Þjóðviljinn - 22.03.1951, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 22. marz 1951
ÞIÓÐVILJINN
Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
LífsbaráfSa —
Á það er sjaldan minnt, alltof sjaldan, að til eru
lög um fjárhagsráð. Alþingi hefur með þeirri lagasetningu
kveðið mjög skýrt á um verkefni þeirrar stofnunar. Hér
skal aðeins minnzt á tvö atriði, sem fjárhagsráð er skylt
lögum samkvæmt að miða störf sín við.
— aá öll íramleiðslugeta sé hagnýtt til fulls
og öllum verkfærum mönnum tryggð næg og
örugg atvinna.
— að húsnæðisskorti og heilsuspillandi íbúð-
um hvar sem er á landinu verði útrýmt með
byggingu hagkvæmra íbúðarhúsa.
Þessi lagafyrirmæli eru löngu orðin logandi háð um
fjárhagsráð og starfsemi þess, sem miðað hefur í þver
öfuga átt. En málið hefur alvarlegri hlið en þá að þess-
um lagaákvæðum sé haldið á lofti sem háði um starf
fjárhagsráðs. Það er beint lagabrot ef fjárhagsráð hefur
miðað starfsemi sína við annað. Og það er ekkert leynd-
mál að fjárhagsráð hefur beinlínis skipulagt atvinnu-
ieysi, ekki sízt í byggingariðnaðinum. Ályktun ráðstefnu
allra iðnsveinafélaganna í Reykjavík, haldin fyrir nokkr-
um dögum, leggur á það þunga áherzlu að verið hafi
„svo til alger stöðvun“ i byggingariðnaðinum mánuðum
saman, alvarlegt atvinnul. ríkt meðal iðnaðarmanna, og
mikil óvissa ríki um atvinnuhorfur þeirra manna sem
unnið hafa að byggingum. Og þetta er síður en
svo einskorðað við byggingariðnaðinn, þó hann hafi orð-
ið verst úti, ráðstefnan vekur athygli á því að „fjöl-
margar iðngreinar aðrar“ hafi átt við alvarlegt atvinnu-
leysi að búa og það atvinnuleysi fari sívaxandi. Og þess-
ir fulltrúar allra iðnsveinafélaganna í Reykjavik telja
meginorsakir þessa ástands ónógan innflutning efnivara
til iðnaðar, mikið skipulagsleysi á þeim innflutningi sem
leyfður hefur verið, mikinn skort á lánsfé til iðnaðar og
byggingarstarfsemi, gífurleg og vaxandi dýrtíðaraukning,
og dregiö hefur verið úr fjárfestingu til byggingarstarf-
semi í landinu.
Þetta er hin þyngsta ádeila á ríkisstjórn og fjárhags-
ráð, og ekki einungis alveg réttmæt, heldur er hér farið
hógværlega í sakirnar. Það er ekki einungis að fjárhagsr.
hafi þverbrotið lagaákvæðin sem Alþingi setti þvi og það
er skyldugt að miða starf sitt við, — skipulagt atvinnu-
leysi í stað þess aö tryggja öllum verkfærum mönnum
næga og örugga atvinnu, skipulagt húsnæðisleysi og bann
að íslendingum að byggja íbúðarhús. Fjárhagsráð og
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa geng
ið enn lengra: Þau hafa afhent útlendingum vald til að
ákveða að hér á landi skuli vera atvinnuleysi, vald til
að ákveða að hér á landi skuli vera húsnæðisskortur.
Fjárhagsráð hefur sjálft lýst þessum sökum á hendur
sér og ríkisstjórninni í bréfi til þingnefndar, bréfið átti
að vera rökstuðningur fyrir því að að ekki mætti slaka
á einokunarhöftunum og gefa frjálsa byggingu smáíbúða.
Og þessir erlendu húsbændur, sem afturhald Sjálfstæð-
isflokksins, Framsóknar — og Alþýðuflokksins — hafa í
algeru heimildarleysi afhent vald er Alþingi íslendinga
0g íslenzkum stjórnarvöldum einum ber, kúskuðu þingm.
stjórnarflokkanna til að; hindra framgang smáíbúða-
frumvarpsins, sem nær allir alþingismenn höfðu heitið
stuðningi.
Baráttan gegn einokunarklíkum Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknar er því um leið baráttan fyrir þjóðfrelsi
íslendinga, barátta gegn atvinnuleysi og húsnæðisskorti
er því ekki einungis orðin barátta við þröngsýnar inn-
lendar afturhaldsklíkur, ,heldur einnig þá erlenda hús-
bændur þeirra sem nú leggja hramm sinn á atvinnulíf og
sjálfstæði íslendinga. Þeir sem kjósa leið baráttu og frels-
ís, velmegunar og sjálfstæðis fremur en undirgefni, þjón-
ustusemi við erlent vald og betlipólitík núverandi vald-
hafa á íslandi mega ekki láta þröng flokkssjónarmið
hindra víðtæka samfylkingu til að hrinda valdi hinnar
rambandi einokunarklíku og leysa þjóðina af klafa er-
lendrar íhlutunar.
Vísismanninum varð
bilt við
K. P. skrifar: — „ Vesalings
Th. S. ber sig illa í Vísi á
mánudaginn undan því að vera
,,narraður“ til að hlusta á frið-
aráróður í Austurbæjarbíó á
sunnudaginn, þegar hann í sak-
leysi kom þar til að hlusta á
músík, hverja hann þó að lok-
um fékk að heyra ósvikna.
Maðurinn hefur auðheyrilega
ósköp viðkvæmar taugar, að
minnsta kosti þola þær illa að
heyra talað um frið og frið-
samleg störf.
□
Friðaráróðurinn
frá Kóreu
,,Ég kannast svo sem við að
„friðaráróður“ getur farið í
taugarnar á manni. Ég hef t.
d. orðið fyrir þiví hvað eftir
annað, þegar ég hef farið í b\o
til að sjá kvikmynd, að á und-
an myndinni hefur verið eins-
konar forspjall: friðaráróður
Sameinuðu þjóðanna og Banda-
ríkjanna; sem sé fréttamyndir
af hernaðaraðgerðum þeirra í
Kóreu. Sá „friðaráróður11 er í
mínum augum svo hrylli'egur
að ég hef ekki taugar til að
horfa á myndir af honum. Og
til þess að neyðast ekki til
að hlaupa út áður en aðai-
myndin byrjar geri ég bað
sama sem meginþorri fólks í
Vestur-Evrópu og Ameríku
virðist gera í dag — ég loka
augunum.
□
Hvor er hættumeiri
lífi og limum?
„Svipað mætti segja um
fréttimar af þessum „friðar“-.
aðgerðum sem útvarpið flytur
oft á dag. Það tekur á taugar
fólks, að hlusta á slíkt, jafnvel
þó allt þetta sé gert í hinu
blessaða nafni friðarins. En þó
að friðaráróður geti farið í
taugamar á viðkvæmu fólki,
er ekki allur friðaráróður jafn-
hættulegur, að minnsta kosti
ekki fyrir líf og limi. Ég
vænti að Th. S. geti verið mér
sammála um það. a’ð ólíkr
hættuminna hafi verið að sítja
undir friðaráróðri rússneska
rithöfundarins í Austurbæjar-
bíó á sunnudaginn var heldur
en t. d. hefur verið fyrir íbúa
Seoul að búa undir friðaráróðri
Sameinuðu þjóðanna og Banda-
ríkjanna þar. Hygg ég að eng-
inn íslendingur óski íslandi og
íslenzku þjóðinni, né nokkru
öðru landi og þjóð, að verða
fyrir slíkum „friðaráróðri“. —
- K. P.“
□
íslenzkar óskir í óska-
lagaþættinum brezka
Fyrir nokkru birtist hér orð-
sending til forráðamanna út-
varpsins að taka aftur upp
óskalagaþáttinn sem svo mikl-
um vinsældum átti að fagna
meðan hann var. Var vakin at-
hygli á að kostnaður við slíkt
dagskrárefni hlyti að vera
hverfandi lítill. En þátturinn
hefur ennþá ekki verið upp
tekinn að nýju. Ef til vill eru
þeir i'ítvarpsmennirnir vantrú-
aðir á að áhuginn fyrir honum
sé eins mikill og liér hefur ver-
ið af látið ? Þá væri ekki úr
vegi að leyfa þeim að heyra
hvað einn vinur minn, sem
hlustar að staðaldri á útvarps-
stöðvar víða um heim, hefur
að segja í sambandi við þetta
mál.
□
Óskalög í Kongó
, I brezka útvarpinu, bæði
hjá hljómsveitarstjóranum Vic-
tor Sylvester, sem á vissum
dögum leikur óskalög, og eins
í hinum sérstaka óskalaga-
þætti þess. heyrir maður oft
lög sem tilgreint fólk á Is-
landi hefur beðið um. Og i
kvöld (mánudag), þegar ég
var að hlusta á óskalagatini-
ann hjá útvarpinu í Leopold-
ville, kom þar eitt lag, sem
einhver manneskja í Reykjavík
Iceland, hafði beðið um, en nafn
pantandans gat ég ekki greint“.
— Þarna höfum við það. Is-
lenzkir útvarpshlustendur hafa
svo mikinn áhuga fyrir óska-
lagaþáttum, sem þeirra eigin
útvarpsstöð virðist ekki telja
ómaksins vert að halda uppi.
að þeir hika ekki við að senda
óskir sínar á því sviði alla leið
niður í svörtustu Afríku, —
þessi Leopoldville er sem sé
í Belgisku Kongó.
’TgTVrZ+.&'ISt
EIMSKIP:
Brúarfoss fer frá Hull 21. þ. m.
og frá Leith 24. þ. m. til Rvíkur.
Dettifoss fór frá New York 15. þ.
m.; væntanlegur til Rvíkur á
morgun eða Taugardag. Fjallfoss
fór frá Rvík 20. þ. m. til Kefla-
víkur, Vestmannaeyja og Norð-
urlanda. Goðafoss fór frá Rvík í
gærkvöld til Antwerpen og Rotter-
erdam. Lagarfoss kom til New
York 19. þ. m. frá Rvík. Selfoss
fór frá Hofsós síðdegis i gær til
Rvíkur. Tröllafoss fer væntanlega
frá New York 24. þ. m. til Bal-
timore og þaðan 26. þ. m. til R-
víkur. Vatnajökull fór frá Ham-
borg 20. þ. m. til Rvíkur. Dux
fór frá Heroya 20. þ. m. til Gauta-
borgar og Khafnar. Skagen er í
London; fermir sykur til Rvíkur.
Hesnes fermir í Hamborg um 2.
apríl til Rvíkur. Tovelil fermir
áburð í Rotterdam 8.-—20. apríl.
I frásögn Þjóðviljans í gær af
afmælishófi Últímu, féll niður síð-
asti hluti setningar í inngangin-
um. Þar átti að standa að hófið
hefði verið s. 1. sunnudagskvöld.
Breiðfirðingafélagið heldur kvöld
vöku í Breiðfirðingabúð í kvöld
kl. 9. Erlingur Hansson og Jón
Sigurðsson syngja létt lög og nýj-
ustu danslögin. Númi Þorbergsson
flytur gamanvísur um þekkta fé-
laga. Þar að auki verða upplestr-
ar og svo almennur söngur milii
atriða og að lokum páskahug-
vekja.
MÁLVERKASÝNING Valtýs
Péturssonar verður opin alla
hátíðisdagana. Aðsókn liefur
verið mjög góð og 25 myndir
selzt.
Flugferðlr Loftlelða
1 dag er áætlað að fljúga til
flogið laugardaginn 24. marz; þá
verður flogið til Vestmannaeyja,
Isafjarðar, Akureyrar, Sauðár-
króks, Fatreksfjarðar og Hóima-
vikur.
Rafmagnsskömmtunin.
Um páskana verður rafmagns-
skömmtuninni í Reykjavík og ná-
grenni liagað sem hér segir:
Fimmtudaginn 22. marz straum-
laust kl. 11—12 í Hafnarfirði og
nágrenni, Reykjanesi, Árnes- og
Rangárvallasýslum. Föstudag 23.
marz: Austurbærinn og miðbærinn
milli Snorrabrautar og Aðalstræt-
is, Tjarnargötu, Bjarlcargötu að
vestan og Hringbrautar að sunn-
an. Lagardaginn 24. og á páska-
dag verður rafmagnið ekki tak-
markað. Mánudag 26. marz: Auat-
urbærinn og miðbærinn milli
Snorrabrautar og Aðalstrætis,
Tjarnargötu, Bjarkargötu að vest
an og Hringbrautar að sunnan.
riðjudaginn 27. marz: Hlíðarnar,
Norðurmýri, Rauðarárholtið, Tún-
in, Teigarnir og svæðið þar norð-
austur af.
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og
venjulega. — Kl.
11.00 Morguntón-
leikar (plötur): a)
Strengjakvintett í
D-dúr (K593) eftir Mozart (pro
Arte kvartettinn og Alfred Hob-
day flytja). b) Tríó nr. 7 í B dúr
op. 97 (Erkihertoga-trióið) eftir
Beethoven (Cortot, Thaibaud og
Casals leika). 14.00 Messa í Frí
kirkjunni (séra Þorsteinn Björns-
son). 15.15 Miðdegistónleikar (plöt-
ur): Tónverk eftir Corelli, Viv-
aldi og Hándel. 19.25 Tónleikar
(plötur): Lög eftir Palestrina
(Vatikankórinn syngur). 20.20
Kórsöngur: Karlakórinn Þre3tir
úr Hafnarfirði syngur; Páll Kr.
Pálsson stjórnar; við hljóðfærið
Hjörleifur Zophóníasson: a) SiTch-
er: „Gloria". b) Reading: „Vér
stöndum á bjargi". c) Mouk: „Ó,
Jesú barn“. d) Josephson: „Kyrie
eleison". e) Mozart: „Ave verum
corpus". 20.40 Erindi: Listin að
lifa og deyja ’ (Grétar Fells rit-
höfundur).21.05 Sinfóníuhljómsveit
in; Albert Klan stjórnar: a) Tón
verk eftir Wagner): a) „Draum-
ur“ (um stef úr óperunni „Trist-
an og Isolde" b) „Ein Albumbiatt"
c) Hugleiðing um óperuna „Holl-
endingurinn fljúgandi". 21.30 Upp-
lestur: Úr Ameríkubréfum (Lárus
H. Blöndal bókavörður). 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Sin-
fónískir tónleikar (plötur); Sin-
fónía nr. 4 í Es-dúr eftir Anton
Bruckner (Philharmoníska hljóm-
sveitin í Dresden leikur; Karl
Böhm stj.). 23.10 Dagskráriok.
Útvarpið á morgun (föstudagurinn
langi): 11.00 Messa í Dómkirkj-
unni (séra Jón Auðuns). 15.15
Miðdegistónleikar (plötur): Þætt-
ir úr „Mattheusar-passíunni“ eftir
Joh. Seb. Bach (Kór Tómasar-
kirkjunnar og Gewandhaus-hljöm-
sveitin í Leipzig flytja, ásamt ein-
söngvurum; Giinther Rarnin
stjórnar). 19.25 Tónleikar: Ýmis
föstuiög (plötur). 20j20 Tónleikar:
„Stabat mater", tónverk fyrir ein
söngvara, kór og hljómsveit eftir
Rossini. Sinfóníuhljómsveitin og
Tónlistarfélagskórinn flytja verk-
ið, undir stjórn dr. Victors Urb-
ancic. Einsöngvarar: Þuriður
Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir,
Einar Sturluson og Kristinn Halls
son (tekið á segulband á hljóm-
leikum í Þjóðleikhúsinu 6. þ. m.)
21.20 Upplestur: „Kristur fyrir
Pilatusi“, sögukafli cftir Sholem
Asch (Magnús Jochumsson póst-
fulltr. þýðir og flytur). 22.00 Veð-
urfregnir. Tónleikar (plötur): Pi-
anókvintett í f-moll op. 34 eftir
Brahms (Rudolf Serkin og Busch-
kvartettinn leika). 22.45 Dagskrár-
lok. —
Laugardagur 24. marz: 15.30 Mið-
degisútvarp. 15.55 Fréttir og veð-
urfregnir. 18.25 Veðurfregnir. 19.25
Tónleikar: Samsöngur (plötur).
20.30 Útvarpstríóið: Tríó í F-dúr
eftir Gade. 20.45 Páskaþættir eft-
ir Karel Capek, í íslenzkri býð-
ingu eftir Karel Vorovka. Leik-
stjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen.
21.30 Tónleikar (plötur): Þættir
úr „Requiem" eftir Verdi (Kór og
hljómsveit Scala-óperunnar í Atil-
ano flytja, ásamt einsöngvurum:
Frainhald á 6. síðo.