Þjóðviljinn - 22.03.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 22. marz 1951 - Bæjarfréttir Framh. af 4. síðu Carlo Sabajno stjómar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22 05 Lestri Passiusálma lýkur: Sálm- •ur nr. 50 (séra Kristinn Stefáns- son). 22.15 Tónleikar: Þœttir úr ýmsum tónverkum (plötur). 23.00 Dagskráriok. l'áskadagur 25. marz. 9.30 I.úðra- sveit Reykjavikur leikur; Paul Pampichler stjórnar. 15.30 Miðdeg istónleikar a) Þœttir úr óratór- íinu „Elías" eftir Mendelssohn (Huddersfield-kórinn og Phílhar- moniska hijómsveitin i I.iverpool flytja, ásamt einsöngvurum; Mal- colm Sargent stjórnar). b) Páska forleikur eftir Rimsky-Korsakov (Sinfóniuhljómsveit í Philadelphiu Stokowsky stjórnar). 19.25 Tón- leikar: Pianóverk eftir Liszt. 20.15 Sinsöngur: Prú Svava Storr; við hljóðfæriö Fritz Weisshappei: a) Ave María eftir Sigurð Þórðarson. b) Isl. vögguljóð á Hörpu, eftir Jón Þórarinss. c) Komdu, komdu, kiðlingur eftir Emil Thoroddsen. d.) Þú ert — eftir Þórarin Guð- mundsson. — Weisshappel leikur ljóðræn smálög eftir Grieg. e) O sessate di piagarmi eftir Schar- latti. f) Lascia chiopianga eftir Hándel. g) Aria úr óp. Brúðkaup Pigarós eftir Mozart. 20.45 Páska- hugleiðing (séra Friðrik Friðriks- son). 21.00 Orgelleikur í Dómki-.kj- unni; dr. Páll Isólfsson leikur tón verk eftir Joh. Seb. Bach: a) Toccata og fúga í d-moll. — b) Passacaglia i c-moll. — c) Prelúd- ía og fúga i Es-dúr. 21:40 Upplest ur: Lárus Pálsson leikari les kvæði. — Tónleikar (plötur). Sin- fónía nr. 9 i d-moll eftir Beethov- en. 23.05 Dagskrárlok. Mánudagur 2G. marz. K1 11.00 Morg untónleikar: a) Oktett í Es-dúr op. 20 eftir Mendelssohn (Int.er- national strengjaoktettinn leikur). b) Kvintett fyrir blásturshljóðfæri op. 43 eftir Carl Nielsen (Blásara- kvintett konunglegu hljómsveitar- innar í Kaupmannahöfn leikur). 15.15 Miðdegistónleikar: a) Þættir úr óperunum Lohengrin og Meist- arasöngvararnir éftir Wagner. b) Haydn-tilbrigðin eftir Brahms (Philharmoníska hljómsv. í Lon- don leikur; Casals stjórnar). 18.30 Barnatimi (Þorst. Ö. Stephensen): a) Barnakór útvarpsins syngur; Páll Kr. Pálsson stjórnar. b) Upp lestur: Frú Svava Fells. — o. fl. 19.30 Tónleikar: Sónata i Es-dúr op. 81 (Kveðjusónatan) eftir Beet hoven (Artur Schnabel leikur). 20-20 Kvöldvaka Blaðamannafélags Islands: Þjóðfundurinn og aðrir atburðir ársins 1851. — Samfelld dagskrá: Upplestur og tónleikar. 22.05 Danslög. Boðið upp í dans: a) Hljómsveit Björns R. Einars- sonar leikur. — Jón Alexanders- SÆMUNUR ÓLAFSSON hefur beðiö blaðið um „leiðréttingu" hann eigi nú ekkert í Kexverk- smiðjunni Esju og sé þar hvorki í stjórn né varastjórn. Upp- lýsingar ,,sjómanns“ muni vera ;frá árinu 1944, þá hafi liann átt 1000 kr. í fyrirtækinu og 'setið í varastjórn. — Telur Þjóðviljinn rétt að birta þetta, en að sjálfsögðu með þeim ryrirvara að þetta eru óstað- festar upplýsingar £?æmundar sjálfs. son stýrir dansinum. b) 23.30 Ým- is danslög af plötum. 01.00 Dag- skrárlok. Helgidagslæknar: Skirdagur: Friðrik Einarsson, Efstasundi 55. — Simi 6565. Föstudagurinn langi: Jóhannes Björnsson, Hverfisgötu 117. — Simi 6489. Laugardaginn fyrir páska: Kjartan R. Guð- mundsson, Úthlið 8. — Simi 5351. Páskadag: Hannes Þórarinsson, Sóleyjargötu 27, sími 80460. Ann- an i páskum: Axel Blöndai, Drápu hlíð 11. — Sími 3951. Vörujöfnun KKON. Félagsmenn, sem eiga eftir vöru jöfnunarreit V 1 og 2 af vörujöfn- unarseðli 1950—1951 geta fengið afgreiðslu laugárdaginn 24. marz og þriðjudag og miðvikudag 27. og 28. marz. IUð úrlega áíthagumót Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavlk verður haldið sunnudaginn 1. april n. k. Mótið verður auglýst síðar. Trípólibíó: „Rebekka", amer- ískmynd gerð eftir samhefndri ískmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu, sem komið hefur út sem komið hefur út i ísl. þýð- ingu. Páskamessur. — Laugarneski rk j a. Messáð á skírdag kl. 2 e. h. (Altaris-- ganga). Sr. Garðar Svavarsson. Föstu- dagurinn langi: Messað kl. 2 e. h. Sr. Garðar Svavarsson. Páska- dagur: Messa kl. 8 árdegis. — Sr. Garðar Svavarsson. Mess- að kl. 2.30 siðdegis. Sr.' Garðar Svavarsson. Ánnan páskadag': Messað kl. 2 e. h. Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 f. h. Sr. G " <r Svavarsson. Fossvogsklrkja. ?' :saö á páska- dag kl. 11 áidajis.' Sr. Garðar Svavarsson. Nesprestakall. Skír- dagur: Messað í Mýrarhússkóla kl. 2.30 Föstudagurinn langi: Messað í Fossvogskirkju kl. 11 f. h. og i Kapellu Háskólans kl. 2. Páskadagur: MesSáð i Kapellu Háskóians kl. 2 e. h. Annan í páskum: Messað i Kapellu Há- skólans kl. 11 árdegis og í Mýrar- hússkóla kl. 2.30. Sr, Jón T.hói;- arensen. — Dómkirkjan. Skírdag- ur: Messa kl. 11. Sr. Bjarni Jóns: son. (Altarisganga). Föstudagur- inn langi: Messa kl. 11. Sr. Jón Auðuns. Kl. 5 messa. Sr. Bjarni Jónsson. Páskadagur: Messa kl. 8 árdegis. Sr. Bjarni Jónsson. Messa kl. 11. Sr. Jón Auðuns. Messa ki. 2. Sr. Bjarni Jónsson. (Dönsk messa). Annan páskadag: Messa kl. 11 f.h. Sr. Bjarni Jóns- son. (Altarisganga). Messa kl. 5. Sr. Jón Auðuns. — Óháði fríkirkju söfnuðurinn. Hátíðamessur í Að- ventkirkjunni: Föstudagurinn langi: Messa kl. 5 e. h. Páska- dagsmorgun kl. 8. (Sr. Kristinn Stefánsson prédikar). Páskadag- ur: Messa kl. 2 e. h. Sr. Emil Björnsson. — Fríkirkjan. Skírdag- ur: Messa kl. 2 (Altarisganea). Föstudagurinn langi: Messa kl. 5 e. h. Páskadagur: Messa kl. 8 f. h. og messa kl. 2 e. h. Annan páskadag: Barnaguðsþjónusta kl. 2. Sr. Þorsteinn Björnsson. — Háskólakapellan. Messað í kap- ellu háskólans á páskadag kl. 11 f. h. Björn Magnússon prófessor prédikár. IÍ.F.U.M. Frikirkjusafnaðariiis heldur fund i kirkjunni annan páskadag kl. 11 f.h. Undir eilífdarstjörnum Eftir A.J, Cronin 120. DAGDR. vel að hann flýtti sér svona mikíð. Honum ^fannst trúlegt, að hefði hann sjálfur verið < jsporum læknisins hefði hann liraðað sér alveg eins mikið. Hann neyddi sjálfan sig til að vera sanngjam. Hann hafði heitið því að vera ró- legur. Það var eina leiðin — að beygja sig í blindni fyrir hinu óhjákvæmilega. Að öðrum kosti yrði hann vitskertur fyrr en varði. Hann hafði hugsað málið vandlega nóttina. áður og tekið ákvörðim sína. Sköllótti liðsforinginn hvarf um leið og lækn- irinn og skildi fangana eftir í höndum nýs varðmanns, sem hafði komið inn án þess að nokkur þeirra hefði orðið þess var. Hann var lítill, þrekinn og hálsstuttur og fráhrindandi í framkomu. Hann hafði stóran mumi og þunnar varir og keyrði svipljótt höfuðið sifellt út í loftið eins og hann væri alltaf á verði. Hann hét Collins. Þegar hann hafði lokið við áð virða fangana fyrir sér fékk hann hverjum þeiira númer og klefanúmer. Arthur fékk 115 og klefa nr. 273. Svo opnaði Collins þunga jámhurð og sagð: byrstur; „Nú, af stað með ykkur og ekkert hangs". Þeir gengu út og þrömmuðu í haiarófu inn í fangelsið sjálft. Það var byggt eins og brunnur, djúpur, glymj andi brunnur með fangaklefum allt í kring, hæð eftir hæð, óendanlega hátt upp. Á hverri hæð vom jámgrindur, svo að þetta líktist risastóru búri umhverfis bmnninn. Loftið var nístandi kalt og þrátt fyrir megna karbóllykt var það þrungið myglu- og moldarþef. Það fór hrollur um Arthur og hann liélt ósjálfrátt niðri í sér andanum. Collms visaði honum á kléfa nr. 273. Þáð var á þriðju hæð. Arthur gekk inn. Klefinn var tvisvar sinnum fjórir metrar og mjög hár undir loft. Veggirnir voru úr múrsteini, málaðir að neðan með gulbrúnni oliumálningu og kalkað- ir að ofan. Efst á einum veggnum var agnar- lítill gluggi með þykkum járngrindum fyrir Jafnvel í glampandi sólskini komst varla nokk- ur birta inn um þessa glufm Rafmagnspera í búri, sem kveikt var á fyrir utan klefann, varp- aði daufri birtu yfir klefann. Gólfið var stein- steypt og í einu horninu stóð emaljeruð kanna og náttpottur. . Þefurinn úr hundruðum þess ara náttpotta barst um allt fangelsið frá kjall- ara til efsta lofts. Rúmið var bekkur, tveggja metra langur og þrír fjórðu úr meter á breidd, með teppi yfir en án dýnu. Yfir bekknum var liilla með emalj- eraðri krús, diski, ásamt skeið og jámhnif. Tafla með griffli hékk fyrir ofan hilluna og und- ir töflunni lá biblía til frjálsra afnota. Þegar Arthur hafði litazt um í klefanum og sneri sér við, sá liann að Collins stóð í dyrun- um eins og hann vænti þess að heyra álit han? á vistarverunni. Efri vör hans var uppbrett og hann keyrði hausinn út í loftið. Þegar hon- um skildist að Arthur lá ekkert á hjarta, gekk hann burt án þess að mæla orð. Þegar liurðin, þung hurð með litlu gægju- gati með grindum fyrir, hafði fallið að stöf- um, settist Arthur á bekkinn sinn. Hann var í fangelsi. Þetta herbergi Var fangakiefi og hann sat inni 1 klefanum. Hann var ekki lengur Artb- ur Barras. Hann var fangi nr. 115. Þrátt fyrir allan góðan ásetning læsti ísköld örvæntingin sig um hann. Þetta var vemi, DAVÍÐ - - 'Áy i¥- vl Vtt „,(£((<“•..twfe., '' Vv« s («• \w< )»H3 1 * 1 Ww- ' • / /vi; V«((*»lli. \ifU a/ . <i-f * fr ® /;$ S w; Lk zé miklu verra, en hann hafði búizt við. Það var hægt að tala borginmannlega um fangelsi með- an maður var frjáls maður og hafði enga hug- mynd um livað fangelsi var í raun og veru. En þegar í fangelsið var komið var öðm máli að gegna. Fangelsi var hræðilegur staður. Hann horfði i kringum sig í þröngum hálfdimmum klefanum. Nei, þetta yrði vist ekki svo auðvelt þegar á hólminn var komið. Klukkan sjö kom kvöldmatur. Það var auka- skammtur handa hinum nýkomnu, og það var full skál af vatnsgraut. Hann neyddi sjálfan sig til að ljúka úr skálinni þótt hann fylltist ógleði. Hann át standandi og þegar liaim var búinn, settist hann aftur á bekkinn. Hann vissi að hann mátti helzt ekki byrja að hugsa. Og hann hafði ekkert annað að gera. Hann sá ekki til að lesa í biblíunni og hann hafði ekkert til a'ð skrifa á töfluna. Hann hugsaði: Hvers vegna er ég hér? Hann var héma vegna þess að hami neitaði að drepa, vegna þess að hann neitaði að fara og reka byssusting gegnum einhvern mann á fúamýri í Frakklandi. Hann sat ekki héma af bví að hann hafði framið morð, heldur vegna þess að hann vildi ekki fremja morð. Þetta var undarlegt, það var næstum hlægi- iegt. En þvi meir sem hann hugsa'ði um það, þeim mun minna sá, hann hlægilegt við það, og brátt fóm líkamleg einkenni taugaóstyrksins að koma í ljós. Lófar hans urðu blautir af svita. Svitmn spratt fram eins og hann væri óstöðvandi. Meðan hann sat þama heyrðist allt i einn skerandi vein, svo að hann hrökk vid. Það kom neðst úr fangelsinu — stjómlaust, lang- dregið, dýrslegt öskur. Arthur spratt á fætur. Taugar hans titruðu eins og strengir sem skulfu fyrir loftbylgjun- um. Hann hlnstaði í æsingi. Veinið varð að vitskertu, drynjandi öskri. Svo hætti það skyndi- lega. Það var eins og þráður hefði verið höggv- inn i sundur. Og upp úr þögninni spratt spurn- ingin um, hvemig kveinið hefði verið þaggað niður. Artliur fór að stika fram og aftur í klefanum. Hann , gekk hraðar og hraðar. Hann beið þess að veinið lieyrðist aftur, en það kom ekki. Loka var hann næstum farinn að hlaupa, eins og dýr í búri, fram og aftur yfir steinlagt gólfið í klefanum — þá hringdi bjalla og ljósið slokkn- aði. Hann stóð grafkyrr í myrkrinu; svo fór liann úr khakitreyjunni með fangelsismerkinu og fleygði sér útaf á bekkinn. Hann gat ekki sofn- að. Hann reyndi að sannfæra sjálfan sig um að hann gæti ekki vænzt þess að sofna strax fyrstu nóttina og hann mundi brátt venjast þessum grjótharða beði. En hugsanirnar þyrluðust gegnum hug hans,' skýrar og litauðugar og' loks fylltu þær klefann. Andlit og atburðir birt- ust honum og hurfu aftur. Hann sá föður sinn, Hettý, Ramage, nefndinsí, líkin úr Neptúnnámu- slysinu, og lík liermannanna á vígvöllunum með stirðnuð, sljó og undrandi augu. Allt rann saman i eitt og þyrlaðist í hringi hraðar og hraðar. Hann hélt báðum höndum dauðahaldi í bekkinn eins og til varnar gegn þessum óskapn- aði sem þrúgaði hann alla nóttina. Klukkan hálfsex um morguninn, meðan enn var niðamyrkur, hringdi fangelsisbjallan. Arthur fór fram úr. Hann þvoði sér, klæddi sig, braut saman teppið og tók til í klefanum. Hann hafði varla lokið því, þegar lykli var snúið i skránni. Það var undarlegt hljóð, eins og þegar tveim ójöfnum málmflötum er núið harkalega saman. Það nísti merg og bein. Collins fleygði til hans hrúgu af sniðnum póstpokum og lirópaði: „Saumið þá saman!“ Svo skellti hann hurð- inni aftur. Arthur tók póstpokana, þeir voru úr grófum, óbleiktum segldúk. Hann hafði ekki hugmynd um hvað hann átti að gera við þá og lagði þá frá sér aftur. Hann sat og starði á sniðna part- ana til klukkan sjö, en þá var lyklinum aftur snúið í skránni og morgunmat hans var ýtt inn fyrir. Morgunmaturinn var vatnsgrautur og' þykkur rúgbrauðshleifur. Eftir morgunmatinn rak Collins aftur haus- inn inn um gættina. Hann virti fyrir sér ósnerta póstpokana og leit síðan undarlegu augnaráði á Arthur. En hann kom með engar semdir. Hann sagði aðeins lágri röddúj: athuga-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.