Þjóðviljinn - 18.11.1951, Qupperneq 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Surinudagur 18. nóvember 1951
—---------------------------------------------•\
þióoyiuiNN
Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Frétierltstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
1S. — Síml 7500 (3 línur).
Áskrlítarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
V............................................../
Með hendur í skauti
Þegar atkvæðagreiðsla fór fram á síðasta bæjarstjórn-
arfundi um iþá tillögu sósialista að bæjarstjóm ákvæði að
verða við kröfu Hreyfils um endurráðningu vagnstjór-
anna sjö, sem íhaldið svifti atvinnu algjörlega að ósekju
1. okt. s.l., sátu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Jón Axel
og Benedikt Gröndal, lúpulegir með héndur í skauti og
greiddu ekki atkvæði.
Þrátt fyrir skringilegan bægslagang Alþýðublaðsins og
málamyndatilburði Alþýðuflokksins í „hinni ábyrgu stjórn
arandstöðu“ kemst Alþýðuflokkurinn ekki hjá því að
opinbera hvaö eftir annað þjónustusemi sína og auðmýkt
gagnvart matmóður sinni. íhaldi og Framsókn. Og svo
þrælbundnir eru þessir margseldu vesalingar á klafa
afturhaldsþjónustunnar að þeir lýsa því beinlínis yfir að
þeir séu skoðanalausir þegar um það er barist hvort
hnekkja á skipulögðum ofsóknum íhaldsins og tilraun-
um þsss til að svelta dugmestu meðlimi verkalýðsfélag-
anna til fullkominnar undirgefni. Sýnir fátt betur en
þessi flatmagandi afstaða Alþýðuflokksins í bæjarstjórn
hve óralangt Alþýðuflokksforingjarnir eru komnir út á
braut algjörra svika við verkalýðsstéttina og þá stefnu
sem Alþýðuflpkkurinn var stofnaður til að berjast fyrir
í upphafi.
Enginn heiðarlegur verkamaður eða launþegi getur
treyst þeim flokki sem tekur raunvenilega afstöðu með
íhaldinu í ofsóknarherferð þess gegn þeim meölimum
verkalýðsfélaganna sem afturhaldið þykist þurfa að ná
sér niðri á og hikar ekki við að svipta atvinnu án minnstu
saka. Só samábyrgð sem Alþýðuflokkurinn hefur tekið
á sig með íhaídinu í þessu máli mun verða til þess að
opna augu margra heiðarlegra fylgjenda Alþýðuflokksins
fyrir því hvernig komið er fyrir þeirra gamla flokki síðan
forusta hans kom sér í „fást fæði“ hjá því afturhaldi sem
hún átti að berjast gegn.
Þaö er þqssi augljósa vinnumennska Alþýðuflokks-
broddanna hjá aftui’haldinu og flokkum þess, sem hefur
átt drýgstan þáttinn í að svifta Alþýðuflokkinn tiltrú
almennings. Með sama áframhaldi verður þess skammt
að bíða aö foringjarnir standi einir eftir, rúnir öllu fylgi
og trausti, en að sama skapi vel haldnir persónulega í
vistinni hjá fjandmönnum íslenzkrar alþýðu.
Fúifflepp-skan bak wið „h]á!pssmlnau
í ályktun. flokksþings Sósíalistaflokksins um atvinnu-
mál er á það bent hvernig marsjallféð hafi þurrkað upp
stórfellt fjármagn í landinu cg bundið það. Þetta er mjög
athyglisverö staðreynd sem vert er að gefa gætur.
Hið eðlilega ástand í verzlunarmálum er það að gjald-
eyris er aflaö með sölu afurða og fyrir gjaldeyririnn eru
svo fluttar inn nauðsynjavörur. Útfluttu vörurnar eru
afrakstur af vinnu og veruleg-ur hluti af andvirði þeirra
fer í vinnulaun. Vinnulaunin eru síðan hagnýtt til að
kaupa innfluttu vörurnar. Þetta er hin eðlilega hringrás.
Með marsjall„hjálpinni“ fer þetta kerfi úr skorðum.
Samkvæmt henni er flutt inn mikið magn af vamingi
sem ekki er greiddur á venjulegan hátt. í sambandi við
þann innflutning fer ekki fram nein gjaldeyriísöflun og
engin vinnulaun eru greidd. Hins vegar eru vörurnar
grsiddar fullu verði af almenningi og andvirðiö síðan
bundið í ákveðnum sjóði mótvirðissjóði, og bannaö að
leggja fé úr þeim sjóði til framleiðslunnar. Afleiðingin
verður sú að féð fer úr umferð, smám saman minnkar
framleiöslan innanlands sem gjöfunum svarar og vinnu-
launin rýrna aö sama skapi. Atvinnuleysið magnaist,
kaupgetan rýrnar og almenningur veröur að láta sér
nægja að horfa á ,,gjafirnar“ í búðargluggunum.
Það er engum efa bundið að þeir vísu hagfræðingar
sem að marsjall„hjálpinni“ stóðu hafa séð þessa þróun
fyrir, enda er hún liður í ,,jafnvægi“ því sem um er rætt
í marsj allsamningnum. En sú útspekúleraða fúlmennska
sem býr á bak við slíka „hjálpserni“ er vissulega alger
nýung í alþjóðamálum.
SjúkrasamlassjíjöUl
unglinga
A. K. á Isafirði skrifar á
þessa leið um sjúkrasamlags-
gjöld unglinga: „Kæri bæjar-
póstur! Ég vil vekja athygli
almennings og alþingis á máli
sem einkum varðar æskuiýðinn.
Þegar unglingur verður 16 ára
er hann orðinn fullgildur skatt-
borgari. Einn af þessum skött-
um er sjúkrasamlagsgjald. Það
mun yfirleitt vera 20 kr. eða
meira á mánuði, þ. e. að
minnsta kosti 240 kr. á ári.
Fátækt námsfólk, sem litla at-
vinnu hefur á sumrum munar
um þessa peninga, allra helzt
þegar þar bætist ofaná gjaid
til almannatrygginga. Finnst
mér engin sanngirni í öðru en
sjúkrasamiagsgjald verði ekki
heimtað af ungu fólki fyrr en
það er 21 árs. Fólk á þessum
aldri er yfirleitt heilsuhraust
og mestur hlutinn af þessu fé
fer einungis í gagnslítið meíala-
sull handa meira og minna
hysterísku fólki.
Ösanngjörn innheimta
I stórri fjölskyldu nema þess-
ir sjúkrasamlagspeningar svo
hárri upphæð að fullkomnir
blóðpeningar mega kallast. Það
sem sjúkrasamlag gefur í aðra
hönd kemst ekki í hálfkvisti
við það sem lagt er fram til
þeirra með þessari ósanngjörnu
og miskunnarlausu innheimtu.
Ungt fólk þarf ekki að sulla í
sig meðulum daglega og ekk-
ert réttlæti að neyða það til
að leggja fram háar upphæðir
til stofnunar, sem enga þjón-
ustu að gagni leggur fram á
móti, sizt nú þegar atvinnu-
leysi þjarmar að mönnum og
margir eru háðir fjárhag og
pyngju foreldranna. Skora ég á
alþingi að nema þennan órétt-
láta skatt á unglingum úr lög-
um. — A. K.“.
Svar til Sigurðar
J. Ásg. sljrifar: „Einhver
Sigurður skrifar mér í bæjar-
pósti Þjóðviljans 16. þ. m, og
kvartar yfir því, hvað ég hafi
skrifað langa grein um dúfna-
drápið. ÍEinnig, að ég skrifi
mjög einhliða um málið. hafi
nefnilega gleymt honum og
hans líkum,. sem verði daglega
að liða ýmsar hörmungar fyr-
ir það. að þessar dúfur skuli
vera li'ðnar bótalaust i bæn-
um. — En mér finnst, að ég
eigi mína afsökun í því, að ég
vissi fyrst og fremst ekki um
hans persónulegu þjáningar í
sambandi við þetta mál og svo
bað, að mér datt það aldrei í
hug, að dúfurnar væru svona
dónalegar og ósvífnar að drita
iafnvel á skrifstofumenn og fín
hús. sem níkir menn eiga og
húa í. — Ég skai játa það, að
þetta er fremur óþokkalegt.
•
Persónuleg eða félagsleg
sjónarmið
En hvort er heillavænlegra
fyrir þjóðfélagið nð litið sé að-
oins á málin frá persónulegfi
hlið eða félagslegri? Nú er
það vitanlegt, að alltaf cru
einhverjir að dfita á okkur í
þessu þijóðfélagi (enda þótt það
séu ekki dúfur), en við þegjum
við því, of margir, jafnvel þökk-
um fyrir það. Þá er ekki talað
um neinn óþrifnað, þótt við
og aðrir liðum við það alla
ævi. Og marga vill það henda
að vera á móti góðu málefrii
fyrir það eitt. að þeir persónu-
lega hafa einhver óþægindi af
því, verða að fórna einhverju
fyrir það. -— Annars hef ég
heyrt að lögreglustjórarnir hafi
neitað að drepa dúfumar nema
einn þeirra. Bæði hefur þeim
þótt það leiðinlegt verk og svo
hafa þeir vitað hve óvinsælt
það mundi verða. Enda hefur
það komið í ljós að margir
hafa klagað og sérstaklega yfir
því að byrjað var á því að
drepa tömdu dúfurnar. Það
hefði líka sýnt réttmætari áð-
ferð úr því að á þessu var
byrjað að eyðileggja villtu dúf-
urnar en hlífa fremur hinum.
m
Var eltki möimum
sinnandi
Ein kona sagði mér, að
drengurinn sinn hafi ekki verið
mönnum sinnandi siðan dúfurn-
ar hans vom drepnar. Hans
fyrsta verk hefði ailtaf verið
það, þegar hann kom heim úr
skólanum, að geía dúfunum.
Umhyggjan fyrir dúfunum hafi
áreiðanlega frelsað hann marga
stund frá götunni. — Og svo
lofsyngur þessi Sigurður þetta
blessaða dúfnadráp, er hann
orðar svo, en fáheyrt mun vera
að þannig sé tekið til orða um
nokkurt dráp. Og telur það hafa
þroskandi áhrif á unglingana,
sérstaklega ef það er útskýrt
fyrir þeim, hvað það sé illa
gert af dúfunum að drita á
hús eins og Tjamarcafé. Hús
með fallegum nöfnum. Nöfn-
um sem hafa útlendan hala.
Hala þar sem ekkert óhreint
kemur undan. — J. Ásg.“.
Ríkisskip
Hekla er á leið frá Austfjörðum
til Akureyrar. Esja fór frá Kefla-
vík x gærkvöld til Gautaborgar og
Álaborgar. Herðubreið er á Vest-
fjörðum. Skjaldbreið fór frá Rvík
í gærkvöld til Húnaflóahafna.
Þyrill er á Austfjörðum á suður-
leið.’
Eimskip
Brúarfoss er á Austfjörðum;
lestar frosinn fisk. Dettifoss fór
frá Rotterdam í gær til Antwerp-
en og Hull. Goðafoss fór fxá Rvík
16. þm. til London, Rotterdam og
I-Iamborgai-. Gullfoss fór frá Leith
16. þm.; væntanlegur til Reykja-
víkur 19. þm. Lagarfoss er í New
York. Reykjafoss er í Hamborg.
Selfoss fór frá Huil 14. þm.; vænt-
anlegur til Rvíkur. Tröllafoss fór
frá Rvík 9. þm. til New York. •
Skipadeild SIS
Hvassafell lestar síld á Akra-
nesi. Arnarfell fór frá Hafnarfirði
15. þm. áieiðis ttl Spánar. Jökul-
fell fór frá N.Y. 9. þm. áleiðis til
Reykjavikur.
Fiugíélag Islands:
1 dag er ráðgert að fijúga til
Akureyrar og Vestmannaeyja. Á
morgun eru áætlaðar flugferðir
til Akureyrar, Vestmannaeyja,
Neskaupstaðar, Sevðisfjarðar cg
Egilsstaða.
Loftleiðir h.f.:
1 dag verður flogið til Vest-
mannaeyja. Á morgun verður flog-
ið til Akureyrar, Bíldudals, Isa-
fjarðar, Patreksfjarðar, Vest-
mannaeyja og Þingeyrar.
Helgidagsiæknir: Ófeigur J. Ó-
feigsson, Sólvallagötu 51, sími 2907.
•, 11.00 Messa í kap-
ellu Háskólans (sr.
Jón Thorarensen).
— 12.55 Útvarp af
stálþræði frá fundi
Stúdentafélags R-
víkur 13. þ. m. Fundarstjóri: Páli
Ásgeir Tryggvason formaður fé-
lagsins. Umræðuefni: Skattamálin.
Málshef jendur: Alþingismennirnir
Gísli Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason og
Skúli Guðmundsson. Aðrir ræðu-
menn: Lárus Sigurbjörnsson rit-
höfundur, Gunnar Þorsteinsson
hrl. og Geir Hallgrímsson lögfr.
(Framhaldi fundarins útv. kl.
16.30). 15.30 Miödegistónleikar: a)
Cellósónata í a-moll eftir Grieg
(Feiix Salmond og Simeon Rum-
schisky leika). b) „Rio Grande",
kór- og hljómsveitarverk eftir Con
stant Lambert (St. Michaels kór-
inn og Hallé hijómsveitin flytja;
höfundurinn stjórnar). c) ,Le Cid‘,
danssýningarlög eftir Massenet
(Sinfóníuhljómsv. í San Francisco;
Alfred Hertz stj.). 16.30 Framhald
Stúdentafélagsfundarins um skatta
mál (af stálþræði). 18.30 Barna-
tími (Baldur Pálmason): Upþiest-
ur og tónleikar. — Leikrit: „Úti-
legumenn í Ódáðahrauni ........“
eftir Ragnar Jóhannesson, skóla-
stjóri. Leikstjóri: fflvar Kvaran.
Nemendur úr ieikskóla hans flytja.
19.30 Tónleikar: Píanólög eftir
Liszt (plötur). 20.20 Tónleikar
(piötur): Óbókonsert i d-moll eftir
Vivaldi (Leon Goossens og strengja
hljómsv.; Sússkind stj.). 20,35 Frá-
söguþáttur: Minningar af Snæfells
nesi (eftir séra Villijálm Briem.
Ásgeir Ásgeirsson fyrrum próf-
astur flytur) — fyrri hluti. 21.00
Óskastund (Benedikt Gröndal rit-
stjóri). 22.05 Danslög (plötur). —
23.30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
15.30—16.30 Miðdegisútvarp. —
(15.55 Fréttir og veðurfregnir).
18.15 Framburðarkennsla. í ensku.
— 18.25 Veðurfregnir. 18.30 ís-
lenzkukennsla; I. fl. —• 19.C0 Þýzku
kennsla; II. fl. 19.25 ÞJngfréttir.
— Tónleikar. 20.20 Útvarpshljóm-
sveitin; Þórarinn Guðmundsson
stjórnar. a) Lög eftir íslenzk tón-
skáld. b) „Um morgun, kvöld og
miðan dag í Vínarborg", forleikur
eftir Suppé. 20.45 Um daginn og
veginn (Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur). 21.05 Einsöngur: Skafti
Pétursson frá Hornafirði syngur;
Fritz Weisshappel leikur undir:
a) „1 djúpið mig langar“ eftir Bj.
Þorsteinsson. b) „Vor og haust"
eftir Bjarna Þorsteinsson. c)
„Heyr mig, lát mig lífið finna“
eftir Inga T. Lárusson. d) „Til
næturinnar“ eftir Sigvalda Kalda-
lóns. e) „Friður á jörðu“ eftir
Árna Thorsteinsson. 21.20 Dagskrá
Kvænfélagasambar.ds íslands. —
Erindi: Hið þríþætta. uppeldi (séra
Árelíus Nielsson). 21.45 Búnaðar-
þáttur: Úr Hríséy; — Gísli Krist-
jánsson ritstjóri ræðir við Cdd
Ágústsson bónda. 22.10 „Fram á
eileftu stund", sa,ga eftir Agötiiu
Christie; X. (Sverrir ICristjánsson
sagnfræðingur). 22.30 Tónleikar
(plötur); a) Bevei'ley Sisters
syngja. b) „Smásögur", hljómsveit-
arverk eftir Gade (Danska út-
v'arpshijómsveitin leikur; Erik
Tuxen stj.). 23.00 Dagskrárlok.
75 ára er í dag Friðrikka Jensen,
Barónsstig 27, Reykjavík.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sina
ungfrú Sigurlína
Hannesdóttir, Mel-
breið, . Fijótum og
Kristjón Sigurðss.,
Ásgarði, Garðahreppi.
DraumgySjan mín, kvikmyndin
sem Stjörnubíó hefur sýnt að und-
anförnu er einhver vinsælasta og
bezt -sótta mynd sem lengi hefur
verið sýnd hér. Þótt búið sé að
sýna myndina lengi hefur alitaf
verið fullt hús á kvöldsýningu
fram að þessu. Myndin verður
sýnd i dag kl. 7 og 9 en úr því má
búast við að sýnihgum fari að
fækka.
Biaðamannaféiag íslands heldur
fund í dag ltl. 2 e.h. í Café Höll
uppi.
I . Hjónunum Mariu
V Oddsdóttur og Þor
valdi Jóhannessyni
Vitastíg 11 fædd-
ist 11 marka dóttir
í gær, 17. nóv. s.l.
Skólagarðar Eeykjavfkur. Nem-
ondur skólagarðanna frá sl. sumri
eru beðnir að koma til viðtals í
Melaskólann kl. 4 í dag og taka
á móti vitnisburði sínum. Enra-
fremur verður kvikmyndasýning.