Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 8
Flugmennirnir frá Akureyri komnir fram heilir á húfi Urðu að nauðlenda á öræfum vegna ísingar og lögðu af stað ti! : byggða í Eyjafirði Flugvélin, sem týndist í íyrradag er nú komin íram og ílugmennirnir báðir, Viktor Aðalsteinsson og Steían Sigurðsson, komnir til byggða heilir á húfi. Urðu þeir að nauðlenda vegna ísingar milli Ausíurdals og Urðarvatna á öræfunum milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar. Tókst lendingin svo vel að mennirnir sluppu nær ómeiddir, og vélin mun vera lítið skemmd. Fimmtudagur 22. nóvember 1951 -— 16. árgangur — 262. tölubl. Hin nýja farþegaafgreiðsla Eimskipafélags íslands. Farþegaafgreiðsla Eimskip fær ný og smekkleg húsakynni Hefur eftirleiðis aðsetur þar sem áður var verzlun Theodórs Siemsens og Gunnþórunnar Halldórsdóttur Fróttaritari Þjóðviljans á Akureyri hefur náð tali af Stefáni Sigurðssyni og fer frá- sögn hans hér á eftir: ÍSING SETTIST Á VÉLINA Við héldum frá Reykjavík um kl. 12.40 á þriðjudagsmorg- uninn og tókum beina stefnu til Eyjafjarðar. Veður höfðum við ágætt allt austur fyrir Austurdal og flugum þá í Konungsbikarinn afhentur íslendingum Á hádegi í fyrradag fór fram virðuleg athöfn í Osló, er ís- lendingum var formlega afhent- ur bikar sá, er Hákon Noregs- konungur gaf til handa sigur- vegara samnorrænu sundkeppn- innar. Viðstaddur athöfnina var hirðmarskálkur konungs, Smith Kielland og ýmsir íþrótta frömuðir þar á meðal formenn sundsambanda Norðurlanda. Axel W. Floer, formaður norska sundsambandsins af- henti bikarinn með ræðu, en Bjarni Ásgeirsson, sendiherra, veitti honum viðtöku fyrir ís- lands hönd og þakkaði með ræðu. Afhenti sendiherrann því næst Erlingi Pálssyni, formanni sundsambands íslánds, bikar- inn til varðveizlu. Erlingur á- varpaði forseta norrænu sund- sambandanna og færði þeim þakkir Iþróttasambands Islands og Sundsambands Islands fyrir ánægjulegt samstarf, en þeir fluttu heillaóskir vegna hins glæsilega sigurs. — (Frétta- tilkvnning frá utanríkisráðun.) Hér fer á eftir greinargerð verkalýðsfélagsins um skrán- inguna: ,,Dagana 14.—16. nóvember 1951 fór fram atvinnuleysis- skráning á Bíldudal fyrir októ- bermánuð. Skráningin var fram kvæmd á vegum Verkalýðsfé- lagsins „Vamar". Alls voru skráðir 12 — tólf —, allt landverkafólk nema einn fjölskyldumaður, sem var sjóma’ður. — Skráðir voru: 6 fjölskyldumenn með alls 21 á framfæri (þar af 15 böm). Höfðu þeir haft samtals kr. 5416,53 í atvinnutekjur yfir október, eða kr. 902,75 að með- altali, eða kr. 200,61 til fram- færslu hvers einstaklings. 4 einhleypir karlar. Saman- 5 þús. feta hæð. Þegar við komum austur fyrir Austurdal fór að dimma og lækkuðum við þá flugið niður í 4 þús. fet. Sást þá vel niður til lands. Þegar við komum austur á fjöllin milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar lækkuðum við flug- ið eftir því sem fjallið lækkaði. En allt í einu verðum við varir við að vélin fer að lækka ó- eðlilega. Var þá sett á fulla ferð en allt kom fyrir ekki, vélin hélt stöðugt áfram að lækka. Okkur varð þá ljóst hvað var að ske, við höfðum lent í ísingu, sem setzt hafði á vængi vélarinnar og blöndung- inn. NAUÐLENDING A SNJÓSKAFLI Reyndum við nú að snúa við en árangurslaust. Þar sem við vorum staddir var stórgrýtis- urð, en við sáum langan snjó- skafl, sem við ákváðum að reyna að nauðlenda á. Tókst það með ágætum svo að við sluppum báðir svotil ómeiddir (Stefán svolítið skrámaður á höfði, en Viktor slapp með •blóðnasir), en vélin er einnig óskemmd að mestu leyti. . Þarna var 12 stiga frost og ágætis veður. Hæðarmælirinn sýndi 3100 fet. Kl. var 5—7 mín. yfir 3 er við höfðum lent. Við vissum nákvæmlega hvar við vorum staddir, (Stefán er vel kunnugur á þessum slóðum) og ákváðum strax að halda nið- ur í Eyjafjörð. Við vorum báo- ir berhöfðaðir en í skinnjökk- lögð vinnulaun kr. 1680,00, eða kr. 420,00 að meðaltali. 2 einhleypar konur. Saman- lögð vinnulaun kr. 500,00, eða kr. 250,00 að meðaltali. Þátttaka var lítil, en atvinnu leýsi ■ hinsvegar almennt, e'ða vinnutekjur líkar og skráning- in sýnir. Vinna í hraðfrysti- húsinu var minni en mánuðinn áður, en hinsvegar nokkur vinna í Niðursuðuverksmiðj- unni. Aflahlutur á dragnótabát- um misjafn, en yfirleitt léleg- ur, t. d. kr. 650,00 hjá þeim sjómanni, er þátt tók í skrán- ingunni. F. h. Verkalýðsfélagsins „Varnar". Ingimar Júlíusson“. Húsmæðradeild MÍR gengst fyrir kvikmyndasýning- um fyrir börn Húsmæðradeild MÍR hefur á- kveðið að gangast fyrir sýn- ingum á hollum og þroskandi kvikmyndum fyrir börn. Verð- ur fyrsta kvikmyndasýningin á vegum deildarinnar í Stjörnu- bíó n. k. sunnudag kl. 10,30 fyrir hádegi. Myndirnar sem sýndar verða eru þessar: 1. Jólasveinninn. 2. Telpan fór í Sirkus. 3. Fiski- maðurinn og kona hans, (ævin- týri eftir Púskin). Ættu sem allra flestir for- eldrar áð leyfa börnum sínum að sækja þessar ágætu myndir, sem skera sig úr flestu því sem börn og unglingar eiga nú völ á. Að sjálfsögðu fer um fram- hald þessara sýningp eftir því hve vel þessari fyrstu sýningu verður tekið. Forsetinn VÆNTANLEGUR HEIM Eins og áður hefur verið til- kynnt dvelur forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, í Eng- landi sér til heilsubótar. Að- gerð sú, sem á honum var gerð hinn 22. f. m. vegna stækkunar á blöðruhálskirtli heppnaðist vel og var forseta leyft að fara úr sjúkrahúsi 12. þ. m. Eru góðar vonir um, að hann sé að fullu laus við kvilla þenna. Forseti er væntánlegur heim fyrrihluta desembermán- aðar. — (Frá forsætisráðun.) Á þessa leið mælti Jónas Árnason fyrir þingsályktunar- tillögu sinni um rá'ðstafanir til að hjálpa ofdrykkjumönnum, er hún kom til fyrri umræðu á fundi sameinaðs þings í gær. Jónas lýsti kjörum áfengis- sjúklinganna í Reykjavík og aðbúnaði þeirra af þeirri lát- lausu mannúð sem lesendur Þjóðviljans þekkja svo vel úr greinum hans. Hann benti á skyldur þær sem Alþingi hefði lagt stjórnarvöldum landsins á herffar með lögunum frá 1948 um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, og hvernig rík- isvaldið hefði bókstaflega ekk- ert gert fram að þessu til að framkvæma þá hjálp við of- drykkjumenn sem þar er gerð að lagaskyldu. Það væri því sízt vanþörf á að Alþingi ýtti við stjórnarvöldunum og 7 bækurTr/T Prentsmiðju Austurlands Bókaforlag Prentsmiðju Aústurlands, Hverfisgötu 78, mun væntanlega gefa út 7 bækur á þessu ári. Ein þeirra er þegar komin út, en það er Hamingjudraumar skrifstofu- stúlkunnar (Tomorrow will be Framhald á 4. síðu. Eimskipafélag íslands opnar í dag nýja farþegaafgreiðslu í húsi sínu við Pósthússtræti. Fram að þessu hefur far- þegaafgreiðslan haft aðsetur uppi á lofti í Kúsi Eimskipa- félagsins við mjög óhagstæð skilyrði. En í vor var hafizt handa um breytinguna, þegar leigjendurnir á neðstu hæð, verzlun Theódórs Siemsen^s og verzl. Gunnþórunnar Halldórs- dóttur fluttu í annað húsnæ'öi. I því húsnæði sem þessar verzlanir höfðu áður til umráða hefur Eimskipafélagið nú látið innrétta óbrotna en smekklega farþegaafgreiðslu, sem kemur til með a3 auka mjög þægindi og aðstöðu þess fólks sem minnti þau á þessi lög, eins og gert væri með þingsáiyktun- artillögunni. Umræðu og atkvæðagreiðslu var frestað. „Almennur fundur sérgreina- félaga smásöluverzlana, haldinn 20. nóv., vekur athygli á því, áð ráðstafanir hins opinbera í sambandi við gengisfellingu og bátagjaldeyri' ásamt verðhækk- unum vara á erlendum markaði hafa gert það að verkum, að verzlunin þarfnast mun meira rekstursfjár en áður. Fundur- inn lýsir þessvegna óánægju sinni yfir því, hversu mjög lánveitingar bankanna til verzl- unarinnar eru takmarkaðar. Af þessum ástæðum getur verzlun- arstéttin ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi, þar sem eðli- leg birgðasöfnun er m. a. mikl- um erfiðleikum háð. Fundur- ferðast með skipum félagsins. Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson teiknuðu inn- réttinguna en Gamla kompaníið annaðist smíðina, sem er eik- arspónlögð og hin smekkleg- asta að útliti og frágangi. Hefur Eimskipafélagið með þessari framkvæmd bætt mjög aðstöðu og afgreiðslu alla að því er varðar viðskipti farþeg- anna vi'ð félagið._________ Með örvalausum boga Ný lióðabók elfir lón úr Vöe Út er komin ný Ijóðabók eftir Jón skáld úr Vör og er heiti hennar ,,Með örvalausum boga,“. Bókinni er skipt í sex kafla og nefnast þe'ir Maðurinn, Myndir, Hafið, Steinar, Nóttin og Moldin, en alls eru í bók- inni 46 ljóð. Hún er 80 síður og prentuð í Ingólfsprenti. Ljóðabók þessi er fimmta bók Jóns úr Vör. Kom hin fyrsta út 1937 í tveimur útgáf- um, Ég ber að dyrum; þá kom Stund milli stríða 1942; Þorpið 1946 og Með hlióðstaf fyrr á þessu ári, en ljóðin í þeirri bók voru raunar eldri en Þornið. inn lítur ennfremur svo á, að mjög hætt sé við, að óheilbrigð lánastarfsemi þrifizt í skjóli þessa ástands“. „Almennur fundur sérgreina- félags smásöluverzlana, haldinn 20. nóv., mótmælir harðlega álagningu og inn'heimtu hins óvinsæla söluskatts, og því að skylt skuli vera að greiða sölu- skatt af söluskatti. Fundurinn er þeirrar skoðunar að fella beri hann tafarlaust niður sam- kvæmt ítrekuðum loforðum og fyrirheitum ríkisvaldsins, þar sem hinar upprunalegu forsend- ur fyrir álagningu þessa skatts eru ekki lengur fyrir hendi“. Framhald á 6. síðu. 200 kr. til lífsframfœris ó mónuSi HiÖ skráða aivinnuieysi á Ríiðudal næs ii! 33 einsiaklinga Atvinnuleysisskráning fór fram á Bíldudal um miðjan nóvember, og voru skráðir 12 atviniiuleysingjar með 21 á framfæri, þannig að hið skráða atvinnuleysi náði til 33 ein- staklinga. Fjölskyldumennirnir höfðu í október haft 200 kr. til framfæris hverjum einstakling fjölskyldu sinnar að jafnaði. Jónas Árnason talar máli Ýmsum mun hafa komið á óvænt sú staðreynd að í Reykjavík er allstór hópur manna sem hvergi á at- hvarf eða hæli, heimilislausir útlagar mitt í höfuðborg menningarríkisins íslands. En sá hópur fer stækkandi og þjóðfélaginu ber skylda til aö hjálpa honum. Siiiástlkkæiiftmefiiii mótmæla láifisfjárbaimi og sölfifiskatti Samband smásöluverzlana hólt almennan fund í Tjarnar- café í fyrrakvöld og voru þar rædd verzlunar og viðskiptamál. Voru allmiklar umræður á fundinum og að lokum samþykktar nokkrar ályktanir m. a. um afnám söluskattsins og lánsfjár- bann ríkisstjórnarinnar. Fara þær ályktanir hér á eftir:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.