Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. júlí 1950. L. . -, :m, ■■ ■■■■■-■■■ .r ,, ■ ......■» l Smáauglýsingar Á þessum stað tekur blaðið til birtingar smáauglýs ingar um ýmiskonar efni. Þær eru sérstaklega hentugar fyrir allskonar smáviðskipti, og þar sem verðið er aðeins 70 aurar orðið eru þetta lang- samlega ódýrustu auglýsingarnar sem völ er á. Ef þér þurfið að selja eitthvað eða kaupa, taka á leigu eða leigja, þá auglýsið hér. KEnnsla Bréfaskóli Sósíalistaflokkúns j er tekimi til starfa. Fyrsti j | bréfaflokkur f jallar um auð- j j valdskreppuna, 8 bréf alls j j ca. 50 síður samtals. Gjald j j 30.00 kr. Skólastjóri er j • Haukur Helgason. Utaná- j j skrift: Bréfaskóli Sósíalista-1 j Elokksins Þórsgötu 1, Reykja j I wk. I Kaup-Sala IDaglega Ný egg soðin og hrá • Kaffisalan Hafnarstræti 16. 1 s S Kaupum — Seljum j og tökum í umboðssölu alls-1 konar gagnlega muni. j GOÐABORG, Freyjugötu 1. — Simi 6682. I Kaupum I húsgögn, heimilisvélar, karl- j | mannaföt, útvarpstæki, sjón- j auka, myndavélar, veiði- j I stangir o. m. fl. Vöruveltan | Hverfisg. 59. — Sími 6922. j I Fasteignasölu- miðstöðin, i j Lækjargötu 10 B, sími 6530, I j annast sölu fasteigna, skipa, j j bifreiða o. fl. Ennfremur j j allskonar tryggingar o. fl. j j í umboði Jóns Finnbogason- j i ar, fyrir Sjávátryggingarfé- j lag Islands h.f. Viðtalstími j alla virka daga kl. 10—5, á j öðrum tímum eftir samkomu j lagi. Húsgagnaviðgerðir Viðgerðir á dívönum og alls- j konar stoppuðum húsgögn-j um. : Húsgagnaverksmiðjan j Bergþórug. 11. Sími 81830. j Kaupum hreinar j Vllariuskur Baldurgötu 30. Muþið kaffisöluna í Hafnarstræti 16. . : Stofuskápar — Armstólar — Rúmfata- skápar — Dívanar — Komm- óður — Bókaskápar — Borð stofustólar — Borð, margs- konar. Húsgagnaskálinn, Njálsgötu 112. Sími 81570. Karlmannaföt — Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt og margt fleira. Sækjum — Sendum, Söluskálinn Klappastíg 11. —Sími 2926 Vinna Ragnar Úlafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun, fasteginasala. — Vonar- stræti 12. — Sími 5999. Saumavélaviðgerðir — Skrifstofuvélaviðgerðir. Sylgja, ! Laufásvegi 19. — Sími 2656. I........................... j ! Nýja sendibílastöðin j Aðalstræti 16 Sími 1395 Lögfræðistörf: j Áki Jakobsson og Kristján j Eiríksson, Laugaveg 27, j 1. hæð. — Sími 1453. Skóvinnustofan NJÁLSGÖTU 80 j annast hverskonar viðgerðir ! á skófatnaði og smíðar sand- j ala af flestum stærðum. Bálför konunnar minnar, Ragnheiðar PétuisdóUur. Ránargötu 24, fer fram frá Foscvogskapellu mánudaginn 24. júlí kl. 3 e. h. Helgi Jónsson. HJÓÐVILJINN 7 _ ; n F Uilv i, —>_J ■ - ■ £ Dauðar sálir Norðlendingar Framhald af 3. síðu. Er Gógól skynjaði áhrif á- deilu sinnar tók hann að ótt- ast hana, stjómin mátti ekki í- mynda sér hann sem niðurrifs- mann þjóðfélagsins. Hann hóf að rita framhald bókarinnar, þar sem allt öðru Rússlandi skyldi lýst, gósseigendumir vildu allt fyrir bændur sína gera, þeir væru frumkvöðlar hvers konar framfara — og Tjitikoff hefur dreymt annan draum: að lifa heiðarlegu lífi í sveitinni, fordæmi öðrum mönn um. Af þessu meiningarlausa framhaldi hefur aðeins birzt brot, sem Gógól hafði ekki við höndina er hann í hitasóttar- óráði nokkrum dögum fyrir and lát sitt brenndi handritum sín- um. Gógól afneitaði Eftirlitsmann inum, sagði að leikurinn væri ekki lýsing á veruleikanum, heldur táknuðu persónurnar villur sálarinnar, sá rétti eftir- litsmaður sem birtist í loka- þættinum táknaði þannig hina hreinu samvizku. I formála fyr- ir annarri útgáfu Dauðra sálna afneitaði hann á sama hátt skáld sögu sinni. „Margar lýsingar í þessari bók eru rangar,“ skrif- ar hann. „Rússland er ekki slikt. Kæri lesandi, ég bið yður leið- rétta mig.“ Og hann gerði enn meira til að vinna gegn áhrifum sögu sinnar. Árið 1847 gaf hann út bók „Brot og bréfaskipti." Hér nefnir Gógól sarinn „Guðs i- mynd,“ eymdin er sök þeirra sem skulu framkvæma allranáð ugastar mannúðartilskipanir keisarans, þ. e. a- s. „okkar sjálfra,“ fólksins...... Ef allar aðstæður í Sarrúss- landi hefðu ekki verið jafnvon- lausar og raun var á hefði rit- Gógóls verið hreinasta skrípi. En tilraunin sem fólst í því að afneita, með slíkri röksemda- færslu, einni þýðingarmestu bók samtímans, kallaði þrumuveður yfir höfuð Gógóls. Harðast laust hann „Bréf til N. V. Gógól“ frá Bélinskí, en það hef- ur síðan orðið eitt af frelsis- plöggunum frá Rússlandi for- byltingarinnar. Hingað til hafði Bélinskí ver- ið einn af aðdáendum Gógóls, og hafði varið Eftirlitsmanninn og Dauðar sálir kröftuglega gegn ásökunum erfðabundinna fagurkera um skort á listrænu gildi í þessum verkum. En hann varð sem þrumu lostinn af þessu nýja riti Gógóls, hann skrifaði bréf Sitt í ‘Salzbrunn 1847, það fór í afskriftum um gjörvallt Rússland, en var fyrst prentað í Engl. 1855, í tímariti A. Herzens. Bélinskí dró pólitískar ályktanir af þeim veruieik sem Gógól hafði lýst í sögu sinni, svo hann skein í enn skærara ljósi. Stórt skáld- verk verður ekki eyðiiagt þann. ig, sagði Bélinskí, jafnvel mót- mæli höfundarins sjáifs fá ekki stöðvað þá hreyfingu sem það hcfur komið af stað, bæðj hjá einstaklirígum og þjóðfélaginu í heild. — Það tókst ekki held ur að taka bréf Bélinskís úr umferð, það var m.a. fyrir upp- lestur úr því sem' Dostóéfskí var dæmdur til hegningar- vinnu. Bélinskí ritaði í bréfi sínu: „Þér hafið ekki gert yður ljóst að Rússland skynjar ekki frels un sína í dulhyggju, meinlæta- lifnaði né guðhræðslu, heldur i vexti menningar, upplýsingar og mannhygðar (humanitet). Það þarfnast ekki prédíkana (af þeim hefur það fengið nóg) eða bæna (þær hafa verið end- urteknar nógu oft), en það þarfnast þess að fólkið vakni til meðvitundar um sitt eigið mann gildi, en sú ti.finning hefur grafizt í jörð í eymd og volæði margra alda. Það sem það þarfnast er rcltindi og lög, ekki samkvæmt kirkj-ukenning- um, heldur samkvæmt heil- brigðri skynsemi og réttlætis- kennd, og það má ekki brjóta þau lög á fólkinu. En í stað- inn fyrir þetta er nússneskt fólk verzlunarvara ... Óhjá- kvæmilegustu úrlausnarefni rússnesku þjóðarmnar í dag eru afnám ánauearinnar og hýðing- arlaganna, og það verður að vaka nákvæmlega yfir því að lögum sé ekki misbeitt. Stjórn in skilur þetta, og hún veit líka hvernig gósseigendurnir með- höndla bændur sína, og hve marga þeir drepa árlega — það sýna bezt veikburða, á- rangurslausar og hálfvolgar til raunir hennar tii hjálpar þess- um hvítu svertingjum, og það sannar einnig hin hlægilega lög- gilding einólahnútasvipu í stað þríólapísksins. Það er þetta sem liggur eins og mara á hinni rússnesku þjóð hvílandi í svefnugu sinnuleysi. Og á slíkum tímum kemur mik- ill rithöfundur er skapað hefur verk sem sökum sannleikstján- ingar sinnar og listræns gildis hafa átt svo ríkan þátt í að vekja Rússland til meðvitundar því þau hafa brugðið spegli fyrir ásýnd þess — á slíkum tímum kemur hann fram með bók, þar sem hann í nafni Krists og kirkju vill kenna sið- lausum stóreignamönnum hvern ig þeir eiga að græða enn meir á bændum sínum, og hvernig þeir eigi að svívirða þá enn rækilegar — er furða þótt það kæmi mér í uppnám?“ Bélinskí var í sliku ,,uppnámi“ að hann kallaði Gógól „verj- anda svipunnar, postula fáfræð- innar, framvörð hins svartasta afturhalds, lofsöngvara tatara- siðferðisins“. Til er uppkast að svari frá Gógól, en deila^þeirra féll hér niður. Bélinskí, sem menn fundu að talaði eins og sá sem valdið hafði, andaðist árið eft- ir úr berklum. Sama ár, bylt- ingaárið 1848, fór Gógói i píla- grímsferð til landsins helga. Harald Rue Framh, af 5 síðu. dæmis, og lesið var upp bréf frá páfa til styrktar Jóni bisk- upi. Sömuleiðis voru honum dæmdar allar biskupstekjur af stiftinu og eignir þeirra manna sem risu gegn honum. Ari fékk staðfestingu á eignarétti sínum til Bjamaneseigna. Það voru mjög verðmætar útvegsjarðir í Homafirði, og hafði staðið um þær mikill styr. Einnig var dæmt um mál kaupmanna og Múle, og féll dómurinn hirð- stjóra í vil, svo að landsmenn hafa ekki verið að öllu leyti á bandi Þjóðverja, enda höfðu þeir gert sig seka um ýmiss konar átröðsiur við íslendinga. Eftir líflát þeirra feðga orti frændi þeirra, Ólafur Tómasson, um þá mikið kvæði. Þar segir um þingreiðir þeirra: Til alþinys reið svo aldrei enn lslendiniíum meirl, a5 hefði ekki himdruð tvenia hölda búna geiri, stundum voru þau þrjú. Skrautlegan tel ég þann feðga. flokk firn það þætti nú: búin var öll með brynju roUk bragna sveitin sú. Til alþingls enn þá reið eyðir blárra skjalda, í lögréttu lagði leið, lézt þar mundi gjalda dalina danskrl drótt: kastaði silfri kappinn dýr, j það kom á nasir fljótt hirðstjórans, en hringatýr hvergi fór þó ótt. „Et þú það nú, örva þundr,“ Ari mann hátt að greina hinn réð skclfast hringa lundr, þó hefði marga sveina og liéldi hnífum á. Enginn þorði orðið eltt aftr að greiða þá, ellegar hefði lífið leitt látið búhnum frá. Hundruð þrjú og hér með háíft höldar stóðu í kransi á eyrinni fyrir ofan sjálft, öllum var húinn vansi Ara óvinum þá: búnir ailir björtum geir, ef bryddl UIu á, skyldu allir skatnar þeir ' skeinu í hauslnn fá. Islendingum hefur lengi orð- ið minnisstæð sveitin, sem stóð alvopnuð á eyrunum við Öxará til alls búin, ef Danir hreyfðu mótmælum gegn því, sem ís- lendingar vildu, en einkum hafa Norðlendirígar verið hreyknir af því, að það voru þeir, sem réttu hlut Islendinga. Árið 1541 hafði danskur her ráðið samþykktum alþingis. Nú var- herinn íslenzkur. Um þetta alþingi kvað hinn_ athafnaglaði biskup: Þessl karl á þingið reið þá með marga þcgna svo gegnap öllum þótti hann ellidjarfur, Isalandi næsta þarfur og mtkið megna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.