Þjóðviljinn - 18.11.1951, Page 6

Þjóðviljinn - 18.11.1951, Page 6
»***. 6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1S. nóvember 1951 40. DAGUR t Þegar hún var farin inn í húsið, kom Clyde á vettvang og virti húsið fyrir sér með mikilli athygli. Hvað var móðir hans að gera þarna inn? Hvern var hún að finna? Hann skildi ekkert í þessari ofboðslegu forvitni sinni, en síðan hann þóttist hafa rekizt á Estu hafði hann haft óljóst hugboð um að þetta stæði í einhverju sambandi við hana. Það voru brófin, hundrað doll- ararnir, leiguherbergið í Montrose stræti. Skáhallt andspænis húsinu í Beaudry stræti var stórt og viðamikið tré, bert og lauflaust í vetrarnæðingnum, og skammt frá því var símastaur, svo skammt frá að þau höfðu sameigin- legan skugga. Þarna á bak við gat hann staðið óséður og virt fyrir sér hina ýmsu glugga, á framhliðinni og gaflinum, á fyrstu og annarri hæð. Fyrir innan einn gluggann á framhlið- inni sá hann móður sína á stjái eins og hún ætti þar heima. Og andartaki síðar sá hann sér til mikillar undrunar að Esta kom að öðrum glugganum og lagði pakka í gluggakarminn. Hún virtist aðeins klædd í léttan morgunslopp eða vera með sjal um herðarnar. I þetta skipti skjátlaðist honum ekki. Hann hrökk við þegar hann sá að þetta var hún og móðir hans var þarna inni hjá henni. Hvað hafði hún gert af sér, fyrst hún þurfti að dyljast á þennan hátt þegar hún kom aftur? Hafði maðurinn hennar, maðurinn sem hún hafði hlaupizt á brott með, yfirgefið hana? Hann var svo forvitinn að hann ákvað að bíða andartak fyrir utan, ef móðir hans kynni að koima út aftur og þá ætlaði hann sjálfur að líta inn til Estu. Hann langaði svo mikið að sjá hana aftur — komast að raun um hvað allur þessi leyndar- dómur átti að þýða. Hann beið og var að hugsa um hvað hon- um hefði alltaf þótt vænt um Estu og hvað það væri undarlegt, að hún væri þarna í felum á þennan leyndardómsfulla hátt. Eftir klukkustund kom móðir hans út og nú virtist karfan vera tóm, því að hún hélt léttilega á henni í hendinni. Og eins og áður horfði hún varfæmislega í kringum sig. Andlitssvipur hennar var fjarrænn og þó áhyggjufullur eins og hann var þessa dagana — annars vegar var trúin og hins vegar efa- blandinn kvíði. Clyde horfði á eftir henr.i suður Beaudry stræti í áttina að trúboðinu. Þegar hún var komin úr augsýn, snéri hann sér við og fór inn í húsið. Eins og hann hafði búizt við voru þama mörg leiguherbergi og á sumum hurðanna stóðu nöfn leigjend- anna á bréfspjöldum. Hann vissi að Esta var í suðaustur- herberginu á efri hæðinni, svo að hann fcarði þar að- dyrum. Og ekki bar á öðru. Fyrir innan heyrðist létt fótatak og eftir ör- litla bið, sem gaf til kynna einhvem undirbúning, vom dyrnar opnaðar lítið eitt og Esta gægðist út — fyrst rannsakandi og síðan gaf hún frá sér undrunar og fagnaðaróp. Varúðin og undrunin urðu að víkja og henni varð Ijóst að hún stóð augliti til auglitis við Clyde. Og hún opnaði dymar upp á gátt. „Nei, Clyde," hrópaði hún. „Hvernig gastu fundið mig? Ég var einmitt að hugsa um þig.“ Clyde faðmaði hana að sér og kyssti hana. Um leið tók hann eftir því — og honum brá illa í brún — að hún hafði breytzt mikið. Hún var horaðri — fölari — augun innfallin og hún var sízt betur klædd en hún hafði verið þegar hann sá hana síðast. Hún virtist taugaóstyrk og niðurdregin. Hið fyrsta sem honum datt í hug var, hvar maður hennar væri. Hvers vegna var hann ekki þarna? Hvað hafði orðið um hann? Þegar hann virti hana betur fyrir sér, tók hann eftir því að það var óvissa og hik í svip* hennar, enda þótt hún væri fegin komu hans. Munnur hennar var hálfopinn, reiðubúinn til að brosa við honum og bjóða hann velkominn, en það var kvíði og órólei'ki í augum hennar. „Ég átti ekki von á þér,“ bætti hún við um leið og hann sleppti henni. „Hittirðu ekki —“ Svo þagnaði hún, eins og hún hefði verið í þann veginn að tala af sér. „Jú, einmitt — ég sá mö.mmu," svaraði hann. „Þess vegna —oOo-oOo-oOo— —oOo— —oOo-oOo-oOo— BARNASAGAN Himinbjargar saga 6. DAGUR. Um morgjninn var Blákápa snemma á fótum. Gekk hún að sæng Sigurðar og spyr hann gjör um hans hagi. Sagði hann henni hið ljósasta af sínu efni og fyrir hverja orsök hann var þar kom- inn. Blákápa bagoi um stund og heldur með á- hyggiusvip. Eítir bað mælti hún: „Mikil eru vandræði þín, Sigurður," segir hún, „hvernig sem þú færð úr ráðið. Skil ég gjörla, hvert þér er vísað. Hér skammt frá hefur ráðið ríki kóngur ágæíur. Hann átti dóttur við drottningu sinni, sem hét Ingigerður, og hélt hún eina skemmu með átján meyjum, sem henni bjónuðu, sem allar voru dætur tiginna manna. Nú bar svo til, að drottning andaðist. En skömmu eftir andlát hennar kom þar í ríki ein jómírú harla fögur sýnum, sem þó reyndar var hið versta tröll. Enginn vissi, hvaðan hún kom. Svo gekkst kóngi hugur fyrir fríðleik hennar, að hann tók hana sér til drottningar, cg var það mest í móti skapi Ingi- gerðar kóngsdóítur. Gaf hún sig lítt að stjúpu sinni, og fyrir þá sök lagði hún á hana fjandskap mikinn, og eitt sinn kom hún til skemmu Ingigerðar cg lagði á hana, að hún skyldi verða að hinni mestu íröllkonu og allar þær skyldu tröll verða og drepa föður sinn og eyða hans ríki. Eftir það hvarf hún í burt, og hefur enginn síðan til hennar spurt. Veizlusalir Leikhúskjallarinn verður ledgður út í vetur fyrir SfnæiTi og stærri veizlur og samkvæmi eftir því sem við verður komið. — Nánari upplýsingar í síma 81436 kl. 2—3 • og eftir kl. 8. — LeikimskiaMartsm. Dtboð Tilboð óskast í hitalögn í hluta af byggingu Fiski- og Fiskiðnaðardeildarinnar. Útboðslýsingar og teikningá sé vitjað á skrifstofu Halldórs H. Jónssonar, arkitekts, Hverfisgötu 4. Byggingarneind Fiski ©g FiskiðnaðardeiMarmnar. D A V 1 S k á k Framhald af 5. síðu. 16 Hel—e2! Bc8—k4 Þessi sóknarleið er betri en Rxh3t, eða Bxh3. Tartakower bendir á Rr4 ok er sá leikur sennilega svipaður að gæðum og leikur Marshalls. 17 h3xg4 Bd6—h2t 18 Kgl—fl Bh2—g3 19 He2xf2 --- Dh4—hlf 20 Kfl—e2 Bg3xf2 20.-—Dxel, kemur einnig til greina, en ekki er rúm til að rekja þá leið hér. 21 Bcl—d2! 22 Df3—h3 23 Ke3—d3 24 Kd3—e2 25 Dh3—f3 Bf2—h4 HaS—e8f Dhl—flf Bh4—f2 Dfl-gl Capablanca hefur bent á, að hér á svartur betri leið: 25. — He2 26. Ra3! Hxd2t 27. Kxd2 28. Dxt2 Dxb2t 29. Rc2 c5 30. Bd5 og Jivítur á örðuga leið fyrir hönd- um ef hann ætlar sér sigur. 26 Bdö! cð 27 dxc5 Bxc5 28 (>4 BdS 29 a4 a-5 Ef til vill var Hec8 betri leikur, því að nú verður b-peðið frjálst. 30 axb5 axb4 31 Ha6 bxcS 32 Rxc3 Bb4 33 b6 Bxc6 34. Bxc3 h6 35 b7 He3 Nú tilkynnti Capahlanca mát í 5. leik. 38 Bxf7t Hxf7 37 b8Dt Kii7 38 Hxh6t Kxbíi 39 DhSt ----- 40 Dh5 mát. Drotthingin illa fjarri 1 skák milli Sveins Kristinssonar og Kristjáns Sylveríussonar náði Sveinn betri stöðu út úr byrjun- inni, en munurinn var ekki ýkja mikill þegar ‘drottning Kristjáns lagði af stað í leiðangur yfir á drottningarvæng Sveins. Tilgang- ur hans er mér ekki ljós, en af- leiðingarnar létu ekki standa á sér. Þremur leikjum seinna var þessi staða komin fram: Kristján co 1 1 £> ■ m jp k i co i tn /. . ■ m m Í úú fe jf ; á ffj§ ffj n 1 WM 00 - J§ m <M 1 im rH és £ ■ m W ABCDEFGH Sveinn Sveinn lék nú 29. Dh5^e5 og hótar þá sýnilega 30. Hal. Krist- ján tryggði drottningunni undan- komu með Ha8—b8, en þá kom í ijós að Sveinn hafði fleira á prjónunum: 30 Rc5xe6! Hvítur hótar nú bæði Dxg7 mát og Hxc8t. Kristjáni féllust hendur og hann lék f7—f6 sem jafngildir uppgjöf. Hann gat varizt nokkuð með Dxclt, Hxcl, Hxclt, Kg2, fxe6, DxB8t, en taflið er tapað. Það er ekki oft að mönnum hefnist jafn snögglega fyrir yfir- sjónir sínar og þarna. Kvæði Péhiis fzá Grafardai Framhald af 0. síðu. aldur fram á ægilegri morðöld. Og yfir mörgum kvæðum þessa íslenzka dalamanns er einhver einkennilegur blær sem ósjálf- rátt leiðir hug manns að þeim sonummiiljónaborganna sem á þeirri sömu öld báru heim úr lífi sínu brot ein fyrir vaxtað pund — sprengjubrot í höfðinu í staðinn fyrir hamingju í hjartanu. Pétur Beinteinsson hefði staðizt hvítadauðann leng- ur ef lieimsstríðið hefði ekvn lika geisað í brjósti hans. En hann mætti völdum lífsi og djiuða altýgjaður. Hann var gæddur mikilli ljóðgáfu, sterk- um lífsvilja, heitum hug. Hann var persónuleiki. Þess vegna heldur hann ennþá velli. B.B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.