Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. nóvember 1951 — ÞJÖÐVTLJINN — (5 Bókmeimta- kynning í Hafnarfirði Bókmenntakjmning verður í Bæjarbíó í Hafnarfir'ði næst- komandi sunnudag (24. þ.m.) kl. 1.15 e.h. Kristmann Gúðmundsson, Þórbergur Þórðarson og Guð- mundur G. Hagalín munu lesa þar upp úr verkum sínum. Les Kristmann kafla úr óútkominni bók, öðru bindi skáldsögunnar, ÞOKAN RAUÐA. Þórbergur mun lesa upp úr ævisögu Árna Þórarinssonar og Guðmundur G. Hagalín les úr 1. bindi ævi- sögu sinnar, sem út kom fyrir skömmu og hann nefnir: ÉG VBIT EKKI BETUR. Þá munu tveir ungir leikarar Baldvin Halldórsson og Gíerður Hjörleifsdóttir lesa úr ljóða- þýðingum Magnúsar Ásgeirsson ar og úr ljóðasafni Magnúsar. Stefánssonar (Amar Arnarson- ar). Loks mun ungur Hafnfir'ðing ur, Jón Þorsteinsson að nafni, syngja nokkur lög milli atriða, en hann stundar nú söngnám. Aðgöngumiðar að bókmennta kynningu þessari eru seldir í bókabúðum í Hafnarfirði og í Bæjarbíó og kosta áðeins 5 kr. Það er ungt fólk, sem stend- ur að bókmenntakynningu þess- ari og væntir það þess, að Hafnfirðingar bregðist nú vel við og fjölmenni í Bæjarbíó á sunnudaginn kemur, þar sem hér er um að ræða góða og vandaða skemmtun, en aðgangs eyri mjöa í hóf stillt. Bryn nauðsyn að bæta fiskveiðaað- íslenzkra Grænland Þingsályktunartillaga flutt af Lúðvík Jósefssyni í sam einuðu þingi Lúðvík Jósefsson flytur í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um fiskveiðaaðstöðu íslenzkra skipa við Grænland: „Al,þingi ályktar að skora.á ríkisstjórnina að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess aö tryggja ís- lenzkum fiskiskipum sem bezta útgerðaraðstöðu á Græn- landi.“ I greinargerð segir: Á j'firstandandi ári hófu ís- lenzkir togarar fiskwiðar við Grænland í aílstórum stíl. Veið- in á þessum nýju miðum hefur gefið góða raun, og nú má telja það víst, að á næsta ári leiti íslenzki togaraflotinn aftur á þessi mið. Reynsla íslenzku togaranna af veiðunum við Grænland er góð. Fiskimiðin eru stór og víða hægt að leita fyrir sér. Fiskmagnið virðist vera mjög mikið, og fiskurinn er góður. Þann tíma, sem íslenzku togar- arnir stunduðu þessar veiðar í ár, eða ágúst, september og októbermánuð var tíðarfarið mjög gott og miklum mun betra en hér á heimamiðum. En reynslan af þessum veiðum hefur líka leitt í ljós, að að- staða íslendinga til veiða við Fasisfaaðferðir og ráð gegn þeim Það er að vonum mikið rætt um brottvikninguj ivagnstjór- anna sjö frá starfi. I Reykja- vík munu flestir fordæma þess- ar starfsaðferðir, eftir að sú skýring kom fram, að menn þeir, sem hér um ræðir og ýtt var til hliðar, hefðu reynzt dyggir í staifi. Farþegar þeirra höfðu ekki yfir neinu að kvarta. Hér var því ekki verið að breyta um til batnaðar eða ver- ið að binda endi á hneykslis- sögu einhvers. Þvísíður um- hyggja fyrir fyrirtæki bæ.iar- ins. En það var dálítið varhuga- vert háttalag þessara sjö vagn- stjóra: Þeir höfðu staðið fram- arlega í verkfallinu s. 1. vet- ur og því líkpr til, að þeir yæru kommúnistar. Enda njósn- að um stjórnmálaskoðanir þeirra af dyggum leiguhjúum íhaldsins. Hver getur verið ó- hultur fyrir þvílíkum fasista- aðgerðum? Hitler sálugi hafði þennan háttinn á við andstæð- inga sína. Öllum er sárt að missa atvinnu sína, ekki s*'zt, þegar það er af manna void- um. Það er nokkuð mikið til í þessarx vísu eftir Kristján skáld frá Djúpalæk: ,.Þó að andi Kári kalt krýni landið fönnum. bár mun standa þúsundfáit þyngri vandi af mönnum.“ Brottrekstur stirætisvagn- stjóranna er upphafið að nýrri ferð afturhaldsins til að kúga íslenzka aiþýðu. Výr skidum þ-.ú víabúast af kappi gegn þess- um kúgunaraðferðum. Hvert það stéttarfélag. sem verður fyrir slíkum ofsóknum og bil- stjórarnir, verður að neyta sam- takamátt.ir síns og knýja fas- istaöflm til undanhalds'. Ver- um nú 3amtaka að raæta næsta áhlaupi íhaldsins. Hver verður næstur, veit enginn. Maður er nefndur Helgi Lár- usson frá Kirkjubæjarklaustri á Siðu. Hann er gamall Fram- sóknarmaður og bauð sig eitt sinn trran til Alþingis á mcti föður siaum, er fylgdi Bæn-la- flokknum að málum. En Ht'lgi elur í brjósti sér sömu hug- sjónir og svörtustu afturha’ds- seggir. Hann hefur verið einn af þtúm hriúnskilnustu, er bar- izt hafa gegn sósíaiistum Þa) er lærdóms:'kt að lesa kltrs- ur Helga í Landvörn hriflu- jcnasar Hann taldi að rétt yeri að bolia. ö|,um sósíalistum frá þeim eml:æitum, er þeir nú hafa. Sérstaklega voru það barnakennarar, er Helgi taidi að þyrftu að víkja, en eins og kunnugt er munu margir barna- kennarar vera róttækir í skoð- unum. Helgi á þann kost að vera hreinskiiinn. þess vegr.a er bardagaaðférð hans svo aug- Ijós, að auðvelt mun að verj- ast henrH. Hitt er öllu verra að varast, þegar njósnað er, eins og um hina brottreknu vagnstfóra. Af því að ég fór að minnast á bamakennara í þessu sambandi er rétt áð ég minnist á svipað mál í sam- bandi við bá stétt, ef það kynni að verða tíl þess a1 gera fóiki nánar grein fyrir þv' se-.i er að gerast og Helgi frá Klaustrí mú skoða aem önilla fy'i.iig óska sinna. I Reykjavík eru árlega aug- lýstar nokkrar lausar kennara- stöður. Um þær sækja að von um margir, því að enn beinist aðalfólksstraumurinn til Rvík- ur, hvað sem seinna verður. Til þess að geta fengið stöðu við bamaskóla, þarf m. a. að FnönhsW 4 7. Grænland er ekki góð hvað eðlileg viðskipti við landið snert ir. Héðan að heiman og á Græn- landsmið er löng leið. Skipin eru yfirleitt 3—6 sólarhringa, eftir því, hvar veitt er við Grænland. Veiðiferð á þessi fjarlægu mið er því gerð þannig, að skipin haldi sem lengst úti að mögulegt er vegna olíu og vista. En margt getur komið fyrir í svona veiðiferð- um, þannig að leita verður lands. Skip geta orðið fyrir á- föllum, skipverjar orðið illa veikir, olía eða vatn eyðzt ó- eðlilega eða vistir reynzt ónóg- ar. Og þá er óhjákvæmilegt að leita til lands. Nú er öll að- staða í þessu efni hin veráta. Langar leiðir getur þurft að fara til þess að hægt sé að fá nauðsynlegt vatn eða að leita megi læknis. Verzlunarviðskipti í þeirri einu höfn, sem heimilt er að leita í, eru vægast sagt erfið, og ýmislegt bráðnauðsyn- legt virðist ekki mögulegt að fá. Aðalkeppinautar okkar í fisk veiðum, Norðmenn og Færey- ingar, hafa búið um sig í Fær- eyingahöfn. Þangað leita þeirra skip og geta bæði losað þar farma og fengið þar vistir. fs- lendingar eiga þarna engan fyrir, og afstaða þeirra er hin versta. Fari svo, sem margt ber.d- ir til, að mikill hluti íslenzka togaraffotans stundi veiðar á Grænlandsmið'uni næsta sumar og liaust, þá verða þar sennilega um 40 skip með um 40 mönnum hvert, eða 1600 íslendingar. Þetta er æði mikill hópur og ekki sæmandi að láta aðstöðu þeirra vera á þá lund, sem hún er nú. Það væri á margan hátt eðlilegt, að íslendingar sendu stór fiskffutningaskip til Grænlands sem tækju þar saltfisk af togaraflot- anum og færðu skipunum jafnframt salt og vistir, svo að hægt væri að komast hjá því, að veiðiskipin séu að flytja fiskinn úr hverri ferð til útlanda. Á þann hátt gætu þau haldið sér að veið unum og aflað meira. En til þess að slíkt sé mögulegt, þarf að tryggja fslendingum rétt til þessa atvinnurekstr- ar í höfn á Grænlandi. Hér hefur einvörðungu verið rætt um veiðar togara við Grænland. En það er vitað, að ein'nig er mikill og vaxandi á- hugi bátaútvegsmanna fyrir fiskveiðum við Grænland. En þar til tekizt liefur að skapa sæmilega góða útgerðaraðstöðu fyrir íslenzk skip í höfn á Grænlandi, getur varla orðið úr veiði báta þaðan, en tog- araflotinn mun leita þangað, jafnvel þótt engin aðstaða til bóta fáist frá því, sem nú er. Mér er það ljóst, að það kann að vera ýmsum örðugleikum bundið að tryggja íslendingum góða útgerðaraðstöðu á Græn- landi. fifargir íslendingar eru þeirrar skoðunar, að okkur en ekki Dönum beri eðlilegur yfir- ráðaréttur yfir Grænlandi. Rík- isstjórnin hefur þá hlið þess- ara mála til athugunar, en hér er um að ræða þá eðlilegu sann- gimiskröfu íslendinga að fá sæmilega frjálsa aðstöðu til þess að athafna sig í grænlenzk um höfnum og eiga þar venju- leg viðskipti, og svo þess, að njóta sambærilegrar aðstöðu og Norðmerin t. d. njóta í Fær- eyingahöfn. Það er skoðun mín ,að ríkis- stjórnin eigi að taka þetta mál til skjótrar athugunar, og mætti þá kannski takast að gera aðstöðu okkar betri á þess um þýðingarmiklu, nýju fiski- miðum. ujlri^injj&r srw* 'WCJF -«*C il 1 '0 •jc Fyrir nokkrum áriun gerðust þau tíðindi í Svíþjóð að aðalblað sósíaldemókrata skipti uni nafn. Það hét áður Social-Demokraten, en var einn góðan veðurdag skýrt Morgon- Tidningen. Ástæðan var sú að í nafni blaðsins mátti ekki leng ur vera neitt sem minnti á sós- íalisma, enda voru helztu marx- istísku einkennin á stefnuskrá flokksins þurrkuð út um sama leyti. Og enn var nafni blaðs- ins breytt. Samkvæmt banda- rískri fyrirmynd — en í Vest- urheimi er fjöldi fólks hættur að nenna að lesa orð — var nafnið skammstafað MT, og það varð síðan liið opinbera heiti blaðsins. Kvöldblað sem flokkurinn stofnaði um þessar mimdir var svo upphaflega skírt Afton-Tidningen, og skammstafað AT. En þróunin frá Social-Demokraten í MT var táknræn um þróun sænska flokksins og málgagns hans. Nú hafa þúbræðumir íslenzku tekið upp hin ytri tákn sömu þróunar. Blað þessa floldks getur nú ekki lengur heitið Alþýðublaðið, livernig ættu hinir fínu, hálaunuðu em- bættismenn að geta kennt sig við alþýðustéttina lengur? I gær var nafninu breytt í AB, samkvæmt sænsk-bandarískri fyrirmynd. Gamla nafnið, Al- þýðublaðið, er raunar prentað undir stöfunum með miklu smærra letri, til þess að breyt- ingin verði ekki of snögg, en auðvitað hverfa þau merki um forn viðskipti bitlingamann- anna við aiþýðuna fljótlega. En sem stendur er hið eiginlega nafn sem sagt AB-Alþýðublað- ið, og úr þvi ber auðvitað að lesa: Atlanzhafs-Bandalags-Al- þýðublaðið. ■fr Hafi menn sagt A, verða þeir einnig að segja B, segir í erlendu máltæki. Alþýðnflokk- urinn íslenzki er að renna skeið sitt til enda, þannig að jafn- vel forsprakkarnir sjá sér ekki annað fært en hafa hin ytri form í samræmi við þróunina. Bráðum verður Alþýðublaðið skírt ÆÖ. Og hvað tekur svo við? Bæjartogaramir í HafnarHrÍi sigla nt með aflann þótt nm eitt hundrað menn séu atviimlausir Emil Jónsson veltir yöngum yfir gefnum loforðnm Fyrir nokkru lýsti Emil Jónsson yfir því á bæjar- stjórnarfundi í Hafnarfirði að a.m.k. annað skip bæjar- útgerðarinnar yrði látið veiða framvegis fyrir innan- bæjarvinnslu til þess að vinna bug á hinu alvarlega atvinnuleysi í Hafnarfirði. Þetta loforð hefur þó verið gersamlega svikiö. S.l. mánudag komu t.d. báðir bæjar- togararnir, Júní og Júlí, inn með afla sinn, en sigldu svo rakleitt með hann til Englands. Á sama tíma og Emil Jónsson og Co. svíkja þannig loforö sín, mun mega fullyrða að atvinnuleysiö nái nú til 100 manna í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag i Hafnarfirði gerði Kristján Andrésson fyrirspurn um það til Emils Jónssonar, hvernig á því stæði að togar- arnir væru enn látnir sigla báð ir tH Englands, á saxna tíma og atvinnuleysið magriaðist stöðugt, og hvort væntanlegt væri að nokkrir aðrir togarar legðu upp afla sinn í Hafnar- firði í staðinn. Emil Jónsson svaraði því til að þeir befðu verið með miklar vangaveltur í útgerðarráði um það hvort togararnir ættu að leggja hér upp eða fara út með aflann, og það hefði orð- ið ofan á að senda aflann til Englands. Einnig lýsti Emil yfir því að elckert hefði verið gert af hálfu bæjarstjórnar- meirihlutans til að fá aðra tog ara til að leggja upp í Hafn- arfirði. Hins vegar kvað hann það rétt að liægt væri að láta togara afla fyrir frystihúsin. hallalaust, og lofaði í annað sinn að bæjartogari yrði sett- ur til þeirrar framleiðslu — Þó er hætt við að Emil eigi nokkrum sinnum eftir að velta vöngum, ekki síður en Ihaldið í Reykjavík, áður en til þess kemur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.