Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. janúar 1952 þlÓf»VIUlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Gefil Stefáni dýrðina! Áramótagrein hins konunglega lelðtóga stjórnarand stöSunnar, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fjalíar að meg inefni til um sósíalista, og eftir mikirm fúkyrðaaustur kemist lsiðtoginn svo að orði: „En á þessi atriði er einnig drepið hér við áramót fyrir þær sakir, að það örlar stundum á því hjá einstaka jstjórnmálamönnum borgaraflokkanná, að hugsanlegt gæti verið aö þiggja lið kommúnista. Það ér hættuleg- asta fyrirbærið meðal íslenzkra lýffræðisflokka."" Þetta er boðskapur A.B.-flokksms til atvinnuleysingj- anna, húsnæðisleysingjanna, þeirra sem búa við öryggis- leysi og iskort: neyð þeirra er hégómi hjá hinu að enn crlar á því að menn vilji hafa samvinnu við sósíalista. Þaö er lang hættulegasta fyrirbærið í þjóðmálum ís- Jands. Ummæli leiðtogans um ríkisstjórnina eru í fullu sam- ræmi við þstta mat. Hann skrifar sérstakan kafla um ,.hið góða" í fari stjórnarflokkanna og sá kafli er heill xlálkur. Næsti kafli fjallar svo um það sem „er ekki gott", Og það er aðeins fjórðungur úr dálki. En „hættulegasta fyrirbæriö" er þá raunar ekki taliö með. „Hið góða" í favi stjórnarinnar er að mati Stefáns Jó- hanns meginundirstaðan að stefnu hennar: utanríkis- málin, marsjallstefnan, og allar afleiöingar hennar, en sem kunnugt er eru það þau atriði sem fyrst og fremst móta nú landsmálin öll. Og Stefán leggur sérstaka á- herzlu á það að þessi „góða" stefna sé svo tsem engin ný- ung hjá núverandi stjórn, heldur arfur sem hann hafi eftirlátið henni: „Utanríkisstefnan er hin sama og mörkuð var af sam- steypustjórn þeirri sem formaður Alþýðuflokksins hafði íorsæti í (þ.e. ég sjálfur Stefán Jóhann Stefánsson); enda gegnir sami maður nú embætti utanríkisráðherra og í þeirri stjórn. í tíð hennar var og ákveðin aðild að Marshallaðstoðinni og Atlanzhafsbandalaginu. Hér er jþví ekki um nýja stefnu að ræða, heidur framhald áður rnarkaðrar stefnu ... Hinn stóraukni innflutningur á eingöngu rót sína að rekja til Marshallaðstoðarinnar... Það var samsteypustjórnin, undir forsæti formanns Al- þýðuflokksins (þ.e. mín sjálfs Stéfáns Jóhanns Stefáns- sonar) sem öllu þessu' hefur til leiðar komið. . .. Þar hvarf su dýrg núverandi ríkisstjórnar. Það góða, sem hún héfur gert, er nefnilega ekki nýtt." Þannig lýsir forustumaður „stjórnarandstöðuflokks" yfir því að eini gallinn á stjórninni sé raunverulega sá að hún viöurkenni ekki sem skyldi forustuhlutverk Stefáns Jóhanns- Stefánssonar og „dýrð". Og aldreí þessu vant fer forustumaður A.B.-flokksins með algerlega rétt mál. Stefna núverandi stjórnar er beint og rökrétt áframhald af stefnu fyrstu stjórnar Al- þýðuflokksins: Þegar stjórn Stefáns Jóhanns gerði marsjallsamnmg- inn skuldbatt hún sig einnig til þeirrar stórfelldu geng- islækkunar sem mest hefur skert lífskjör almennings. Þegar stjórn Stefáns Jóhanns gerði marsjallsamning- inn skuldbatt hún sig til þeirrar fjármálastefnu sem birt- ist almenningi í sívaxandi sköttum, tollum og álögum, sem nú eru að sliga flest alþýðuheimili. Þegar stjórn Stefáns Jóhanns gerði marsjallsamning- inn skuldbatt hún sig til þeirrar lánsfjárstefnu sem hef- ur verkaö á þjóðfélagskerfzð eins og blóðmissir á manns- líkamann. . Þegar stjórn Stefáns Jóhanns gerði marsjallsamning inn skuldbatt hún sig til að koma á því „jafnvægi" sem bírtist í óhindruðu okri heildsalastéttarinnar og skipu- lögðum atvinnuskorti. Þannig má taka einn liðinn af öðrum, þræðirnir liggja allir til fyrstu stjórnar AB-flokksins. Og þaö er von að Stefáni sárni að fá ekki að njóta „dýröarinnar". Að mati Stefáns Jóhanns er tvennt sem amar að í ís- lenzku^þjóðlífi. Annað er „hættulegasta fyrirbæriö", að til skuíi vera menn sem vilja vinna með sósíalistum að málefnum íslenzkrar alþýðu. Hitt er að hann skuli ek-ki fá aú5 njéta ,4ýrðarinnar" a£ stefnu núvecandi stjórnar, paJS etwlmméaiT é&flokksins um þessi áramófc. Þjóðerni tónlistar- maiina. Lesandi Bæjarpóstsins hringdi til hans í gær og kva'ðst vilja leiðrétta villu eða misskilning sem komið hefði fram í bréfi „Ungrar konu" er birtist hér í gær. 1 bréfinu er spurt hvað valdi því að enginn íslenzkur tónlistarmaður stjórni Sinfóníu- hljómsveitinni. — Lesandinn kvað þessa spurningu vera gjörsamlega út í hött, þar sem tveir íslenzkir þegnar stjórn- uðu hljómsveitinni nú þegar, þeir Róbert A. Ottósson og dr. Victor Urbancic. Bæjarpóstur- inn felst samstundis á þetta sjónarmið „lesandans". Þéssir menn báðir eru að vísu fæddir og uppaldir í útlöndum, en þeir hafa unnið mikinn hluta starfs- dags síns hér á landi, báðir unnið stórfelld og þýðingar- mikil afrek í íslenzkum menn- ingarmálum, og hafa báðir hlotið íslenzkan ríkisborgara- rétt. Bæjarpósturinn hefur enga löngun til að skipta mönnum í útlendinga og inn- lendinga, því hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að ein- hvern veginn séum við öll* ein og sama þjóðin, hvar sem við búum á hnettinum. Og hann vill verða síðastur manna til þess að setja eitthvert útlent vörumerki á menn sem leggja fram alla sína hæfileika í menningarbaráttu okkar — jafnvel þó þeir séu ekki aldir upp við sömu fjöll eða fljót og við. Það er allt i lagi með þjóðernismálin í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Myndir fornra meistarft. „Það er haft eftir Guðmundi dúllara, að hann hafi sagt: Mikið skáld er Símon Dala- skáld. — Eins fór fyrir mér, þegar ég hafði skoðað sýning- una í Iþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu. Miklir meistarar hafa þessir gömlu málarar verið. Allir hljóta að hafa gaman af því að skoða þsssi snilldarlegu málverk. Fyrsta myndin s'em vekur athygli mína er til vinstri handar, þegar gengið er inn í salinn. Hún heitir1: Upp- skeruvinna —, eftir norskan málara E. Normann, 1848— 1918. I framsýn er norsk blómarós, sem ber öll einkenni þjóðar sinnar, en í baksýn tröllsleg f jöll og jöklar. — Þá er mynd nr. 35 (Grátur). Tára- perlurnar i augunum eru svo eðlilegar, að manni virðist þær vera að hrapa niður kinnarnar. Það er sál grátsins. — Þarna er mynd eftir málara, .sem var uppi frá 1589—1624: Danin- cio. Myndin heitir: Díana og Endymion, ákaflega litasterk og dramatísk. — Og svo kem- ur húh Judith, ógleymanleg raynd. Ég varð jafnvel smeyk- ur, mér sýndist hún renna til augunum. — • Allt lífi þrungið. Næsta mynd heitir: Snyrt- ing. Þar sýndist mér . standa lifandi kvenmaður. Og í allri minni hrifningu var ég nærri kominn að því að heilsa henni með kossi, að góðum og göml- um íslenzkum sveitasið, en til allrar hamingju heyrði ég eitt- hvert þrusk fyrir aftan mig, svo mér var þegar ljóst, hvar ég var staddur og áttaði mig því í tíma. — Myndin:. Lax- arnir er svo mUtið snilldarverk, að ég hef engin orð itíl ^ess að Jýsa feennMBlíeftrígðí"nreistttrs-' ins voru dregin þarna með slíkri nákvæmni að maður gat staðið og horft frá sér num- inn yfir slíkri töfralist. — Og svo er það þá nr. 13: Blóm og ávextir. — Ég var þegar farinn að rétta út höndina, í minni einfeldni, til þegs að ná í eitthvað af þessum girnilegu og lifandi ávöxtum, sem héngu þarna á greinunum, þegar mér varð það ljóst, að hér var um málverk að ræða. Opinberun í þagnargildi. Ég skammaðist mín þegar, ég fór allur hjá mér, því rétt hjá mér stóðu málarar og mál- arameistarar. Þeir hafa senni- lega hugsað sem svo, að sæmi- lega væri þessi vitlaus. — Það er hreinasta opinberun að skoða svona sýningu, eitthvað hli'ðstætt því að lesa perlurnar í heimsbókmenntunum. En hvernig stendur á því, að svona hljótt hefur verið úm sýningu þessa. Eins . merkileg og hún þó er Lítið skrifað um hana af leikmönnum og því síður af fagmönnum- í listinni. Er þáð ekki einmitt köllun málaranna að kynna og túlka þarna mál- aralist fyrir fólkinu, eins og það er rithöfundanna að kynna fornar bókmenntir? Fornbók- menntir okkar, íslendingasög- urnar, eru taldar sígild lista- verk. Og mér hefur dottið í hug í allri minni fáfræði um list, að þessi málVerk, minnsta kosti sum þsirra, séu sígild listaverk. — En sé svo ekki, þá vonast ég eftir, að þeir sem betur skilja, láti til sín heyra. Jóhannes frá Köstum". Bikisskip Hekia er væntanleg til Rvík- ur í nótt eða morgun. Esja er i ÁJaborg. Herðubreið fór frá Rvík í gærkvöld til Breiðafjarðarhafna. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á Sauðárkrók. Ármann fór frá Rvík i g-ærkvöld til Vestmanna- eýja. Flugfélag lslands 1. dag ef 'ráðgert að fijúga til Akureyrar, Vestm.eyja, Blöndu- óss, Sauðárkróks og Isafjarðar. A morgun eru áætlaðar flugferð- ir til Akureyrar og Vestmannal- eyja. Gullfaxi kom til Reykjavík- ur í gær frá Prestvík og Khöfn. Loftleiðir h.f. I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Isafjarðar og Vest- mannaeyja. Á morgun verður flog- "ið til Vestmannaeyja. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlof- un sína ungfrú María Guðmunds- dóttir, Ásvallagötu 23 Reykjavík, og Davíð Erlendsson, Lækjargötu 18 Hafnarfirði. Á gamlárskvöld opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Petra Þórlinds- dóttir frá Fáskrúðsfirði og Irig- ólfúr Jónsson loftskeytamaður, Skúlagötu 54, Reykjavík. 1 dag verða gefin saman í | hjónaband ung- frú Erna Egils- dóttir, Drápu- hlíð 3, og Ein- ar Guðbrandsson, Bergþórugötu 15a. Heimili ungu hjónanna verð- ur að Gréttisgötu 20tr. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni ungfrú Sigrún Jóhannesdótt- ir og Snorri sturiuson, rafvirki. Heimili ungu hjónanna verður að Engihlíð 7. Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 12.50 Öskalög sjúk- linga (Björn R. Einarsson.). 18.00 Útvarpssaga barn- anna: „Hjalti kemur heim" (Ste- fán Jónsson rithöfundur) X. 18.30 Dönskukennsla; II. fl. 19.00 Ensku kennsla; I. fl. 20.20 Leikrit Þjóð- leikhússins: „Lénharður fógeti" eftir Einar H. Kvaran. Leikstjóri: Ævar Kvaran. Leikendur: Ævar Kvaran, Jón Aðils, Þóra Borg, Valur Gíslason, Elín Ingvarsdótt- ir, Gestur Pálsson, Róbert Arn- finnsson, Klemenz Jónsson, Yngvi Thorkelsson, Karl Sigurðsson, Valdimar Lárusgon, Gerður Hjör- leifsdóttir, Arndís Björnsdóttir bg- Lúðvík Hjaltason. 22.15 Dárislög (pl.) til 24.00. Messur á morgun. r ,. ^a)|| Dómkirkjan. Mess- !'! ' að kl. 11 f. 'h. Sr. Óskar J. Þorláks^ son. — Laugarnes- kirkja, Barnaguðs- þjónusta kl. 10.15 f. h. Sr. Garðar Svavarsson. Eng- in síðdegismessa. — Fríklrkjan. Messað kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorsteinn Björnsson. — HaJIgrímskirkja. Messa kl. 11 f. h. Ræðuefni: Vitringarnir.. Sr. Jakob Jónsson. Kl. 1.30 Barna- guðsþjónusta. Sr. Jakob Jónsson. KI. 5 e. h. Messa. Sr. Sigurjón Þ. Árnason. Rafmagnstakmörkunin i clag: Kl. 10.45—12.15. Nágrenni Rvík- ur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu f rá Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að -Hlíð- arfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugar- nesið að Sundlaugarvegi, Laugar- . nes, meðfram Kleppsvegi, Mosfells sveit og Kjalarnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. SKÁLKURINN FRA BÚ Gegnum rimlaglúggann sá í mjóa rák af himni, stjörnurnar blikuðu dauflega, mild- ur morgunblær straukst léttur og. rakur um laufið ___ .... í gluggakarminum hófu kátn.r turtil- dúfur aöHurra óg sléttarfjaSrir sínar.' : Og Hodsja Nasreddin kysí una þar sem hún la í mók: — Ég verð r^að fara. Lifðu ] lega stúlkan imín.> Gleymdu — Hinkraðu -vMj'. .sasði nún Jega imadieegi uat háls 'Jfói

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.