Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 8
15. þmg Fazsnaima- og fzskimannasambands Islands krcfst að — útlendingar séu ekki Eátnir njáta nteiri réttar vio strendnr landsins en fslendingar sjálfir 15. þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands sam- þykkti eftirfarandi: „Þar sem kunnugt er, að ríkisstjórn íslands hefur tekið þá ákvörðun, að uppsögn brezka landhelgissamningsins frá 1901 skuli ekki taka gikli fyrr eu dómur er fallinn fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag í landhelgisdéifu Breta og Norðmanna, leyfir 15. þing F.F.S.I. sér að móímæla eindregið þessari ákvörðun og krefjast þess að útlendir fiskimenn séu ekki látnir njóta meiri réttar við strendur landsins en íslendingar sjálfir, og alls ekki lengur en þar til dómurinn fellur í Haag, hvernig sem Iiann hljóðar. Alíar þjóðir eiga að hafa leyfi til þess að lifa í friði fyrir ágengni annarra þjóða. Líi'ið er hverri þjóð helgur réttur. Sjávarútvegur í stórum stíl og með sem mestdm árangri er þjóð vorri lífsnauðsyn. Fyrir því skorar 15. þing. F.F.S.Í. mjög eindregið á Alþingi og ríkis- stjórn að afgreiða landhelgis- málið með ]>essum forsendum og hvika hvergi frá fyrri yfir- lýsingum og áskorunum um 4ra mílna landhelgi frá ystu skerj- um og annesjum og að firðir aílir og flóar verði innan tak- marka landhelgfnnar. Svo og að landgrunnið verði viður- kennd eign Islendinga. Fáist róttur vor eigi viðurkennd 'ur með samkomulagi við þjóðir þær, er helzt má vænta and- stöðu frá, þá treystir þing F.F. S.Í., því, að Alþingi og ríkis- stjórn fari hverja þá leið, máli þessu til framdráttar, sem til- tækileg er og í samræmi við alþjóðarétt. Jafnframt Iýsir 15. þing F.F. S.f. því yfir > framhaldi af áður samþykktri tillögu í land- helgismálínu, að það álítur að ,-Ásþcr“ lendir í báska Leki kom að vélbátnum As- þóri út af Austfjörðum í fyrra- kvöld og stöðvaðist vél hans. Skipv'erjum tókst að koma vél- inni í gang aftur, en urðu að standa í stöðugum austri allt þar til þeir náðu landi í Nes- kaupstað í gærmorgun. I útvarpstilkynningu frá Framha’d á 7. síðu. Lárus efsfur að lokinni 8. umierð Áttunda umferð í haustmóti Taflfélags Reykjavíkur var tefld s. 1. þriðjudagskvöld og i’rðu. úrslit þessi: Sveinn Krist- inrson vann Dómald Ásmunds- son, Jón Einarsson vann Axel Porkelsson, Kristján Sylveríus- son vann Margeir, Karl Þor- ieifsson vann Inga Jóhannsson, Óli Valdimarsson vann Ásgr. Lúðvíksson, Hákon Hafliðason vann Ólaf Þorsteinsson, Sig. Bogason vann Ólaf Einarsson, Haukur Sveinsson vann Guðm. Ársælsson, Þórir Ólafsson vann Ingimund Guðmundsson. Jafn- tefli gerðu: Jón Pálsson og Lárus Johnsen, Gunnar Gunn- arsson og Þór'ður Jörundsson, Jón Víglundsson og Eiríkur Marelsson, Ingvar Ásmunds- son og Anton Sigurðsson. — Eftir 8. umferð eru þessir hæst- ir: Lárus Johnsen með 7 vinn- inga, Sveinn Kristinsson með 6M> og Jón Einarsson með 5Vi. Níunda og næst síðasta um- feríin verður tefld í kvöld. fsland eigi fornan og óskor- aðan rétt tii 16 sjóm. Iand- helgi, auk þess sem flóar allir og firðir teljist innan hennar.“ Togararnir Þrír íslenzkir togarar seldu ísfisk í Bretlandi í fyrradag. Akureyrartogararnir Sval- bakur og Harðbakur seldu báð- ir í Grimsby. Svalbakur seldi 3829 kit fyrir 9518 pund, og Harðbakur seldi 3682 kit fyrir 925*9 pund. Þriðji togarinn, Karlsefni seldi 2640 kit fyrir 4936 pund í Aberdeen. Hefst starfsemi þessi í kvöld kl. 8,30, með fræðslukvöldi í salnum að Þórsgötu 1. Dagskrá iþessa fræðslukvölds verður eftirfarandi: 1. Erindi: Iðnaðarþróunin á íslandi, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur. 2. Kvikmynd: Hvað er raf- magn? 3. Upplestur: Gísli Halldórs- son, leikari. 4. Erindi: Frá fyrstu ár- um verkalýðshreyfingarinnar, Hendrik Ottósson, fréttamaður. Ný bok eftir Joe Rafnsson> Husfan fyris tjald — ferðasaga með tilbrigðum Nýlega er komin út bók eftir Jón Rafnsson, er nefriist Attst- an fyrir tjald. — Ferðasaga með tilbrigðum. Skýrir Jón I bók sinni frá mörgu er fyrir augu bar í ferð hans til Tékkó- slóvakíu sumarið 1949 og í dvölinni þar. Þá eru í bók- inni margvíslegar upplýsingar um baráttu tékknesku alþýð- unnar og þróun hins nýja þjðð- félags. Svo sem menn fara nærri um er bókin sérlega skemmtilega skrifuð og er engin hætta á að neinum leiðist meðan á lestri hennar stendur. Bókinni er skipt í 30 kafla um hin marg- víslegustu efni. Er hún 196 blaðsíður, prentuð í Hólum og frágangur allur vandaður. Eru iðnnemar hvattir til að fjölmenna. Máið samstarf Irans og Egypialands Nahas Pasja, forsætisráðh. Egyptalands, og Mossadegh, forsætisráðh. Irans, tilkynntu í Kairo í gær, að ákveðið hcfði verið að lönd þeirra skyldu taka upp náið samstarf, einkum þó í baráttunni gegn erlendum kúgunaröflum. Formaður Hreyfils van- rœkir skyldustörf sin Hefnr ekki enn sent feæjanáðl samþykkf Hreyfils um mólmæli gegzi sielimn fleiri feifseiðastöðva A síðasta fundi Bifreiðastjóraféíagsins Hreyfils var sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða að skora á bæjar- ráð Reyltjavíkur að leyfa ekki stofnun og starfrækslu fleiri fólksbifreiðastöðva í hænum, Þegar bæjarráð ræddi á fundi sínum s.I. þriðjudag um- sókn þá um leyfi til stof'imnar nýrrar bifreiðastöðvar, sem var tiíefni samþykktar Hreyfils, Iá ekki fyrir neitt bréf eða tilkynning frá stjórn Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils um þessa samþykkí félagsins, sem er þó beinlínis stíluð til bæjarráðs. Formaður Hreyfils, sem beitti sér gegn samþykktinni á fundinum en varð í mildum minnihluta í atkvæðagreiðsl- unni, virðist því ætla að vanrækja með öllu þá skyldu sína að koma áskorun fundarins í máliriu á framfæri við réttan aðila, bæjarráð. Þessi vinnubrögð íhaldsþjónsins Bergsteins Guðjónsson- ar sýna svo ekki verður um villzt hverja virð'ngu hann ber fyrir löglega gerðum samþykktum félagsins, þegar þær eru honum og kííku hans ekki að skapi. Er þessi framkoma mjög óvenjuleg í veríkalýðssamtökunum og lilýtur einróma fordæmingu bílsijóracna í Hreyfli, sem eiga atvinriu sína og hagsmurii að verja gegn skemmdarverk'um og klofnings- iðju líliilar íhaldsklíku innan félagsins. Fræðslnkvöld om iðnaðarmál Stjórn Fulltrúaráðs iðnnemafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði mun í vetur eins og undanfarna vetur, efna til fræðslukvölda um iðnaö og iðnaðarmálefni. Þ16ÐVIUINM Föstudagur 23. nóvember 1951 —- 16. árgangur — 263. tölublað BÁRAN AÐ BRENNA. (Ljósm. Árni Böðvarsson.) Báran á Akranesi brunnin Eldur kom upp í Báruliúsinu á Akranesi skömmu eftir mið- nætti í fyrrinótt og brann það til grunna á skömmum tíma. Engu varð bjargað úr húsinu, en nýlega hafði farið fram endur- bót og stækkun á því, — mun það hafa verið lágt vátryggt. Eldurinn mun hafa komið upp með þeim hætti að kvikn- aði í bóni á eldavél. Læstist hann um húsið, sem var úr timbri, á skömmum tíma og þegar slökkviliðið kom á vett- vang var eldurinn orðinn óvið- ráðanlegur og því öll áherzla lögð á að bjarga nærliggjandi húsum, en Báran var áföst við annað hús — brunagafl á öiilii. Fjórar stúlkur voru í húsinu og komust þær allar út. Báran var samkomuhús Ak- urnesinga og brunnu þar inni liljóðfæri hljómsveitarinnar, þ. á m. 2 píanó, annað þeirra nýtt eða nýlegt. Mútmmla homu Adeu- auers Lögreglan í París réðst í fyrrakvöld á mannfjölda, sem var að mótmæla kcmu Aden- auers forsætisráoherra til samn inga um hervæðingu Vestur- Þýzkalands. Margir menn meidd ust og hundruð voru hand- tekin. ByrjaS í dag að ákveSa vopnahléslÍHu í Kóreu í dag byrja foringjar frá báðum stríðsaðilum að á- kveða vopnahléslínu í Kóreu. Samkomulag hefur orðið með samningamönnum, um að vopnahlóslínuna skuli miða við núverandi víglínu og nú eiga liðsforingjarnir að koma sér saman um, livar víglínan sé. Samkomulag hefur einnig orðið um, að ef ekki hafi verið undirritaður innan 30 daga endanlegur samningur um vopnahlé, skuli vopnahléslínan endurskoðuð, en eftir . er að ganga frá reglum um, eftir hvaða sjónarmiðum skuli farið við endurskoðunina. Hinsvegar varð samkomulag um það í gær, að herimir skyldu ekki hörfa frá vopna- hléslínunni til að mynda frið- Egyptar styðja kjárnorkuhann Fulltrúi Egyptalands sagði í umræðunum um afvopnunartil- lögur Vesturveldanna i stjórn- málanefnd þings SÞ í gær, að stjórn hans værí sammála Sov- étstjórninni í því, að það fyrsta sem gera þyrfti í afvopnunar- málunum, væri að banna kjarn- orkuvopn skilyrðislaust. — Að öðru leyti lagði hann áherzlu á, að tillögur Sovétríkjanna og Vesturveldanna væru nánast samhljóða í ýmsum atri'ðum. f sama streng tóku fulitrúar Belgíu og Bretlands. lýst svæði fyrr en endanlegur vopnahléssamningur hefur ver- ið undirritaður. Norðanmenn gerðu snarpar árásir á ýmsum stöðum á víg- stöðvunum í fyrrinótt sjöundu nóttina í röð. Játa Bandaríkja- menn, að nokkrar stöðvar þeirra hafi verið herteknar. Churchill tar- fryggir USA Tilkynnt var í London í gær,‘ að Churchill legði af stað til Bandaríkjanna 29. des. ásamt þrem ráðherrum sínum til við- ræðna við Truman. Fréttaritar- ar í Washington segja, að þar sé búizt við að Churclhill muni leggja til að samningur verði gerður, sem gefi Bretum vald til að ákveða það, hvort banda- rísku flugsveitirnar í Bretlandi lcggi upp þaðan til kjarnorku- árása. Telur hann öryggi Breta stefnt í voða með því að láta það vera Bandaríkjamönnum í sjálfsvald sett að gera kjarn- orkuárásir frá Bretlandi. Einn- ig er búizt við, að Churchill fari fram á að Bretar fái að vita öll kjarnorkuleyndarmál Bandaríkjanna, að tillit verði tekið til óska Breta við mótun bandarískrar utanríkisstefnu og að Bretar fái fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.