Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. nóvember 1951 — 16. árgangur — 263. tölublað n mmm er m Eínor Olgeirsson leggur til að frumvarpinu sem veifa á landrá&Gsamningnum lagagildi sé vísaS frá Reynt var í gær að veita. vatninu af flóðasvæðinu við mynni Pófljótsins á Norður- Italíu útí Adríahaf með því að sprengja stíflugarða. Við þetta fóru enn átta þorp á kaf í vatni. Alt fólk var flutt frá borgginni Logano, vegna þess að ný flóðalda er á leið niður- eftir Pó. Þoka hindrar enn flug yfir flóðasvæðið en hundruð mótorbáta sigla um í leit að fólki, sem enn hefst við á húsa- þökum og í trjám. ítalíusöfnun er hafin víða um heirn. Flugvél fer frá Nor- egi í dag með fimm tonn af fatnaði, sem þegar hefur safn- azt þar. í gær var birt á Alþingi nefndarálit Einars Olgeirs- sonar um frumvarpið sem ætlaö er að gefi lagagildi landráðasamningum ríkisstjprríar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar um hernám íslands og „réttarstöðu“ her- námsliðs Bandaríkjanna. Leggur Einar til, sem minnihluti varnarsamningsnefnd- ar, aö frumvarpið verði afgreitt með rökstuddri dagskrá: „Þar sem samningur sá, sem írumvarp þetta á að staðfesta, er gerður af ríkisstjórninni þvert ofan í lög og stjórnarskrá og stofnar íramtíð íslenzks þjóðernis og tilverm íslenzkrar þjóðar í hættu, en Alþingi álítur það hins vegar fyrir neðan virðingu sína að ræða slíkan milliríkjasamning við erlent ríki meðan her þess er í landinu, vísar deildin máli þessu frá og tekur fyrir næsta mál á aagskrá." Nenfndarálitið er ýtarlegt, rökfast og þrungið alvöru, sögulegt plagg í hinni nýju þjóðfrelsisbaráttu Islendinga. Verður það kynnt lesendum Þjóðviljans næstu daga. Andstætt hinu algera á- byrgðarleysi og vauþékhingu sem einkcnndi framsöguræðu Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar um landráðasamninginn einkenndi alvara og ábyrgð- artilfinning framsöguræðu Einars Olgeirssonar á fundi neðri deildar í gær. Borgarstjóra Stalmgrad fagsað í Coveiífzy Tatjana Murasjkina, vara- borgarstjóri Stalíngrad, kom til Coventry í Bretlandi í gær i boði borgarstjórnarinnar þar. Var henni tekið með kostum og kynjum. Borgarstjóri Coventry kom til móts við hana á járn- brautarstöðinni í fullum em- bættisskrúða, en slíkt tíðkast annars aðeins við konungskom- nr. Stefán hliðraði sér aiveg hjá að ræða samninginn í einstökum atriðum,. enda þótt þingsköp mæli svo fyrir að það skuli gert við 2. umræðu, en lét nægja froðu- fellandi æsingaræðu. Einar ræddi hins vegar ýtarléga um einstakar greinar sarnn- ingsins, sýndi frarn á hve gífuríeg hætta felst í ýms- um sakleysislegum ákvæðum hans, hvernig Iiagsmuiiir Is- lands hafa verið sviknir og skuldbindingar lagðar á ís- lendinga langt fram í tím- ann, jafnvel eftir að íslend- ingar hefðu sameinazt um að segja samningnum upp. „STÖRF“ VARNARSAMN- INGSNEFNDAR Meðferð málsins í þingnefnd er í samræmi við forsögu þess. Svo mikið var við haft áð kjósa sérstaka nefnd til að fjalla um málið, en sú nefnd var ekki kvödd saman nema tvisvar til funda. I fyrra skipt- ið komu svo fáir að ekki varð fundarfært. I síðara skiptið mætti ekki Stefán Jóhann, sem FyFrverasidi Fáðlierra IiefwF IsaFáÉÉw gegw liervædiwgw V est wr-I»ýzkalastds Fyrrverandi ráðherra í stjórn Vestur-Þýzkalands hefur tekið forystu fyrir baráttu borgaralegra afla gegn her- væöingu. þó var kjörinn til að hafá framsögu af hálfu meirihlut- ans! Sá fundur stóð í eina klukkustund. Og það var ekki haft svo mikið við að lesa frumvarpið, fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar þóttust svo nákunnugir þessum margbrotnu og flóknu samn- ingum að ekki þyrfti að við- hafa jafnsjálfsagða þingvenju. En þekkingin reyndist glopp- ótt enda þótt samningurinn fengizt ekki ræddur að nokkru ráði. Engum sem hlýddu á þessa alvöruþruhgnu ræðu mun liafa dulizt að ályktanir þær sem Einar dró, um samningsgerðina, voru réttar: Auk hins stórhættulega tilgangs samningsins, auk þess sem hann stofnar ís- lenzku þjóðinni í gífurlega hættu, er samningurinn sjálfur svo skammarlega illa gerður, að hagsmunir ís- lendinga eru þar alstaðar fyrir borð bornir og licndur þelrra bundnar langt inn í framtíðína. Framha’d á 7. síðu. jÆFIfc - SFÆ ilFarin verður vinnuferð í skál- árni á laugardag kl. 6 frá Þórs- götu 1. Unnið verður fyrir bas- íarinn og skálann. — Dansað ^verður um kvöldið. — Listi |;liggur frammi á skrifstofunni. Fjölmennið félagar, og skrif- ið ykkur á listann. Skálastj. Dr. Gustav Heinemann, sem var innanríkisráðherra í stjórn Adenauers, en sagði af sér vegna andstöðu gegn hervæð- ingarstefnu hans, hefur ásamt frú Wessel, foringja Miðflokks- ins, flokks vinstrisinnaðra ka- þólskra manna, verið kjörinn til að veita forystu nefnd, sem á að skipuleggja baráttu borg- aralegra andstæðinga hervæð- ingarinnar. Heinemann er einn af forystumönnum mótmælenda kirkjunnar í Vestur-Þýzkalandi. Adenauer forsætisráðherra ræddi í gær við utanríkisráð- herra Vesturveldanna í París. Arekstrar á Sues- svæðiiiu í gær voru enn tveir brezkir hermenn drepnir á Súessvæð- ingu og lik annarra tveggja, sem saknað hafði verið síðan á sunnudag, fundust í skurði í Ismailia. Allar símalínur milli Port Said og aðalstöðva brezkia herstjórnarinnar í Fayid voru rofnar í þriðja skipti í gær. Tilkynnt var, að þeir hefðu samþykkt uppkast að ramma- samningi milli Vestur-Þýzka- lands og Vesturveldanna, en. það yrði ekki birt fyrr en gerð- ir hefðu verið samningar um ýmis einstök atriði. Markmið samninganna er að greiða götu hervæðingu Vestur-Þýzkalands. 'T ©kyrrð í franska hernnm Fi-anskt Iierlið, sem beið þess í Marseille að vera flutt til Indó Kína, Iiefur verið flutt Jiaðan til smá- bæjarins Frejus vegna þess að herstjórnin óttast að uppreisn brytlst út meðal hermannanna, ef þeir yrðu kyrrir i Marseille. A her- göngu um götur Marseille hlupu hermennirnir hópum samau úr röðunum og tóku undir með fólki, sem mót- mælti nýlendustyrjöldinni I Indó Kína. 100 mlSij. dollam ffárveiílng Basidaríkfa- þings fi£ undlrréðurs og hermdarverka í sésíalistiskum löndum kcerð fyrir SÞ BÓKMENMTAKYNN8NG Máls ©g mennlnga? næsia sunnudag helguð Gunnari Gunnarssgni 3. bókmenntakynning Máls og menningar verður í Austur- bæjarhíói næsta sunnudag kl. 13,15, or er að þessu sinni helguð Gunnari Gunnarssyni. Leikararnir Þorsteinn Ö. Step- hensen, Herdís Þorvaldsdóttir og Lárus Pálsson lesa upp úr verkum hans, en Kristinn E. Andrésson flytur nokkur inn- gangsorð um höfundinn. Af heildarútgáfu Landnámu á skáldritum Gunnars eru nú komin alls tíu bindi og von er ó Fjallkirkjunni næstu daga í nýrri útgáfu. Fjórða bókmenntakynning Máls og menningar mun verða að liálfum mánuði liðnum. Gromiko, aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, af- henti bandaríska sendifulltrú- aiium í Moskva í fyrradag orð- sendingu, þar sem mótmælt er samþykkt Bandaríkja- þings á 100 milljón dollara f járveitingu til undirróðurs- starfsemi og hermdarverka í sósíalistisk" um löndum. — Sovétet jórnin lýsir yfir, að með þessu hafi Bandaríkin brotið alþjóðalög og sáttmála SÞ og frain- ferði þcirra verði kært fyrir Sameinuðu þjóðunnm. Hundrað milljón dollara fjár- veitingln er sérstakur hluti lag- anna um bandaríska hernaðar- aðstoð við önnur lönd og á- kvæði laganna um hvernig fénu skuli varið eru að ásettu ráði óljós, en í þingræðu sagði flutn- ingsmaður tillögunnar, rcpu- blílianaþingmaðurinn Charles J. Kersten, um þessa fjárveitingu, að hún væri „aðferð, sem Bandaríliin geta notað til að veita aðstoð neðanjarðar frels- ishreyfinguin í löndum komm- únista“. BANDARÍKíN ANDVlG BANNI VIÐ AÐ STUÐLA AÐ HERMDARVERKUM OG BORGARASTYRJÖLD Kersten gerði tilganginn enn Ijósari með því að krefjast, að fulltrúar Bandaríkjanna beittu sér gegn því að tekið yrði til umræðu á þingi SÞ uppkast að sáttmála um ,,af- brot gegn friði og öryggi mann- kynsins“, vegna þess að þar væri ríkisstjórnum bannað að ýta undir „stárfsemi, sem bein- ist að því að fremja hermd- arverk“ eða stofna til borgara- styrjaldar í öðrum löndum. — Fréttaritari „New York Times“ í aðalstöðvum SÞ sagði í blaði sínu 4. þ. m., að sáttmálinn um afbrot gegn friði og ör.vggi myndi, ef samþykktur yrði, „bamia starfsemi eins og þá, sem ætlazt er til að 100 milljón dollara fjárveitingin, sem for- setinn hefur staðfest, standi straum af“. Ljóst er að Bandaríkjastjóm er sömu skoðunar og Kersten þingmaður um að jiað væri henni fjötur nm fót, ef bannað væri að efna til morða, skemmd arverka og borgarastyrjalda í öðrum löndum, því að í bréii fil Kerstens segir Porter Mc Keever, upplýsingafulltr. banda- rískú sendinefndarinnar Iijá SÞ, að „Bandaríkjastjórn er þeirr- ar skoðmiar, að liann (sáttmál- ann um al'brot gegn friði cg öryggi mannkynsins) beri ekki að ræða efnislega á í hönd farandi þingi SÞ‘‘.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.