Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 6
^ÞJÓSÍVLLJIKN Sunnudagur 23. júli 1950. Shah Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON STÓKMEISTAKAMÓTIÐ I BUDAPEST. Boleslaf skí 12 Bronsteia 12 Smysloff 10 Keres 9‘/2 Najdorf 9 Kotoff 8l/2 Stáhlberg 8 Flohr 7 ! Lilienthal 7 . Szabo 7 Á skákþinginu í Búdapest fékkst ekki svar við þeirri spurningu, hver tefla skuli um heimsmeistaratignina við Bot- winnik á næsta ári. Lengstum leit út fyrir að Boleslafskí mundi sigra; þegar tvær um- ferðir voru eftir, var hann heil- um vinning ofan við Bronstein. En Bronstein tók snarpan loka- sprett og náði honum. Stáhlberg hefur ritað um þing ið í sænska skákblaðið. Hann telur að Coleslafskí hafi teflt ðruggast, og hafi aldrei kom- izt í tapstöðu. Hjá honum gæti ekki jafnmikillar fjölbreytni í vali byrjana og hjá Bronstein, en hann sé frumlegur og afar glöggur í mati á taflstöðum. Hann sé djarfur og rólegur, þegar skákin stendur tæpt, og tækni hans afburða mikil. Þó telur Stáhlberg að Bronstein gæti orðið Botwinnik enn hættu legri andstæðingur. Taflstíll stíll hans er hnífskarpur og minnir á Aljechin. Bronstein var yngstur keppenda, aðeins 27 ára gamall. Hann lagði sig í meiri áhættu í skákum sínum en nokkur annar og sýndi mikia- seiglu, þegar hann var í hættu staddur. Smysloff var almennt álitinn eiga öruggastar sigur- vonir, en hann tefldi ekki eins vel og stundum áður. Sama máli gegnir um Keres. Hann -tefldi glæsilega á köflum en var óviss þess á milli og komst oft 1 erfiðar stöður og tíma- hrak. Stáhlberg telur Najdorf hafa verið heppinn, en senni- lega hefur Najdorf sjálfur orð- ið f’yrir vcnbrigðum, því - að hann var búinn að lýsa því yf- ir í blaðaviðtölum fyrir mótið, ao* hann teldi sér vísan sigur •og að hann teldi sig ekki hafa neina ástæðu til áð ‘ ó'ttast Bötwinnik í einviginu á eftir. Stáhlberg sjálfur getur vel við sinn árangur- unað. Hann var sá eini keppenda, sem ekki hafði neinn aðstoðarmann,. en sá feiðinlegi siður virðist vera KAUPIÐ happdrœttis- miða Sósíal- istailohhsins að ná fótfestu á stórmeistara- mótum, að keppendur hafa hjálparmenn við biðskákir. Stáhlberg hélt jöfnu gegn öll- um nema Keres og Kotoff. Hér fer á eftir skákin, sém mesta athygli vakti í fyrstu umferð mótsins. NIMZOINDVERSK VÖRN. Bronstein Szabo Gertiud L i 1j a: Hamingjuleitin L 7. DAGUK. 1. d2—d4 2. c2—c4 3. Rbl—c3 4. a2—a3 5. b2xc3 6. f2—f3 . Rg8—f6 e7—e6 Bf8—b4 Bb4xc3 0—0 Rf6—h5 Svartur ætlar að leika f7-—f5 og hótar jafnframt D8-h4f. En þessi hótun veldur hvítum ekki teljandi erfiðleikum, og hefði því verið betra að leika annað hvort d7—d6 eða d7—d5. 7. Rgl—h3! f7—f5 Dh4 er nú einskis nýtt (Dh4+ 8. Rf2 og hrókurinn á H1 er valdaður, svo að Rg3 er úti- lokað). 8. e2—e4! c7—c5 Ef Dh4f, þá vitaskuld fyrst Bg5 og svo fxe4. Svartur hefði betur látið sér nægja 8.— d7—d6. 9. e4—e5 Rb8—c6 10. f3—f4 g"—g6 11. Bfl—e2 b7—b6 12. 0—0 Hvítur hleypur ekki á sig: 12. BxRh5 Dh4f 13. Rf2 DxBh5 og ef hvítur tekur drottninga- kaup, stendur svartur engu lakar að vígi. 12. ... Rh5—g7 13. Bcl—e3 c5xd4 14. c3xd4 Bc8—aS 15. Ddl—a4 Dd8—c8 Æskilegra hefði verið að koma hróknum á c8, en Ra5 dugar ekki vegna. Bd2. 16. Hfl—cl Ha8—b8 17. Hal—bl -RcS—a5 18. Rh3—g5 Dc8—c6 19. Da4—b4 Dc6—c7 20. d4—d5 Ra5—b7 21. Db4—el Rb7—c5 Hvítur bjó sig undir að vinna peð með c4—c5, BxBe2, cxb6 osfr. 22. Del—h4 h7—h5 23. Be2—1'3 Hb8—c8 24. dö—d6 Dc7—d8 25. Dh4—g3 Rc5—d3 Þessi leiðangur endar með skelfingu, en það ér erfitt að bíða aðgerðalaus í þröngri og erfiðri- stöðu. 26. Hcl—c3 Ba6xc4 27. Bf3—b7 b6—b5 Hcb8 kostar mann; Hxc4, Hxb7, Hc3, Rc5, BxRc5 og svartur getur ekki drepið biskupinn. 28. Bb7xc8. Dd8xc8 29. Rg5—f3 Kg8—h7 30. Rf3—h4 Dc8-!7-e8 31. Be:t-—d4 . og svártur gafst upp, þvi að hann missir tvo mean fyrir hrók. > -- / sé talið og Lillý fari varlega með kaffibollana. Það væri bezt að þú þurrkaðir þá, þeir eru svo þunnir.“ „Já, mamma." „Og svo manstu að það er í dag, sem við eigum að senda út þvottinn." „Já, mamma.“ Lillý var ekki farin að þvo upp, hún átti eftir að borða. Kaffibollarnir frá morgunveizl- unni stóðu á eldhúsborðinu — Marta vonaði, að Lillý kæmist slysalaust gegnum eldraunina, uppþvottinn. Hún gekk upp á herbergið sitt meðan hún beið. Hún sat þar stundarkorn með hendur í skauti og horfði út í bláinn. „Ungfrú.“ Lillý kallaði á hana. „Frúin vill tala við ungfrúna........“ Marta fór niður og inn til móður sinnar, sem lá á legubekk með teppi ofaná sér. „Jú, Marta mín, mér datt eitt í hug......... Lennart skildi eftir hvítu flúnelsfötin sín í haust sem leið. Þú þarft að athuga, hvort ekki þarf að þvo þau.“ „Þau voru þvegin í haust.“ „En heldurðu ekki að þau hafi gulnað? Þú þarft að minnsta kosti að athuga það.“ Marta fór fram í eldhúsið til Lillý, þurrkaði postulinið, taldi silfrið og setti hlutina á sinn stað. Því næst fór hún upp á loftið til að taka til þvottinn. „Ungfrú. Frúin......“ Lillý nennti ekki að ljúka við setninguna. Hún stóð neðst í stiganum og hrópaði. Marta fór aftur niður. „Ætlaði mamma að tala við mig?“ „Nú, þarna ertu.......... Já, hvað var það nú aftur........'Já, hvemig var það með fötin hans Lennarts?“ Marta fann hvemig blóðið steig henni til höfuðs. Hún kreppti hnefana. Eftir andartak svaraði hún rólega: „Eg er ekki enn búin að taka til þvottinn. Strax og ég er búin, skal ég líta á fötyi.“ „Þú mátt ekki gleyma því.“ „Nei.“ . ~ Rektorinn var farinn í skólann aftur. Rekt- orsfrúin og Marta drukku teið einar. „Það er undarlegt að vinnukonan hjá Ek yfirkennara skuli fara í miðjum mánuði," sagði rektorsfrúin. „Stúlkan virðist annars vera dug- leg.“ Marta þagði um stund. Síðan sagði hún: „Lillý hefur heyrt, að hún eigi von á barni.“ ,,Þú ættir ekki að tala við Lillý um slíka hluti,“ sagði móðirin hvössum rómi. Marta beygði sig eftir tvinnaspotta á gólfinu. Var það sakleysi hennar sjálfrar, tuttugu og átta ára gamallar eða sakleysi Lillý, sem var átján ára, sem móðirin óttaðist um. Hún varð gripin skyndilegri löngun til að komast að því. „Á mamma við að Lillý sé of ung til að ræða um þessa hluti?“ Móðirin var með treyju handa Klas-Göran á prjónuíium, og hún lét hana síga. „Eg á við það, að þáð er alls ekki viðeigandi, að þú ræðir um þessa hluti við þjónustufólk eða aðra.“ Marta svaraði ekki. Hún fór að hugsa um, hvernig allt hafði verið þegar von var á dreng Lennarts í heiminn. Daginn út og daginn inn hafði verið talað um treyjur, bleyjur, naflabindi, geirvörtur. Þegar von var á bami Lennarts var um að ræða helgar bleyjur og heilög naflabindi. Fósturlát voru eitt algengasta umræðuefni. „Það verður ekki auðvelt fyrir hana. Hún er fátæk,“ sagði Marta. Hún sagði það í tilrauna- skyni, ekki beinlinis til að láta samúð sína í Ijós. Móðirin leit á hana yfir gleraugun. „Svona manneskjur eiga aldrei meðaumkun skilið.“ „Þekkii þú hana?“ „Þekki? Hvað á Marta við?“ Rektorsfrúin talaði við dóttur sina í þriðju persónu, þegaV hún vildi sýna vanþóknun sina. „Eg á við, að það er nauðsynlegt að þekkja manneskju til þess að geta sagt um hvort hún á skilið meðaumkun eða ekki.“ „E|j hef heyrt nóg um hana til þess, að ég veit hvers konar manneskja hún er. Viltu biðja Lillý að fara með tebakkann fram.“ Marta lijálpaði Lillý að taka fram af borðiriu. Þegar því var lokið, fór hún ekki aftur inn til móðurinnar, heldur fór hún fram í anddyrið og setti á sig hatt og kápu. „Eg ætla að ganga út, mamma“. Hún rak höfuðið inn um gættina og lokaði dyrurium í skyndi til að forða sér undan hinum venjulegá flóði af spurningum og athugasemdum, og flýtti sér niður tröppurnar. Henni fannst hún ekki ör- ugg fyrr en hún var kömin út á götuna. Hvert átti hún að fará? Ekkert sérstakt. Hún átti fjöldann allan af kunningjum en ekki einn einasta vin. Hún mætti skólafólki, sem heilsaði henni kurt- eislega, sennilega í virðingarskyni við rektor sinn. Hún gekk framhjá skólanum. Á vellinum léku nokkrir drengir sér í boltaleik. Hún leit upp í gluggann að skrifstofu föður síns. Þaf sat faðir heririar, vinnusamur og viðutan skarp- skyggn, lærður og menritaður maður — en bHnd- úr á tilfinningar og reynslu sinna nánustu. .... Og þó ef til vill ekki. Elsku pabbi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.