Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 1
ÆFSI — SFÆl Farin verður vinnuferð í skál- ann á laugardag kl. 6 frá Þórs- götu 1. Unnið verður fyrir bas- arinn og skálann. — Dansað $ verður um kvöldið. — Listi ? liggur frammi á skrifstofunni. Fjölmennið félagar, og skrif- ið ykkur á listann. Skálastj. Fimmtudagur 22. nóvember 1951 — 16. árgangur — 262. tölubl. Alþýðuflokkurinn rekur bæicsrfulltrúa sinn z Vestmannaeyj um úr flokknum! Hægri öflin í Alþýðuflokksfélaginu töldu ekki „starfsgrundvöll“ fyrir félagið meðan Hrólfur Ingólfsson væri innan þess vébanda! — Hrólf- ur mun starfa áfram í bæjarstjórninni og með sömu flokkum og áður Hrólfur Ingólfsson, bæjarfulltrúi ALþýðuflokksins í Vestmannaeyjum var rekinn úr Alþýðuflokksfélaginu þar í gær. Er brottreksturinn framkvæmdur samkvæmt fund- arsamþykkt er gerð var í félaginu 13. þ. m., en tilkynn- ingu um brottreksturinn fékk Hrólfur ekki fyrr en í gær. Brautin, Alþýðuflokksblaðið í Eyjum, kom út í gær eftir nokkra hvíld. í aðalfyrirsögn þess segir: „Hrólfur Ingólfsson rekinn úr Alþýðuflokksfélagi Vestmannaeyja“, og undirfyrirsögnin hljóðar þannig: „Héðan í frá er Hrólfur Ingólfason ekki fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn Vestmannaeyja“. Þjóðviljinn hefur snúið sér til Hrólfs Ingólfssonar og innt hann eftir ástæðunum til brott- rekstursins. Enginn starfsgrundvöllur! I uppsagnarbréfinu, sem Hrólfi barst í gær, segir m. a.: „Vegna þess sameiginlega álits okkar undirritaðra stjórna.r- meðlima um að starf og stefna lir. Hrólfs Ingólfssonar bæjar- fulltrúa síðan hann varð bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum stefni í svo gagnstæða átt við stefnu og Sevétözðsendnig til Mið- ikustudasida Gromiko aðstoðax-utanríkis- ráðherra kallaði sendiherra Mi'ö Austurlanda í Moskva á fund sinn í gær hvern fyrir sig og afhenti þeim orðs'endingu frá Sovétstjórninni um afstöðu hennar til fyrirætlana Vestur- veldanna um stofnun sameigin- legrar herstjórnar fyrir Mið- Austurlönd. Gromiko afhenti einnig sendi- fulltrúa Bandaríkjanna orð- sendingu í gær, en ekkert var vitað um efni hennar í gær- kvöld. THOR THORS hefur verið endurkjörinn framsögumaður stjórnmálanefndar þings SÞ. vilja flokksmanna, og að fram- koma hans á ýmsan hátt sé beinn fjandskapur vi'ð Alþýðu- flokkinn, svo og að við teljum engan starfsgrundvöll fyrir Al- þýðuflokksfélag Vestmannaeyja með hann innan vébanda sinna, leggjum við til að honum verði vikið úr félaginu nú þegar“. Er þetta tillaga er fimm menn, sem fara með stjórn fé- lagsins, fengu samþykkta á fundi í Alþýðuflokksfélaginu 13. þ. m. Hin raunverulega ástæða Hina raunverulegu ástæðu til brottrekstursins telur Hrólfur vera að hann hefur haft sam- vinnu við sósíalista um bæjar- mál Vestmannaeyja. Hægri öfl- in í Alþý'ðuflokksfélaginu, sem vilja samvinnu við íhaldið, hafa nú reynzt sterkari í félaginu. Þegar bæjarstjóriiarmeirihlut- inn var myndaður með sósíal- istum, Framsókn og Hrólfi, vildu hægri öflin í félaginu standa utanhjá og ekki gera neitt, og hafa þau ásakað Hrólf fyrir að vera ekki hlut- laus, en það hefði þýtt að gera bæjarstjórnina óstarfhæfa. Gegnir áfram störfum í bæjarstjórninni Er Hrólfur var spurður hvort hann mundi gegna störfum áfram í bæjarstjórn játaði hann því. Á sínum HandaFÍk|aiiienii étfasÉ niti vfirrád síia í loffi i Kóreii tí’ Vandenberg, yfirforingi bandaríska flughersins, sagði í gær, að tvísýnt væri, hvort Bandaríkjamönnum tækist -að halda yfirráðum sínum í lofti í Kóreu. Vandenberg, sem er nýkom- inn frá Kóreu, sagði, að Kína hefði á einni svipstundu komizt í fremstu röð flugvelda heims- ins. Af um 1500 flugvélum, sem bækistöðvar hafa í Man- sjúríu, væru um helmingur þrýstiloftsflugvélar, sem gætu flogið hraðar en hljóðið. Hershöfðinginn sagði að MIG þrýstiloftsflugvélarnar væru á- minning til Bandaríkjamanna um að flugvélasmiðir Sovétríkj- anna hefðu leyst þau vandamál sem samfara eru smíði hrað- fleygra flugvéla. I sumum at riðum kvað Vandenberg MIG flugvélarnar standa framar öll- um bandarískum vélum. Vandehberg sagði blaðamönn- um, að hann áliti, að í Kóreu væru engin þau skotmörk, sem borgaði sig að beita kjam- orkusprengjum á. tíma, sagði hann, var ég við prófkosningu í Alþýðuflokks- . félaginu kosinn til að vera í efsta sæti á Iista Alþýðu- flokksins við síðustu kosn- ingar, og sé því enga ástæðu til að segja af mér- í bæjar- stjórninni enda ekki verið farið fram á það. I fyrra þegar samningar um mynd- un bæjarstjórnarmeirihlut- ans stóðu yfir og hægri öfl- in vildu að ég væri hlutlaus bauðst ég til að segja af mér, en þá vildu þau það ekki. Ég mun því verða kyrr í bæjarstjórninni, og halda áfram samvinnu við sömu flokka og hingað til. Notuðu tækifærið er Hrólfur var fjarverandi Þeir hafa ekki talað við mig um þessi mál í marga mánuði, en notuðu tækifærið er ég var í viku fjarverandi úr bænum til að kalla saman fund og láta hann samþykkja að reka mig úr flokknum, þegar ég átti þess engan kost að verja mig eða ræða málið. Sláískömmlim tekin upp í Bretlandi Brezka ríkisstjórnin tilkynnti í gær, að úekin yrði upp skömmtun á stáli til framleið- enda i febrúar í vetur. Er þetta gert til að tryggja, að þarfir vopnaiínaðarins gangi fyrir. Dwight Eisenhower Eisenhowver vill tvöfaldaðan Sier 1 gær lauk í Róm tveggja daga fundi hermálaráðs A- bandalagsins. Er það undanfari fundar bandalagsráðsins, sem á að hefjast þar á laugardag- inn. Hermálaráðið fjaliaði um kröfu Eisenhowers, hins banda- ríska yfirhershöfðingja banda- iagsins, um aukið lierlið til um- >"áða. Segja fréttaritarar, að herráð Eisenhowers hafi gert, áætlun um að auka herinn und- ir stjórn Eisenhowers um helm- ing eða meira á næsta ári. Til þessa hefur hann fengið 20 herdeildir til umráða, en liann vill að tala herdeildanna verði komin upp í 40 til 45 næsta haust. Herdeildirnar vill Eisen- hower hafa búnar til bardaga og með þeim er ekki talinn fyrirhugaður her frá Vestur- Þýzkalandi, UTANRlKISEÁÐHEBBAR Vesturveldanna sátu á fundi í þrjár klst. í París ásamt fjölda ráðgjafa sinna. Voru þeir að undirbúa fund sinn með Aden- auer, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, í dag. skora á öll sérgreinasambönd SÞ að hefja þegar undirbún- ing að aðstoð við fólk á flóða- svæðinu. Himgurdauði vofir yfir fólki á flóðasvæðinu Heiliði skipað að skjóta ræningja umsvifalaust Hætta er talin á, að þúsundir manna, sem ekki hefur tekizt að bjarga af húsaþökum og úr trjákrónum á flóðasvæðinu á Norður-Ítalíu, verði hungurmoröa. Reynt hefur verið að flytja mat til fólks þessa með flug- vélum, sem hafa varpað mat- vælum niður, en vegna þoku hefur ekki verið fært að fljúga yfir flóðasvæðið sííustu daga. Mest áherzla er nú lögð á að bjarga 10.000 manns, sem enn hafast við á húsaþökum í borginni Adría. Fulivíst er talið, að flóðin séu ekki enn búin að ná hámarki. Stórrign- ing helzt stöðugt á vatnasvæði Pófljótsins og enn hækkar í ýmsum þverám þess. Lögregla og herlið fara um fló'ðasvæíið á bátum og hefur yerið skipað >ið skjóta umsvifa- laust hvern þann, sem staðinn er að gripdeildum úr yfirgefn- um húsum. Illa gengur að fá fólk til að flýja frá stöðum, sem búast má vi’ð að flóðið skelli yfir. Efnahagsnefndin á þingi SÞ sambvkkti einróma í gær, að i am i Frakklandi Hætta er á að sagan frá Norður-ítaliu endurtaki sig í Frakklandi. Eftir stórfelldar rigningar hefur mikill vöxtur hlaupið í árnar Rhone, Saone og Loire og er vatnið ví'ða. byrjað að flóa yfir bakka. þeirra. Við Avignon er mikið landflæmi þegar komið . undir vatn og vatn hefur flætt inní nokkur úthverfi borganna Lyon. og Marseille. Þúsundir her- manna og lögregluþjóna voru. settir á vörð við flóðgarðana í Rhonedalnum í nótt. um samþykkár fitlögu IJSA Fulltrúar norðanmanna lýstu yfir á fundi vopnahlés- nefndanna í Kóreu í gær, að þeir væru í aðalatriöum samþykktir síðustu tillögu Bandaríkjamanna. Fulltrúar Kórea og kínversku sjálfboðaliðanna sögðu, að þeir teldu tillögu Bandaríkjamanna um að verði endanlegur vopna- hléssamningur undirritaður inn an mána'ðar skuli núverandi víglína gilda sem vopnahléslína milli herjanna, aðgengilega í öllum aðalatriðum, en orðalag hennar álitu þeir óheppilegt og lögðu fram sitt eigið uppkast. Bandaríkjaménn lofuðu að at- huga það fyrir fundinn í dag. Talsma'ður bandarísku samn- inganefndarinnar sagði að horf- ur á vopnahléi væru nú meiri MaHntjón USÁ yfir 100.000 Tilkynnt var í Washington í gær, að tala fallinna, særðra og týndra Bandaríkjahermanna í Kóreu væri nú komin yfir 100. 000. Skoðanakönnun, sem banda,- ríska blaðið „New York Herald Tribune“ hefur framkvæmt, sýnir að 55% Bandaríkjamanna eru andvígir Kóreustríðinu en 33% því fylgjandi. Blað þetta hefur alltaf stutt Kóreustríðið. en áður. Hann kvað það þó geta tafið samkomulag, að ekki væri búið að ganga frá því, hvort herirnir skyldu þegar mynda hlutlaust belti með- fram hinni fyrirhuguðu vopna- hléslínu eða hvort be’ðið skyldi með það þangað til gengið hefði verið að fullu frá vopnahlés- samningnum. a ræðuttiöiiiium í gær varð enn einu sinni að slíta fundi í stjórnmálanefnd SÞ löngu áður en fyrirhugaður fundartími var úti, vegna þess að enginn fékkst til að taka. til máls um dagskrármálið, til- lögur Vesturveldanna um af- vopnun. Formaður nefndarinnar sagði, að ef svo gengi til áfram yrði þetta eina mál ekki útrætt þegar nefndin ætti að hafa lok- ið störfum. Tregða fulltrúanna að taka til máls sýnir, að það er álit fulltrúanna, að tillögur Vest- urveldanna séu aðeins bomar fram til að sýnast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.