Þjóðviljinn - 22.03.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1951, Blaðsíða 5
> Fimmtudagux 22. marz 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Björn TK. Björnsson listfræðingur: Sýning Valtýs Péturssonar Þegar ég kom niður í Lista- mannaskála á föstudag, rétt áður en sýning Valtýs Péturs- sonar skyldi opnuð, sátu þeir þar umhverfis píanó fjórmenn- ingarnir Jóhannes Jóhannesson, Kjartan, Kristján Davíðsson og Valtýr og voru að leggja síð- ustu hönd á upphenginguna Þessir fjóru ungu listamenn fóru allir til Ameríku á stríðs- árunum til listnáms, allir undir samskonar áhrifum, aðallega frá Þorvaldi, og þegar þeir komu aftur heim höfðu þeir samflot á hinum umdeildu Septembersýningum og voru í hugum almeanings nokkum- veginn eitt og það sama: flytj- endur nýrrar stefnu í íslenzkri málaralist, sem almannarómur felldi undir það nýja og skemmti lega stílheiti „septembrisma". En nú hafa þeir sannarlega skotið þessu nýyrði ref fyrir rass, því stílheitið „septembr- ismi“ yrði nokkuð óþægilega víðtækt, ef það þyrfti að ná jafnt yfir hinar litsterku kompositionir Jóhannesar, blá- gulu myndir Kjartans, kynleg- ar sýnir Kristjáns Davíðssonar, sem virðast stundum annars heims, og þessar jafnvægu og rólegu samatillingar Valtýs, sem hér er að sjá! Nei, það er einmitt það skemmtilega, að fjórmenningamir, hafa einn og einn ikvatt samflotið og siglt hver sína leið og standa nú orðið næstum eins fjarri hver öðrum í listrænum skilningi og nokkrir tveir samtíðarmenn geta gert. Þetta sýnir lifandi og öran þro3ka, sem er ekki sízt að þakka því, að þeir hafa feomizt suðureftir, til Frakk- lands og ítalíu, og drukkið í sig nýjan kraft. Og framför Valtýs á síðasta hálfu öðru ári er meiri en nokk- urn hefði getað órað fyrir. Þeg- ar ég kom heim af sýningunni, dró ég fram mynd, sem hann liafði gefið mér í París haustið ’49. Það var án efa með beztu myndum han3 þá, en nú væri þessi samá mynd ekki nærri nógu góð til þess að vera með á sýningunni. Því miður er sýn- ingin ékki þannig hengd að greinilega megi sjá hin mismun andi þróunarstig þessa skamma tíma. En ef vel er að gáð, má rekja sig áfram allt frá elztu myndunum, sem sýna sterk á- hrif Þorvaldar, um myndir frá Italíu í heitum litum, rauðu og fjólubláu, tvö aðgreinanleg stig frá Parísartímanum, þar sem annað a. m. k. ber mikið svip- mót Braque og Marchand og svo síðustu myndirnar, sem hann hefur nýlega máiað og jafnvel lokið við hér heima. Á meðal þeirra er stærsta mynd sýningarinnar nr. 1 (Á vinnu- stofunni) nr. 59 (Uppstilling), stóll og borð með skál og hnífi, og hin fína mynd nr. 6, Við gluggann. Ef menn vilja sjá þessa öru þróun í tveimur mynd um, sem hanga hlið við hlið, vil ég benda þeim á myndirnar nr. 61 (Grái glugginn) og nr. 42 (Suðrænn bær við sjó), sem báðar hanga utanlega til hægri. 1 fyrrí myndinni, Grái glugginn, sem er líkiega elsta mynd sýn- ingarinnar, þótt hann hafi unn- ið að henni öðru hvoru síðan, er vægast sagt bæði þunglama- leg Ikomposition og harðir og grófir litir. Hún á hér ekkert erindi, nema til samanburðar. Yfir hinni myndinni, nr. 42, er aftur á móti mjúk og suð- ræn birta, eins og slikja, sem er dregin yfir litina, ásamt ör- uggri og fínlegri flatarskipun. Hún er eflaust ein bezta mynd- in þar inni. Á meðal annarra mynda, sem mér þykja skara fram úr, er myndin Við gluggann, nr. 6 (sem hér er prentuð). Þar er einnig mjög klár og hógvær myndskipun, og fínn leikur í gráum millitónum með ólívu- grænu í bakgrunn og parísar- bláu borði. Og ekki má gleyma svarta litnum í skálinni með rauðum og fjólubláum ávexti. En hér, eins og víðar á sýn- ingunni, er svart notað sem litur, — ekki aðeins til af- mörkunar, heldur sem einn meg inliturinn í byggingu myndar- innar. Þessi notkun á svórtu er að mestu nýtt fyrirbæri í listsögunni; hefur mikið verið notað t.d. af Braque, Picasso, Miro og Matisse, en ekki minn- ist ég þess í svip að hafa séð það hjá islenzkum listamanni fyrr en hér. Hér má greinilega sjá, hve mikið Valtýr hefur lært af Frökkunum, bæði í lita- meðferð og myndskipun. Mið- að við þessa mvnd virðast mér stóru samstillingarnar, nr. 1 og nr. 4 ekki vera eins sannfær- andi listaverk. Einnig vil ég benda sýningargestum á mynd- irnar nr. 23, sem er örsmá, í fínum grænum tónum og mjúkri efniskennd, og nr. 27 einnig á vinstri langvegg, þar sem bláir smáfletir eru settir á gráan grunn á einstaklega skemmtilegan hátt. Þeim sem eru óvanir ab- straktion í myndlist og hafa ekki enn lært að njóta lita- og flataskipunar án þekkjanlegs mótífs, gefst hér tækjfæri til þess að fylgja sama mótífinu í gegnum fimm mismunandi stig, allt frá hreinum natúral- isma til óhlutlægrar túlkunar verkefnisins. Það er í bátamynd unum, sem eru frammi við dyr. Sú fyrsta þeirra, sem hangir næst dyrunum á vinstri lang- vegg (því miður eru þær ótölu- Bátar (telkning) 1950. settar) er natúraiistisk penna- teiknir.g, dáiítið innar hang- ir svo önnur, þar sem mótíf bátanna er brotið upp 5 af- maHkaðri fleti; í þeirri þriðju, til hægri er mótífið leyst enn frekar upp (líkt og í myndinni, sem er prentuð hér) og síðan æ meir, þar til síðasta myndin (einnig til hægri) er hrein ab- straktioa lita cg flata, þar sem örlar þó f\mir hlnu upphafkga mótífi, bátuaum, í þeirri lög- un, sem fletirnir hafa tekið á sig. Gaman hefði verið að hengja allar þessar myndir í röð, svo þeir, sem vilja kyn.i- ast þessum vinnumáta nútíma- máíara, hefðu átt þar greiðari aðgang. Þótt. sýningin hefði verið mun sterkari heiid, ef nokkr- Framhald á 7. slðu. B Ó/go / ol íuIön d unum Við gluggann 1950. PANDARISKI hæstaréttai- dómarinn William O. Douglas. sem er mikill f jallgöngugarpur og hestamaður, fór til Irans í fyrra til að klífa þar tinda og þeysa með hirðingjaþjóðflokk- um um slétturnar. 1 síðasts mánuði skýrði hann i ræðu í heimalandi sínu frá því, sem hann lærði af að umgangast Iransbúa og aðrar Asíuþjóðir sem hann heimsótti. „Ef við höldum áfram óbreyttri utan- rikisstefnu okkar, sérstaklega í Asíu“, sagði dómarinn, „ef við höldum áfram eins og nú horfir, erum við dæmdir til að bíða skipbrot. Ég aflaði mér ekki upplýsinga í höfuðborgum Asíulandanna heldur í við- ræðum við bændur og geita hirða úti á landsbyggðinni. Heimurfnn er frábrugðinn þv; sem við í Bandaríkjunum höf- um ímyndað okkur. Það er nefnilega bláköld staðreynd, að bylting er að ganga yfir heim- inn, og hana er ekki hægt að kaupa af sér með dollurum. Það er ólga í hverju einasta þorpi frá Miðjarðarhafi til Kyrrahafs". fcoKIvEKT bendir tit að ráðamenn Bandaríkjanna hafi gef ið varnaðarorðum hæsta ■ réttardómarans minnsta gaum, en i ijósi síðustu atburða í Iran fá þau á sig spámann- legan blæ. Byltingarólgan með- al bændanna og geitahirðanna, sem foouglas umgekkst, hefur haft þau áhrif í höfuðborginni Teheran, að stjórnir Bandaríkj- anna og annarra Vesturvelda eru vaknaðar við vondan draum. Þing irönsku stórjarða- eigendanna, sem áratugum saman hefur verið í vasanum á Bretum, rýkur allt i einu til og samþykkir að þjóðnýta oliulindir landsins og byggja út brezka auðfélaginu, sem hélt sig hafa þær til afnota til 1993 að minnsta kosti. Ofstækisfull- ur þjóðernissinni hefur myrt Ali Rasmara forsætisráðherra fyrir að standa gegn þjóðnýt- ingunni og hverjum þeim öðr- um, sem dirfist að ganga er- inda útlendu olíuhringanna, er hótað sömu meðferð. Það kem- ur fyrir ekki þótt brezku sósi- aldemokratarnir hóti „róttæk- um aðgerðum" gegn Irans- mönnum fyrir að gerast svo djarfir að feta í fótspor þeirra og þjóðnýta auðlindir land-; síns. Acheson hefur sent einn af aðstoðarutanríkisráðherrum sínum gagngert frá Washing ton til Teheran að leiða stjórn arvöldunum þar fyrir sjónir. hvað til þeirra friðar heyri, en engu að síður er talið víst að öldungadeild Iransþings samþykki þjóðnýtingu olíulind- anna einróma einsog fulltrúa- deildin. WAKl.A er hægt áð hugsa sér biturri kaldhæðni örlag- anna en það, þegar brezkir sósialdemokratar rífa hár sitt og skegg af bræði yfir að stórjarðeigendur og aðrir ve’,1- ríkir yfirstéttarmenn í Iran skuli ákveða þjóðnýtingu at- vinnuvegar. Engin ástæða er til að halda, að þjóðnýtinga •• samþykktin stafi af því að þingmenn í Teheran hafi skyndilega tekið sinnaskipt- um og aðhyllzt sósíalisma. viðbrögð Attlee og félaga hans eru hins vegar glöggur vitn- isburður um, hversu djúpt sósíalisminn ristir hjá brezku hægrikrötunum. Þeir verða ó- kvæða við er undirokuð hálf- nýlenda gerir sig liklega til að taka spón úr aski brezkra auðmanna og brezku ríkis- stjórnarinnar, sem á helmir.g hlutafjár í Anglo Iranian Oil Co. Msk'a. að segja Alþýðublað- ið hér úti á íslandi étur eftir þvaður' brezku hægrikratanna um samningsrof. Það er ~§vo sem eftir öðru í herbúlum hægrikratanna, að fordæma það, að þjóðir, sem heims- valdagírug auðvaldsríki hafa arðrænt, reyni að rétta hlut sinn og hnekkja nauðungar- samningum, er umboðs’áusir stjórnendur hafa gert um af- sal landsréttinda og auðlinda. Slíkir menn ættu hins vegav að láta af þeirri hræsni, að kenna sig við sósíalisma og þykjast bera hugsjónir hans fyrir brjósti. síðkastið, svo að eitthvað varð undan að láta. Gróði oliu- hringanna hefur aldrei verið gífurlegri en síðan stríði lauk, en brezka olíufélagið í Iraa hefur þverskallazt við að hækka afgjaldið af olíufram- leiðslunni til Iransstjórnar. Erindrekar bandarísku olíu- hringanna hafa látið mikið að sér kveða i Iran síðustu árir. og vonast til að þjóðnýtingin verði ekki önnur en sú, að þeir taki við olíuvinnslunni af Bretum. Brezki olíuhring- urinn hefur alltaf greitt verka- fólki sínu smánarkaup og hvað eftir annað kæft í blóði til raunir þess til að stofna verk^- lýðsfélög til að berjast fyrir bættum kjörum. Þegar Irans- stjórn að undirlagi Vestur- veldanna neitaði Sovétríkjun- um um réttindi til olíuvinnslu í Norður-Iran, voru sett lög, sem fcöonuðu allar veitingai olíuv.naBluleyfa tii útlendinga, en 8Ú lagasetning hafði í för með sór, að kröfur um að sér- leyfi Breta yrði afnumið gerð- ust æ háværari. Mi IARGT ber til, að krafa iranskrar alþýðu um endur- heimt olíulindanna úr höndum útlendinga hefur nú megnað að knýja yfirstéttarsamkundu þá, sem þing landsins er, ti! að samþykkja þjóðnýtingu þeirra. Ólgan vegna östjórnar í landinu hefur aukizt uppá ÍIS-AUSTURBÖND eru olíuauðugasta svæði jarðarinn- ar. Undir eyðimörkunum við botn Persaflóa er olíuhaf, sem um áratugi hefur verið bit- bein oliuhringa Evrópu og Am- eríku. Þar hafa auðmenn ’. London, New York, París og Haag ausið upp gulli, en þjóð- irnar sem byggja olíulöndin. búa einsog áður við einhverja mestu fátækt og volseði, er þekkist á llj’ggðu bóli. Smátt og smátt hefur breiðzt út meðal þeirra vitneskjan um auðæfin, sem útlendingar ausa úr skauti eyðimarkanna. Þeirri vitneskju fylgir krafan um að þjóðirnar sjálfar njóti góðs a? þessum auði. Stjórnendum, sem gera sig ánægða með að fá til sinna persónu’.egu þarfa mola af borðum auðhringanna, er ekki lengur vært. Þjóðnýting- arsamþykktin frá Teheran hef- ur þegar bergmálað í Bagdað og Kairo í kröfum um að vestrænir auðhringar láti af hendi olíulindirnar i Mósúl og Súesskurðinn. Kvenær sem suðumarkinu kann að verða náð, leynir það sér ekki, að 'byltingarólgan er að vinna sitt verk i Mið-Austurlöndum. M. T. Ó. ^WWUVWWVVV\VVVV%WWVU‘AWÉWyVWVVWU\WVW.\VVVliVV1.WUVVVVJWUWW\%VJV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.