Þjóðviljinn - 29.04.1951, Síða 6
e) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 29. april 1951
MANHBJÖRG OG MANNDRÁP
Framhald af 3. síðu.
böðla sinna. — Og við sjáum
heiðursmerki fest í barm þeirra,
sem skotið hafa niður flestar
flugvélar, grandað flestum skip
um, sprengt borgir í loft upp
með „beztum árangri“ eins og
það er gjarnan orðað, með cðr-
um orðum meitt og kvalið og
deytt sém flesta meðbræður
sína í þessum heimi. Og er þá
nokkur furða þótt einhver gef-
ist upp fyrir þessari mynd.
fórni höndum til himins og
spyrji: Til hvers var verið ac
segja mcr að ég ætti að elska
náungann, að ég ætti að gera
öðrum það, sem ég vil að mér
sé gert, til hvers er að vinna
lækninga- og líknarstörf, þegar
menn drepa af ásettu ráði 10
þúsund fyrir hvern, sem þeim
þóknast að lækna, til hvers er
að kenna: þú ska!t ekki mann
deyða, til hvers er að vinna
í áratugi að mannvirki til hags-
bóta fyrir mennina, þegar þeir
eyða því með öllu á einu andar-
taki sjálfir, til hvers hefir mönn
unum verið leyft að gera nátt-
úruna, jörðina, hafið og loftið
sér undirgefið, þegdr það virð-
ist vera til þess eins að tor-
tíma lífinu á jörðinni. Til hvers
er manni sagt að fara og bjarga
lífi þessa í dag og fara og
drepa þennan og þessa á morg-
un, menn, konur og börn, sem
aldrei hafa gert þeim sem drep-
nr eða neinum minnsta miska,
til hvers er verið að færa guði,
guði kærleikans, börnin saklaus
og smá í heilagri skírn, og kalla
þau guðs börn og láta þau stað-
festa skírnarheit sitt á ung-
hngsárum og senda þau svo
nokikrum árum síðar um loft
og jörð og höf til að myrða og
misþyrma öðrum guðsbörnum,
og verða sjálf að skotspæni
annarra.
Og þá sjáum við aftur sem
svar á hvitu tjaldinu púka fé-
græðginnar og eitursnák valda-
fíkninnar læðast, teygjast og
smjúga, og við sjáum elfi gulls
ins, sem nú hefir runnið í
gegnum hergagnaverksmiðjurn-
ar og vígvellina um alla jarð-
kringluna og stefnir aftur ti!
föðurhúsanna í foraðsvexti.
Hún flæðir bólgin og þrútin
yfir alla bakka, rauðari en
nokkru sinni fyrr, rauð eins og
iblóð, rauð sem blóð, í hana
hefir runnið allt blóð, sem út-
hellt hefir verið í lofti, á jörð
og á sjó með manns hönd Og
heila. Og svo nærgöngular eru
þessar myndir, þessi áþreifan-
legi veruleiki nútímamanninum,
að litlu börnin okkar leika sér
1 dag að fuJlvinkum sprengjum
frá síðustu heimsstyrjöld, og
n|esta. styrjöld er þegar hafin.
Litlu börnin fimm í Skerjafirð-
inum voru óvitar og okkur hrý~
hugur við óvitaskap þeirra, þeg
ar þau voru að berja sprengj-
una, sem þau fundu þar, utan
með grjóti, en fullorðnir menn
með fullu viti hafa ekki óvita-
skap sér til afsökunar, en deyða
þó —- ekki fimm börn — heldur
milljónir barna og ungmenna
í hverri heimsstyrjöld, sem þeir
taka bátt í. Er hægt að haga
sér ókristilegar en kristnir nú-
tímamenn gera í stríði, er hægt
að umsnúa sannleika guðs ræk’
legar í lygi en með því að
drepa og limlesta meðbræður
sína andlega og líkamlega, sem
hlýtur að fylgjast að. Er nokk-
uð í hræðilegri mótsögn við
guðspjall dagsins í dag, guð-
spjaþ lífgjafarinnar. Er hægt
að verja lífinu ver en í þjón-
ustu dauðans. Er hægt að mis-
lesa lífsins letur óskaplegar.“
Séra Emil víkur síðan að
björgun Geysisáhafnarinnar og
heldur áfram:
,,Út á við á að halda þessari
lífgjöf, þessari björgun á lofti.
Ekki til að vekja athygli á Is-
lendingum þeirra vegna, lieldur
vegna hinna stóru hervæddu og
stríðsóðu þjóða, sem virðast
vera að glata síðustu glætunni.
Ekkert má láta ógert til að
reyna að koma viti fyrir þær
á elleftu stundu, og þá ekki
heldur það að benda þeim á
fyrirmyndina frá Vatnajökli,
og mættu þá stóru bræðurnir
í samfélagi þjóðanna blygðast
sin og læra af. Við erum fá-
mennasta . þjóð heimsins en þó
gætu allar þjóðir lieimsins af
ckkur lært í þetta sinn. Við
eigum engin vopn til að skaða
aðra eða drepa þá, en við eigum
vopn andans og mannúðarinn-
ar, og við liöfum notfært okkur
nútímatækni í þjónustu lífsins
eingö’ngu. Við eigum enga her-
menn til að drepa aðra, en við
eigum skipulagðar sveitir
vaskra manna og kvenna tii
lands og sjávar í hverju byggð-
arlagi, skipulagðar til að bjarga
mannsiífum úr hverskyns
hættu, og þau störf bera launin
í sjálfu sér og eru grundvölluð
á guðstrú og mannkærleika. Og
þegar aðrar þjóðir senda syni
sína til að deyða en dætur sínar
til að líkna þeim, sem ekki tekst
alveg að deyða, þá sendum við
bæði syni okkar og dætur til að
líkna og gefa líf. Það er með
öðrum orðum samræmi í okkar
gerðum í þessu efni, en ekki
þeirra sem viðurkenna að svipta
megi lífi í samskiptum mann-
anna. Hcr er ekki verið að gera
samanburð á Islendingum og
öðrum þjóðum, og hrósa okkur.
heldur er verið að gera saman-
burð á hugsunum, þeirri hugs-
un að viðurkenna tortímingu
mannslífa sem lausn á deilu-
málum, og þeirri hugsun, sem
heldur sér fast við boðorðið:
Þú skalt ekki mann deyða. Og
hrós er hér ekki um að ræða
Islendingum til handa, því að
það er ekki hrósvert að láta
það vera að deyða aðra. Hern-
aðarþjóðir syna oft göfugt hug
arfar við björgur.arstörf eins
og tíðum er sýnt hér, en þær
tortíma mörg hundruð sinnum
fleiri mannslífum en þær bjarga.
og það gerir gæfumuninn, það
gerir það að verkum að allar
bessar þjóðir ættu að líta iil
íslands en ísland ekki til þeirra.
Þvert á móti á Island að láta
til sín taka í samfélagi þjóð-
anna og krefjast þess að þær
leggi niður vopnin, hvað sem
þau heita og hvar sem þau eru.
krefiast þess í nafni mannúð-
arinnar, allra mannlegra tilfinn
inga, í nafni skynseminnar og
hagkvæmninnar, í nafni lífsins.
í nafni Krists, sem ikom til a?
frelsa, líkna og gefa líf, í guðs
nafni.“
Hunið smáauelýslnKamar á 7 síöu
Undir eilífðorstiörnum
Eftir A. J. Cronin
DAGUR
k________________________________________
Barras hnussaði og hélt áfram að fálma og
fitla við hlutina á borðinu.
,,Þú valdir sjálfur fangelsið. Og ef þú sérð
ekki að þér, þá er ekkert líklegra en að þú
farir þangað aftur. Þú skilur það, er það ekki?“
Arthur svaraði:
,,Ég hef skilið margt og mikið. Manni verður
margt ljóst í fangelsi”.
Barras sleppti pökkunum á borðinu og sendi
Arthur ógnandi augnaráð. Hann fór að ganga
fram og aftur um anddyrið. Hann tók fram
gullúrið sitt og leit á það. Svo sagði hann með
fjandskap í rómnum:
,,Ég hef mælt mér mót við mann eftir 'há-
degi. Ég þarf að fara á tvo fundi í kvöld. Ég
hef engan tíma afgangs handa þér, ég er alltof
Önnum kafinn".
,,Of önnum kafinn við að vinna striðið, pabbi?
Er það það sem þú átt við ?“
Barras varð eldrauður i framan. Æðarnar í
gagnaugum hans sáust greinilega.
,,Já. Fyrst þú vilt endilega orða það þannig.
Ég hef lagt fram minn skerf til að viima strfð-
ið“.
Arthur glotti beizklega. Hann gat varla íáðið
við geðshræringu sína lengui .
„Mig skal ekki undra þótt þú sért hreykinn
af sjálfum þér. Þú ert mikill föðurlandsvinur.
Allir dást að þér. Þú ert í nefndum, nafn þitt
er prentað í blöðunum, þú heldur ræður um
glæsilega sigra, meðan þúsundum manna er
slátrað í skotgröfunum. Og svo hrúgarðu áð þér
auði á meðan, óstjórnlegum auði og þrælar
verkamönnunum þínum út i Neptúnnámunni og
hrópar manna hæst að a'lt sé þetta gert fyrir
kónginn og fósturjörðina, og svo er það allt
fyrir sjálfan þig gert. Já, fyrir sjálfan þig“.
Rödd hans var skerandi. „Þér stendur alveg á
sama um l'íf og dauða. Þú hugsar ekki um neitt
nema sjálfan þig“.
„Ég held mig þó utan fangelsisveggjanna",
hrópaði Barras.
„Vertu ekki of viss um það“. Arthur átti
örðugt um andardhátt. „Hver veit nema þú eig-
ir eftir að komast inn fyrir þá veggi innan
skamms. Ég hef að minnsta kosti ekki í hyggju
að taka út frekari refsingu fyrir þig“.
ALLT Á SAMA STAÐ
WILLYS-OVERLAND EXPORT C0RP0RATI0N
Toledo Oliio, U.S.A.
hefir veitt Hi. Egill Vilhjálmsson
einkaumboð fyrir ísland á Willys-Jeep. (Jeppa bílum), ásamt annari
framleiðslu sinni.
Vér munum af fremsta megni reyna að hafa ávallt til birgðir af
varahlutum eftir því, sem innflutningsleyfi heimila á hverjum tíma.
Öllum fyrirspurnum um kaup á Jeppa bílum og varahlutum greið-
lega svarað á skrifstofu vorri.
H.f. Effiil Vilhjál m s s o f i *
s í M I D 1 8 1 2.
ALLT Á SAMA STAÐ