Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1951, Blaðsíða 6
0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. nóvember 1951 THEODORE DREISER 44. DAGUR Enda þótt Clyde væri henni ekki að skapi, gat hún ekki .stillt sig um að nota hann. Henni geðjaðist vel að því, hversu fús hann var til að kaupa iianda henni ýmislegt það, sem henni leizt vel á — tösku, ihálsklút, buddu, hanzka — allt sem hún. gat beðið um og tekið við með góðu móti, án þess að -binda sig um of. Og þó var henni ljóst frá byrjun, að ef liún gæti ekki fengið sig til að gefast honum til fulls — veita honum það sem hann þráði — þá gæti hún ekki haldið í hann til lengdar. Ailra mest hugsaði hún um það, að Clyde virtist svo fús til að eyða í hana peningum, og hún gæti með hægu móti haft út úr honum dýrar gjafir — ef til vill fallegan kjól, jafnvel hatt eða loðkápu, sem var í tízku núna, að ekki sé minnzt á gulleymalokka, eða armbandsúr, allt sem hún horfði löng- unaraugum á í sýningargluggunum. Dag nokkum, skömrnu eftir að Clyde hitti Estu systur sína,' var Hortense á gangi niður Baltimore stræti, þar sem það sker Fimmtándu götu — glæsilegasta verzlunarhverfi bæjar- ins — um hádegisleytið í fjdgd með Doris Trine, annarri af- greiðslustúlku í sömu verzlun. í glugga loðkápuVerzlunar' einn- ar kom hún auga á jakka úr bjórskinni, sem hún varð .und- ireins ástfangin af og áleit að mundi fara afbragðs vel við vaxtarlag hennar, litarhátt og skapgerð. Þetta var ekki mjog dýr kápa., ef til vill hundrað dollara virði — en sniðið var svo óvenjulegt, að hún var þess fullviss að yndisþokki henn- ar nyti sín til fullg í henni. Hugsimin heillaði hana, hún nam staðar og hrópaði: ,,Ó, er þetta ekki draumsæt kápa. Sjáðu þessar ermar, Doris.‘.‘ Hún greip ofsalega um handlegg stöllu sinnar. „Sjáðu krag- ann. Og bryddingamar. Og vasana. Almáttugur." Hún titr- „Og ég sagði strax við sjálfan mig, þarna_ er stúlka sem þekkir fallega kápu þegar hún sér hana.“ Gegn vilja sínum geklrst hún upp við skjallið. „Sjáið þér nú bara. Lítið iþér á,“ hélt herra Rubenstein á- fram, sneri kápunni til á alla vegu fyrir framan hana. „Hvar er hægt að fá eins fallega kápu í Kansas City? Lítið þér á þessa silkibryddingu — ekta Maliinson silki — og þessa ská- höllu vasa. Og hnappana. Þetta hefur hreint ekki litla þýð- ingu. Það er engin kápa þessi^ lík í allri Kansas City — ekki ein einasta. Og verður ekki. Við teiknuðum hana sjálfir og módell er módelb Við vemdum viðskiptavini okkar. En koinið þér nú.“ (Hann gekk á undan að þreföldum spegli aftast í búð- inni)1. „Það er ekki sama hver er í svona kápu — til þess að hún njóti sín til fulls. Leyfið mér að máta hana á yður.“ Og í rafmagnsljósinu leyfðist Hortense nú að sjá hversu hrífandi hún var í kápunni. Hún hallaði undir flatt, sneri sér á alla vegu, faldi annað eyrað í loðkraganum, og herra Ruben- stein stóð álengdar og virti hana fyrir sér með aðdáun í sripn- um og neri næstum saman höndum. „SVona, já,“ hélt hann áfram. „Þama sjáið þér. Hvað segið þér núna? Var ég ekki búinn að segja yður, að þetta væri einmitt kápa við yðar hæfi? Reglulegur kjörgripur. Þér fáið aldrei aðra. eins kápu í iþessari borg. Ef þér fáið liana, þá skal ég gefa yður iþessa.“ Hann kom mjög nálægt henni og rétti fram holdugar hendumar svo að iófamir snem upp. „Já, ég get ekki neitað því að hún fer mér vel,“ sagði Hcut- ense og hégómleg sál hennar brann af löngun í kápuna. „Svona Olympíufréttir Framhald af 3. síðu. ar og erfitt að uppfylla þær allar. Eigi að síður hafa tvær Norðurlandaþjóðaniia tekið að sér að sjá um leikina: Noreg- ur vetrarleikina í Osló og Finn- land sumarleikina í Helsing- fors næsta ár. Um þcssar mundir er þvi mikið um að vera í Osló við þennan undirbúning. Norðmenn hafa tekið þessi mál mjög al- varlegum og föstum tökum og eru staðráðnir í að setja allan metnað sinn I að þessir VI. vetrarolympíuleikir verði „Vetr- aríþróttaþjóðinni" til sóma og fagurt fordæmi hvemig vetrar- olympíuleikir eiga að vera til þess að geta kailast íþrótta- hátíð en ekki „bisness" eins og þeir og margir aðrir sögðu um leikina í St. Moritz í Sviss 1948. Hvað íþróttamannvirki snert- ir hafa. Norðmenn ýmist gert stórfelldar breytingar á eldri mannvirkjum eða byggt ný frá grunni. Staðir þeir sem keppt verður á í Osló eru Bislet — Frogneseteren, Holmenkollen, Jordal Amfi, Norefjell og Röd- kleivu. Þó gera þeir ráð fyrir beim möguleika að flytja skauta hlaupin til Hamars ef véður og ísfæri verðoir slæmt en Hamar er kunnur fyrir veðursæld og gott ísfæri. -oOo— oOo—- BARNASAGAN Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. aði af aðdáun og hrifningu. ,,Hún er of sæt til að vera til. Mig hefur dreymt um svona kápu síðan ég veit ekki hvað. Mikill draumur geturðu verið,“ sagði hún uppgerðarlega, og fór að hugsa um að vegfarendumir sæu til hennar. „Æ, bara að ég gæti eignast þig.“ Hún klappaði saman lófunum í hrifningu, og Isadore Ruben- stein, fullorðinn sonur eigandans, stóð álengdar ög tók eftir látbragði hennar og hrifningu, og ákvað strax með sjálfum sér að þessi kápa væri henni að minnsta kosti t.uttu og fimm . eða fimmtíu dollurum meira virði. Verðið hafði verið ákveðið eitt hundrað dollarar. „Humm, humm,“ nrmdi í honum. En sjálfur var hann ásthneigður og tilfinningasterkur og hann fór að velta fyrir sér, hvort fleira en fé gæti ekki fengizt fyrir káp- mia. Hvað mundi svona fátæk og hégómleg stúlka ekki. vilja leggja í sölurnar til .þess að eignast slíka kápu? En þegar Hortense var búin að stara á loðkápuna eins' lengi og matarhlé hennar leyfði, fór hún burtu uppfull af draumum um hana og hversu töfrandi hún yrði Iklædd slík- um pels. En hún hafði ekki spurt um verðið. Og daginn eftir mátti hún til að virða hana fýrir sór einu sinni enn, og hún fór aftur að glugganum, ein í þetta skipti og peningalaus. En hún var að velta því fyrir sér, á hvern hátt hún gæti eignazt hánn, ef verðið væri skaplegt. Og hún sá engin ráð til þess. En þegar hún kom aftur auga á kápuna og sá herra Rubenstein fyrir innan gluggann senda sér hýrt augnaráð, áræddi hún íoks iimfyrir. „Yður lízt vel á pelsinn?" sagði Rubenstein ísmei'gilega um leið og hún opnaði dyrnar. „Það sýnir að þér hafið góðan smekk. Þetta er einihver snotrasta loðkápa sem við höfum haft handa á milli í þessari verzlun. Reglulegt meistara- stykki. Og hún mundi sóma sér vel á svona faliegri stúlku eins og yður.“ Hann tók kápuna úr glugganum og lyfti hanni upp. „Ég sá að þér voruð að horfa á hana í gær.“ Það brá fyrir græðgislegri aðdáim í augum hans. . Hortense tók eftir því, og hiui leit svo á að henni vrði sýnd meiri virðing, ef hún kæmi stilliiega og kurteislega fram. Hún svaraði því aðeins: „Einmitt það?“ Himinbjargar saga 10. DAGUR stólpann og koma honum hér undir. Skal hann vera að öllu eins og svo að öllu um hann búið sem þessa, ellecrar verður það þinn bráður bani, og haí þessu starfi lokið fyrir hina þriðju sól. Sigurður spurði, hvar hann skyldi stólpans leita. Hún kvað hann skyldi sjálfur fyrir því sjá. Sigurð- ur fór þá til Blákápu og segir henni tíðindin. Hún mælti: „Ekki fækka enn vandræði þín. Er þessi þrautin hinni miklu torveldari." Segir hún þá Sig- urði, hvar stólpann sé að finna. Var það í kóngs- höll einni, og var þangað langt að fara. Hröðuðu þau nú ferð sinni og komu þangað að kvöldi, en áður þau kæmi til manna, fékk hún Sigurði hulin- hjálmsstein, en hafði sjálf annan. Síðan aengu þau í borgina og leynust í ýmsum húsum allt til næt- ur, og sá þau enginn maður. En er allir menn voru sofnaðir, féru þau að leita stólpans. Gekk Blákápa fyrir, en Sigurður eftir, en hvar sem þau komu að læstum dyrum, tók Blákápa sprota undan kápu sinni og laust á þær, og lukust þær þá upp. Um síð- ir komu þau þangað, sem stólpinn var. Bað hím Sigurð reyna, ef hann fengi honum und.an kippt. Hann gjörði svo og fékk ekki að giört. Hún tók þá glóa úr nungi sínum og lét á hendur sér, sviptí slðan stólpanum undan og lagði sér á herðar, því eigi hafði Sigurður þrek til hann að bera. Eftir bað sneru þau heimleiðis, og urðu engir menn við þau varir. Fór Blákápa eftir það með Sigurði og ur flutti í útvarpið fyrir nokkr- um árum. Það gekk út á Fjall- ræðuna, ef þér hafið heyrt hana nefhda, og átti víst að heita söguleg skoðun á efni hennar, ásamt skýringum. 1 rauninni var erindið svo ekkert annað en áróður fyrir Atlanzhafs- bandalaginu, sem þér hafið á- reiðanlega heyrt nefnt og reyndi flutningsmaður með læ- víslegu orðavaii, að sannfæra útvarpshlustendur um, að Krist ur mundi vera þess fýsandi, að Vesturveldin fæni í stríð við Rússann og freistuðu þess að bjarga lýðræðinú úr klóm kommúnistahættunnar. Og mik ið fannst yður Morgunblaðs- mönnum þetta gott erindi. Þér gleymduð í bili, áð Vesturveld- in heita á yða*- máli friðelsk- andi lýðræðdsþijóðir, svo mikill var fögnuður yðar yfir því að fá orð Krists túlkuð sem komm únistahatur. Tí-kalli lieut í smælingjana. Þannig er kristmdómur yðar ú borði; svo djúpt rista heil- ’.ndi ýðar í trúnni á boðskap Krists. Um hver jól státið þér af kristilegri vetrarhjálp yðar til handa smæiingjunum og tal- ;ð fjálglega um kærleika og manngæzku. En ég er ekki viss :m, að stefna yffar sé beinlínis í anda Krists, sú stefna, sem m. a. er í því fó’gin að gera féeina útvalda menn að auðkýf ngum á kostnað almennings. Og það er harla lítill kristin- lómur, þóH st.erk efnaðir menn hendi tí-kalli í örsna”ðan með- bróður um jólin, éða rétti hon- um ávísun á skyrtu hjá Har- uldarbúð. Ef svo óMldega skvldi fara að það Ijós rynni nm síðir unn fvrir ”ðnr, sem gerði vður kleift að sjá i gegnum hræsnis- grímuna, pem dregin hefur ver- <ð yfir ásýnd kapítalismans, þá trúi ég ekki cðru en þér vrð- uð mér sammála um þetta: Kjami hins sanna kristindóms *r á góðum vegi með áð týn- ast í farísealegum óheijinda- vaðli, sem samvizkuíausir hræsnarar ailra alda hafa þyrl- nð upp til hess eins að villa á sér heimildir. — B.G.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.