Þjóðviljinn - 28.11.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1952, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 28. nóvember 1952 luóiiyiyiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssön. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nagrenni; kr. 18 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. •u „Efnaltagssamvinna1 Þegar íslendingar gerðust aöilar aö marsjallkerfinu var það fyrst og fremst rökstutt af stjórnarvöldunum með þyí að þannig yrði komið á mikilvægri og ástríkri efnahagssamvinnu vestrænna. þjóða og íslendingum yrðu tryggðir markaðir og góð kjör meðal vina sinna. Þetta var einnig eina röksemdin sem frambærileg var og eina réítlæting þess að íslendingar tækju í mál að koma ná- . lægt þessu kerfi, og var það mjög ýtarlega rakið af Einari 'Olgeirssyni þegar marsjallsamningurinn var rædd- ur á þingi í upphafi. Hins vegar kom fijót't í ijós að allar frásagnirnar um efnahagssamvinnu voru orða- . gjálfrið eitt, og það reyndist þvert á móti eitt af mark- . miðum marsjallkerfisins að eyðileggja möguleika íslend- inga í Vestur-Evrópu. Einn sérfræðingur marsjallstefn- unnar var meira að segja svo hreinskilinn að lýsa því yfir að eftir nokkur ár „hefði framlag íslendinga litla . þýðingu" á fiskimarkaði Vesturevrópu, og er það nú komið á daginn. Enda hafa Bretar og Ðandaríkjamenn lagt á það ýtrasta kapp að gera út sem stærstan þýzkan ránsflota á íslandsmið ag veita Vesturþjóðverjum öll bugsanleg forréttindi framyfir íslendinga. En viö þetta hefur ekki verið látið sitja. Nýjasta dæmið um „efnahagssamvinnuna" er löndunarbann þaö á íslénzkan togarafisk sem skipulagt er af Uniliver- hringnum í samstarfi við brezk stjórnarvöld. í annarri grein marsjallsamningins, 1. d., skuldbinda öll þátttöku- ríkin, þar á meðal Bretland sig til „að hafa samvinmi við önnur þátttökuríki utn að auðvelda og efla vaxandS skipti á vörum og þjónustu milli þátttökuríkjanna og við önnur ríki og að draga úr hömlum af hálfu einstaklinga og þess opinbera 4 í viðskiptum njfiilli ríkjanna og gagnvart öðrum ríkj- um". Þetta er sem sé samningsbundin skuldbinding, ein forsenda „efnahagssamvinnunnar", og er nú eins þver- brotin af Bretum og nokkur kostur er. Ef allt væri með felldu hefði því "mátt væntá þess að yfirstjörn marsjallstefnunnar tæki rösklega í taumana þegar hinar fögru skuldbindingar samningsins eru fótumtroðnar á ja-fh blygðunarlausan hátt og dæmin sanna. En þaðan heyrist ekki hljóð úr horni, enda mála sannast að ef sú stofnun léti til sín taka yrðu viðbrögð hennar eflaust þau að styrkja Breta sem mest og veita þeim lán og gjafir til að bæta upp þann þorsk sem kann að leynast innan nýju landhelgislínuhnar. En það er nauðsynlegt að íslendingar geri sér ijóst eðli hinnar margrómuðu „efnahagssamvinnu" og hætti að vænta þaðan einhvers trausts. Enda eiga íslendingar mest traust hjá sjálfum sér í deilunni við brezka heims- veldið. Ef það tekst að skapa nægilega öflug samtök til að hindra allan innflutning á brezkum vörum til íslands, er það miklu meira tap fyrir Breta en þorskur sá sem þeir sakna af fiskimiðum íslendinga. Verði öllum brezkum togurum neitað um aðra fyrirgreiðslu en þá sem skyldugt er að láta í té samkvæmt alþjóðalögum yrði mjög torvelt og kostnaðarsamt fyrir brczka út- gerðarauðvaldiö að stunöa áfram veiðar á miöum krijig- um landið. Hér í blaðinu hefur margsinnis verið lögð rík áherzla á þessar ráðstafanir, og þær hafa hlotið fyllsta stuðning almennings. Ýms samtök hafa þegar lýst yfir vilja sín- um til að taka þátt í þessu samstarfi. — en frá stjórn- arvöldunum heyrist ekki orð um jafn sjálfsögð svör við brezku ofbeldi, aðeins almennar yfirlýsingar sem kunnar eru að versta haldleysi af sárri reynslu. Þess vegna verðr ur þjóðjn sjálf að treysta sem bez,t samstöðu sína og ganga það tryggilega frá öllum hnútum að mpistaður íslands verðj ekki svikínn í pessu máh\ Vígahnettir og íljúgandi diskar — Fleiri barna- leikvelli — ísa og kvenhylli ÞAÐ HEFUR orðið hjótt um „fljúgandi diska" í borgara- blöðunum síðan þeir marsbú- ar Morgunblaðsins tóku að leggja leið sína til íslands. Nú er bara talað um víga- hnetti, sem haifa verið það vel þekktir á Islandi að orðið yfir þá er æði gamalt. Ælsifregn- irnar um undirskálar þessar eru gott dæmium móðursjúk- an fréttaflutning hinnar vest- rænu. pressu og heimildir ís- lenzku hægri blaðanna. EJan er sá háttur á með mörgum Islendingum að vitleysan þyk- ir trúleg ef hún kemur utan úr heimi enda gjarnan vitn- að í merka vísindamenn og fyrirmenti, sem enginn hefur þó heyrt getið, til þess að gera ^rosaf réttir sennilegri. En lesendur Morgunblaðsins eru þó ekki orðnir brjálaðri en svo . að þeir missa áhugaan jafnskjótt pg efniviðurinn í fréttir af marsdraugum eða rússneskum leynivopnum fara um túngarðinn. HCSMÓÐIR hefur fært í tal við Bæjarpóstinn hve tilfinn- anlega vanti barnaleikvöll í Vesturbæinn. Býr hún við Garðarstræti og eins og vitað er verður að sækja leikvöll alla leið upp að Hringbraut og börnum er það frágangs- sök. Þeir sem búa við fjöl- farnar götur eru sem voner í stöðugum ótta út af börn- um sínum sem hafa ekki ann- að en þessar götur að leik- velli. Börnin eru meiri auð- æfi en þorskur og þau má ekki afrækja. Allt kapp þarf að leggja á að búa sem bezt að þeim og vinda bráðan bug að því að fjölga leikvöllum, þar sem þau geta verið ör- ugg við leiki. FISKSALAR eru heldur léttari á brúnina en endranær þessa dagana. Það fæst stundum ýsa sem er orðin gullsígildi með Reykvíkingum á borð við lax. Og vinkonurnar eru aftur farnar að segja „elsku Pétur minn", að minnsta kosti þangað til þær komast að raun um að engin ung feit ýsa leynist undir'borðinu. Að morgni dags eru fisksalar þeir menn sem njóta <hvað mestrar kvenhylli, — þegar vel veiðist, og senn mun ástin ná hámarki því að bráðum fáum við hrogn, lifur og kút- maga. FRÆNDI skrifar: Heill og sæll frændi. Nú á dögunum kom til mín maður og hafði all- langa viðdvöl. Fór hann að lésa Morffunbl. oe svo Þjóð- viljann. Að loknum lestrinum spyr ég: Við hvorn þeirra líkar þér betur? Hann svar- aði samstundis: Mogginn breiðir ofaná allar frillur sínar. Þjóðviljinn svo þrífur fr4 þessar dulur fínar. Þó að dökkt sé þar að sjá. þraukar eðlishvötin. Heldur vil ég horfa á holdið sjáiít, en fötin. Mér þótti vel svara'ð og tel vísurnar prenthæfar þar sem þetta er aðeins einn maður sem segir fyrir sig en ekki aðra. Ég býst þó varla. við að. Moggi vilji birta þær. Eg er nefnilega ekkert, sem tal- izt getur, skyldur Halldóri á Kirkjubóli. Sný ég mér því til þín, Bæjarpóstur góður. Með fyrirfram þökk fyrir góða fyrirgreiðslu. — Frændi. * Um EÆKUR og annaB * Eiuard, Maurras, Croce, Hedin, — allir nýlátnir. Paul KJuard F, ÍÓRIB menn, sem skilið hafa eftir sig spor á rítvellinum, eru nýlátnir, einn sænskur, tveir franskir og fjórði ítalskur. Það eru þeir Sven Hedin, Benedetto Croce, Charles Maurras og Paul Eluard. Mjög voru þeir ólíkir, maður gæti freistazt til að segja að þeir hafi átt það eitt sameiginlegt, að dauða þeirra bar að um svipað leyti. Þeir fyrsttöldu voru allir orðnir gamir menn, komnir á ní- ræðisaldur, Eluard var á sextugs- aldri. ast erfitt að finna eftirmanninn, í Svíþjóð virðast vera svo margir sem til greina gætu komið. OTBNEÐETTO Croce rit- aði um dagana á sjöunda tug bóka um sögu, listir og heim- speki. Hann var fulltrúi toorgara- legrar hámenningar, frjálslyndis og mannúðar, — þó kaus hann að búa við fasismann; lifði alla stjórnartíð Mússólínis á Italíu og fékk að vera óáreittur. Hann var ljóst dæmi um það, hve lítils menntun, mannúð og frjálslyndi mega sín, ef þessir mannkostir eru' ekki notaðir í. þjónustu þess þjóðfélagsafls, sem ber framtíðina í skauti sínu. Rússneska stúikan í sögr Nordahls Griegs „Vor oim alla veröld" hefði kallað hann gúmanista. ANNAB þeirrar franskra rithöfunda sem nú eru nýlátnir, Charles Maurras, svipaði um sumt til Hedins. Báðir gengu þeir á hönd nazismanum, Maurras var hvatamaður og leiðtogi fasista- samtakanna frönsku „Actjon. Francaise", og eftir stríðið var hann dæmdur fyrir þjóðsvik. Hann átti einn hvassasta penna Prakklands og beitti honum ó- spart i þágu þess glæpalýðs, sem um stund lá við að hefði stöðvað framþróun mannsins. !>, Aö tíðkast í Frakklandi að rithöfundar skrifi undir öðr- um nöfnum en þeim voru gefin í skirninni. Paul Eliiard hét réttu nafni Eugene Grindel. Hann var eitt ástsælasta ljóðskáld Frakka. Fæddur 1895, gaf út fyrstu ljóða- bók sina 26 ára að aldrii Þá var fyrri :h.ein^sstyrJQldinni. nýjokið, — hann var af þeirri kynslóð^ sem sagt hefur verið um að hún hafi hrasað þegar hún" lagði af stað útí lífið. Eluard varð súrrea,listi, éinsog Aragon, einsog Tristan Tzara, — og einsog þeir fann hann lausn á fánýtisgrufli súrre- alismans í baráttunni gegn mann- hatri fasismans, á stríðs- og her- námsárum tók hann sér stöðu í forystusveit þjóðar sinnar og þar var hann að finna alia tíð síðan. rAB þykir ekki hlíða að tala illa um 'fólk, sem er dá;ð — „de mortuis" etc. —, og þvi skal það eitt sagt um Hodin, afi þegar hann var á bezta aldri. ferð^ aðist hann ian ökunna stigu í Asiu og skrifaði hann um þau ferðaiög merkar og skemmtileg ar bækur. — Hann gat séi' mikið órð fyrir vísindamennsku og við dauða hans losnar sæti í saensku akademíunni. Ekki skal getum að því leitt, hvaða mann gamalmennin sautján sem eftir- e.ru teija nógu aftur- haldssaman til að taka sæti hans^ — s»n»Bét sagaa. raun- peinV veit- -Er vatnsberinn hafði fengið sinn pening hvarf hann í myrkrið, en hundrað. skrefr um framar msétti hann þeim enn. Okrar- inn. b.'iknaði: Hússéin Hjislía, sagði hann •auiaingjaiega, þetta er alltaf sami mað- urinn. Þú gbfur hverjum einasta rn; mætir sinn gul'pening, sagði rcddjn strangnr. Gkrarinn Of sína, fleygði peningnum tH va stundi hátt í kýrrðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.