Þjóðviljinn - 22.03.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.03.1951, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 22. marz 1951 — 16. árgangur — 68. tölublað ■* Sotvétsendinefndin í heimsókn í Tónlistarskólanum. Frá vinstri: Khatsjatúrían, Porosjenko ráðsritari, Perventzev, Kazantezva, Lupukov, Kristinn Andrésson. Atvirmuleysi mikiS á Bildudal Dagana 6. til 11. márz 1951 fór fram á Bíldudal at- vinnuleysisskráning yfir febrúarmánuð'. Var skráningin framkvæmd á vegum verkalýðsfélagsins „VAR.NAR“, eins og áður. skor- ar á rikisstjórnina aS framlengja lögin um eitt ár Á fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var 14. marz 1951, var eftirfarandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Bæjarstjóm Reykjavíkur hefur nú lýst yfir því, að hún aetli ekki að nota sér rétt tþann, er hún hefur lögum samkvæmt., til þess að franilengja ákvæði húsaleigulaganna varðandi leigu- húsnæði í þeim húsum, sem eigandi býr í sjálfur. — Fulitrúa- ráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík telur að þetta muni hafa hinar alvarlegustu afleiðingar. fyrir þær fjölskyldur, sem sagt hefur verið upp húsnæði síhu frá 14. maí n.k., og skorar alvar- lega á ríkisstjórnina að framlengja þessi ákvæði húsaleigulag- anna tál 14. maí 1952. — Væntir Fulltrúaráðið þess fastlega, að máli þessu verði ráðið til Iykta með bráðabirgðalögum hið allra fyrsta. Ennfremur skorar Fulltrúaráðið á ríkisstjórnina að skipa nefnd manna til þess að semja frumvarp til laga um Ieiguhús- næði og leggur áherzlu á, að verkalýðssamtökin og samtök leigjenda eigi fulltrúa í nefndinni, svo og að. störfum nefndar- innar verði hraðað svo, að leggja megi tillögur hennar fyrir næsta reglulegt AIþingi.“ ASslfundur Stjórn og fulltrúaráð verka- kvennafél. Brynju, á Siglu- firði var sjálfkjörin og er hún þannif skipuð: Formaður: Ásta Ólafsdóttir, varaform.: Hall- dcra Eiríksdóttir, ritari: Ólína Hjákngrsdóttir, gjaldkeri: Guð rún Sigurhjartardóttir, með- st jórnandi: Hólmf ríður Guð- mundsdóttir. Eignaaukning félagsins á ár ini' varð kr. 5561,10. Áfmælismót Vals í hancfknattleik 1 tilefni af 40 ára afmæli Vals efnir félagið til hand- knattleiksmóts í íþróttahúsinu að Hálogalandi miðvikudaginn 28. og föstudaginn 30. marz n. k., fyrir meistarafl. karla og ver'lur það utsláttarkeppni. 8 félög taka þátt í mótinu. Keppt verður um verðlaunagrip, sem félagið hefur gef ið, og vinnst hann til -e-ignar. Páskamyndir kvikmyndahúsanna: Stjörnubíó: „Það hlaut að verða þú“, amerísk mynd frá Columbía, með Cornel Wilde og Ginger Rog- ers i aðalhlutverkum. Gamia Bíó: ,.Ha\vaii-nætur“, amerisk dans- og söngvamynd. Að alhlutverk leikin af Ester Willi- ams og Peter Lawford. Tjarnarbíó: „Á Kon Tiki yfir Kyrrahaf". Myndin var tekin i ferðinni, og sýnir því eingöngu raunverulega atburði. Hafnarbíó: „Svarti galdur", amerísk mynd eftir sögu A'.ex- anders Dumas um Cagliostro. Að- alhiutverk leikin Orson Welles og Nancy Guild. Nýja Bíó: „Gleðidagar í Paris" heitir páskamyndin i Nýja Bió. Aðalhlutverkið leikur franski vísnasöngvarinn Charles Trenet. Skíðalyftan í lagi Skíðalyftunni hjá Skíðaskál- anum í Hveradölum hefur nú aftur verið komið í lag, og verður hún í gangi yfir allar hátíðirnar. Einnig hefur Skíða félagið gert ráðstafanir til að upplýsa brekkurnar þarna, þeg ar þörf gerist á kvöldin. — Skíðafæri er nú gott í Hvera- döluro. Eisenhower skipaöi fvitlausan hers- höfðingja! Danski hershöfðinginn ' Görtz hefur iýst yfir, að það hljóti að stafa af ein- hverjum mistökum, að Eis- enhower hershöfðingi til- kynnti í fyrradag, að hann yrði skipaður yfir landher A-bandalagsins í Danmörku. Danski landvarnaráðherr- ann segist ekki skilja upp eða niður í tilkynningunni. Görtz er að iáta af störfum við yfirstjórn danska liers- jlins fyrir aldurs sakir. Skíðamót íslands hefst á ísaficði í dag Skíðamót Islands verður haldið á Isafirði, og liefst það í dag á svigi kvenna í A- og B- fiokki. Milli 70 og 80 keppendur munu taka þátt í mótinu frá Reykjavík, Isafirði, Siglufirði, Héraðssambandi Strandamanna Héraðssambandi Þingeyinga, Akureyri og Iþróttafélaginu Sameining í Ólafsfirði. Keppt verður alla páskadagana. Á skírdag verður keppt í göugu 18 km, fyrir drengi 17—19 ára, og auk þess í svigi kveuva. Á föstudaginn langa verður ke.ppt í bruni í ö'ilum flokkurn og á laugardaginn fer fram sveita keppni í svigi, um svigbikar „Litla skíðafélagsins'1, og i boð göngu. Á páskadag verður keppt í stökki, í öllum flokkum, og svigi í A- og B-fl. karla. Annan páskadag verður 30 k.m ganga. MikiJl snjóv er vestra og er mikill viðbúnaður í sam- bandi við mótið. Skiði.áö ísa- fjarðar sér um mótið. AIls voru skráðir 22 — tuttugu og tveir. Þar af voru: 9 f jölskyldumenn með 25 á af 16 börn). Höfðu þeir haft samanlagt kr. 7556,00 í vinnulaun í febrúar- mánuði, eða að meðaltali kr. 840,00 hver, eða kr. 222,00 til framfærslu hvers einstaklings í fjölskyldum þeirra. — 8 ein- hleypir karlar. Samanlögð vinnulaun í febrúar krónur 5930,00, eða að meðaltali kr. 740,00. 5 einhleypar konur. Samanlögð vinnulaun í febrúar íkr. 2271,00, eða að meðaltali kr. 454,00. Enn sem fyrr skorti mjög á almenna þátttöku þess fólks, er líkt var ástatt um og það, er skráð var, því að undanskildum fáum mönnum, er vinnu höfðu við bryggjugerð í þorpinu, og bátamönnum (20), er höfðu kr. 1250,00 í hlutartryggingu yfir mánuðinn, mun útkoman hafa verið almennt mjög lík því, sem skráningin sýnir. Atvinnuhorfur eru enn ó- breyttar, að öðru leyti en því, að von er um að afli glæðist og gæftir batni er fram á ver- tíðina kemur, svo vinna aukist eitthvað af þeirri ástæðu. Her USA tvö- faldaður Marshall landvarnaráðherra hefur skýrt frá því að nú séu yfir 2.900.000 Bandarikjamenn undir vopnum og sé það helm- ingi fleiri en í júlíbyrjun í sum ar, er Kóreustríðið hófst. Á- kveðið hefur verið að fjölga enn um 600.000 manns í hern- um. Drengor lærbrotnar Um kl. 2 í gær varð 4 ára drengur fyrir bifreið á Freyju- götu og lærbrotnaði. Drengur- inn heitir Edvarð Örn Olsen og á heima að Baldursgötu 30. Slysið vildi til er verið var að moka uppgreftri á vörubiC- reið fyrir framan húsið nr. 15 við Freyjugötu. Bílstjórinn var að færa bílinn og fann þá að hann ók yfir einhverja ójöfnu á götunni, en hélt að það væri klakaköggull og vissi ekki hvað gerzt hafði fyrr en hann leit til baka og sá að lítill drengur lá á götunni og að menn, sem voru að vinna þarna, voru að taka hann upp. Drengurinn var fluttur í Landspítalann, og kom í ljós að hann var lærbrotinn og hafði hlotið skrámu á höfði. íslandsmói í badminton hefst klukkan 2 í dag Að þessu sinni verður Is- landsmótið í badminton haldið hér í Reykjavík og hefst það í íþróttahúsi IBR við Háloga- land kl 2 e.h. í dag. Heldur mótið áfram á laug- ardag og páskadag, en lýkur á annan í páskum. Þátttakend- ur eru 27 frá þrem félögum: TBR 15 þátttakendur, UMF- Snæfell, Stykkishólmi 8 og ÍR 4 þátttakendur. Keppni fer fram í öllum greinum: Einliða- Leik karla og kvenna og tví- keppni. Þetta er þriðja Islands- meistaramótið í badminton og má gera ráð fyrir skemmtilegri Ikeppni, því þarna koma fram allir beztu badmintonmenn þess ara félaga, Ben. G. Waage, for seti ISl setur mótið. Var kannski Alþýðnsambands- stjórnin ein þeirra seni þagði? Island er aðili að Alþjóðavinnumálaskrifstofunni sem hefur aðsetur í Genf. Ríkisstjórnin hefur sent þangað sem fulltrúa íslands Píramídaspámanninn Jónas Guðmundsson. I nýkominni sikýrslu frá honum um þinghald Alþjóðavinnu- málaskrifstofunnar segir að skrifstofan hafi, til undirbúnings umræðum um málið: „sömu Iaun til karla og kvenna fyrir störf af sama verðmæti“, sent ríkisstjórninni íslenzku spurningalista þar „sem óskað var eftir að ríkisstjórnir aðildarríkjanna svör- uðu og létu í Ijós hvernig þær vildu að væutanlegum alþjóða- reglum um þetta mál yrði háttað. Spurningalista þennan lét fé- lagsmálaráðuneytið á sínum tíma þýða á ísienzku og sendi hann þeim félagasamtökum, sem það taldi að ínálið skipti mestu, og' óskaði álits þeirra á því, hversu svara bæri þessum spurniug-um. . Ráðuneytinu bárust engin svör frá þessum félaga- samtökum og svör við spurningalistanum voru því ekki send alþjóðavinnumálaskrifstofunni. Var kannske ekki sendur spurningalisti til Alþýðúsambands stjómarinnar ? Eða var hún kannske ein þeirra sem ekki sá á- stæðu til að segja álit sitt um sömu laun fyrir söniu vinnu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.