Þjóðviljinn - 07.09.1950, Side 8
Bandaríkj amenn skotw niður sovétflug-
vél við flotastöðina Port Arthur
Ueyna svo a$ skjéÉa sér liakvið SÞ
ályktun landsmóts esperantista:
í orosendingu tii Bandaríkjastjórnar lýsir Sovét
stjórnin yíir, að bandarískar flugvélar hafi að til-
efnislausu skotið niður sovétflugvél á æfingaflugi
við flotastöðina Port Art’nur í Mansjúríu. Sovét-
stjórnin krefst skaðabóta og lýsir ábyrgð á öilum
afleiðingum þessa atburðar á hendur Bandaríkja-
stjórn.
Traustur grunnur lagSur oð
esperanfohreyfingu á íslandi
„Hreyfingin hefur jahian falið málstað göfupa
hugsjcna, hræðralags cg friðar, sinn málstað"
Fyrsta landsmót ísl. esperantista var haldið í Reykja-
vík um s.l. helgi og sátu það um 60 manns víðsvegar
af landinu. Á síðasía fundi mótsins var einróma sam-
þykkt ályktun sú er hér fer á eftir:
Fyrsta landsmót íslenzkra esperantista, haldið
í Háskóla íslands og Gamla Stúdentagarðinum 2.
og 3. september 1950, telur, að með starfi íslenzku
esperantofélaganna og Sambands íslenzkra
esperantista hafi verið lagður traustur grunnur að
esperantohreyfingu á íslandi og heitir á alla ís-
lenzka esperantista að byggja á þeim grunni með
markvissu og drengilegu starfi öfluga og fjöl-
þætta hreyfingu.
Landsmótið vill vekja athygli þjóðarinnar á
alþjóðamálinu esperanto og hvetja sem flesta ís_
lendinga til að læra málið og stuðla að útbreiðslu
þess. Landsmótið hvetur einnig félög og félaga-
sambönd til að gefa alþjóðamálinu meiri gaum
en hingað til og bendir á hagnýti þess í hvers
konar samstarfi við erlenda aðila til landkynn-
ingar og gildi þess fyrir almenna menntun. Telur
landsmóiið nauðsyn, að esperanto verði gert að
skyldunámsgrein í skólum landsins, og skorar á
Álþingi að veita hreyfingunni fjárstyrk til starf-
semi sinnar og hlutaðeigandi bæjarstjórnir að
styrkja félögin hvert á sínum stað.
Fyrsta landsmót íslenzkra esperantista leggur
áherzlu á, að esperantohreyfingin er óháð öllum
stjórnmálaflokkum og öðrum samtökum, en brýnir
jafnframt fyrir esperantistum, að hreyfingin hefur
jafnan talið málstað göfugra hugsjóna, bræðralags
og friðar, sinn málstað.
Vishinski utanríkisráðherra
kallaði Kirk sendiherra Banda-
ríkjanna í Moskva á fund sinn
í gær og afhenti honum orð-
sendingu til Bandaríkjastjórn-
ar.
Hafði engar sprengjnr
>-■ meðferðis.
Segir þar, að tveggja hreyfla
sovétflugvél hafi verið á æfinga
flugi 4. sept. og hvorki haft
meðferðis sprengjur né tundur-
skeyti. Réðust 11 bandariskar
orustuflugvélar á hana fyrir-
varalaust og skutu hana niður.
Áhorfendur að atburði þess-
um voru flugmenn á tveim öðr
um sovétflugvélum og varð-
menn í varðstöð á eynni Haj-
antá í Gulahafi, en hún er ein
af útvarðstöðvum flotastöðvar-
innar Port Arthur, sem Sovét-
ríkin hafa til afnota til 1952
samkvæmt samningi við Kína.
Bandaríkjastjórn tvísaga.
Sovétstjórnin segir skýrslur
sjónarvotta bera með sér, að
frásögn Bandaríkjastjórnar af
atburðinum sé ósönn. Rangt sé
að flugvélin hafi flogið yfir
bandarískt herskip, þvert á
móti hafi hún verið skotin nið-
ur 12 km frá eina bandaríska
herskipinu, sem statt var í ná-
grenninu, en aðeins 8 km frá
eynni Hajentá, sem liggur 140
km frá Kóreu.
Bandaríkjasljórn hefur einn-
ig orðið tvísaga um atburðinn,
sagði fyrst að sovétflugvélinn
hefði ráðist á bandarísk herskip
en síðan að hún hefði „nálgast
þau á óvinsamlegan hátt.“
Verk bandarísku flugmann-
anna er glæpur segir sovét-
stjórnin, sem krefst að hinum
seku verði refsað og fullar bæt
ur greiddar íyrir vélina og
þriggja manna áhöfn.
Kirk sendiherra neitaði að
taka við orðsendingu sovét-
stjórnarinnar á þeim forsend-
um, að her, floti og flugher.
Bandaríkjanna í Austur-Asíd
sé undir yfirstjórn SÞ. Á
fundi öryggisráðsins í gærkvöld
lýsti sovétfulltrúinn Malik yfir,
að mál þetta snerti Sovétríkin
og Bandaríkin ein.
•fo Sæmundur kexverksmiðju-
forstjóri heldur áfram að bera
út róg um sjómenn. I gær fann
hann t.d. upp á því að haida
því fram að Norðfjarðartogar-
inn Egill rauði væri á „dulbún-
um saltfisksveiðum“ þar sem
nokkurt magn af ufsa hefði
sézt í honum á Patreksfirði.
Þetta ber þó ekki að skilja sem
nýja náttúrufræðilega skilgrein
ingu þess efnis að ufsi sé dul-
búinn saltfiskur, heldur á þetta
að vera ásökun um verkfalls-
brot. Veruleikinn er hins veg-
ar sá að á karfaveiðum er að
sjáifsögðu liagnýttur annar
fisk'ur sem berst um borð, en
honum ekid kastað í sjóinn
aftur! Er þetta sérstaklega
tekið f ram í samningunum,
enda sjálfsagður hlutur. Sæ-
mundur kexverksmiðjuforstjóri
við'urkennir einnig að Seyðis-
fjarðartogárinn ísólfur veiði á
sama hátt, en þar ráða sem
kunnugt er sæmundar lögum
og lofum. Afsökun þeirra á hins
Framh. á 7. síðu
Krislinn á Núpi
láiinn
Kristinn Guðlaugsson á Núpi
andaðist í Landspítalanum sl.
mánudag, tæpra 82 ára að aldri
Kristinn var fæddur að
Þremi í Garðsárdal í Eyja-
fjarðasýslu. Hann lauk búfræði
námi við Hólaskóla 1892, flutt-
ist að Núpi við Dýrafjörð sama
ár og hóf þar búskap. Kristinn
gengdi margvislegum trúnaðar
störfum fyrir sveit sína og hér
að, var t.d. formaður Búnaðar-
sambands Vestfjarða um ára-
tugi. Þótti hann hinn mætasti
maður í hvívetna, enda búhöld
ur góður og forgöngumaður
um félagslegar framfarir.
Acheson vill
þýzka
hervæðingu
Acheson utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði blaða-
mönnum í gær, að hann áliti
mjög æskilegt, að viðeigandi
leið finnist til að láta Vestur-
Þýzkaland taka þátt í hervæð-
ingu Vestur-Evrópu og gaf í
skyn að þetta mál yrði rætt á
fundi utanríkisráðherra Vestuz--
veldanna í Washington á næst-
unni.
Schuman utanríkisráðherra
Frakklands sagði í gær áður
en hann lagði af stað til Wash
ington, að Frakklandsstjórn
vildi ekki að vestur-þýzkur her
yrði stofnaður fyrr en aðrar
Vestur-Evrópuþjóðir hefðu her
væðst frekar, vildi ekki her-
gagnaframleioslu í Vestur-
Þýzkalandi en auka mætti stál
framleiðsluna þar.
larðskjálfti á
Italiu
Jarðskjálfti varð í gær á Ital
íu og biðu að minnsta kosti
fimm menn bana en á sjötta
hundrað særðust, Harðastir
Bindindismaiina-
mót í Rangár-
vallasýsln
S.l. sunnudag var haldið, að
tilhlutan Umdæmisstúku Suð-
urlands, í samkomuhúsinu í
Fljótshl. almennt bindindis-
mót fyrir Rangárvallasýslu.
Var mótið sótt af Góðtemplur
um og öðrum bindindissinnuðu
fólki úr sýsíunni eða samtals
um 300 manns.
Sverrir Jónsson umdæmis-
templar Suðurlands setti mótið
og stjómaði því. Ræður fluttu
Ámi Óla, ritstjóri, Þorsteinn J.
Sigurðsson, formaður áfengis-
varnanefndar Reykjavíkur, Vik
toría Bjarnadóttir, formaður á-
fengisvamanefndar kvenna í
Reykjavík og Hafnarfirði og
Sigurður Tómasson æðstitempl
ar st. Hlíðin í Fljótshlíð. Tvö-
faldur kvartett úr söngfélagi
I.O.G.T. söng unair stjórn
Ottós Guðjónssonar og Baldur
og Konni skemmtu. Að lokum
var dansað.
voru kippimir á Adriahafs-
ströndinni og þar hefur fóik
flúio þorp og borgir af ótta
við að jarðskjálftinn haldi á-
fram.
Æ. F. R.
Félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 7. september kl. 8,30
e. h. að Þórsgötu 1.
FUNDAREFNI:
1. Skýrt frá úrslitum kosningar fulltrúa á
sambandsþing.
2. Félagsmál: Framsögumaður Bolli Sigur-
hansson.
3. Með dönskum félögum: Jón Norðdahl.
Eftir fundinn verður sýnd rússnesk kvikmynd í
agfalitum: ÆSKA Á ÞINGI.
Þar sem kvikmyndin tekur langan tíma verður
fundurinn að hefjast stundvíslega.
STJÓRNIN.
Þáttíakendur á fyrsta landsmóli ísíenzkra esperantista