sósíalískum löndum eyðir og hefur. þegar eytt þeirri „spillingu mannlegs eðlis" sem lögreglan í Banda- ríkjunum þekkir svo vel af skiptum sínum við hamingu- lausan og kúgaðan afbrotalýð þess lands. Hér er auðvitað ekkert rúm til að rekja ýtar- lega röksemdafærslur prófess- orsins, en einn kafli gleymdist, og hann fjallar um hugtaka- falsanir. En þær eru algengt fyrirbæri, eins og ráða má af því að heilir hópar manna mega ekki nefna sum orð án þess að falsa hugtök. Við skulum taka það sem hendi er næst: Morg- unblaðið hérna. Hvert sinn sem það nefnir orð eins og frelsi og lýðræði falsar það hugtök því það meinar, eins og þúsund sinnum hefur verið sannað, frelsi fárra til að arðræna alla hina, vald fárra yfir lífi og lim um allra hinna. Þessi bók f jallar sem sagt um og hrekur lið fyrir lið, af dæma fárri rökskerpu, bitru háði og hnittinni kímni, nokkrar höfuð- kenningar aftt"'haldsms í heim inum í dag, kenningar sem það kaupir litla karla og misindis- menn til -að túlka milli þess sem .það lætur voni.in tala. Hún ,er samin upp úr neimsstyrjöldinni síðustu, í skugga þeirrar næstu — ef auðvaldinu lánast að koma henni í kring. Hún er sóknarric fyrir vérkalýðinn í veröldinni, kúgaðar þjóðir- í heiminum, . fólkið sem ‘ á að slátra í næsta kappleik auðvalds ins um markaði, hráefni, völd og sálir. Það er þannig engin tilviljun að þessi bók var skrif uð í Bandaríkjunum, nýjastá bólvirki afturhalds og þjóðkúg- unar á jcrð. En dýpsta hvöt hennar er hin alþjoðlega mann- hygðarstefna scsíalismans. B. B. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.