Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagu r22. nóvember 1951 |I1ÓÐ¥IU1NN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason. B'.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriítarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Atvinnuofsóknir Alþýðuflokksins Það hsfur vakið sérstaka athygli að Alþýðuflokkur- inn hefur með þögninni lagt algera blessun yfir ofsóknir Reykjavíkuríhaldsins gegn strætisvagnabílstjórunum sjö, sem látnir voru gjalda stéttvísi sinnar. En þögn Alþýðu- flokksins er skiljanleg; einmitt slikar atvinnuofsóknir eru eitt vinsælasta vopn Alþýöublaðsklíkunnar hvar sem hún hefur aðstöðu til að beita sér. Það er t. d. alkunna að í Hafnarfirði beita forsprakkar Alþýðuflokksins yfir- ráð'um sínum yfir bæjarfélaginu og flestum atvinnutækj- um bæjarins á blygðunarlausasta hátt til að hræða menn og kúga til fylgispeki, — og bitnar þaö ekki sízt á Alþýöu- flokksmönnum sem óánægðir eru með afturhaldsstefnu flokksins og íhaldsþjónustu Emils Jónssonar og Co. Nýtt athyglisvert dæmi um þetta hefur nú gerzt í Hafnarfirði. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hefur Alþýðuflokksmeirihlutinn í Hafnarfirði nú ákveðið að reka Harald Kristjánsson slökkviliðsstjóra úr starfi 1 ofsóknarskyni. Haraldur hefur um langt skeið verið virkur Alþýðuflokksmaður, hefur verið formaður Alþýðu- flokksfélagsins í Hafnarfirði og frambjóðandi við bæjar- stjómarkosningar, en hins vegar hefur hann ekki far- ið dult með það að hann hefur verið andvígur stefnu Emils Jónssonar og Co. síðustu árin. Slíkt sjálfstæði í skoðunum hleypir meiri ólgu í Emil Jónsson en nokkuö annað. Hann hefur því undanfarið skipulagt árekstra við Harald með frekjulegustu afskiptum af málefnum slökkviliðsins, og þegar Haraldur krafðist þess að fá að rækja starf sitt sjálfur í samræmi við lög og reglugerðir, lét Emil reka hann, og þóttist þá hafa náð marki sínu. Þessi ósvífna atvinnuofsókn hefur veriö mikið rædd í Hafnarfirði og þsir eru fáir sem mæla henni bót. Og þótt Emil Jónsson telji nú að sinn sé mátturinn og dýrð- in má hann minnast eins: Meðan Alþýðuflokkurinn var róttækur baráttuflokkur kom það oft fyrir að forsvars- menn hans voru reknir úr vinnu í Hafnarfirði af atvinnu- rekendum íhaldsins. Alþýðuflokkurinn bar þó sigur af hólmi að lokum. Það eru ömurieg örlög að Alþýðuflokk- urinn skuli svo hafa komizt í hendur manna sem tekið hafa upp hina fornu stefnu íhaldsins og beita enn blygö- unarlausari atvinnukúgun. En á þeim verkum mun Al- þýðuflokksklíkan falla á sínum tíma á nákvæmlega sama hátt og íhaldið forðum. Réttarrannsókn á Borgarnes- hneykslinu Enn á ný hefur hin algera þögn orðið hlutskipti Tím- ans í umræðunum um Borgarnesmálið, Síðasta orð Tím ans var það að þrátt fyrir allar fyrri yfirlýsingar yrði nú framkvæmd rannsókn — aðeins yrði hún falin löggiltum endurskoðanda í stað dómstólanna! Eins og Þjóöviljann hefur bent á eru slík undan- brögð algerlega haldlaus. Löggiltur endurskoðandi hef- ur ekkert vald til áð framkvæma neina sjálfstæða rann- sókn. Hlutverk hans er það eitt að fara yfir skjöl sem honum eru rétt, og í þessu falli yrði það Þóröur Pálma- son sem rétti endurskoðandanum skjölin! Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru komst upp verulegur fjárdráttur í einni ríkisstofnun og hafði hann staðið yfir árum sam- an. Öll þessi ár höfðu reikningar stofnunarinnar verið endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, og hann hafði lagt blessun sína yfir reikningana eins og þeir voru lagöir upp í hendumar á honum. Samskonar dæmi má nefna um heildsala þá, sem sakfelldir voru fyrir fjár- drátt og svik meóan sósíalistar tóku þátt í stjóm lands- ins. Rannsókn löggilts endurskoðanda er því yfirklór sem enginn tekur mark á, og krafan um réttarrannsókn á Borgarnesmálinu verður ekki þögguð niður. Væri nú vissulega timi til kominn að stjóm kaupfélagsins í Borg- amesi féllist á þá kröfu, því ýmsir meölimir hennar skrif- uðu undir yfirlýsinguna í Tímanum í algem gáleysi, og vita. nú fullvel að ekki er allt með feldu. Heiður sam- vinnuhreyfingarinnar er í veði, að snúizt sé af mann- dómi og heiðarleik við þessu alvarlega máli. Hollar barna- kvikmyndir. Húsmóðir skrifar: „1 tilefni af grein Halldórs í bæjarpóst- inum í fyrradag vil ég skýra frá eftirfarandi: Húsmæðra- deild MfR, sem er nýstofnuð, hefur í hyggju að stofna til sérstakra sýninga á úrvals barnakvikmyndum frá Sovét- ríkjunum. Næst komandi sunnu dag kl. 10.30 f. h. verður fyrsta sýningin í Stjömubíó. Þar verða sýnd þrjú skínandi fögur barnaævintýri í litum. Þetta eru allt teiknimyndir. Meðal þessara mynda er hið heims- fræga ævintýri stórskáldsins A. Púskins „Isabella og guli- fiskurinn“. Ævintýrið er til á íslenzku í ágætri þýðingu Stein- gríms Thorsteinssonar og heit- ir „Fiskimaðurinn og kona hans.“ Ennfremur er til ís- lenzk þýðing eftir Hallgrim Jónsson fyrrv. skólastjóra. Þýð ingar þessara merku manna eru næg trygging fyrir því að hér er um holla bamaskemmtun að ræða. Þess má einnig geta, að- tónlistin í myndunum er mjög við barna hæfi. Meðal annars er tónlist í einni mynd- inni eftir tónskáldið A. Katsja túrían. Ég ræð foreldrum til að leyfa börnum sínum að sjá þess ar kvikmyndir. En framhald þessarar starfsemi er að sjálf- sögðu. mjög komið undir því, hvernig þessari fyrstu sýningu hollra barnakvikmynda verður tekið. — Húsmóðir". • Köttur í miðstöð- inni. H. J. skrifarj „Kæri Bæjarpóstur. Nú get ég ekki lengur setið á mér að biðja þig fyrir nokkrar línur til lögreglunnar. — Það er laugardagsmorgun, við tökum eftir því að það liggur köttur niðri í miðstöð og hann virð- ist veikur, því að hann liggur hreyfingarlaus, nema hvað hann hvæsir þegar maður kemur að honum. Köttur þessi er okkur algerlega óviðkomandi, en okk- ur dettur i hug að hann hafi annaðhvort etið rottuejtur eða orðið fyrir bíl. — Nú þykir okkur óhugnanlegt að hafa kött inn þarna og hringjum á lög- reglustöðina og sögðum þeim hvemig á stæði um köttinn og báðum þá að fjarlægja hann. Allir bílar í láni. En nú er okkur sagt frá lög- reglustöðinni að það sé ekki hægt að koma og fjarlægja köttinn þar eð „allir bílarnir eru í láni“. En eftir nokkrar umtölur kveðst maðurinn mundi reyna að senda menn í dag — þeir eru ekki komnir enn, klukkan er 10.30 e.h. — Okk- ur finnst þetta óviðeigandi og vitum ekkert hvað við eigum að gera við köttinn. Nú ligg- ur hann niðri blessað kvikind- ið og er aðéins kvenfólk heima í húsinu og það ekki mjög hug- að, svo að all illt er í efni — en þetta er „aðeins köttur“. Hefði öivaður maður gengið berserksgang. Nú þætti okkur fróðlegt að vita hvað Iögreglan hefði gert ef t. d. hér hefði komið ölóður maður og gengið berserksgang ? — En hvernig er það annars, er hægt að fá lánaða bíla hjá lögreglunni ? Ekki getur Verið áð við höfum minni rétt til ]?Ha lögreglunaar .T en aðrir- þjóðfélagsþegnar? Okkur dett- ur í hug hvort það geti verið að lögreglumennirnir, eða ein einhverjir aðrir, séu máske að aka konum sínum í búðir nú á laugardagsmorgni ? Til hvers eru lögreglubílarnir og lögreglu þjónarnir? — En hvað á að gera við blessað dýrið ? Ekki vitið þið lögregluþjónarnir hvað dýrið kvelst mikið. H. J. NB.: Á sunnudagsmorgun hringdum við aftur, en þá var kisa dáin, og komu þeir síðan um kl. 12 á hádegi sama dag. — H. J.“ Elmsklp Brúarfoss fór frá Tálknafirði í gær til Akraness og Rvíkur. Detti- foss fó rfrá Antwerpen 19. þm. til Hull og Rvíkur. Goðafoss er i London; fer þaðan til Rotterdam og Hamborgar. Gullfoss er í R- vík. Lagarfoss er í New York; fer þaðan í dag eða á morgun til Rvikur. Reykjafoss er í Ham- borg. Selfoss er í Rvík. Tröllafoss er í New York. Skipadeild SIS Hvassafell fór frá Vestmanna- eyjum 18. þm. áleiðis til Finn- lands. Arnarfell er í Bilbao. Jök- ulfell lestar freðfisk á Vestfjörð- Ríkisskip Hekla er í Reykjavík. Esja verður væntanlega í Gautaborg í dag. Herðubreið fer frá Reykja- vík í kvöld austur um land til Bakkafjárðar. Skjaldbreið var væntanleg til Reykjavíkur í morg- un að vestan og norðan. Þyrill er í Faxaflóa. Ármann var í Vest- mannaeyjum í gær. Flugfélag fslands: 1 dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Blönduóss og Sauðárkróks. — Á morgun er áætlaðar flugferðir til Akureyrar, Vestm.-eyja, Kirkju- bæjarklausturs, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar og Siglufjarðar. Steðji h. f. kr. 1000,00., Björn Markússon kr. 100,00, J.J. kr. 100, 00 og Kvenfélag Njarðvíkur kr. 1000,00. — Innilegar þakkir færi ég öllum gefendunum. f. h. Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Gísli Sigurbjörnsson. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Þorst. Björns- syni ungfr. Auð ur Waagfjörð frá Vestmannaeyjum og Jörundur Kristinsson, sjómaður. Heimili þeirra verður að Sogamýrarbletti 43. mí Félag Borgfirðinga eystri held- ur skemmtifund í Breiðfirðinga- búð föstudaginn 23. nóv. kl. 8.30. Hjartásin, nóvem- berheftið er ný- komið út. Efni: er m. a.: Óráð kvæði eftir Vald. ‘ Hólm Hallstað, Klums, smásaga eftir Indriða Þorstéins- son, þáttur um Ólaf holdsveika eftir Guðmund Frímann og frá- sögn um snjóflóð eftir Ólaf Stef- ánsson. Þá eru þýddar smásögur: Er það ekki nóg, Starfssystkin, Hjónaskilnaður, Engin ummerki, Morðið, mannlýsing og Leynilög- reglusagan; Maðurinn við ljóskers- staurinn. Þá er gleðisagan Upp- skera augnabliksins eftir Þeydal, framhaldssagan Flóknir forlaga- þræðir og margar fróðleiksgrein- ar. — Stjörnur, nóv-heftið er ný- komið. Sagt er frá hinni nýju kvikmynd Lofts og myndaopna úr henni. Kvikmyndagr.: Nefið er mitt vörumerki, segir Jimmy Dur- ante, Diana Durbin syngur vel, þegar hún er hamingjusöm, Holly- woodbréf og fréttir af leikurum. Smásögur: Hjúkrunarkonan, Nafn spjaldið, Þjófur í speglinum, Góð hugmynd, Gestrisni, Afhjúpuð, Daður, Góður eiginmaður og fram haldssagan Heimanmundurinn. — Smáletursgreinar: Siðir og venjur, Gamansemi, Alþýðuvinur, Orð af viti, og Hann hjálpar mér ekki og svar til Ástrósu eftir Áróru og Stirni. Leiðrétting. í þriðjudagsblaðinu misþrentað- Ist númer bifreiðar, sem stolið var frá húsinu nr. 3 við Öldugötu. Stóð í blaðinu að númer bifreið- arinnar hefði verið R-556, en átti að vera R-5556. Breiðfirðingafélagið hefur félags- vist og fund í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 8,30. — Þar verður sýnd kvikmynd af ferðum félagsins um Borgarfjörð og Dalasýslu. Húsmæðrafélag Beykjavíkur heldur fund með ýmsu skemmti- efni í kvöld kl. 8,30 í Borgart. 7. Tii Sólheimadrengsins Frá N. N. kr. 50.— fl. Loftleiðír h. f. 1 dag verður flogið til Akureyr- ar t>g Vestmannaeyja. — Á morg- . ----------——-------------— un er áætlað að fljúga til Akur- . eyrar, Hellissands, Sauðárkróks, Pí^SSÍSIHÍðjfi JIUSÍUllfiH«S Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Framhald af 8. síðu. better) eftir Betty Smith. höf- und bókarinnar Gróður í gjósti. Bækurnar koma út núna fyrir jólin, en þær eru: Harðsporar, innlendur fróðleikur eftir Öi&f Þorvaldsson, sem kunnur er fyrir greinar sínar í blöðum og þætti í útvarpinu. Ljóðúbók cftir Etrík aiþirgÉmann Einars- son frá Hæli. Eiríkur var prýðilega skáldmæltur, svo sem alkunna er, og kvæði hans mikils metin af kunningjum hans. Hins vegar hafa þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. Lífsgleði njóttu (Kotv to stop worrying and.start liv- ing) Handbók eftir Dale Carn- egie (höfund bókarinnar Vin- sældir og áhrif). Þessi bók hef- ur verið þýdd á fjölda mála, . kom m.a. 12 sinnum út í Danm- á tveimur árum. Bók Victors Kravchenko: Ég kaus frelsið. Ferðasaga Joshua Stocum: Einn á báti umhverfis jörðina í þýðingu Hersteins Pálssonar, ritstjóra. Son'ur Napoleons, ævi- saga konungsins af Rómi, eftir Clara. von Tschudi. Bókin, sem er prýdd fjölda mynda, er .þýdd af .prófv GuðbraMdi Jóoseyni., • 15.30—16.30 Miðdeg arp. — (15:55 Fréttir og veður- fr.) 18.30 Dönsku- kennsla; II. fl. — 19.00 Enskuk.; I. 19.25 Þingfréttir. .—- Tónleikar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 íslenzkt mál ■ (Bjarni Vil- hjálmsson cand. mag.). 20.35 Tón- leikar (plötur); „Borgari sem að- alsndaður", hljómsveitarverk eftir Richard Strauss (Sinfóníuhljómsv. í París leikur; Walther Straram stjórnar). 21.05 Skólaþátturinn (Helgi Þorláksson kennari). 21.30 Einsöngur: John McCormack syngur (plötur). 21.50 Upplestur: Sigursteinn Magnússon skólastj. á Ólafsfirði les frumort kvæði. 22.00 Fréttir og veðurfrégnir. 22.10 Sin- fónískir tónleilcar (plötur); a) Fiðlukonsert í d-moll eftir Schu- mann (Menuhin og Philharmon- íska hljómsv. í N.Y. leika; Sir John Barbirolli stjórnar). b) „Mazeppa" sinfónía eftir Liszt (Sinfóníuhljómsveitin í Berlin leikur; Hans ■ ■ Knappertsbúsch stj.), 22.55 Dagskrárlok., Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafa borizt eftirfarandl gjafir tii kaupa á geislahekningatækjum: Skipshöfnin b. v. Júní frá Hafns arfirði,. kr. 2.9)0 00, V.élsmiðjan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.