Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 3
Miovikudagur 25. apríl 1851 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Undanfarin ár, og þó sérstaklsga nú undanfarna rnánuöi hefur afkoma verkalýösins, og alls vinnandi fólks fariö hraðversnandi. Meö hinni skipulögöu og sí- vaxandi verðbólgu hafa launþegarnir sífellt færst fjær því aö geta sómasamlega lifaö af launum sínum. Ofan á allt þetta hefur svo bætzt verulegt atvinnuleysi. — Þaö gat ekki hjá því fariö að þessi þróun leiddi til stétta- átaka. Hið vinnandi fólk er beinlínis nauöbeygt til aö taka upp hanzkann og reyna aö verja lífskjör sín. Nú fyrir skömmu hafa nokk- ur af stærstu og þýðingar- mestu verkalýðsfclögunum sagt upp samningum sínum við atvinnurekendur, og í næsta mánuði má reikna með víðtæ'.c- ari og harðvítugri stcttaátök- um en hér hafa átt sér stað um langt skeið. Ef til vill verða þessi átök þau hörðustu sem nokkurn tíma hafa átt sér stað hér á landi. Það ^hefur nú um alllangt skeið verið hér hlé á harðri stéttabaráttu.' Megin liluti æskunnar sem upp hefur vaxið seinni hluta styrjaldarinnar og síðan, þekkir stéttabaráttuna þar af leiðandi aðeins lítillega, og þá mest af afspurn. Og at- vinnuleysinu hefur þetta unga fólk ekki kynzt neitt, fyrr en á síðastliðnum vetri. Eigi þessi æska, sem nú í fyrsta sikipti á að taka virkan þátt í baráttunni fyrir brauði sinu, að geta orðið sjálfri sér trú, og orðið stétt sinni að veru legu liði, verður hún nú að læra að skilja til lilítar eðli og inntak þessarar baráttu. Ælskulýðssíðunni fannst því tímabært að gera hér eina til- raun til að skýra stéttabar- áttuna í heild, eðli hennar og frumstæðasta tilgang. •— Hér verður þó vitanlega að taka viljann fyrir verkið, því að tími og rúm er takmarkað, en milcið efni við að fást.. FRAMLEIÐSLUKERFI AUÐVALDSINS. 1 þjóðfélagi, eins og því sem við lifum i, er daglega háð grimm barátta. Þeir sem eig- ast við í þessari baráttu eru fyrst og fremst hinar tvær stóru stéttir: auðmannastéttin og verkalýðurinn. — Hið sí- fellda þrætuepli er auðvitað gæði lífsins. Það er að segja skipting þeirra auðæfa sem þjóðin framleiðir á hverjum tíma. Málum þessum er þann veg skipað, að auðmannastéttin eða ,,hið frjálsa einstaklingsfram- tak“, eins og hún sjálf er vön að kalla sig, á eða ræður yfir flestum þeim tælkjum sem nauð synleg eru til framleiðslunnar. Sömu sögu er einnig að segja um það fjármagn sem nauð- synlegt er til að þessum tækj- um sé haldið gangandi, það ýmist á hún, eða hefur a.m.k. full umráð yfir því. Verkalýðurinn aftur á móti hefur hvorki fjármagn né tæki til umráða. En hann á og ræð- ur yfir þriðja aflinu, sem nauð- synlegt er til framleiðslunnar, því aflinu sem hitt hvort- tveggja byggist á, hinu mann- lega vinnuafli. SKILYRÐI AUÐVALDS- FRAMLEIÐSLUNNAR. . Til þess að framleiðsla geti átt sér stað, við þessi skilyrði, LANDNEMINN Á síöasta félagsfundi Æskulýðsfylkingarinnar 1 Reykjavík var samþykkt einróma aö hefja her- ferð til söfnunar nýfra áskrifenda aö málgagni Æ s k u 1 ýös fy Ik i níj a r i n n a r -— LANDNEMANUM. í því sambandi var skoráö á allaúélagja.déiidapnn- ar aö afla sem flestra nýrra áskrifend^a íýr'i'r ’ li júní næstkomandi og þeim heitiö verolaiÍiÍLfm; fevo sem hér segir: Sá, sem safnar 20 áskrifendum cöa fleirum fyrir 1. júní, fær að gjöf alla fjóra árganga LANDNEMANS bundna í skinnband. SÁ, sem safnar 10—20 áskrifendum fyrir 1. júní, fær sjálfur ókeypis 5. árganginn. Stjórn Reykjavíkurdeildarinnar og Landnema- nefndin skora á alla meðlimi Æskulýösfylkingarinn- ar aö taka virþan þátt í þessari áskrifendasöfnun og hafa samstarf við skrifstofuna áð Þórsgötu 1. í síma 7510 er tekiö á móti nýjum áskrifendum aö LANDNEMANUM. bg báðar stéttirnar, eða þjóðin sem heild, geti lifað, er nauð- syn á stöðugum, daglegum við skiptum þessara stétta. Auðmannastéttin þarf að leigja vinnuafl verkalýðsins, til að reka. atvinnutæki sín, fram leiða Iífsgæðin og öðlast gróða af framleiðslunnar, en það er hennar höfuðtilgangur. Verka- lýðurinn þarf aftur á móti markað fyrir vinnuafl sitt, svo að hann geti keypt af auð- mannastéttinni vörur þær sem honum eru nauðsynlegar til að viðhalda lífinu. INNTAK STÉTTABARÁTTUNNAR, Hin stöðuga og grimma bar- átta stendur um verðhlutfallið i þessum viðskiptum. Verðið á hinu mannlega vinnuafli, ann- arsvegar og verðið á lífsnauð- synjum verkalýðsins hinsvegar. Eða með öðrum orðum hve mikinn hluta framleiðslunnar hvor stéttin um sig skuli hljóta fyrir þann skerf sem hún hefur lagt frarn. BARÁTTUTÆKI STÉTTANNA. Hvor stéttin um sig hefur sín samtök til að beitá fýrir sig í þessari baráttu. Verkalýður- inn verkalýðssamtökip, auð- mannastéttin samtök atvinnu- rekenda. Þessi samtök hafa fyrst og fremst það hlutverk að berjast um verðið á hinu maun lega vinnuafli, sem auðmanna- stéttin verður að kaupa af verkalýðnum. Annarsvegar eru svo ikaupfélögin, sem verkalýð- urinn og önnur alþýða hefur skapað scr til að halda niðri verðinu á lífsnauðsynjunum, og af hálfu auðmannastéttarinnar samtök heildsala og kaup- manna, sem mynduð eru til að halda vörð um stéttarhagsmuni auðmannanna á þeim vett- vangi, þ.e. að halda verðinu uppi. STÉTTABARÁTTAN OG BARÁTTUAÐ- FERÐIRNAR. Baráttan um verð vörunnar fer fram í verzluninni daglega, og’að mestu þegjandi og hljóða laust, þannig að kaupfélögin rpyi>n, eftír megni að halda veiiðiiftt'-niðflý.íaé verka þannig sem hemiíl, sem kaupmenn eru nauðbeygðir að taka tillit til, vegna samkeppninnar. En vegna þess að auðmannastétt- in er eigandi þeirra vara sem framleiddar eru, og er þar að auki hin ráðandi stétt í þjóð- fclaginu, sem hefur í sinni þendi lpggjöf og ríkigvald, ‘hef- ur hún einnig ótal leiðir til að sneiða framhjá þessum hemli, og hækka verð vörunnar þfátt fvrir kaupfélögin. f- Kaupfélögin eru þvi ekki sá aðilinn sem úrslitum ræður í baráttu stéttanna, og mega eikki skoðast sem slík, heldur Málgagn Æskulýðsfylk- ingarinnar — sambands ungra sósíalista RITSTJÖRAR: Guðlaugur E. Jónsson Iialldór B. Stefánsson Sig Guðgeirsson (áb.) _____________________________/ aðeins hemill á auðmannastétt- ina, þýðingarmikið hjálpartæki verkalýðsins. Þau samtök sem úrslitum ráða í baráttunni, og sem höfuðþýðingu liafa« eru verkalýðssamtökin, annarsveg- ar og samtök atvinnurekenda hinsvegar. Samningar þeirra á milli um verð vinnuaflsins cr sá grunnur sem skipting þjóð- arteknanna fyrst og fremst byggist á. Baráttuaðferð verkalýðsins á þessum vettvangi er sú, að verkalýðurinn allur, eða ein- hver ákveðinn afmarkaður hluti hans, segir upp samning- um sínum við atvinnurekendur og neitar að halda áfram að selja vinnuafl sitt við því verði sem undanfarið hefur verio greitt fyrir það, og setur fram ikröfur um hækkað verð. Það er það sem í daglegu tali eru kölluð verkföll. Það segir sig sjálft, að verk- föll geta aldrei staðið nema tak markaðan tíma. Viðskiptin milli stéttanna sem fara fram með kaupum og sölu hins mann lega vinnuafls, eru grundvöll- ur framleiðslunnar, og þar með lífs þjóðarinnar sem heildar. Hvorugur aðilinn, verkalýður- • iig uv»..uiu.>_.,.r geta til lenguar lifað án þeirra viðskipta. Meðan verkfall stend bác.ar stéttir að ur verða f n » Á alþjóðaæskulýðsfriðarmótið í Berlín í ágúst í sumar koma fiilltrúar allra hinna ólílcustu þjóðflokka, sem jörðina búa. Verður mótið einstakt tæki- færi <il að kynnast kjarna heimsæskunrar, viðhorfum og baráttu unga fólksins í heim- inum fyrir sérhagsmunamálum sínum svd og þátttöku þess í frelsisbaráttu þjóða sinna og hinni alþjóðlegu friðarbaráttu. — Kanadiskur æskulýður fjöl- mennir mjög til Berlínar svo og Norðmenr, sem koma með heila sinfoníuhljómsveit og vel þjálfað knattspyrnulið til Ber- línar. — Myndin hér að ofan er af kóreönskum stúlkum, er þátt tóku í æskulýðsmótinu í Búdapest 1949 þrengja nokkuð að sér. En úr- slitin fara eftir því livor aðil- inn er betur skipulagður, hvor °r stéttvisari, og hvor hefur meira þrek til að halda út. Gj. LÍSTÁVERKASAMKEPPNI í tilefni af friðarmóti heimsæskunnar í Berlín ; 5.—19. ágúst í sumar efnir hin íslenzka undirbún- ingsnefnd Æskulyösfylkingarinnar, Iðnnemasam- bands íslands og Félags róttækra stúdenta til lista- verkasamkeppni meöal íslenzkrar æsku í eftirtöld- um greinum: TÓNLIST: semja skal kórsöngslag tileinkað friöi. SKÁLDSKAPUR: semja skal kvæöi eöa stutta sögu hvorttveggja tileinkað friöi. MÁLARALIST: gera skal málverk (eöa teikningu) tileinkaö friöi. HÖGGMYNDALIST: gera skal höggmynd tileink- aða friði. Á SVIÐI LJÓSMYNDA: gera skal ljósmynd til- einkaöa friði. Verölaun veröa veitt fyrir bezta listaverk í hverri gxein, en verölaunin eru FIMM HUNDRUÐ KRÓNUR Öllu æskufólki á íslandi 30 ára og yngra er heimil þátttaka í þessari samkeppni. Öll listaverk, sem'berast, eru eftir sem áöur eign viökomandi sendanda, en íslenzka undirbún- ingsnefndin áskilur sér aöeins rétt til að fara með þau listaverk, sem hún telur, að þess -séu verö, til Berlínar til þátttöku í samskonar alþjóölegri lista- samkeppni, sem þar fer fram. Hljóti eitthvert lista- verkið verölaun í Berlín, fær eigandi listaverksins þau öll og óskipt. Dómnefndir, skipaöar færustu mönnum í hverri grein, munu dæma um listaverkin, en fari svo aö dómnefnd í einhverri grein telji ekkert þeirra lista- verka, sem berast, veröugt verölaunanna, veröa eng- in verölaun veitt í þeirri grein, enda ekki fáriö meö þau verk til Berlínar, heldur endursend eigendunum. Frestur til aö skila listaverkunum er til 17. júní. Væntanlegir þátttakendur í þessari samkeppni snúi sér til Inga R. Helgasonar, Kverfisgötu 11 b, sem veitir allar nánari upplýsingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.