Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.07.1950, Blaðsíða 4
3 ÞJÓÐVILJZKN Sunnudagur 23. júlí 1950« blÓÐVILIINIÍ Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson,^ Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Askriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 80 aur, eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Árásirnar á lífskjör félksins og verkalýlshreyfingin Fáir dagar eru liönir frá því ríkisstjórnin tiikynnti, að júlívísitalan hefð'i verið útreiknuð af meirihluta kaup- lagsnefndar sem 109 stig, óbreytt frá júnívísitölunni, en stjómin hefði með bráðabirgðalögum ákveðið að vísi- talan skuli reiknast 112 stig. Augljóst var strax af því .sem fréttist af störfum nefndarinnar að vísitalan átti að vera, meira að segja samkvæmt hinum ,,vísindalega“ falsaða grundvelli gengislækkunarlaganna, 117 stig, en . fyrir íhlutun ríkisstjórnar íhalds og Framsóknar hefði meirihluti kauplagsnefndar birt tíina fáránlegu niður- stööu 109, með því að taka tillit til laga frá síðasta þingi sem ætlað var að lækka húsaleigu, en ekki er vitað til að þau lög hafi í nokkru húsi borið tilætlaðan árangur. En sjálf ríkisstjórnin treysti sér ekki þegar t-il kom að halda við þessa augljósu fölsun, og blað forsæl isráðherr- ans hefur neyðzt til að viðurkenna, að vísu hálf skömm- ustulegt, að niðurstaða kauplagsnefndar, júlívísitalan 109, „samræmist ekki veruleikanum“. En júlívísitalan sem rikisstjórn Framsóknarflokksins og íhaldsins ákváðu með bráðabirgðalögum er einnig langt frá því að „samræmast veruleikanum“ Hún sam- ræmist ekki einu sinni þeirri gerfölsuðu mynd af veru- leika sem felst í núverandi vísitölugrundvelli, enda þótt hann væri í öllum greinum miðaður við það að hafa sem mest af launþegum landsins. Enda viröist nú mælirinn fullur, árásir aiturhaldsins á lífskjör fólksins orðnar einni of margar til þess að þolað verði án þess að taka á móti. Ýms helztu verkalýðs- félög landsins hafa fyrir löngu skorað á Alþýöusambands- stjórn að hefja aðgerðir til varnar lífskjörum fólksins í camræmi við samþykktir verkalýðsráðstefnunnar í vetur. Fram að þessu hafa þær kröfur verkalýðsfélaganna eng- ar undirtektir fengið. Nú hefur Alþýðusambandsstjómin samþykkt að leggja fyrir verkalýðsíélögin að segja upp samningum með kauphækkun fyrir augum og leita sam- starfs við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Far- manna- og fiskimannasambandið um baráttu gegn kjara- i skerðingu gengislækkunarinnar. Það er tilgangslaust af afturhaldsblööunum að halda því fram að framundan sé barátta allrar íslenzku verka- lýðshreyfingarinnar um smánaruppbót nokkurra fals- aðra vísitölustiga, enda þótt alþýöuheimili muni um Það gleymdist að kveða upp dóm. Fyrir nokkrutn dögurn var kveð inn upp dómur yfir þjóðkunn-, um lækni er dómarinn taldi brigður á það. Þó þykjast menn geta séð vankanta á þeirri lög- gjöf, og eitt Reykjavíkurblað- anna hefur lagt til að húu verði endurskoðuð. Ungbarnavernd Líknar, Templara- sundi 3, verður opin i sumar & fimmtudögum kl. 1.30—2.30, en ekkl á föstudögum eins og und- anfarið. r'. *»>, vr Nýlega hafa opin- beruðu trúlofutt sína Margrét Böbs Grænumýrartungu í Hrútafirði og * Hjalti Guðmunds- son, Vesturhópshólum, V.-Húna- vatnssýslu. að gerzt hafði sekur um fóstur- eyðingar. Var skýrt frá þessu í blöðum undir stórum fyrir- sögnum. Skýrt var frá því í fréttum blaðanna, að rannsókn þessa máls hefði tekið langan tíma, og væru málskjölin á þriðja hundrað fólíósíður. Þó mun hafa gleymzt að kveða upp dóm yfir þeim aðiíanum, sem á þar þyngstu sök, og mundi rannsókn í máii hans efa laust krefjast enn lengri ttma. Sá aðili er þjóðfélagið. • „Óhjákvæmiiegt foöí." Fóstureyðingar eru máski léttvægar móti þeim tugmilljón um mannslífa, sem auðvalds- þjóðfélagið hefur á samvizku. sinni. En þær eru þó talandi tákn þess, hversu gersamlega það þjóðskipulag hefur brugð- izt skyldum sínum við mann- kynið. I auðvaldsþjóðfélagi eru fóstureyðingar óhjákvæmilegt böl. Sökin er þjóðfélagsins. Engin heilbrigð kona tnundi láta eyða fóstri sínu, ef nauð- syn bæri ekki til. En það kem- ur því miður oft fyrir 1 því þjóðfélagi, sem leiðir yfir þegna sína fátækt, öryggisleysi og spillingu hugarfarsins. Jafn- framt því hjúpar það sig hræsni og yfirborðsmóral og lokar aug unum fyrir ógæfu einstakling- anna. „Hin frjálslynda * Iöggjöf.“ Það bannar fóstureyðingar með lögum, en veitir þó undan- þágur ef sérstaklega stendur á. Þær undanþágur eru þó svo fá- ar, að það er á allra vitorði, að „ólöglegar" fóstureyðingar eru algengar og hafa farið í vöxt. Sagt er, að við íslending- ar búum í þessum efnum við mun „frjálslyndari" löggjöf en margar nágrannaþjóðir okkar, og er engin ástæða til að bera Það þarf að breyta skipulaginu. Hér skal enginn dómur á það lagt, hvort ekki muudi takast að bæta þessa löggjöf til mik- illa muna, en því haldið fram, að þetta mein verður aldpei læknað með „frjálslyndri lög- gjöf“. Meinið liggur dýpra. Or- sök þess er sjálft þjóðskipulag- ið, þjóðskipulag skortsins, ör- yggisleysisins, stríðsins og mannfyrirlitningarianar. SKIPABEILB S. 1. S. Arnarfell er á leið frá Kotka tii Reykjavíkur. Hvassafell er á leið frá Flekkefjord í Noregi tii R- vikur. RÍKISSKIP: Hekla er í Glasgow. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akureyr- ar. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöld austur um land til Reyðarfjarðar. Skjaldbreið er á ieið frá Húnaflóa tii Reykjavíkur. Þyrill er í Reykjavík. ISunarapótek hefur næturvörzlu, simi 1911. Erlend mynt — Sölugengi. Bandaríkjadollar kr. 16.32 Sterlingspund — 45.70 Kanadadollar — 14.84 Danskar kr. 100 — 236.30 Norskar kr. 100 — 228,50 Sænskar kr. 100 — 315,50 Finnsk mörk 100 — 7,09 Franskir frankar 1000 — 46.63 Belgiskir frankar 100 — 32.67 Svissn. frankar 100 — 373.70 Tékkneskar kr. 100 — 32.64 Holl. gyllini 100 — 429.90 g. Bræðrabrúð- kaup. Þann 13. þ.m. gengu í fijónaband þrír ;ynir hjónanna • * ^önnu Stefáns- dóttur og Þórðar Jónssonar að Hjarðarholti í Dölum. Sr. Ólafur Ólafsson á Kvennabrekku fram- kvæmdi hjónavígslurnar. Brúð- hjónin voru: Þráinn Þórðarson gg Karen Guðlaugsdóttir frá Húsa- vík, Yngvi Þórðarson og Gyða Bárðardóttir frá Grænavatni, og Hjalti Þorðarson og Inga Aðal- heiður Guðbrandsdóttir frá Lækj- arskógum. Hallgrímskirkja kl. 11 árdegis, sr. Jakob Jónsson. Ræðuefni: Brauð og fiskur. — Nesprestakall. Messað í Fossvogskirkju kl. 11 árdegis, sr Jón Thorarensen. Söfnln 15.15 Miðdegistón- leikar. 16.15 Út- varp til Islendinga erlendis: Fréttir. — Erindi (Gísli Kristjánsson rit- stjóri). 18.30 Barnatími (Ingi- björg Þorbergsdóttir og Skúli Þor bergsson): a) Sögur og ævintýri. — b) Söngur með gítarundirleik. — c) Framhaldssagan: „Óhappa- dagur Prillu" Katrin Ólafsdóttir les). 19.30 Tónleikar: Paganini- tilbrigðin eftir Brahms. 20^20 Skemmtiatriði „Bláu stjörnunn- ar“: MIM. 22.15 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Útvarplð á morgun: 20.20 Tónleilcar: „Góði hirðirinn," svita eftir Hándel. 20.45 Um dag- inn og veginn (frú Filippía Krist- jánsdóttir). 21.05 Einsöngur: Elisa beth Schumann syngur, 21.20 Ferðaþættir frá Jótlandi. 21.40 Tónleikar. 22.10 Létt lög. 22.30 Dagskrárlok. Landsbókasafnlð er opið kl. 10 —12, 1—7 og 8—10 alla virka daga, nema laugardaga, þ& kl. 10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafn* Ið kl. 2—7 alla vlrka daga. — Þjóðminjasafnlð kl. 1—3 þriðju- daga, fimmtudaga og sunnudaga. — Náttúrugripasafnið er oþlð sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju- daga og fimmtudaga kl. 2—3. — Listasafn Einars Jónssonar kL 1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj- arbókasafnlð kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1—4. Bólusetning gegn barnavelkl. Pöntunum veitt móttaka í síma 2781 kl. 10—12 f. h. fyrsta þriðju- dag hvers mánaðar. Fólk er á- minnt um að láta bólusetja börn Leopold Ilelgldagslæknir er Jón Eiríks- son, Ásvallagötu; 28, sími 7587. Framhald af 1. sí5u. allskonar slagorð á móti kon- ungi, og þurfu verkamenn að íiiinna en þá upphæð sem af þeim er rænt mcð fölsuninni. Þessi síðasta árás ríkisstjórnar afturhaldsins á lífskjör fólksins og viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar þýða aö einu sinni of oft hefur verið vegið í sama knérunn. Svo langt er gengið á lagið gegn íslenzkri alþýðu að jafnvel Mnir sáttfúsustu segja að nú skuli tekið á móti. Og verka- lýðshreyfingin öll býst ekki einungis til sameigjnlegra i.taka um uppbætur fárra vísitölustiga, heidur einnig gegn þeirri gífurlegu kjaraskerðingu sem gengislaekkunin og fyrri árásir afturhaldsins hafa búið henni. En slík átök verða því aðeins sigursæl að alger eining ríki innan raða verkalýðssamtakanna, að bak við ákvarð- aríir sem teknar eru* standi raunverulegt afi verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi. Hér ríður á aö yfirstjórn sam- takanna hafi nægan heiðarleik og heilindi til að líta ekki á sig sem ábyrga gagnvart einum stjórnmálaflokki heldur eingöngu gagnvart heildarsamtökunum. Tillaga fulltrúa- ráðs verkalýösfélaganna í Reykjavík um skyndiráðstefnu áhrifamanna allra verkalýðsfélaga landsins sem til næst og aðrar ráðstafanir til að tryggja einhug og einbeittni állrar verkalýðshreyfingarinnar í átökunum framundan, mun vekja almenna ánægju meðal verkamanna. Sam-. stillt og einhuga er verkalýðshreyfing íslands orðin þaö afi í landinu að hún þarf ekki að láta bjóða sér ósvífnar árásir á lífskjör alþýðunnar. Samstilltri og einhuga al- þýðu íslands er sigur vís. fara á undan vagni konungs tii að afmá þau. Fátt fólk var á götunum, en því meira herlið, og voru allar þvergötur afgirtar af hermönn- um vopnuðum byssustingjum og táragasi. Blað belgÍ3ka kommúnista- flokksins „Drapeau Rouge,“ skoraði í gær á Bruxellesbúa að safnast saman í miðbiki borg- arinnar þá um kvöldið og mót- mæla heimkomu konungs. Full trúar sósíaldemókrata í ríkisráð inu hafa sagt sig úr því. ’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.