Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. júlí 1950. ÞJ OÐVILJIXN 5 Á Atþingi fyrir nrum VIGBUNAÐUR NORBLEND Árið 1550 er eitt hið við- burðaríkasta og örlagaþrungn- asta í sögu Islendinga. Jón Ara son biskup á Hólum hafði gert uppreist gegn umboðsmönnum Kristjáns III., neitað að af- henda þeim eignir klaustranna og viðurkenna ný lög um kristnihald í landinu, en sam- kvœmt þeim áttu menn að hverfa frá káþólskri trú og taka upp kristnihald í samræmi við kenningar Lúthers. Síðla sumars 1549 höfðu synir Jóns, þeir Björn og Ari, tekið hönd- um herra Martein Skálholts- biskup, nýkominn frá vígslu, og var hann í fangelsi norðan lands. Jón Arason hafði reynt að handtaka fleiri andstæðinga sína, þar á meðal Þorleif Páls- son á Skarði á Skarðsströnd, en sú herför varð árangurslaus, því að Þorleifur greip til ó- vænts herbragðs. Á Skarði hafa oft setið miklir kvenskörungar, og skipaði Þorleifur bóndi öllu kvenfólki heimilisins til varnar á hlaðið í Skarði. Séra Þorlákur Hallgrímsson, faðir Guðbrands biskups, var fyrir sóknarliðinu, en leizt ekki kven fólkið árennilegt og hvarf frá án þess að leggja til orustu við skjaldmeyjarnar. Þrátt fyrir þetta var Jón hiklaust valda- mesti maður landsins, þar eð hann fór með biskupsvöld um allt land og hafði allmiklu vopn uðu liði á að skipa. Heima á Hóium hafði hann margs konar herbúnað. Hann lét reisa vígi upp frá kirkjunni og kallaði það slot. Var þar gerður gröftur mikill og djúpur og veitt að vatni, og skyldi flytja þangað stykki (fallbyssur) og byssur „sem á einn skans og ganga af lofti á múr og kirkju.“ Hóla staður átti allmikið af hertygj- um um þessar mundir. I skrá um eignir staðarins, þegar Jón Arason varð biskup, eru talin: 6 lagvopn, 4 stríðsaxir, eitt sverð og herklæði á 40 manns auk nokkurra vondra pansara og járnhatta. Einnig er sagt, .að staðurinn eigi herklæði á jýmsum stöðum. Þessi herklæði hafa sennilega verið brynjur arm- og legghlífar og hjálmar, þótt verið geti, að hér sé um fullkomin herklæði 15. aldar riddara að ræða. Eitt af elztu landabréfum af Islandi er eftir Svíann Ólavus Magnus, gerð um 1539. Þetta kort er skreytt margs konar myndum, sem eiga að varpa ljósi á lifnaðarhætti þjóðarinnar og náttúru lands- ins. Á korti þessu lætur Olav- us albrynjaða riddara þeysa í fylkingu nálægt Hólastað. Olav us hefur verið sannfróður um margt, sem ísland varðar, eins og kort hans ber með sér, þótt riddararnir séu sjálfsagt eitt- hvað færðir í stílinn. Jón Ara- son hefur fylgzt vel með þró- un hernaðartækninnar um sína daga, því að árið 1550 hafa kirkjunni bætzt 2 fallbyssur, keyptar fyrir 16 hundruð i kaupstað (um 32 000 kr. sam- kværht núgildandi verðiagi), 2 áttúngar púðurs, 8 járnlóð, 9 hakabyssur og 7 hálfhakar. Auk þessa er sagt í máldagan- um, að vopn hafi lógazt fyrir Jóni biskupi. Oddur Haildórs- son handi getur þess í kvæði sinu um Jón Arason, að menn j biskups hafi verið ræntir, þeg- i ar þeir biðu ósigur fyrir Daoa j Guðmundssyni á Sauðafelii í Dölum. Af þeim sökum vituin við ekki nákvæmiega um vopna- eign staðarins, meðan Jón Ara- son sat á biskupsstóli. Ólafur segir: Rekkar gjördu að ræna röskva drengi og vsena höfuðbúning og hnífa, hvar sem ná3i’ að þrífa, völdu’ um vsenleg klaeöi vopn og tygin bæði; þaö eru þuagleg gscði. Ciuii og gripina fríöa, getið er þess svo víða, sessur og söðla breiða, sæmileg beizi og reiða felta og fagra hesta fyrða þurfti ei foresta; nú er naglhatd versta. Skjalleg gögn sýna, að vopna eign hefur verið allaimenn á íslandi á ofanverðum miðöld-j um. Almenningur hefur einkuml átt lagvopn og axir, en pans-1 arar og önnur herkiæði hafa- I verið svo dyr, að engir nema ríkismenn eða stofnanir hafa' átt þau. Byssur hafa einnig verið geysidýrar, hakabyssur kostað eitt hundrað eða um 2000 krónur, en hálfhakar voru næstum því helmingi ódýrari. Eg veit hvorki til þess, að fali stykki hafi verið í eigu Islend- inga fyrr né síðar að undan skildum digmbertunum á varð- skipunum. Þessi hervæðiug Jóns er einstakur atburður í ís- lenzkri sögu, því að við höfum engar heimildir fyrir því, að íslendingar hafi tygjað sig til þess að mæta erlendum innrás- arher í annan tíma. Síðar voru hlaðin hér nokkur virki ti! varaar gegn Tyrkjum, en Dan- ir munu hafa átt frumkvæðið að þeim viðbúnaði. Gagnráðstafarjir Kristjáns III. I annan stað gerði Kristján konungur III. ráðstafanir gegu uppreist og vígbúnaði Jóns. Hann ritaði kierkum í Hóia- biskupsdæmi bréf þess efnis, að þeir kjósi sér annan biskup í stað Jóns Arasonar, og kemur þar fram, að konungur taldi sig ekki geta farið með æðstu völd Hólastiftis að viid sinni. Kon- ungur segir,’ að Jón Arason hafi á allan hátt forsmáð kirkjuskipan sína og brotið margvíslega af sér gegn kóng- dóminum og föðurlandi sínu, og verið dæmdur útlægur af Al- þingi. Jón Arason hafði auð- vitað aidrei verið dæmdur út- lægur af Alþmgi, og hefur ein- hver sem flýði land undan Jóni Arasyni iogið þeirri sögu í kon- ung. Þessi fullyrðing konungs er samt sem áður eftirtektar verð. Kri3tján III. var þýzkur aðalsmaður, sem brauzt .til vaida í danska ríkinu með vopnavaldi, og í krafti her- sveita sinna setti hann þegnum sínum lcg. Hann afnam „norska ríkið“, og gaf út þá yfirlýsingu, ■ Þetta er önnur mynd af „íslendingum“ eftir Aibrecht Durer. A hana hefur hann skrifað: „1521 also gat man In eyslant dy mechtign“, og setti fangamark sitt undir. Þetta mun þýða: Þannig ganga höfðingjarair á Islandi til fara 1521. Eru þetta íslenzkir búningar frá 16. öld. — Árið 1521 dvaldizt þýzki málarinn Albrecht Durer í Antwerpen. Frá því ári eru til nokkrar teikningar el’tir hann, sem eiga að sýna búninga íslendinga. Á þessari mynd stendur: „In eyslant gett das gemein folg also“, en það mua þýða: Þannig gengur almúginn á Islandi til fara. að Noregur væri hluti af Dan- mörku eins og Jótland eða ein- hver dönsku eyjaana. Viðhorf þessa þýzka herforingja til Is- lands er aftur á móti allt ann- að. Hann leysti upp ríkisráð Norðmanna 1536 og stjómaði Noregi að mestu beint frá Dan- mörku, en gerði enga tilraun til þess að afnema Alþingi Is- lendinga, heldur kúgar hann það stundum með hervaldi til þess að samþykkja tiiskipanir sínar. í bréfum sínum nefnir hann ísland frjálst skattiand sitt. I augum þessa einræðis- herra er ísiand sérstakt ríki, með sérstakri stjómskipan. Hér er enginn vettvangur til þess að athuga, hvers vegna konung- ur hafði þessa afstöðu til Islend inga. Konungur ritaði einnig Daða Guðmundssyni í Snjóksdal og Pétri Einarssyni, (Gleraugna- Pétri) og bað þá að styrkja hirðstjórann, Laurentsíus Múle, við það að handtaka Jón bisk- up, svo að konungur neyddist ekki til að senda erlendan her til landsins almúganum til stór- tjóns. Pétur Palladius Sjálands biskup ritaði Jóni Arasyni mjög , kristilegt bréf og reyndi að telja um fyrir honum og snúa honum til Lútherstrúar og sagði, að Jón gæti náð sáttum við konung, ef hann snéri frá villu sinni. Atferlj Ilam- borgara. Áratuginn fyrir 1550 var Kristján konungur að leitast við að hnekkja verziun Eng- lendinga og Þjóðverja hér við •land og koma verzlun lands- manna í hendur Dana. Kaup- menn kunnu þeirri ráðabreytni illa, og sló stundmn í brýnur milli þeirra. Árið 1549 gerðu umboðsmenn konungs hér all- mikinn varning upptækan fyrir Hamborgarmönnum, en kaup- menn komust að samkomulagi við hans hátign um veturinn, og fengu bréf upp á það,að vör unum skyldi skilað aftur. Þeg- ar kaupmenn komu hingað um vorið, settu þeir: kaupstefnu í Hafnarfirði og kom þangað Kristján skrifari, sem þá var jumboðsmaður höuðsm. Á kaup- stefnu þessari urðu nokkrar ryskingar, og gripu kaupmenn Kristján og keyrðu í bönd. jÞannig stóðu málin, er Laur- jentsius Múle höfuðsmaður kom út. Konungur virðist oft hafa verið hringlandalegur og kæru lítill í stjórnarstörfum, og kom nú í ljós, að honum hafði láðzt að tilkynna höfuðsmanni, að kaupmenn ættu að fá aft- ur hinn upptæka vaming. Þæfð- ist Múle því fyrir og stefndi málunum til alþingis. Kaup- menn létu þá gremju sína bitna á Kristjáni skrifara. Þeir fóru með mannsafnaði um Suðurnes og Iétu hann hlaupa fyrir hest- um sínum og vísa sér á fisk- birgðir konungs og kaupmanna, en þröngvuðu bændum til að fiytja fiskinn út í skip. Ofan á allt þetta varð Kristján að leggja á borð með sér tvær lest ir af skreið, meðan hann var í haldi. Að lokum var honum sleppt gegn því, að hann talaði aldrei illa um Hamborgara, því að elia skyldi enginn aanskur maður halda lífi hér á iandi. Alþingj 1550. Eftir þessa hraklegu meðferð á nsfestæðsta umboðsmanni kon- ungs var haldið til alþingis en litlu betur var búið þar að konungsmönnum. Bréfaskriftir konungs og Sjálandsbiskups höfðu engin áhrif á framkomu Jón biskups og sona hans; þótt andstæðingum þeima hafi ver- ið nokkur styrkur að þeim. Þeir feðgar, Jón, Björn og Ari fjölmenntu mjög til aiþingís cg höfðu Martein biskup með sér. Talið er, að þeir hafi haft um 420 manna lið alvopnað. Þeir feðgar réðu öllu á þinginu og létu höfuðsmann^kenna á valdi sínu. Þeim var sérstaklega iila við hann, af því að hann hafði rægt þá við konung. I lögrétt- unni rak Ari biskupsson á nas- ir honum silfur það, sem hann átti að greiða honum í gjöld sín, og bað hann éta. Tyiftar- dómur klerka dæmdi Jón; Ara- syöi forræði Skálholtsbiskups- Framhald á 7. síðu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.