Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. nóvember 1951 lllÓÐyiUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason. B'.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. --------------------------------------------------------------------/ Þagar vakin hefur verið athygli á uppdráttarsýki Al- þýðuflokksins hefur málgagn hans ævinlsga svarað með uppgerðarkarlmennsku: Alþýðuflokkurinn lifir þó enn, þrátt fyrir allar hrakspár! Og það er rétt að Alþýðu- flokkurinn tórir, þótt hann beri æ gleggri menjar bana- meins síns. Upplausnin í Alþýðuflokknum kom mjög glöggt í ljós í síðustu Alþingiskosningum. Þá sneru margir gaml- ir flokksmenn baki við klíkunni, og t.d. gengu tveir fyrri forustumenn Alþýðuflokksins, Finnbogi Rútur Valdi- rnarsson og Guðgeir Jónsson, í bandalag við Sósíalista- flokkinn, og er Finnbogi nú einn af þingmönnum sósíal- ista. Reynslan varð einnig sú í kosningunum, að Alþýðu- flokkurinn var sá eini sem tapaði atkvæðum hlutfalls- lega og þingmönnum hans fækkaði um tvo. Síðan hefur flokkssjúkdómurinn ágerzt að miklum mun. Meðal annars hefur hann komið fram í því- að AB-klíkan hefur orðið æ vanstilltari og hræddari um ítök sín. Hafi einhver maður innan flokksins leyft sér að vé- fengja að einhverju leyti stefnu hennar, hefur hann verið hundeltur og ofsóttur, reynt að ræna hann lífsvið- urværi og stjaka honum úr flokknum. Er þeissi veikleiki mjög glöggt einkenni þeirrar vanmetakenndar sem klík- an er haldin af andspænis dauðanum. Ný dæmi um þetta eru nú á allra vörum. Eins og skýrt hefur verið frá hér í bláðinu hefur Emil Jónsson. sem er einna þyngst haldinn, haldið uppi eltingaleik um alllangt skeið við traustan forustumann Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði, Harald Kristjánsson, vegna þess að hann leyfði sér sjálfstæðar skoöanir og sjálfstæð vinnu- brögð. Hefur Haraldur nú verið hrakinn úr flokknum og loks úr atvinnu sinni með dæmafáum þjösnaskap og yfirgangi. ★ Ofan á þetta fyrirbæri í Hafnarfirði koma svo at- burðirnir í Vestmannaeyjum. Þar hefur Hrólfur Ing- ólfsson verið vinsælasti og ötulasti forustumaður Alþýðu- flokksins um nokkurt skeið. En hann hafði einn stóran Ijóð á ráð sínu að dómi foringjaklíkunnar í Reykjavík. Hann leyfði sér að hafa sjálfstæðar skoðanir um stefnu flokksins og hélt í samræmi við það uppi samstarfi við sósíalista um bæjarmálefni Vestmannaeyinga, — en al- varlegra afbrot er ekki til í augum AB-k!íkunnar. Mála- lok hafa því orðið þau að Alþýðuflokkurinn hefur rekið eina bæjarfulltrúa sinn í Vestmannaeyjum úr flokknum; klíkan hefur sem sé dregið sig út úr bæjarstjórn! Ef laust hefði klíkan hug á að fylgja þeim brottrekstri eft- ir meö atvinnuofsóknum, ef hún hefði tök á, samkvæmt fordæmunum annarsta.ðar. Og táknrænt var það um vinnuaöferðirnar að Hrólfur var rekinn, þegar hann var fjarverandi úr bænum og gat ekki mætt á fundi! ★ Uppdráttarsýki flokksins birtist á fleiri sviðum. Al- þýðublaðið hefur sem kunnugt er verið í andaslitrunum undanfarin ár, kaupendum hefur sífellt fækkað, og um tima í fyrra hætti það alveg að koma út. Klíkunni tókst þá að fá nokkra auömenn, Vilhjálm Þór og fleiri, til að taka að sér líftryggingu blaðsins um skeið. Peninga- menn þessir hafa nú krafizt þess að blaðinu yrði breytt, reynt að gera það að útgengilegri söluvöru fyiir einhverja og hafa helzt bsnt á Mánudagsblaðið sem fyrirmynd. Jafnframt kröfðust þeir þess að hætt væri áð kenna blað- ið við alþýðuna, það samrýmdist ekki hinum nýju isjón- armiðum. Þetta hefur nú verið gert. Blaðiö heitir nú AB og Við hlið nafnsins er heljarstór eyöa til að vekja athygli á daglegum æsifregnum, — sem aöstandendum blaðsins hefur þó ekki tekizt áð finna enn! Og í heild hefur breyt- ing blaðsjns ekki kallaö á önnur viðbrögð almennings en hláturinn. Dauöateygjur AB-klíkunnar hafa aldrei verið átak- anlegri en þessa síðustu daga. Henni ætlar auðsjáanlega ^kki að auðnast hægt andlát. Kristindómur eða hræsni. B.G. skrifar: „Fyrir nokkru síðan birti Velvakandi Morgunblaðsins að- sent bréf, þar sem fárast var um, að Þorsteinn Ö. Stephen- sen skuli vera látinn annast barnatíma í útvarpinu, þar eð hann sé kommúnisti og Moskvu fari. Telur bréfritarinn, að ekki sé von á góðu, þegar þannig er í pottinn búið, og lætur í ljósi mikinn ugg um gengi kristindómsins í framtíðinni. í bréfinu segir svo, m. a. „Aldrei talar hann Þ. Ö. St. um guð við börnin, ekki einu sinni á jólunum; þá talar hann um ein- hverja ókind, sem hann kallar jólasvein . . . . “ Þarna höfum við það, Bréfritarinn virðist á- líta, að kristindómurinn verði bezt ræktaður í barnasálunum með því að spjalla um guð við börnin, og þá væntanlega brýna fyrir þeim, áð guð sé algóður og alvitur og haldi almáttugri verndarhendi yfir okkur jarð- arbörnum. í sambandi við efni og anda þessa bréfs, langar mig að beina nokkrum orð- um til herra Velvakanda, þar eð hann hlýtur að bera ábyrgð á þeim bréfum, sem hann birt- ir nafnlaus, a. m. k. að nokkru leyti. Er jóiasveinninn hættulegur ? Haldið þér í alvöru, herra Velvakandi, að jólasveinninn í íslenzkum ævintýrum og þul- um, sé bara einhver kommún- istískur áróður, sem stefnt er gegn kristindómnum í heimin- um? Bréfritari yðar virðist a. m. k. álíta það. Ég skal trúa yður fyrir því, að ég álít sak- laust og skemmtilegt ævintýri meiri kristindóm fyrir börnin en nokkra tugi af stólræðum íslenzkra presta nú til dags. Það er nefnilega harla lítils virði fyrir kristindóminn, þótt talað sé, og talað fagurlega um guð. Yður er ef til vill ekki ljóst, að það, sem stendur sönn um kristindómi mest fyrir þrif- um, er hvorki jólasveinninn í barnatímunum hjá Þorsteini Ö.' Stephensen né kommúnisminn í Rússlandi, heldur blátt áfram hræsnin og yfirdrepsskapurinn. • Kjarni hins sanna kristindóms. Það er varla hægt að hugsa sér neitt viðurstyggilegra en guðshræsnina, sem heilt er yfír mann við öll tækifæri af lærð- um og leikum mönnum allt of- an frá flugmælskum siðgæcis- postulum niður í andlausa grautarpenna þýlyndisins, sem hugsa, tala, og skrifa eftir for- slrrift yfirboðara sinna. Það skortir ekki fjálgleik og hátíð- legt orðagjálfur í stólræðum ís- lenzku prestanna, herra Vel- vakandi, það er annað sem skörtir. Þær eru yfirleitt harla snauðar af þeim heilindum, þeim einfaldleik og þeirri bjarg- föstu trú á sigur mannkærleik- ans og réttlætisins, sem fram- ar öllu öðru er kjarni hins sanna kristindóms. Og þegar þér og bréfritarar yðar og aðr- ir rithöfundar Morgunblaðsins eruð að rægja starfsmenn út- varpsins og kennarastéttma, og þykist gera það í nafni guðs, þá ilmar hvert orð yðar af við- bjóðslegri hræsni. Hjá yður þýðir kristindómur sama og kommúnistahatur, og mér finnst, að þér gerið guði yðar vafasaman greiða með því að leggja nafn hans við svo auð- virðilega fíflsku. Finnst yður ef til vill, að Reykjavíkurbréf- in í Morgunblaðinu séu innblás- in af guðlegum eldmóði? 0 Byssustingjakvik- myndir o. fl. Haldið þér kannski, að am- erísku hasarblöðin, sem flutt eru inn handa íslenzkum börn- um, séu prentuð undir hand- leiðslu guðs, til þess að efla kristindóminn í heiminum? Finnst yður ekki morða — rána og byssustingjakvikmyndirnar alveg sérlega guðlegs eðlis ? Haldið þér ekki, að kristindóm- inum sé mikill ávinningur að slíkum kvikmyndum? Trúið þér því í raun og veru, herra Vel- vakandi, að kynþáttahatur og fjöldamorð sé kristindómur ? Það lítur sannarlega út fyrir, að þér trúið því, — aldrei verð- ur y.ður úr vegi að amast við því. Að óreyndu leyfi ég mér að reikna með því, að þér vit- ið við hvem kristindómurinn er kenndur og þekkið grundvallar- atriðin í boðskap hans; það er mín yfirsjón, éf ég ofmet þar þekkingu yðar. En jafnvel þótt þér vissuð það ekki, þá væri það kannski afsakanlegt; menn eru misjafnlega vel gefnir frá náttúrunnar hendi, og við því er ekkert að segja. Hitt er aldrei afsakanlegt, herra Vel- vakandi, að fara með róg og lygi um náungann vitandi vits. Allra sízt réttlætist það at- hæfi, þótt látið sé skína í, að það sé gert í þágu guðs og kristindómsins. Söguleg skoðun á fjallræðunni. — Ef til vill munuð þér svo langt aftur í tímann, að yður rámar í erindi, sem ísl. prest- Framhald á 6. síðu. Elmskip Brúarfoss fer frá Reykjavík í kvöld til Boulogne og Amster- dam. Dettifoss kom til Hull 20. þm.; fer þaðan til Reykjavíkur. Goðafoss fer væntanlega frá Lon- don í dag til Rotterdam og Ham- borgar. Gullfoss er í Reykjavík. Lagarfoss fer væntanlega frá New York í dag til Rvíkur. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss fer frá Rvík í kvöld til ísafjarðar, Siglu- fjaröar, Akureyrar og Sauðár- króks. Tröllafoss kom til New York 19. þm. frá Rvík. Ríkisskip Hekla fer frá Reykjavík vest- ur um land í hringferð á mánu- daginn. Esja er í Gautaborg. — Herðubreið fór frá Reykjávík í gærkvöld austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið fer • frá Reykjavík á morgun til Skaga- fjarðar- og Eyjafjaröarhafna. Þyr- ill var á Akureyri síðdegis í gær. Ármann fer frá Rejrkjavík í kvöld til Vestmannaeyja. Bald- ur fór frá JReykjavik til Grund- arfjarðar og Stykkishólms. Skipadeild SIS Hvassafeil fór frá Vestmanna- eyjum 18. þm. áleiðis til Finn- lands. Arnarfell er í Bilbao. Jök- ulfell lestar freðfisk á Húnaflóa. Flugféiag Isíands: I dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja, Kirlijubæjarklausturs, Fagurhóls- mýrar, Hornafjarðar og Siglufjarð ar. — Á morgun eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar, Vestm.- eyja, Blönduóss, Sauðárkróks og Isafjarðar. Loftleiðir h. f. I dag verður flogið til Akureyr- ar, Hellissands, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun verður flogið til Akur- eyrar, Isafjarðar og Vestmanna- eyja. ^ , 15.30—16.30 Miðdeg isútvarp. — (15.55 Fréttir og veður- fr.). 18.15 Fram- burðarkennsla í dönsku. 18.25 Veð- urfregnir. 18.30 íslenzkukennsla; I. fl. — 19.00 Þýzkukennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Kvöldvaka: a) Ásgeir Ás- geirsson fyrrum prófastur flytur síöari hluta frásögu sr. Vilhjálms Briem: Minningar af Snæfellsnesi. b) Ásmundur Jónsson frá Skúfs- stöðum les kvæði Einars Bene- diktssonar: „Einræður Starkaðar". c) Samkór Reykjavikur syngur; Jóhann Tryggvason stjórnar (pl.) d) Ólafur Þorvaldsson þingvörður flytur frásöguþátt: Frá konungs- komunni 1907. 22.10 „Fram á ell- eftu stund", saga eftir Agöthu Christie; XII. (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). 22.30 Tón- leika (pl.): a) F. Sjaljapin syng- ur. b) Lög úr leiknum „Gurre“ eftir Horneman (Danska útvarps- hljómsveitin leikur; Erik Tuxen stjórnar). 23.00 Dagskrárlok. Dýraverndarinn, 6. tbl. 1951, er kom- inn út. Efni: Glæp- ur og refsing, eft- ir Sigurð Helga- son. Til minningar um Vaila frá Dynjanda í Jökul- fjörðum, kvæði eftir Rebekku Pálsdóttur frá Bæjum. Kanínur taka upp nýjan sið. Rjúpan, eftir Ivar Árnason. Brúnskjóni Odds, eftir Sigurð K. Árness. Minningar- sjóður frú Guðrúnar Guðfinnu Þorláksdóttur Schram o. fl. — Gjöf tii Háskólans Frú Ragnheiður Benediktsdótt- ir Sveinssonar sýsiumanns, ekkja Júlíusar Sigurðssonar bankastjóra á Akureyri, er nýlega er látin, hefur ánafnað háskólanum fjár- hæð, er nemur, að frádregnum erfðafjárskatti, kr. 10,800.00. — Ákvæði erfðaskrárinnar varðandi gjöf þessa eru svohljóðandi: „Upphæð þessa skal nota til þess að stofna sjóð við Háskóla Is- lands til minningar um föður minn Benedikt Sveinsson, sýslu- mann. Tilgangur sjóðsins sé að veita styrki efnilegum stúdentum og slculu ættmenn Benedikts Sveinssonar ganga fyrir um styrk úr sjóðnum, en að þeim frágengn- um stúdentar úr Skaftafellssýsl- um. Sjóðurinn skal vera í vörslum háskólaráðs og er því falið að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Ekki er ætlazt til að styrkur verði veittur úr sjóðnum fyrr en höfuðstóil lians hefur náð að verða kr. 25.00.00“. — Frétt frá Háskóla íslands. Opinberað ha.fa trúlof un sína Helga Helgadóttir frá Siglufirði og Svein- björn Pétursson matreiðslumaður, Grettisgötu 40B. — Nýlega opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ast- rid Christiansen, Snórrabraut 85 og Sigurður Guðmundsson, verka- maður, Marargötu 2, Reykjavík. Félag Borgfirðinga eystri held- ur skemmtifund í Bx-eiðfirðinga- búð föstudaginn 23. nóv. kl. 8.30. „Aumingja Hanna“ í 17. sinn Leikfélag Hafnarf jai-ðar sýnir hinn bráðskemmtilega gamanleik „Aumingja Hanna“ í 17. sinn í kvöld. Barnakvikmyndir í Stjörnubíó Húsmæðradeild MIR gengst fyr- ir sýningu á úrvals kvikmyndum fyrir börn og ungíinga n. k, sunnu dag kl. 10,30 f. h. í Stjörnubíó. Myndirnar sem sýndar verða eru: 1. Jólasveinninn. 2. Tclpan fór i Sirkus. 3. Fiskimaðurinn og kona hans, (ævintýri eftir stórskáldið Púskin). Foreldrar ættu að leyfa börnum sínum að sækja þessa ágætu lcvikmyndasýningu. svf n fellur niður. Söngæfingin sem yera átti í kvöld,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.