Þjóðviljinn - 04.11.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1951, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. nóvember 1951 þláðilUINN Útgefandi: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fróttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur). Aakriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. elnt. Prentsmxðja Þjóðviljans h.f. Athyglisverðar staðreyndir í útvarpsumræöunum um verzlunarmálin kom Einar Olgeirsson meó' athyglisvert dæmi um ráðsmennsku stjórnarvaldanna. Hann skýröi frá því aö rannsókn hefði sýnt að verðmyndun á bátagjaldeyrisvörum skiptist sem hér ssgir miö'aö viö vörumagn sem kostar' hálfa áttundu milljón í útsölu hér í verzlunum: Innkaupsverð ..................... 1.958.000 kr. Sérstök álagning til bátaútvegsins . 738.000 — Verzlunarálagning ................ 2.413.000 — Tollar og skattar stjórnarinnar .... 2.391.000 — Samtals 7.550.00 — Okrið á bátagjaldeyrisvörunum er mjög óvinsælt áö vonum, enda hefur þaö í för með sér geysilega féflett- ingn almennings. Sú féfletting er yfirleitt kennd bátaút- veginum, enda er ýtt undir þá skoðun óspart í blööum þríflokkanna og persónuáróöri þeirra. Hins vegar sýnir sú sundurliðun sem hér er birt aö aukaálagning útvegs- jns nemur ekki nema tæpum tíunda hluta af útsölu- veröinu. Okurálagningin rennur annað. Næstum 65% af út- söluverðinu er hlutur verzlunarstéttarinnar og ríkissjóðs, og hefur sá hlutur hækkaö um milljónir við hið nýja kerfi. Ráöstafanir til að hjálpa útveginmn hafa fyrst og iremst reynzt ráö til að færa heildsölunum okurgróöa og Eysteini Jónssyni milljónir í ríkissjóð. En þegar fólk kaupir vörurnar í búöunum éða ’spyr um verð þein*a, fylgir ævinlega skýringin: þetta eru bátagjaldeyrisvörur. þótt hitt sé sannmæli að þetta eru okurvörur heildsal- anna og ríkisstj órnarinnar. Sósíalistar hafa bent á þaö á undanförnum árum að erfiðleikar bátaúrvegsins stafi ekki sízt af því hvernig hlaðið hefur verið undir heildsalastéttina á kostnaö fram- leiöslunnar og aö vandamál útvegsins bæri aö leysa á kostnað verzlunareinokunarinnar. Ríkisstjórnin hefur ekki viljaö anza slíkum tillögum, þvert á móti hefur hún „leyst“ vandamál útvegsins með því aö gefa heild- sölunum færi á nýju milljónaokri og Eysteini Jónssyni mögukika til nýrrar féflettingarherferðar. En annaö er einnig athyglisvert í þessu dæmi. Sá hluti útsöluverðsins sem rennur til útvegsins fer aö nokkrum hluta til aö greiöa kaupgjald og afmarkar kaupgjalddð, ekki aöeins hjá sjómönnunum sjálfum, heldur að verulegu leyti hjá launþegum í heild. Upphæö sú sem til þess fsr í þessu dæmi nemur tæplega einni milljón króna, eöa um þaö bil áttunda hluta af útsölu- verðinu. UpphæÖ sem nemur milljón á sem sagt að nota til að kaupa vörur sem kosta hálfa áttundu milljón. Það bil sem þarna er á milli er oröiö svo geigvænlegt að þaö hlýtur aö skapa sáran skort á alþýðuheimilunum og almenna kreppu í viöskiptum. Þetta kerfi er úthugsað af Benjamín Eiríkssyni og aflsiðingar þess tala sínu skýra máli um tilganginn. sleiiitidarvðrk Tvískinxumgurinn í afstöðu bæjarstjórrxarmeirihlutans til söl- unnar á Akurey er mikið ræddur manna á meðal sem vonlegt er. Er mönnum lítt skiljanlegt hvernig Ihaldið ætlar að halda jiví til streitu að hafna forkaupsrétti bæjarins til kaupa á skip- inu en banna jafnframt eigandanum að selja skipið. Sé það rétt, sem engin ástæða er til að efast um, að ástæðan til þess að skipið er til sölu sé sú, að núverandi eigandi fái ekki nauðsyn- legt rekstursfé til útgerðar skipsins liggur það í augum uppi að sú hætta er yfirvofandi að skipið verði bundið við hafnarbakk- ann. Og hvert gagn hefur þá bærinu af þvj að banna sölu? Hér ber allt að sama brunni: Reykjavíkurbær verður að neyta for- kaupsréttar síns að Akurey og tryggja þar með skipið í bænum og að útgerð þess stöðvist ekki. Allt annað er auðsær skrípaleik- ur og fullkomið ábyrgðarleysi, ekki sízt ein,s og nú horfir í at- vinnumálum bæjarins. Reykvíkingar munu fylgjast vel með þróun Akureyjar-málsins. Þeir munu ekki taka því þegjandi og hljóðalaust að nýsköpunar- togarar verði bundnir við bryggju og rekstur þeirra stöðvaður vegna skammsýni bæjarstjórnaríhaldsins og skemmdarverka ríkisstjórnarinnar. Sýning Ásmundar. J. Ás. skrifar: ,,Ég gekk einn daginn inn á Freyjugötu 41 til þess að koða listasafn Ásmund- ar Sveinssonar og látum það nú vera ef ég hefði getað setið á mér að fara að skrifa um það, sem ég sá þar og heyrði. Haft vit á því að þegja. Maður sem hefur ekki vit á list ætti ekki að skrifa um list. En málgefnir menn þykjast hafa vit á öllu, eins og karlinn sagði. — Það sem ég sá fyrst þarna. var ,,-Svarta dýrið“ við dyrnar. Ég hrökk ekkert við, því mcr fannst ég kannast við svipinn, eins og stendur í vísunni: Þú er góður Gvendur minn, þó gáfur séu ei hjá þér. Ég held ég þekkti hunds- svipinn þó hausinn væri ekki á þér. (Tryggvi Kvaran.) ★ Islenzkur andi. En þegar inn úr dyrunum kom blöstu við allskonar línur og form. Línur og form mynd- anna, sem sögðu liver sitt, en áttu þó eitt sameiginlegt: ís- lenzkan anda. — Þarna eru hlutir eins og vatnsfatan, ham- arinn. plógurinn, strokkurinn og malkvörnin, sem hafa verið óaðskiljanlegir baráttu fólksins í striti þess fyrir daglegu brauði. Freyja nr. 12, er góð mynd. Hún túlkar vel það sem henni er ætlað að segja. En hvað hún ségir. ■— Ég gæti bezt trúað því að him segði sitt hverjum; járnsmiðurinn er hann ekki járnsmiður frá hvirfli til ilja? Og svo er það malarinn, sem stendur við kvörnina. Sum um finnst kannski tilburðir hans séu annarlegir og óeðlilegir, en geta þeir eigi að siður verið góð tjáningarform fyrir lífskjör og örlög íslenzku þjóðarinnar á tímum hand- kvarnarinnar ? En tímar kvarn- arinnar eru langt frá því að vera liðnir í vissum sldlningi. Ennþá stendur hinn vinnandi maður í fáránlegum stillingum og malar gull fyrir sinn höfuð- óvin, Fróða-gull, -—■ ★ Vopn vitsmunanna. Og þá er það myndin í trölla- höndum. Hún segir sítt, en þumalfingur myndarinnar segir þó máski mest. Hann er eins og tákn þess illa, sem þjóðin hefur orðið að berjast við gegn um aldirnar, til þess að glata ekki tilveru sinni. Og ef við gáum betur að þá sjáum við að fætur ófreskjunnar eru ó- hugsanlega sverir. Máttur henn- er er mi'.rill. Við megum vera á verði. En mesta listaverkið þarna er máski Helreið. Þeii ri mynd þýðir ekki að lýsa. Hún segir sitt hverjum, eins og Freyju-myndin, sem getið var hér að framan. — Sæmundur á selnum er gömul og góð mynd, þjóðleg og táknræn í senn. Hún er sígilt listaverk, sem alltaf hefur sinn boðskap að flytja, boðskap sem helzt ungur og ferskur þó tímarnir breytist. — Flest illt er hægt að sigra með vopnum vitsmunanna og sterkri trú á málstað þess góða. Sem flestir ættu að sjá þessa sýn- ingu. En eitthvað kemur það ónotalega við mann, þegar mað- ur sér og heýrir að það er verið að tyggja og kjamsa þarna inni á meðal þessara listaverka. Og hvað er verið að tyggja? Má ekki leggja þann ósið niður rétt á meðan staðið er á lielgum stað? — J. Ás.“ Jafnréfcti i útvarpinu. R. M. skrifar: ,,Kæri Bæjar- póstur! Þú birtir bróf frá ,,Hljómlistarunnanda“ í dálkum þínum s.l. miðvikudag og á það að vera svar til mín. Vil ég í því tilefni benda á að hormon- ika og jass er mjög óskyld tónlist, nema „Hljómlistarunn- andi“ haldi að öll músik önnur en sinfóniur og fúgur séu harmonikulög. Og sé svo er ekki að furða þótt honum finn- ist harmonikan fá mikið rúm í dagskrá fitvarpsins. „Hljóm- listarunnandi“ talar um að sin- fóníur séu aðeins fastir dag- skrárliðir tvisvar í hverri viku og finnst lítið. Hann getur hins- vegar ekki bent á að harmon- ikan sé nokkurntíma fastur dagskrárliður í útvarpinu. Hann talar um óþolinmæði harmon- ikuaðdáenda Vegna. þess að þeir fara fram á jafnrétti í út- varpinu. Vil ég gefa „Hljóm- listarunnanda" það heilræði meðan skammdegishjúpur vetr- arins grúfir yfir höfði hans, að hann leitist við að kveikja. á ljósi, sem lýsir honum á veg jafnréttis. — R. M.“ Sklpadeild SIS Hvassafell er væntánlegra á leið til Akui-eyrar frá Skagasti-önd. Axnarfell er i Rvík. Jökulfell er í New Yoi'k. Bíkisskip Hekla fer frá Reykjavik kl. 24 i kvöld vestur um land í hringi- fei’ð. Esja er í Reykjavík. Herðu- breið er á Austfjörðum á norðui’- leið. Skjaldbreið er á Eyjafirði. Þyrill er á leið til Hollands. Ár- mann fór frá Reykjavík í gærkv. til Vestma.nnaeyja. Eimskip Brúarfoss, Goða.foss, Tröllafoss og Bi’avo eru í Reykjavík. Detti- foss fór frá Rvík í gærkv. til Boulogne og Hambox-gar. Gull- foss fór frá Rvik í gær tii Leitli og Khafnar. Lagai-foss fór fxá Rvík 31. f. m. til New York. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss er i Delfzyl í Hollandi; fer þaðan 6. þm. til Antwei-pen. Eoftleiðir li.f.: 1 dag verður flogið til Vestm,- eyja, Á morgun verður flogið til Akureyrar, Bíldudals, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og Þingeyrar. 11,00 Morguntón- leikar . (pl.): a) Tríó nr. 2 í c-moll eftir Mendelssohn (Hermann Silcher, Adolf Shearing og Ernes Cahnbley leika). b) Pianó- kvartett í A-dúr op. 81 eftir Dvo- rák (Olga Loeser-Lebert og Lenér- kvartettinn leika). 14,00 Messa í Aðventkirkjunni: Óháði frikirkju- söfnuðurinn í Reykiavík (sr. Emil Björnsson). 15,15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15,30 Miðdegis;- tónleikar: a) Lúðrasveit Rcykja- víkur léikur; Paul Pampichler stj. b) 16,00 Islenzkir kórar syngja (pl.) 18,30 Barnatími (Ba'dur Pálmason): Samfelld dagskrá um Þingvelli: Upplestrar og tónleik- ar (Guðmundur M. Þorláksson kennari tekur saman efnið). 19,30 Tónleikar: Max Carr leikur á pí- anó (pl.) 20,20 Tónleikar: Andrés Segovia leikur á gítar (pl.) 20,30 Einsöngur: Guðrún Á. Simonar syngur; Fritz Weisshappel leikur undir; a) „Cantu atimuni" Alberto Favara. b) „Seligkeit" eftir Schu- bert. c) „Se" eftir Denza. d) „Svanasöngur á heiði" eftir Sigv. Kaldalóns. e) „Kirkjuhvoll" eftir Árna Thorsteinsson. — Einieikur á píanó: Fritz Weisshappel. — f) „Islenzkt vögguljóð á Hörpu" eftir Jón Þórarinsson. g) „Lindin" eftii' Eyþór. Stofánsson. h) Aria úr úl> éfúnni „Brúðkaup Fígarós" eftii' Mozart. i) Aria úr óp. „Rakarinn frá Sevilla" eftir ossini. — 21,00 Öskastund (Benedikt Gröndal rit- stjóri). 22,05 Danslög: a) Ýmis danslög af plötum. b) 23,00 Hljóm- sveit Björns R. Einarssonár Ifeik- ur. 23,30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun 12,45—13,30 Óskalög sjúklinga (Björn R. Einarsson). 15,30—16,30 Miðdegisútvarp. 15 55 Fréttir og veðurfregnir. 18,15 Framburðar- kennsla i ensku. 18,30 Islenzku- kennsla; I. fl. 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19 25 Þingf réttir. í— Tón- leikar. 20,20 Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar: a) Lög eftir islenzk tónskáld. b) Prelúdía eftir Armas Jáarnefelt. 20.45 Um daginn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason prófessor). 21.05 Ein- söngur: Guðmundur H. Jónsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir: a) „Plaisir d’amour'" eftir Martini. b) „Smalastúlkan" eftir Emil Thoroddsen. c) „Man ég þig’ mey“ eftir Karl O. .Runólfsson. d) „Vögguvisa" eftir Schubert. e) Aría úr óperunni „La fanciulla del West" efti'r Puccini. 21.20 Dag- skrá Kvenfélagasambands Islands. — Upplestur: „Anna' Maria", sögu kafli (Elinborg Lárusdóttir rithöf- -undur). 21.45 Hæstaréttarmál Há- kon Guðmundsson hæstaréttarrit- ari). 22.10 „Fram á elleftu stund", saga eftir Agötu Christie; IV. (Sverrir Kristjánáson sagnfræðing ur). 22.30 Tónleikar (plötur): Geraldo og hljómsveit hans leika. 23.00 Dagskrái'lok. Kvennadeiid Slysavarnafélagsins heldur :fund annað kvöld kl. 8,30 í Tjarnarcafé. Sjá nánar' auglýs* ingu i blaðinu. Starfsmannafélag Reykjavíkurbæj- ar beldur a.Imennan félagsfund að Borgartiini 7 i dag, sunnud. 4. nóv. kl. 2 e. h. Þar flytur hr. borgarstjóri - Gunnar Thóroddsen, erindi um réttindi og skyldur op- inberra sta.rfsma.ijna, auk þess verðg ' féiagsmál rædd ** ' ' ; ‘ ' . ’’ r'; SunnudagaskóIi Guðfræðideildar háskölans hefst í dag, sunnudag, 4. nóv, kl.. 10 i háskólakapeílunnir Athygli er vakin á, að börnin eiga að ganga um aðaldyr háskól- ans og koma stundvísiega,- húsið er ekki opið fyrr en la.ust fyrir klukkan 10. Nýlega yoru gefin samán í hjónaband á Akureyri, ung- frú Matthéa Arnþórsd. og Ólafur Stefánsson, iðnverkamaður, Byrgi, Glerárþoi-pi. — Nýlega voru gefin saman i hjónaband á Akureyri, Iíelga Jóhanna Daníels dóttir. og Ólafur Þorsteinn Jóns- son, Heimili þeirra er . að Snæ- bjarnarstöðum í Fnjóskadal. Nýlega vo.ru gefin saman í hjóna- band á Akureyri, urigfrú Sigur- laug Friðgeirsdóttir og Konráð Sæmundsson, sjómaður. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband á Blönduósi ungfrú Ingibjörg Kolka og Zóphónías Ásgeirss. ö Blöndu- ósi og ungfrú Halldóra Kolka og Hans Júlíusson, bifvélavirki. — 1 gær voru gefin saman í hjóna band af séra Þorsteini L. Jóns- syni, iingfrú Guðríður Þórðardótt- ir, Borgarholti, Miklaholtshreppi og Njáll Þorgeirsson frá Helga- felli. — 2. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Ásgeiri Ás- geirssyni, Anna- Aðalheiður Árna- dóttir frá Flatey Breiðafirði og‘ Leifur Jónasson frá Öxnaey. Gamanieilí urinn Dóri eftir Tóm- as Hallgrímsson, verður sýndur í Þjóðleikhúsinu kl. 20.00 í kvöld. Saumanámskeið Freyju. Tvær stúlkur geta ennþá kom- izt að á saumanámskeiði á vegum Þvottkvennafélagsins Freyju, sem hefst 6. nóvember. Helgldagslivknir: Ólafur Jóhantis- son, Njálsgötu 55. — Simi 4034. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. - Sími 5030.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.