Þjóðviljinn - 06.10.1950, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 06.10.1950, Qupperneq 5
Föstudagnr 6. október 1950. ÞJÖÐVILJINN B LDUft FLOKKURI EMr árangurslansa tllraim tll fjárkiigun- ar seldu Alþýduflokkskruddarnir sig Ihaldinu fyrir peniuga til að geta haldid flokksstarfinu gangandf Alþýðuflokkurinn er seldur flokkur. Forsprakkar hans hafa lengi undanfarið selt sig hæstbjóðanda á uppboði. Þessi kaup hafa mörg undanfarin ár verið næsta frjáls, forsprakkarnir hafa getað valið og hafnað í samræmi við geöþótta sinn og persónulega hagsmuni. En á þessu varð afdrifarík breyting í sumar. Þá neyddust forsprakkar Alþýöuflokksins loks til aö selja sig endanlega og tryggilega íhaldinu í Reykjavík og frá þeim viðskiptum var þannig gengiö að forsprakkarnir eru eng- um öðrum falir hvorki í bráð né lengd. Þeir eru í rauninni ánauðugir, eins og dæmin af kosningunum í verklýðsfélögu num undanfarið sanna bezt. tAt Þegar Alþýðuílokk- urinn dró sig út úr pólitík Gengi Alþýðuflokksins á hinum frjálsa markaði hefur sem kunnugt er fallið jafnt og þétt á undanförnum árum, og það enn hraðar en gengi is- lenzkrar krónu. Mesta gengis- hrunið varð þó í kosningunum 8.1. haust, eftir tæplega þriggja ára stjórnarforustu Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Afleið- ing hennar varð sú að tilboðin gerðust næsta lág á hinum frjálsa markaði, það þótti lítill slægur í hinum fylgisr'únu mönnum. Forsprakkarnir sáu því að eitthvað þyrfti að gera til að hækka verðgildi sitt og komust að þeirri niðurstöðu að bezt myndi að vera í stjórnar- andstöðu um tíma. Því næst gaf Stefán Jóhann út yfirlýsingu í Alþýðublaðinu þess efnis að Alþýðuflokkurinn yrði í stjórn- arandstöðu um tíma, ekki af neinum málefnaástæðum, held- ur aðeins til þess að vera í stjórnarandstöðu! Vakti þessi yfirlýsing talsverða furðu, því flokkar þykjast yfirleitt byggja starfshætti sína á málefnum, en gárungarnir sögðu að Al- þýðuflokkurinn hefði dregið sig út úr pólitík. Jc Bitlingakeríió raskaðist Vonir AlþýðufMíksin ). gengishækkun í stjórn . stöðu reyndust þó ‘li falsvonir, enda v»'. vænta. Flokksfyh- if . aí ;> :«• mitt verið bvg ran þá aðstö: .< so ,,.v 'j í rikisstjórn kjarna Al 1 i þaldið samr . n sem alkur , jj ;>g s r. ráðum bc> gvr !a; flo! % út í frá. '• , petds kerfi r, ,v aðist j>' * Iþýðtiflokkuj ir fór í ' r j.-,r-.ndstöðu; þe^r- völdii aðjjtsðáíi rénuðu tc fyle t-áR u dofna ískygtp leg' - ‘ó.! Og almennini'n áti; ''Te-ara en fyrr ir.e. að tengju • 'býðuflokksbrode ana við „hugsjouir". Þó pauf uðust flokksforsprakkarnir við eftir beztu getu, Alþýðublaðið birti „róttækár“ greinar og ráðamenn Alþýðusambandsins voru alveg sérstaklega vígreifir og skeleggir í baráttu sinni gegn auðvaldi og afturhaldi! Alþýðublaðið hættir að koma út Svo alvarlegt sem það var að bitlingahjörðin linaðist i trúnni og „hugsjónir" Stefáns Jóhanns Stefánssonar þættu illa gjaldgeng vara, kom þó fram enn eitt vandamál sem var öllum öðrum alvarlegra: fjármál flokksins og Alþýðu- blaðsins. Stjórnarforusta Al- þýðuflokksins hafði verið með þeim hætti undanfarin ár að sum fyrirtæki broddanna sem lagt höfðu drjúgan skilding af mörkum, eins og t.d. útgerðin í Hafnarfirði, gerðu nú varla meira en að standa undir eyðslu eigendanna. Önnur voru blóð- mjólkuð, eins og Alþýðubrauð- gerðin í Reykjavík, sem skil- aði rúmlega 100 kr. arði i fyrra! Og önnur höfðu verið vanrækt svo á valdatímum flokksins, þegar allt lék í lyndi, að þau gáfu engan arð, eins og Ingólfscafé. Fjárþörf flokksins var hins vegar geysileg. Hall- inn af Alþýðublaðinu varð þrír milljónarfjórðungar á síðasta ári og sá baggi hefur stöðugt farið vaxandi, þar sem áskrif- endum fækkar jafnt og þétt og upplagið minnkar. í vor var ástandið orðið svo alvarlegt að blaðið gat ekki staðið í skilum við neina viðskiptavini sína, lögtök voru tekin í prentsmiðj- unni, meira að segja sendi- fcrðabíllinn var tvívegis aug- lýstur til uppboðs, og að lok- um hætti Alþýðublaðið alger- lega að koma út, og stóð sú stöðvun í tíu daga. •fe Fjárkúgun sam- kvæmí amerískri fyrirmynd Þegar svo var komið þótti að vonum óvænlega horfa, og forsprakkarnir vissu í rauninni ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir sáu að tilgangslaust myndi að leita til alþýðunnar, þess fólks sem fyrrum sparaði við sig lífs- • nauðsynjar til að halda Al- þýðublaðinu gangandi. Og að lokum gripu þeir til örþrifa- ráðs: fjárkúgunar samkvæmt amerískri fyrirmynd! Þeir sendu öllum bitlingamönnum sínum og mönnum sem þeir töldu sig hafa aðstöðu til að hafa í hótunum við eftirfarandi bréf, imdirritað af Stefáni Jó- hanni Stefánssyni, Haraldi Guð- mundssyni, Gylfa Þ. Gíslasyni, Emil Jónssyni og Guðmundi I. Guðmundssyni: Reykjavík, júlí 1950. Kæri félagi! Um langt skeið hefur Aþýðu- blaðið átt við nokkra fjárhags- örðugleika að stríða. Tekjur blaðsins hafa ekki hrokkið fyr- ir útgjöldum og gripa hefir þurft til þess ráðs hvað eftir annað að leita til einstakra flokksmanna, samtaka og vel- unnara blaðsins um fjárhags- lega fyrirgreiðslu. Til skamms tíma hefir þetta reynst fær leið. Nú hefir hinsvegar orðið nokkur breyting á. Allur til- kostnaður við blaðið hefir auk- ist verulega á síðari tímum. Pappír hefir hækkað mjög í verði, vegna gengisbreytingar- innar, hækkunar flutnings- gjalda og hækkunar á erlend- um markaði. Prentkostnaður hefir hækkað og launagreiðslur við blaðið aukist, vegna nýrra, almennra kjarasamninga. Tekj- ur blaðsins hafa hinsvegar ekki aukist að sama skapi sem til- kostnaðurinn. Að vísu hefir á- skriftagjöld blaðsins verið hækkuð nokkuð eins og hjá öðrum blöðum og kaupendum þess frekar fjölgað en fækk- að,(!) auk þess sem auglýs- ingatekjur blaðsins hafa haldist með eðlilegum hætti. Hækkun áskriftargjaldsins hefir þó ver- ið stillt svo í hóf, að hækkun- in hefir fram til þessa að mestu farið í kostnað vegna Alþýðu- helgarihnar, sem liafin var út- gáfa á fyrir nokkru. Sjálf verð- lagshækkunin hefir því óskert bæst við þann reksturshalla á blaðinu, sem fyrir var, án þess að tekjur kæmu á móti. Afleið- ingin af þessu er sú, að þær fjáröflunarleiðir, sem farið hef- ir verið til þessa og enn verða farnar, eru nú ekki lengur full- nægjandi og stöðvaðist útkoma blaðsins fyrir nokkru í viku tíma vegna fjárskorts. Augna- blikserfiðleikarnir hafa verið leystir í bili, en fullvíst má telja, að aftur fari í sama farið, ef ekki verður nú þegar grip- ið til alvarlegra ráðstafana. Varð þess og vart, er blaðið stöðvaðist um skeið, hversu sárt áhyggjuefni það var góð- um f lokksmönnum, og hvað þeim þótti mikið við liggja að úr þessu yrði bætt. Það þarf og ekki heldur að lýsa því, Jhversu rík nauðsyn það er, ekki sizt nú, að hugsjónir Al- þýðuflokksins séu öfluglega túlkaðar, og því lífsnauðsyn að slá skjaldborg(!) um Alþýðu- blaðið. Undanfarið hefir verið unnið að því að draga úr reksturs- kostnaði blaðsins og auka tekj- urnar. Eru ^cgar á ferðinni aðgerðir, sem leiða munu til verulegs sparnaðar í rekstri blaðsins og aðrar sem auka tekjur þess. Þessar ráðstafanir éru þó hvergi nærri fullnægj- andi. Blaðið þarf á frekari stuðningi að halda ef ekki á að verða stöðvun á útkomu þess. Það hefir því verið ákveð- ið að leita eftir því við áhuga- sama flokksmenn í Reykjavík, Hafnarfirði og nágrenni og aðra velunnara blaðsins, að þeir hver um sig keyptu frá 1 til 6 eintökum af blaðinu og greiddu. Geti þessir menn út- vegað sjálfir skilvísa kaupend- ur að cinhverjum þessara ein- taka, er þeir þannig taka að sér að greiða, losna þeir að sjáifsögðu undan greiðslunni sjálfir. Vinnst með þessu tvennt, tekjur blaðsins aukast og von er til að lesendum þess fjölgi. Ætti því hér að fara saman bættur fjárhagur og aukin áhrif blaðsins. Við væntum þess, að þú hafir fullan skilning á þeim erfið- leikum, sem hér eru á ferð- inni, og viljir leggja þitt fram til hjálpar blaðinu og flokkn- um. Við höfum leyft oltkur að áætla ibér .... eintök af blað- inu umfram þitt fasta eintak,(!) sem við vonum að þú veitir móttöku og greiðir frá næstu mánaðarmótum er áskriftar- gjaldið verður innheimt. Getir þú útvegað kaupendur að um- fram eintökunum er þess vænst, að þú gerir afgreiðslu blaðsins aðvart og fellur þá niður gjald þitt fyrir það eða þau blöð, sem þú útvegar skilvísa kaup- endur að. Ef svo kynni að fara, gegn von okkar, að þú treystir þér ekki til að taka að þér þessi umfram eiiitök er þess vænst, að þú skýrir einhverjum okkar undirritaðra frá því þegar í stað, annaðhvort með bréfi eða með viðtali. Tilkynning til blaðsins er ekki fullnægj- andi(!). Berist hinsvegar eng- in tilkynning frá þér um þetta munum við lita svo á að þú hafir á ráðstöfunina fallist. Treystum á góða flokks- hyggju þína og fómarlund og takir því að þér þessa fórn fyr- ir góðan málstað. Með flokkskveðju. F. h. stjómar Alþýðuflokks og Alþýðublaðs Stefán Jóh. Stefánsson. H. Guðmundsson. Gylfi Þ. Gíslason. Emil Jónsson. Guðm. 1. Guðmundsson.“ Siórtæk bófa-' itarfsemi! ■r-t .ig sjá má er hér um sébxa, fjárkúgun að ræða. tleon eru .skikkaðir til að caupa og bcrga allt að sex álöð. Vilji menn ekki fallast I géttn verðK fceir að tilkynna jað tílnhverjtnn „’ii-immenning- i-'.a, „tiIkyanLíig til blaðsins :r ekki fuihrægjdnai'* ’. Fimm- menningarnir hafa panrJg bein- Jtnisa Jhótunum ittn rt-,'i&Cgerð- m ef f járkúgn i. kki mgnt. i« fv'r*í fcitlíng- um og aðstöðu eðs eyðileggja atvinnumöguleika þeirra. Þann- íg voru forsprakkar Alþýðu- Sveinspróf í 3 mafreiðsluiðn Sveinspróf fór fram í mat- reiðslu í fyrri viku. f tilefni þess bauð prófnefnd, stjórn. Sambands matreiðslu- og frani- reiðslumanna og stjórn Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig enda nokkrum gestum til hófs, í Sjálfstæðishúsinu fyrri mið- vikudag. Hófið setti Böðvar Steinþórs son formaður S.M.F. og stjóm aði því. !-Mi Þeir Friðsteinn Jónsson, stjóm armeðlimur Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og Böðvar Steinþórsson héldu ræður, þar sem þeir bentu á nauðsyn þess að Matsveina- og veitingaþjóna- skólinn tæki hið fyrsta til starfa. Einnig bentu ræðumenn á nauðsyn nýrrar veitingalög- gjafar, en gildandi lög um það efni eru til endurskoðunar hjá nefnd er samgöngumálaráðu- neytið hefur skipað. Sveinbjörn Pétursson hélt ræðu fyrir hönd próftaka. Guð- mundur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags Islands hélt ræðu, og að lokum Friðrik Gíslason próftaki. Allir ræðumenn ræddu mn nauðsyn á fullkominni menntun; veitingamanna, og bentu á Matsveina- og veitingaþjóna- skólann sem myndi. geta full- komnað hlutverk sitt, og þv£ nauðsynlegt að hann tæki til starfa. Prófi luku þessir menn: Friðrik Gíslason, Hressingar- skálanum h.f., Sveinbjöm Pét- urssoh, Tjarnarcafé h.f. og Tryggvi Jónsson, Hótel Borg. Prófnefnd var skipuð Tryggva Þorfinnssyni form., Marbimi Björnssyni og Frið- steini Jónssyni. Loks mótmæla sósíaldemókratar morðuimm í Grikklandi Kómiskó, alþjóðasamtök. sósíaldemokrata, hafa nú loks dregist til að mótmæla morð- öldinni sem ríkir í Grikklandi undir vernd Bevins flokksbróð ur þeirra. Þúsundir manna úr vinstri flokkunum hafa þegar ■’crio teknir af lífi en Kómiskó -■á ckki ástæðu til að mótmæla. 'yr ' i daucadómur var kveðinn cyp’ af herrétti yfir gríska st >k!o7.ió'-ratcnuin Psaromit- as. Kc mickó bendir á, að meira. að cegjn opinberi ákærandinn lagði t:! viC réttarhöldin, að Psr.rcmitr i yrði sýknaður. Harr, vnr ákæ- "ur fyr'r komm- únistíska star. emi, r;-n var fólgin í gagnrýní á meðferð á fólki í fangabúðum grisku fas- istanna. flokksins komnir út í hreina. bófastarfsemi, líkt og gerist i vestrænum kvikmyndum! Send Frambald á 6. siða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.