Þjóðviljinn - 06.10.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.10.1950, Blaðsíða 3
v f*v* ~~ Y: Y: 11' ktíV € Ö v. í5. .' Föstudagur 6. október 1950. ÞJÖÐVILJINN "" " . r" " ' r"'" ' 'r v" ' "'f LSK^AnMnMnAMnnMMAMAwwwwwwmMMWwwMMnnnvuwuvymwMflM ■J % ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl: FRlMANN HELGASON Noregur tapaði fyrir Svíþjéð í Oslo 3:1 en vann B-landsl. í Jönköping 5:1 19 ár fangi í bandarisku geðveikrahæli Læknar og umsjónarmenn siðlausir drykkjurútar Fyrir tæpum mánuði kom danskur maður, Peter J. Krabbe að nafni, heim til Kaupmannahafnar, eftir 19 ára nauðungar- dvöl í bandarísku geðveikrahæli. Hann hefur aldrei geðveikur verið, en furðu gegnir, að hann skyldi ekki missa vitið af með- ferð þeirri sem hann varð að sæta í hælinu. Svo má heita að tilviljun ein hafi valdið því að hann losnaði nokkurntíma. Svíþjóð sendi þrjú landslið til keppni í knattspyrnu þann 24. f m. — Aðalliðið var sent til Osló að keppa við Norðmenn og unnu Svíar þar 3:1. Næsta lið var sent til Helsingfors og keppti þar við Finna og unnu þar einnig 1:0. Þriðja liðið lék við landslið Norðmanna í Jön- köping í Svíþjóð og töpuðu Svíar þar fyrir Norðmönnum 5:1. Fyrri hálfleikur Norðmanna í Osló var talinn mjög góður og hvað leikni og staðsetning- ar og samleikur hafa verið mun betri en Svíanna. Síðari hálf- ieikur var aftur á móti lakari og komu öll mörkin í þeim hálf- Rússar góðir hnefaleikamenn Hafa mikla sigurmögu- leika á O.L. í Heisinki 1952 segir form. finnska hnefaleikasambandsins „Ef Rússland tekur þátt í Olympíuleikunum 1952 er það vafalaust með mikla möguleika til að verða besta hnefaleika- þjóð leikanna", sagði Viktor Smeds formaður Finska hnefa- leikasambandsins, og formaður Alþjóðahnefaleikasambandsins um langt skeið. Hann lét þessi orð falla í sambandi við lands- keppni í hnefaleilc milli Rúss- lands og Finnlands fyrir nokkru, en þeirri keppni lauk með sigri Rússa í öllum flokk- um eða 8:0. Smeds, sem kann fullkomlega rússnesku notaði tækifærið og spurðist fyrir um það hvort hnefaleikamenn Rússa mundu taka þátt í næstu Olympíuleikjum. Þeir töldu að það væri full fjótt að ákveða það. Eins og áður var sagt unnu Rússar í öllum þyngdarflokk- um: Fluguvigt unnið á rothöggi í annarri lotu. Bantam: unnið á stigum. Fjaðurvigt: unnið á stigum. I íétfvigt: Finninn dæmdur úr leik í þriðju lotu. Veltivigt: unnið á stigum. Millivigt: unnið á stigum. Þungavigt: unnið á rotliöggi í fyrstu lotu. Finnanum hafði ekki tekizt að koma á Rússann einu einasta höggi þegar hann féll fyrir hörðu sveifluhöggi á vangann. leik. Það kemur fram í norsk- blöðum að leikur Svíanna hafi verið harður og all ólaglegur — og sigur sinn hafi Svíar fengið að þessu sinni vegna meiri keppnireynslu. Ásbjörn Halvorsen framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir um leikinn: 1. Það gladdi mig að sjá að norska liðið sýndi í þetta sinn meiri leikni en það sænska. 2. Það giaddi mig álíka mik- ið að sjá að hliðarframverðim- ir höfðu svo mikið vald á miðju vallarins sem raun bar vitni og sem skapaði svo góðan leik. 3. Það gladdi mig ekki að sjá Svíana nota Suðuramerískar aðferðir og sýna svo ólöglegan leik að maður gat ekki trúað að slíkt væri hægt í norrænni keppni. Svíþjóð séi um heims- meistaza mói kvenna á skautum — Landskeppni milii Svía og Hússa um sama leyii Alþjóðaskautasambandið lief- ur falið Svíþjóð að sjá um Heimsmeistaramótið á skautum 1951. Svíar töldu það ekki lík- legt til að bera sig, þar sem þeir ættu fáar skautakonur. — Rússneski fararstjórinn fyrir flokk Rússanna á E.M.-mótið í Brússel, Gusjev, sem er vara- fulltrúi í íþróttastjórn Rúss- lands, lagði til að auk þess að senda kvennaflokk gætu þeir sent liarlaflokk til landskep_pni við Svía. Með þessu breytta viðhorfi áleit talsmaður Sví- anna, Sven Laaftman, að þeir mundu taka að sér að sjá um þetta mót um miðjan febrúar 1951. Sparfak fsl Osló Frá því var sagt í „Sports- manden“ f. nokkru að „Liga“ meistararnir Z.W.K.A. gætu komið til Osló til keppni 24. sept. Sá dagur var Norðmönn- um mjög óheppilegur þar sem þeir voru að keppa við Svía þann dag. Nú segir blaðið 28. sept. að hið vinsæla knatt- spyrnulið Spartak frá Moskvu sem er nr. 2 i ,,Ligunum“ sé fúst til að keppa i Osló 6. okt. og keppir það þá við fé- lagið „Sagene“ í Osló og fer leikurinn fram við rafljós á Bislet. Gert er ráð fyrir að þeir leiki tvo aðra leiki í Noregi. Fram vann 4. fl. Knattspyrnumót 4. flokks er nýlokið og sigraði Fram þar. Vann alla fjóra keppinauta sína en fékk ekkert mark á sig. Er það vel gert hjá þessum ungu Frömurum. Það má líka benda á að það sé líka góð frammi- staða hjá nýja félaginu Þrótti að komast í úrslit á mótinu; því þeir kepptu við Fram í úrslita- leiknum. flrgentína keppir við England í vor Frá Buenos Aires kemur sú frétt, að Argentína keppi við England í knattspyrnu í Lond- on á næsta vori, eða nánar til- tekið 2. maí. I sama mánuði er ákveðið að fara til Skotlands og gera tilraun til að sigra Skota heima. í fréttinni segir, að ritari argentínska sambindsins hafi staðfest að allir samningar um þetta væru komnir í kring og keppnin ákveðin. Knattleikir gáfu Zatopek kraft Hinn heimsfrægi langhlaup- ari Emil Zatopek frá Tékkó- slóvakíu hefur verið rannsak- aður af læknum til þess að reyna að skýra í hverju yfir- burðir hans sem hlaupara séu fólgnir. Þeir halda því fram að lykillinn að árangri Zatop- eks á hlaupabrautum víða um lönd liggi í sterku og þó hægu starfi hjartans. Hjarta Zatop- eks slær 56 slög á mínútu, sem er um 14 slögum hægara en í „venjulegum“ manni. Við rannsóknina var Zatopek lát- inn „hoppa á staðnum“ í 5 mín. stöðugt og voru hjartaslögin síðan talin og reyndust vera 70. Þegar Zatopek hafði hlaupið 5000 m á‘14j26 sló hjarta hans 148 slög á mínútu en aðeins tveim mínútum eftir hlaupið voru slögin komin niður í 112 á mínútu, og lækkuðu hratt úr því. Þessi tékkneski hlaupari byrjaði sannarlega ekki á lang- hlaupum fyrr en hann var 19 ára, en hann er nú 28 ára. Að áliti læknanna þroskaðist hann svo mjög á þátttöku í öðrum íþróttagreinum sem hann stund- aði í æsku, sérstaklega knatt- spyrnu, handknattleik og skíða- göngu. Málsatvik eru þau, að árið 1930 ætlaði Peter Krabbe að hoppa upp í járnbrautarvagn en missti taks og slasaðist svo mikið, að tekinn var af honum annar fóturinn. Þegar hann vaknaði eftir svæfinguna, stóð yfir honum fulltrúi járnbrautar félagsins og krafðist þess að hann undirskrifaði játningu um að hann hafi ætlað að reyna að ferðast án þess að greiða fargjald, og væri þvi járn- brautarfélagið ekki skaðabóta- skylt. Þetta gerði hann, en það var ekki nóg. Skömmu síðar var þess krafizt að sálarástand hans yrði rannsakað. Þar sem hann hafði ekki efni á að fá sér lögfræðing né lækni, reynd- ist þýðingarlaust fyrir hann að halda því fram, að hann værí með fullu viti. Honum var stungið inn í geðveikrahæli Kansasríkis í borginni Topeka. I þeirri deild sem hann lenti í voru 500 — fimm hundruð — sjúklingar en aðeins einn lækn- ir. Þegar hann hélt því fram að hann væri heilbrigður börðu umsjónarmennirnir hann. Ef hann krafðist þess að verða látinn laus var honum stungið í einangrunarklefa. Fyrir tíu árum tókst honum að flýja, en þá varð hann fyrir því óláni, að sárið á fætinum tók sig upp, svo-að hann varð að leita læknis. Þá byrjuðu yfirheyrslur, og honum var stmrgið inn í geðveikrahælið á nýjan leik. Hann átti ekki fé til þess að greiða læknishjálp, og því var ekki um neitt annað að ræða en hælið, og þaðan átti hann ekki afturkvæmt, því að heiður þessa eina læknis var í veði, ef upp kæmist að honum hefði yfirsézt. Sá sem varð til þess að losa Peter Krabbe úr prísund þess- ari var danskur læknir, Ebbe Linnemann. Hann hafði farið til Bandaríkjanna til þess að kynna scr eitt hið fullkomnasta sálsjúklingahæli sem til er í þessum heimi, en það er einka- hæli — staðsett í borginni Topeka í Kansasríki, rétt hjá Topeka State Hospital, og hefur verið þar síðastliðinn aldarf jórð ung, þó að sérfræðingarnir þar hafi látið sig litlu varða það sem fram hefur farið í hinu hælinu, ríkisspítalanum, rétt við nefið á þeim. Þó atvikaðist það svo, að ríkisstjórnin í Kansas féllst á að láta 5 nýja lækna rannsaka ástandið í geðveikrahæli ríkis- ins, og var Linnemann einn þeirra. Skítugii og allsberir sjúklingar höfðu ekki séð dagsljós í 20 ár „Það var alveg ótrúlegt kæruleysi sem kom í ljós“, segir Linnemann. „Húsin voru hryllilega vanrækt. Göt voru á gólfi og veggjum, og allstaðar fullt af rottum. Læknirinn og umsjónarmennimir voru sið- lausir drykkjurútar. Þeir höfðn verið ráðnir vegna þess að þeir höfðu gefið kost á sér fyrir lítil laun, en aftur á móti akör- uðu þeir eld að sinni köku á kostnað stofnunarinnar, en um sjúklingana var ekkert hirt. Þeir óðu voru hafðir einir i klefa, og komu aldrei út. Þeir voru allsnaktir, klefamir sauri ataðir hátt og lágt. Matnum var fleygt inn til þeirra eins og gripa. Þeir sjúklingar sem minna voru veikir, voru látnir setjast i ruggustól á morgni hverjum, og þar urðu þeir að dúsa til kvölds. Þeir máttu ekkert aðhafast, ekki svo mikið sem yrða hver á annan. Ef þeir þurftu afsíðis, áttu þeir að rétta upp hönd og biðja leyfis. Átakanlegt var að koma inn í stofnun þessa, þar sem grafarþögn ríkti, og sjúkling- arnir sátu í endalausum röðum. Meðal þeirra voru menn sem ekki höfðu séð dagsins ljós árum saman. Ég gleymi aldrei þeirri stund er þeir drukku i sig sólskin og hreint loft, utan við sig af fögnuði, en tárin runnu niður teknar kinnarnar. Sjúhlingax barðix til bana Mér var falin stjóm deildar þar sem vom 500 sjúklingar. Þar hafði enginn læknir verið í heilt ár. Ef sjúklingarniT kvörtuðu við umsjónarmennina voru þeir barðir. Skömmu áðirr en ég kom höfðu varðmennirnir sparkað tvosjúklinga til bana“. Við þessi kjör átti Peter Krabbe að búa — og auk hans margir aðrir heilbrigðir menn, Sumir þeirra höfðu þó fallið saman af margra ára dvöl á þessum hryllilega stað. Sjúki- ingarnir vom lengi að átta sig á því, að þeim væri leyfilegt Framhald á i7 .síðu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.