Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Fullkomin hagnýtlng aficcns gætl gjör- bréytt atvinnuásfandinu á Norðurlandi lirsiéÍFTSáiifif^ togaraaflaias og aukning sOdarsöliunar iiiu MMi þiís. Éuniiur kefði færÉ linndriiðiini lieiinlla at- vlnnu og þ|éSiuMÍ 25-00 mllljénir kréna í gjaldeyri Mikill samdráttur er nú í atvinnulífinu á Akureyri, cins og víðast annars stað- ar á Norðurlandi. Hjá okk- ur gætir þessa ekki sízt í verksmiðjuiðnaðinum, en við hann hefur fjöldi bæjarbúa liaft atvinnu undanfarin ár. Önnur skóverksmiðjan hefur t. d. alveg hætt störfum og sömuleiðis bómullarverk- smiðjan. Starfsfólki hefur einnig verið fækkað í SÍS- verksmiðjunum. Mun láta nævri að um 90 manns hafi misst vinnu sína í iðnaðin- um á Akureyri í haust, en í þeirri atvinnugrein hafa fram að þessu unnið um 400 nmnns. Þetta sagði Tryggvi Helga- son, forseti Alþýðusambands Norðurlands og formaður Sjó- mannafélags Akureyrar, þegar Þjóðviljinn náði tali af honum fyrir skömmu og innti hann eftir fréttum af atvinnuhorf- um Akureyringa og Norðlend- inga yfirleitt, en Tryggvi hef- ur dvalizt hér í bænum undan- farið og sat þá 8. þing Sósíal- istaflokksins og sjómannaráð- stefnu Alþýðusambandsins. 14 Iiús í staö 60. — Hvað er að öðru leyti áð segja um atvinnuhorfur og framkvæmdir á Akureyri? — Byggingariðnaðurinn hef- ur þar eins og alls staðar í landinu dregist stórlega saman. Undanfarandi ár hafa 40—60 hús verið í smíðum árlega en nú eru aðeins 14 hús i bygg- ingu. Við Laxárvirkjunina og lagningu háspennulínunnar til Akureyrar hafa unnið 70—80 menn í sumar. Vinna við há- spennulínuna er hætt, og þeir sem enn vinna að virkjuninni sjálfri hætta strax og vetur gengur í garð. Gera. má rá'ð fyrir að framundan sé örðugur vetur hvað afkomu almennings snertir. Nú þegar er um helm- ingur þeirra verkamanna, sem stunda algenga daglaunavinnu, atvir.nul9.usir með öllu eða búa við mjög stopula vinnu. — Hvað um framkvæmdir á vegum bæjarins? Bærinn lætur aðaílega vinna við grjótnám til gatnagerðar og bryggjugerðar, einnig nokk- uð að skurQavinnu og við drátt- arbrautina. Síðustu vikurnar hafa ca. 70 verkamenn unnið í bæjarvinnuimi og henni er nú skipt milli heirra. sem húa við erfiðastar heimijisástæður og hafa mestan fjölskyldubunga. Atvinnuleysið kemur því lang harðast niður á yngri verka- mönnnnum. og má segia að þeim séu flestar bjargir bann- aðar. Byjro-jno’ afkastamikils hraðfrystihúss nauösynleg'. — Hvað telur þú að sé lík- legast til a’ð skapa öryggi í at- vinniilífi Akureyrar? — Tvímælalaust byggingu og rekstur hraðfrvstihúss til hess að vinna úr afla togaránna og vélbátsnna, en í þessum efnum er Akurevri mjög illa sett, þar sem aðeins er fyrir hendi eitt gamalt frvstihús sem notað er einungis fvrir kjöt og sem mat/ istafélag Akureyrar hefur fyrir nokkru sent bæjarstjórninni er- indi um þetta mál. Höfum við lagt til að bæjarstjórnin hafi forgöngu um að reist verði hraðfrystihús sem afkastar 25 tonnum af fiskflökum í sólar- hring. Bæjarstjórn hefur kosið 4 manna nefnd til að athuga málið. Rekstur slíks hraðfrysti- húss sem þessa mundi hafa geysileg áhrif til atvinnuaukn- ingar og skapa stóraukið ör- yggi fyrir rekstur togaranna, því enda þótt samvinna þeirra og Krossanesverksmiðjunnar hafi gefið ágætan árangur s. 1. 2 ár, vir^ist auðsætt, þegar aflamagn hefur minnkað svo sem raun er á, að rekstur karfa veiða til bræðslu geti tæplega átt framtíð, þar sem verksmiðj ur geta ekki greitt 2/3 hluta þess verðs sem frystihúsin greiða. Um leið og möguleik- ar á rekstri togaranna til karfaveiða eru úr sögunni stöðvast Krossanesverksmiðjan af sjálfu sér nema yfir síldar- tímann. Hægt að gjörbreyta atvimiuástandinu. — Voru ekki atvinnumálin á Norðurlandi á dagskrá hins ný- afstaðna þings Alþýðusam- bands Norðurlands? — Jú, þau voru aðalmál þingsins og lágu öllum fulltrú- unum, er þingið sóttu, þyngst á hjarta. Verlcalýðsstéttin á Norðurlandi hefur orðið fyrir þungum búsifjum af völdum aflabrestsins á síldveiðunum s. 1. 7 ár, en síldveiðarnar hafa verið undirstáðan undir lífsaf- komu almennings við sjávar- síðuna á öllu Norðurlandi. Þegs um stórfelldu áföllum hefur ekki verið veitt sú athj'gli sem hefði mátt vænta. En þrátt fyrir þetta eru ekki allar bjarg- ir bannaðar með þeim atvinnn- tækjum sem Norðlendingar ráða nú yfir. Þar eru t. d. 6 nýir togarar, 4 á Akureyri, og 2 á Siglufirði. Og auk þess hafa Skagstrendingar nú nýlega keypt sjöimda togarann. Ef tekst að fá rekstri þessara á- gætu atvinnutækja hagað með hagsmuni almennings fyrir augum eru miklir möguleikar til að gjörbreyta ástandinu í kaupstöðum og sjóþorpum Norð urlands. Karfaveiði Norðurlands- togaranna, um 16 þús. smá- lestir s. 1. ár, var öll unnin i bræðsln. Ef þessi afli hefði verið fiakaður og hraðfryst- ur hefðu togararnir fengið 225 kr. meira fyrir hvert fisktonn eða 3,6 millj. kr meira en í bræðslu. Það hefði veitt m.jög mikla at- vinnu og gefið a. m. k. 8 milíj. kr. meiri- gjaldeyri þjýðarbúið en raun varð á. Saltfiskframleiðsla Norð- urlands-togaranna varð 2200 smálestir, og affeins helm- ingur af bessum f;ski var verkaður, hitt var selt út ó- verkað. Með því að verka allan saltfiskinn hefði hann geúð b.jóðinni a. m. k, 21/, milli. kr. meiri gjaldeyri. ísfiskafli Norðurlands- togaranna 6 verður varla minni en 10 þús. tonn vælageymsla bæjarbúa. Sósíal-L . þessu ári. Ef t. d. þrjú þess ara skipa veiddu fyrir inn- lendan marliað til frysting- ar, mundi það skapa mikla atvinnu og auknar gjaldeyr- istekjur er næmi um 3—4 millj. króna. Auknar gjaldeyris- tekjur um 25—30 millj. kr. — Telur þú að hagnýtingu síldaraflans sé ekki einnig veru lega ábótavant? Viðtal við Tryggva^ Helgason, forseta Alþýðusambands Norðurlands — Vegna vanstjórnar í þeim málum fara stórkostleg verð- mæti forgörðum, þar sem ekki er saltað meira af hinni eftir- sóttu en tregfengnu Norður- lands-síld en raun er á, en hún er af öllum talin lang bezta matarsíld sem nokkurs staðar er fáanleg. í sumar var t. d. saltaður aðeins 1/5 hluti eða rúm- lega 100 þúsund tunnur af veiðinni, en hitt allt sett í bræðslu. Tryggð var fyrir fram sala á 220 þúsund tunn um fyrir gott verð. Hefði verið saltað 100 þúsund tunnum meira hefði það skapað hundruðum iieimila miklar atvinnutekjur frám yrir það f,em raun varð á og um leið fært þjóðinni stórlega auknar gjaldeyris- tekjur, að ég ætla a. m. k. 12—13 millj. króna fram yfir það, sem sá hluti veið- innar gefur ineð bræðsiu afl- ans. Með slíkri hagnýtingu Norð- urlands-síldarinnar og annars afla þeirra skipa er þaðan ganga til fiskveiða myndi at- vinnuástandið gjörbreytast í bæjunum og f’estum sjóþoi'p- unum og samtímis auka gjald- evristekjur Jandsmanna um hvorki meira effa minna en 25- 30 milij. króna, að því er mér telst til. Með slíkri aukningu gjaldeyristeknanna sköpuðust m. a. möguleikar til stórauk- inna kaupa á byggingarefni og með beirri atvinnuaukningu bættri afkomu almennings, yk- ist kaupgetan og möguleikar alþýðu manna til að koma sér upp mannsæmandi húsakynn- um, sem fjölda manns vanhag- ar tilfinnanlega um. Enda er ekkert sem ber greinilegar vott um hnignandi þjóðarhag en það, ef sú kynslóð sem tók við landinu húsalitlu verður að hætta í hálfnuðu verki við að byggja sér varanleg húsakynni í okkar kalda landi, og unga kynslóðin um leið algjörlega hindruð í að stofna heimili við mannsæmandi aðstæður. Vanrækt að frysta beitusíld. — Hvað er hæft í því að engin Norðurlands-síld hafi ver ið fryst til beitu? — Það er rétt, og er það eitt átakanlegasta dæmið, sem ég veit um, um óstjórnina í atvinnulífi okkar. Þegar síld- veiðunum lauk fyrir Norður- landi í haust var engin beitu- síld til svo hægt væri að byrja róðra í nokkrum sjóþorpum og varð því strax í september að sækja beitusíld á bifreiðum suður að Faxaflóa. Og mér er tjáð af kunnugum mönnum, að nú þegar síldveiðum er lokið hér sunnanlands muni vanta all mikið á það beitusíldarmagn, sem þarf til vertíðarinnar, — jafnvel 10—15 þúsund tunnur, — og er eltkert líklegra en ó- hjákvæmilegt verði að flytja það inn frá útlöndum, verði gæftasamt á komandi vetri. Laxárvirkjunin. — Hvernig miðar Laxárvirkj uninni áfram? — Eins og ég gat um áðan hefur verið unnið í sumar að virkjuninni og lagningu há- spennulínunnar frá Laxá til Ak ureyrar. Byggingarfélagið Stoð tók að sér byggingu stöðvarinn- ar. við Laxá en lagning há- sperinulínunnar er unnin á veg- um rafveitna ríkisins. Lokið er að reisa staurana og hefur það verk gengið mjög vel í suniar. Gert er ráð fyrir því í samningum við Stoð að virkj- unarframkvæmdum verði ]|okið næsta haust. Talið er að virkj unai’framkvæmdirnar gangi fremur hægt, en haustið hefur notast vel þar sem tíð hefur verið mjög hagstæð. Við Akur- éyringar bíðum eftir virkjun- inni með mikilli óþreyju, því jf Ein helzta skeinmtun Reyk- vikinga í gær var að leggja út hvað skammstöfunin AB merkti. BiaðsöJustrákur á Lækjartorgi heyrðist lirópa í gær: ABablaðið. Aðrir halda því fram að þetta só sænsk skammstöfun fyrir hluta- félag: Aktie-Bolaget Aiþýðublaðið. Og Vilmundur Jónsson landlækn- ir les úr því: Ameriean Bulletin. • jc Tíminn skýrðl frá því í fyrradag að Austurevrópuríkin létu nú ófriðlega við landamæri Júgóslavíu og „heföi lier þessara ríkja vaxið úr 14 mÚIjónum síð- ustu tvö árin í 25 milljónir nú, sem stæðu gráar fyrir járnum við landamærin". Samkvæmt því hafa ekki aðeins aliir karlmenn þess- ara landa tekið sér stöðu við landamærin, heldur álitlegur hóp- ur kvenna, barna og gamalmenna með alvæpni. Hins er ekki getið á hverju þessar 25 milljónir iifa, því varla geta þær nærst á hin- um gráu járnum, þótt margt ger- ist kynlegt fyrir austan tjald. rafmagnsskortur er tilfinnan- legur t. d. til iðnaðar, og hafa miklar skemmdir orðið á raf- mótorum undanfarna vetur og tafir á framleiðslu vegna of lít- illar spennu. Þá eru mörg heim ili illa sett þegar verulega kóln- ar í veðri, því fast að helmingi íbúa Akureyrar notar rafmagn til upphitunar húsa sinna. Hin nýja virkjun á að færa okkur 11—12 þúsund hestöfl til við- bótar þeim 6 þúsund hestöflum sem fyrir voru. Fljótlega má reikna með að nauðsynlegt verði að hef jast handa um nýja viðbótarvirkjun og er þá gert ráð fyrir að fyrri virkjunin verði tvöfölduð. Hafnarframkvæmdir * aðkallandi. — Eru ekki nýjar hafnar- framkvæmdir á döfinni hjá ykkur ? — Mjög aðkallandi er að halda áfram hafnarframkvæmd- um á Akureyri. Hafnarmann- virkin eru byggð úr tré, orðin 30—50 ára gömul, úr sér geng- in og maðkétin og því brýn þörf endurbygginga á þeim. Hefur það mál mjög verið á dagskrá. Fyrir f jórum árum var keypt inn efni til endur- byggingar hafnarmannvirkj- anna. Var þá önnur aðalhafnar- bryggjan endurbyggð að nokkru leyti, en fullur helm- ingur af efninu liggur enn ó- notaður, vegna þess að lán hafa ekki fengizt til að byggja úr því togarabryggju, sem orð- in er mjög aðkallandi til að bæta afgreiðsluskilyrði togar- anna, sem eru nú ein helzta lyftistöng atvinnulífsins í hæn- um og óskabörn allra Almr- eynnga. G. V. Samþykktir 8. þings Sósíalistaflokksins: 8. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp það um atvinnuleysistryggingar, sem Sigurður Guðnason flytur nú á Alþingi. Þingið skorar á all- an verkalýð og samtök hans að fylgja þessu nauð- synjamáli fast eftir. Hið mikla atvinnuleysi, sem nú þjáir alþýðuheimilin, um allt land gerir það að brýnustu nauðsyn, að þetta réttindamál verka- lýðsins nái fram að ganga. sem af þessu leiddi og þar méð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.