Þjóðviljinn - 30.01.1951, Síða 6
\
ÞJÖÐVILJINN
Þriðjudagur 30. janúar 1951.
Fárviðrið
Framhald af 8. siðu
hóli um helgina. Lagði það
flest af stað frá Hó'.num um
sama ievti og óveðrið skall á,
en tepptist mjög bráðlega, og
varð að bíða um 2 km.frá Ko -
viðarhóli eftir snjóýtunum frá
Skiðaskálanum.
Óttast var íim 10 manna
flokk, sem lagt hafði af stað
í bæinn úr skíðaskála Ármanns
í Jósefsdal í fyrrakvöld, en síð-
an orðið viðskila við annað
skiðafólk þaðan, sem náði til
bæjarins um kvöidið. Fóru tveir
menn frá Lögbergi upp í Jósefs-
dal að leita og þegar ekkert
fréttist að heldur • var gerður
út leitarleiðangur héðan úr bæn
um í gærmorgun. Kom þá i
Ijós að fólk það sem óttazt var
um hafði snúið við uppí Jósefs-
dal um kvöldið.
Áætlunarbifreiðir sem fóru
frá StolUiseyri í fyrradag og
ætluðu Krýsuvíkurveginn til
Ttcykjavíkur tepptust í Krýsu-
vík eftir fjögurra stunda ferð
vegna blindhríðar og ákvað
■ fólkið að gista þar um nóttina,
■en í gærmorgun héldu bílarnir
áfram til bæjarins og var snjór
ekki til fyrirstöðu. Hins vegar
var talsverður snjór á Hafnar-
f iarðarvegi um kl. 8 í gærmorg-
un, en þar voru 40 bílar, sem
höfðu verið yfirgefnir um nótt-
ina og var þó búið að taka
rnokkra.
Fjöldi bíla tepptist á götum
bæjarins, lögreglubílar sem aðr-
ir, en margir leituðu aðstoðar
iögreglunnar til að komast milli
húsa. og gat lögreglan ekki
sinnt nema nauðsynlegustu
beiðnum um aðstoð. Strætis-
vagnaferðir lögðust einnig nið-
ur á sumum leiðum innanbæjar
á sunnudagskvöldið.
Sjcmannafélagið
Framhald af 8. síðu.
Alþingis á vökulagafrumvarpinu
og skora á þingmenn Alþýðu-
flokksins að knýja það fram —
og mun sjómönnum finnast von-
um seinna gert að stugga við
}j3im herrum!
Þá bar Árni Jóhannsson sjó-
maíur fram 2 tillögur varðandi
atvinnumálin og var sú fyrri
samþykkt, en hún var svohljóð-
andi:
„Aðalfundnr haldinn í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, hinn
28. janúar 1951, skorar e:n-
dregið á eigendur gömlu togar-
anna að grra þá út sírax vegna
mjög mikils atvinnuléysis í bæn-
um. Ef þeir teija sig ekki geta
það þá skorar fundurinn á bæj-
aryfirvöldin að leita eftir því
að taka þessi skip á leigu og
gera þau út undir stjórn Bæj-
arútgerðar Reykjavikur“.
Handknatileiksmótið r
Framhald af 3. síðu.
Víkingur setti fyrsta markið
og gerði Pálmi það. Sveinn jafn
ar og nokkru síðar eykur Sig-
urhans tö.una fyrir Val. Pálmi
jafnar fljótlega 2 : 2. Sveinn
skorar fyrir Val. Björn jafnar
fyrir Víking. Nú gerir Hail-
dói- tvö mörk í röð fyrir Val.
Sigurður skorar fyrir Vikjng,
en Sigurhans gerir svo síðasta
mark hálfleiksins 6 : 4 fyrir
Val.
í síðari hálfleik nær Valur
betri tökum á leiknum, og hef-
ur sjáifsagt keppnisreynsla átt
sinn þátt í því. Halldór Hall-
dórsson gerir fyrsta markið og
Sigurhans eykur töluna litlu
síðar, fyrir Val. Pálmi kemur
þó hér inná milli með mark
fyrir Víking. Halldór Lárusson
bætir enn tveim mörkum við,
en Pálmi skorar enn fyrir Vík-
ing. Sigurhans og Halld. Hall-
dórss. gera nú sitt markið hvor
Kristján gerir 7. markið sem
Vik'ngur setur en Halldór ger-
ir 13. markið fyrir Val.
Dómari var Hannes Sigúrðs
son og náði sérlega góðum
tökum á leiknum og tók ó-
venju hart á öllu handapati og
stympingum.
leikmaður dæmdur
í 3 mán. útilokun.
Þess var getið hér að einn af
keppendum Víkings, Ríkharður
Kristjánsson. hefði kastað
knetti í höfuð dómara í leik
milli Víkings og Aftureldingar.
Dómarinn, Sigurður Narðdahl,.
kærði þetta fyrir H.K.R.R., sem
nú hefur fellt þann úrskurð að
nilturinn skuli útilokaður frá
keppni í 3 mánuði, sem er
byngsta refsing er ráðið getur
læmt í. Það mun þó ekki hafa
iagt til, að dómurinn yrði
byngdur í næsta dómstigi.
Leikjum fiestað.
Vegna stórhríðarinnar sem
skall á, síðarihluta sunnudags-
:ns komust keppendur ekki leið
ar sinnar innað Hálogalandi til
keppninnar, svo henni varð að
fresta. Var þetta mjög slæmt
þar sem flokkur Akurnesinga
var kominn, en þeir áttu að
keppa við F.H. Hinn leikurinn
át.ti að vera milli I.R. og Ár-
manns.
Síðari tillaga Arna var um
að skora á bæjarstjórnina
að gera ráðstafanir til þess
að a. m. k. G af honum nýju
togurum vcrði gerðir út frá
Reykjavík, en Alþýðuflokks-
broddarnir beittu sér af al-
efli gegn því og fengu það
fellt með 25 atkv. gegn 22!
Undir
Eftir A.J. Cronin
76.
D A G U R
á orðunum hjá honum:
,,Af stað Geordie: hlauptu til Franks Logan
og fáðu honum þennan miða. Og farðu svo upp
á yfirborð og afhentu verkstjóranum hinn mið-
ann, heyrirðu það. Hlauptu nú, drengur minn,
hlauptu“.
Geordie hljóp af stað með báða miðana. Allt
í einu heyrði hann dálítinn dynk og loftið sog-
aðist inn. Geordie vissi, að þá hlaut eitthvað
að vera á seyði niðri í Scupper. Hann langaði
til að komast út, én hann mundi hva’ð faðir hans
hafði skipað honum að gera; og milli þessara
tveggja elda, óttans og skyldunnar, gleymdi
hann sér og fór að ganga eftir brautartein-
unum.
Meðan hann gekk eftir brautinni kom skyndi-
lega út úr myrkrinu sleðalest sem hafði losnað
frá ofar á brautinni. Geordie hrópaði og hljóp
til hliðar, andartaki of seint. Lestin hrifsaði
hann með, dró hann með sér fimmtíu metra,
ók yfir hann, skildi lemstrað líkið eftir á braut-
arteinunum. Síðan brunaði hún áfram.
Þegar Geordie var farinn stóð Dinning and-
artak kyrr. Hann var rólegri við þá hugsun,
að hann hefði gert það sem honum bar að
gera. Síðan heyrði hann háan gný; það var
dynkurinn, sem sonur hans hafði heyrt, en hann
var svo miklu nær að í eyrum hans hljómaði
þáð sem gnýr. Hann stóð eins og stirnaður með
galopinn munn. Hann hafði búizt við erfið-
leikum en engu svona óvæntu og hræðilegu.
Hann vissi að það var vatnið, sem
hafði brotizt inn. Ósjálfrátt sneri hann inn
í Scuppergöngin, en þegar hann hafði geng-
ið fimm eða sex metra, sá hann vatnið belja á
inóti sér. Það kom eins og flóðbylgja með
-þrumuhljóði. I vatnselgnum voru lík Ogle,
Browns og tíu annarra manna. Gasið sem
streymdi á undan vatninu slökti Ijósið á lamp-
anum hans. I tvær sekúndur stóð Dinning í
niðamyrkri og beið eftir vatninu, og hann hugs-
aði: ,.Fari það til fjandans, ég er feginn að ég
sendi Geordic út úr námunni“. En Geordie var
dáinn. Svo tók flóðbylgjan Dinning líka. Hann
barðist um, reyndi að synda. Það var tilgangs-
laust. Hann varð hinn fjórtándi sem lét lífið í
Scuppergöngunum.
Frank Logan fékk ekki miðann frá Dinning.
Hann lá í myrkrinu í blóðugri hendinni á Geord-
ie. En Frank heyrði líka dynkinn og eftir andar-
tak fann hann nð hann stóð i vatni upp í hné.
Hann vissi án þess að hafa fengið nokkur skila-
boð að vatnið hafði brotizt í gegn. Fimmtán
menn unnu i grennd við hann. Tvo þeirra sendi
hann til að aövara mennina i lægstu göngunum
í paradísinni. Hina þrettán hvatti hann til að
halda inn að námuopinu. Sjálfur var hann kyrr.
Hann vissi að vinnustaðirnir í Scupper lágu
dýpst i paradísinni. Hann vissi að þau göng
myndu fyllast fyrst. I þeirri vissu hélt hann
þangað til að aðvara mennina átján, sem unnu
þar. Allir þessir menn voru drukknðair áður en
hann hélt af stað. Og Frank Logan sást ekki
framar.
Mennirnir þrettán sem héldu út að námuopinu,
komu inn í-Atlasgöngin. Þar liéldu þeir ráð-
stefnu í flýti. Atlas sameinaði Paradís og efri
göngin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að
sennilega væri minna vatn þar, og því væri ör-
uggara að nálgast námuopið eftir Glopegöngun-
um. Þegar þeir komu út úr Atlas, rákust þeir á
nokkra múrara sem liöfðu verið að vinna í
DAVÍB
Glopegöngmium og höfðu ekki haft minnstu hug-
mynd um vatnið, fyrr en þeir fundu loftið sog-
ast inn. Múrararnír höfðu staðið og talað sáman
og hlustað kviðafullif, án þess að vita, hvort
þeir ættu að vera kyrrir eða fara. Nú slógust
þeir í förina með mönnunum þrettán, sem komu
upp úr Atlas, og hópurinn var samferða gegnum
aðalgöngin inn að námuopinu.
Þrem mínútum síðar kom vatnsflóðið eftir
aðalgöngunum í paradísinni, upp Atlasgöngin og
eftir aðalgöngunum í Glope. Mennirnir heyrðu
vatnsniðinn og fóru að hlaupa. Þetta var góður
vegur. Gólfið var hart á milli brautarteinanna.
það var hátt til lofts, og allir mennirnir voru
ungir og sterkir. Sumir þeirra höfðu aldrei
hlaupið svona hratt á ævi sinni.
Og þó fór vatnið énn liraðar. Hráði þess var
ægilegur, það elti þá með djöfullegum ofsa, skali
yfir þá þungt og ósigrandi eins og flóðbylgjá.
Andartaki áður hafði ekkert vatn verið í öll-
um Glopegöngunum, og nú var allt líf þar þurrk-
að út.
Vatnið fossaði áfram, kom að námuopinu og
beljaði niður um það með ægilegum krafti. SVo
mættust flóðin. Vatnið sem fossaði ofan úr
Glopegöngunum mætti vatninu sem leitaði upp úr
Paradísinni. Flóðbylgjan æddi til baka gegnum
öll op og öll göng kringum námuopið og þyrmdi
engu.
Hestarnir fjórir, sem enn voru á lífi, stóðu á
básunum — Nigger, Kitty, Warrior og Ginger
— og hrinu af ótta. Warrior sló og spárkaði í
vatnið og fékk æði á básnum; hann var næstum
búinn að liálsbrjóta sig áður en hann drukknaði;
en hinir stóðu kyrrir og lirinu og lineggjuðu.
þangað til vatnið hafði flætt yfir þá. Þegar hér
var komið hafði vatnið hækkað í báðum aðal-
námuopunum, fyllt bæði Glope og Paradís og úti-
lokað allan aðgang að ofan.
Þetta hörmulega slys var jafn óskiljanlegt og
það var fljótt að gerast. Það hafði ekki liðið
lengri tími en kortér síðan vatnið brautzt inn,
og nú þegar höfðu áttatíu og níu menn látið líf-
ið, ýmist drukknað, lemstrazt til bana eða kafn-
að af námugasi.
En Róbert og félagar hans voru enn á lífi.
Þeir voru að vinna innst í göngunum, og vatnið
streymdi í áttina frá þeim.
Róbert heyrði drunurnar þegar vatnið brautzt
inn og andartaki síðar fann hann að vatnið sog-
aðist burt. Þá vissi hann hvað hafði gerzt og
sagði við sjálfan sig: „Guð minn góður, þar kom
að því“. Leeming boxari sem lá á hnjánum við
hlið hans reis hægt á fætur.
„Heyrðirðu þetta, Róbert?" sagði hann ringl-
aður. Af gömlum vana sneri hann sér að Róbert
til að heyra álit hans.
Róbert kinkaði kolli og sagði:
„Sjáðu um að allir verði hér kyrrir, þangað til
ég kem aftur. Allir“. Hann gekk eftir aðalgöng-
unum í áttina að vatnshljóðinu sem drundi í
eyrum hans. Hann öslaði áfram, óð dýpra
með hverju skrefi, upp í hné, upp í læri, upp. í
mitti. Hann vissi að hann lilaut að vera i nánd
við gryfjuna, sem lá frá norori til suður's þveht
yfir aðalgöngin. Skyndilega missti hann fótanna,
og hann þyrlaðist inn í botnlausa hringiðu. Vatn-
ið lyfti honum upp þangað til höfuð hans rakst
upp undir. Hann greip dauðahaldi í loftið,
spyrnti á móti með fótunum og fikaði sig áfram
inn göngin, þaðan sem hann kom. Hann íiáði
aftur fótfestu, losnaði úr straumsvelgnum qg
stóð aftur uppréttur í grunnu vatninu skjálfandi
af kulda. Hann vissi alveg hyað liafði kqmið fýr-
ir. Vatnið náði upp undir loft í gryfjunni. Það
lokáði öllum leiðum sem lágu yfir gryfjuna. :
■ Iskalt vatnið gerði það að verkum að Róbeht
fékk hóstakast. Hann stóð kyrr, þangað ti’
kastið var liðið hjá, síðan sneri hann við óg
gekk inn eftir aftur. Á leiðinni mætti hann Ppt
litla Reedy. Pat var mjög hræddur.
„Hvað er að, lierra Fenwick?“ spurði hapn.
„Ekkert, vinur minn“, sváraði Róbert. „Komdu
með mér“.
Með drenginn við hlið sér kom Róbert aftur
á vinnustaðinn, og þar stóðu hinir í hóp um-
hverfis Leeming boxara; Þeir voru tiu í 'allt.
þar á meðal Hughie, Harry Brace, Tom Reedy,
Ned Softjey, Swee Messuer og Jesús Grét. Þeir
biðu éftir Róbert,- Enginn: þeirra vissi,".að'á þeqs-1
ari stundu voru þeir hinir éinu eftirlifándi í 'aliri
Neptúnnámunni.