Þjóðviljinn - 06.10.1950, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1950, Síða 4
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. október 1950. Krossgáta nr. 49 ÞI0Ð¥1L1INN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) SlgurSur GuSmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. BlaSamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnas. Auglýslngastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar, prentsmiSja: SkóIavörSu- stíg 19. — Sími 7S00 (þrjár línur). ÁskriftarverS: kr. 14.00 á mán. — LausasöluverS S0 aur. eint. PrentsmiSja ÞjóSviljans h. f. Baráttan heldur áfram Keflavíkursamningurinn er uppsegjanlegur aö ári liðnu, 5. október 1951, og þaö verður því hlutskipti þess Alþingis sem kemur saman í næstu viku að taka á- kvörðun um uppsögn hans. Samningnum verður eflaust eagt upp, en ekki á þann hátt sem íslenzka þjóðin óskar, ckki þannig aö íslenzkir menn taki við allri starfrækslu vallarins og að hann verði óskoruð íslenzk eign. Ætl- t’.nin er þvert á móti sú að halda áfram á þeirri braut sem sveigt var inn á fyrir fjórum árum og afhenda völlinn árásarfélagi Bandaríkjanna, Atlanzhafsbanda- laginu. Yrði hann þá algerlega ógrímuklædd herstöð. En áformin eru fleiri og vfðtækari. Auk þess sem ætlunin er að efla og stækka stöövarnar í Keflavík og Hvalfirði er þess nú krafizt að komið verði upp nýjum stöðvum, radarkerfi til notkunar í árásarstríð á Norður- atlanzhafi. Jafnframt er nú röðin komin að hersetu, og er einkum rætt um að stofna innlendar flugsveitir sem studdar verði erlendri hersetu, en Alþýðuflokks- forsprakkarnir hafa einkum þá hugsjón að eríendi her- inn verði danskur! Að þessu sinni verða íslendingar einnig að leggja fram sinn skerf til hins sameiginlega stríðskostnaöar og er ætlunin að taka hann úr mót- virðissjóði, en þar er það fé geymt sem almenningur hefur borgað fyrir gjafakorn og marsjallkartöflur! íslenzka þjóðin hefur háð harða og eftirminnilega baráttu gegn landráðunum undanfarin fjögur ár, og mimu einstakir atburðir þeirrar baráttu verða dýrmæt eign ókominna kynslóða. Sú barátta mun halda áfram þrotlaust. ,,Þó landráðamönnum takíst að semja rétt vorn í hendur erlends herveldis munu þeir ekki fá samið af oss réttinn til að berjast meðan vér lifum.“ Tvær játningar Alþýðublaðið viðurkennir í gær að áróðurinn um ,.fylgishrun kommúnistá' í Alþýðusambandskosningun- um sé gaspur eitt. Þar segir: „Það getur verið að það megi vera kommúnistum nokkur huggun í hrakförum þeirra í kosningunum til Alþýðusambandsþings, að þær virðast síður stafa af beinu fylgistapi þeirra, en af vaxandi áhuga og þátttöku hins lýðræðissinnaða meiri- hluta í verkalýðsfélögunum.“ Hjá þessari viðurkenningu varð ekki komizt. Úrslit flestra þeirra kosninga sem fram hafa farið sýna að sameiningarmenn eru í sókn og hafa að þessu sinni fengið fleiri atkvæði í verkalýösfélögunum en nokkurn tíma áður. Hitt er einnig rétt sem sagt er um „vaxandi áhuga og þátttöku lýðræðissinna“, sé með því orði átt við atvinnurekendur og agenta þeirra, en svo fagrar nafngiftir velur Alþýðublaðið nú því hyski. Atvinnu- rekendur hafa sem kunnugt er haft forustu um alla kosningaþátttöku afturhaldsflokkanna, og Alþýðuflokk- urinn hefur beinlínis afhent þeim verulegan hluta af ítökum sínum í verkalýöshreyfingunni og er ástæðunum til þess verknaðar lýst á öðrum stað í blaðinu í dag. At- vinnurekendur hafa náð mjög verulegum árangri, og skýrir Morgunblaðið það 1 gær á þessa leið: „Þctta gerist á sama tíma og fólkið í verkalýðs- samtökunum á við vaxandi erfiðleika að etja af völdum hækkaðs verðlags og minnkandi atvinnu.“ Vel er þar auglýst eoca-cola Alþýðublaðið birtir nú á degi hverjum langar fagnaðargrein- ar um gang þeirrar baráttu sem háð er um fulltrúakjör á Alþýðusambandsþing. Alþýðu- blaðið birtir líka á hverjum degi stórar og fallegar coca- cola-auglýsingar frá Bimi Ól- afssyni og Vilhjálmi Þór. Svona táknrænir eru hlutimir stund- um. Fyrir auðmjúka þjónustu Alþýðuflokksins hefur atvinnu- rekendavaldi landsins nú tekizt að efla geigvænlega sókn að höfuðvígi verkalýðsins. Nái sókn þessi tilætluðum árangri, þá eru aftur framundan þeir tímar á íslandi að verkalýður- inn mætir hverjum nýjum degi með eina og sömu spurningu á vörum: Hvar skal nú aflað brauðs og mjólkur handa svöng um bömum? Alþýðublaðið seg- ir fólki að drekka meira coca- cola. Bjöm og Vilhjálmur borga blaðinu daglega 50 til 100 krónur fyrir að segja það. • Sími baráttunnar Lýðræðissinnar, herðið bar- áttuna! hrópar Alþýðublaðið. Ef þið þarfnizt einhverra upp- lýsinga eða hafið einhverjar upplýsingar, sem styrkt gætu málstaðinn, þá hringið í síma 7100. Herðið baráttuna!. — Þetta er barátta um fulltrúa á þing alþýðunnar, og síminn sem Alþ.bl. tilgreinir sem eina mestu miðstöð þeirrar baráttu er prívatsími $jálfstæðisflokks- ins í Holsteini. Þannig er nú helzt svo að sjá sem það blað, er kennir sig enn við alþýðu, telji málstað verkalýðsins bezt borgið í kjöltunni á kontor- dömum íhaldsins. Hvaðan verða kjarabæturnar? Útyfir tekur þó þegar Al- þýðublaðið blæs sig upp í gor- geir um þær kjarabætur sem það þykist geta lofað verka- lýðnum ef hann vilji efla sig- ur „lýðræðissinna“. Hvaðan mundu þær kjarabætur koma? Frá coca-cola-sölunum Birni og Vilhjálmi? Eða kannski frá kontordömum íhaldsins ? Líka er til sá möguleiki að Sæmund- ur Ólafsson sæki þær niðrí kex- kassana hjá mági sínum og bissnissfélaga Eggerti Kristjáns syni heildsala. Skrefið stigið til fulls Forustumenn Alþýðuflokksins hafa nú stigið skrefið til fulls. Þeir hafa að fullu sagt skilið við fylkingar verkalýðsins og horfið til faðmlaga við auðvaldið og öll hin spilltustu öfl þjóðfé- lagsins. Til þessara afla hefur hugur þeirra lengi staðið. Svo fast hafa þeir sótzt eftir samlífi við þau, að ókunnugur gæti haldið að framhaldssaga Alþýðublaðsins fjallaði um þetta mál. Sú saga nefnist Heitar ástríður. / 2 3 T | fe 7 8 •í 10 II u /3 /‘/ S3 iS /fe /? —J Rikisskip Hekla er í Reykjavík og fer það an næstkomandi mánudag vestur um land til Akureyrar. Esja verð ur væntanlega á Akureyri siðdegis í dag. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið var á Isafirði siðdegis í gær á norður leið. Þyrill er í Reykjavík. Skipadeild SIS Arnarfell fór frá Valencia 4. þ. m. áleiðis til Reykjavíkur. Hvassa fell fró frá Reykjavík 2. þ.m. á- leiðis til Xtaliu með saltfisk. Eimskip Brúarfoss er i Færeyjum. Detti foss fór frá Reykjavík 3.10. til Hull, Hamborgar og Rotterdam. Fjallfoss fór frá Reykjavík 30.9. til Sviþjóðar. Goðafoss er í Vest- mannaeyjum. Gullfoss kom til R- víkur í gærmorgun 5.10. Fer frá Reykjavik 7.10. til Leith og Kaup mannahafnar. Lagarfoss fór frá Norðfirði 4.10. til Bremerhaven og Antverpen. Selfoss fór væntanlega frá Keflavík i gærkvöld 5.10. til R- víkur. Tröllafoss fór frá Halifax 3.10. til Reykjavíkur. > 20.30 Útvarpssag an: Ketillinn. 21.00 Tónleikar: Sónata fyrir flautu og píanó eftir Bach. 21.15 Frá útlönd um: (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21.30 Tónleikar: Kvartett í A-dúr op. 18 nr. 5 eftir Beethoven. 22.10 Vinsæl lög. 22.30 Dagskrár- lok. 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Kaupmanna- höfn Kristjana Sigurz og Stef- án Islandi kam- mersöngvari. Heimilisfang þeirra er Solvænget 1, Köbenhavn K. — Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Gerda Doretz frá Lubeck-Kucknitz og Blómkvist Helgason, Miðfelli í Hreppum. Hamingjuleitin. Nokkur rugling- ur varð á sögunni í blaðinu í gær. Hann er leiðréttur í dag. Lesend- ur munu átta sig á samhenginu. Nú lízt mér á það. Það stend- ur í Tímanum í gær, að tó- baksreykur só „bannvænn fyr- ir bílveikt fólk.“ Eg verð sem sé að hætta við að skreppa norður með rútunni, einsog ég hafði þó hugsað mér; það er vonlaust að ég komist þangað lifandi. Að mlnnsta kosti virðist lítillar Iífs- vonar að vænta af hálfu bílstjór- anna, því að sama greln í Tíman um seglr til dæmis um einn þeirra: „Hann fyrirskipaði að loka öllum gluggum eftir belðnl reyk háfanna, svo að nóg yrði svælan.“ Með öðrum orðum: sem flesta dauða farþega, það er prinsípið. Lár. 1 ekki gagn 7 áflog — 8 fifl — róna — 14 sérhl. - 17 spyrna. Lóðr. 2 róleg — gagg — 5 æða — 7 — 9 vantar enga - 13 Xrlendinga — 16 Lausn á nr. 48 Lár. 1 óskar — — 8 krakkar — 10 — 14 tá — 15 áar - Lóðr. 2 sár — 3 — 5 skraf — 7 óar kátan — 12 kát — Ra. - 6 heiður —• 10 rann -— 11 - 15 barst — 3 æpir — 4 dýr — 8 sleif - 12 hrúga — skammst. 6 áls — 7 ók ára — 11 skipt - 17 tærhar. klafi — 4 ask - 8 kæst — 9 - 13 pár — 16 Næturlæknir er í Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapóteki. — Sími 1616. — I Það er atvinnukúgunin sem er bezta vopn atvinnu- rekenda eins og nú er komiö, sama atvinnukúgunin sem Alþýðuflokkurinn baröist af öllu haröfylgi gegn á fyrstu árum sínum. Nú er hann oröinn tæki a^tvinnukúgaranna. Landsþlng Náttúrulækningafé- lags Xslands verður sett í Félags- heimili verzlunarmanna kl. 2 e.h, á laugardaginn. Hjúskaparafmæli. I dag eiga merkishjónin Þorgerður Árnadótt- ir og Stefán Árnason, Njálsgötu 7, 40 ára hjúskaparafmæli. Ðýraverndarinn, 5. tbl. þessa árs er komið út. Efni: Sigurðnr J. Ár- ness: Skyggnir hundar. Sigríður Hannesdóttir Hólum: Skilja dýrin mannamál? Breytingar á fuglalífi hér á landi. Húndar. Strúturinn — stærsti fugl jarðarinnar. ! Leiðrétting. X blaðinu í gær var frá þvi skýrt að ungfrú Erla Ólafsson og Har- aldur Sigurðsson hefðu opinberaS trúlofun sína. Komið hefur í ljós að fregn þessi er uppspuni og eru hlutaðeigendur hér með beðn- ir afsökunar á birtingu hennar, Heimildarmaður blaðsins að fregn þessari nafngreindi sig, en uppiýst er, að sökin er ekki hans, en fé- lagar hans misnotuðu nafn hans. Slík óþokkabrögð eru að vísu fátið, en þó munu flest eða öll blöð hafa orðið fyrir því að flytja falsaðar trúlofunarfregnir, sem augljóslega eru settar fram í þeim tilgangi að særa tilfinningar við- komandi fólks og valda því óþæg- indum. Þyrftu blöðin að gera sérstakar ráðstafanir til að hafa hendur í hári slíkra náunga og láta þá sæta ábyrgð fyrir gerðir sinar. Kólumbus sakaðuz um faisauiz 1 sambandi við kvikmynd þá sem Tjarnarbíó sýnir þessa dagana mætti benda á það, fólki til fróðleiks og skemmt- unar, að Kólumbus karlinn hef- ur nýlega orð- ið fyrir hörð- um ásökunum. Bandarískur prófessor, Da- vies að nafni, þykist sem sé hafa sannað að Kólumbus hafi raunveru- lega falsað loggmælingar sínar og gef- ið rangar landfræðilegar upp- lýsingar. Með þessum fölsunum segir Davies að Kólumbus hafi viljað leyna því að portúgalski sægarpurinn Dualmo fann Am- eriku fimm árum á undan hon- um. ■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.