Þjóðviljinn - 08.02.1953, Side 1
Sunnudagur 8. febrúar 1953 — 18. árgangur — 32. tölublað
Jamenn á KefBavikurflugvelli fá margfalt
r sömu sförf og IsSendingar vinna
Voru islenzkir sfarfsmenn hersins rœndir 500.000 kr. af
kaupi sinu siSast liSið ár?
Á Keflavíkurflugvelli vinna hlið við hlið beint á vegum hers-
ins íslenzkir menn og bandarískir við sömu störf. Islendingarn-
ir fá 3000 til 4000 kr.. á mánuði fyrir 8 tima vinnu á dag. Þeir
Bandaríbjamanna sem lægst laun fá hafa hinsvegar 5000 kr. á
mánuði, en flestir hafa langtum meira, allt upp í 12.000 kr.
Auk þessa er sífellt reynt að brjóta á Islendingunum samn-
inga, og hafa Bandaríkjamenn liælt sér af því að hafa rænt um
hálfri milljón króna af íslendingum á síðasta ári með of lágum
kaupgreiðslum. Er talið að sú upphæð liafi runnið til háttsettra
bandariskra starfsmanna á vellinuin og mun það mál nú vera
í rannsókn.
KAUPA TOLLSMYGLAÐAR
VÖRUR
Auk þess sem íslendingar fá
aðeins brot af því kaupi sem
hei'raþjóðinni er greitt, njóta
Bandaríkjamenn þeirra fríðinda
að fá að kaupa tollsmyglaðar og
skattsviknar vörur í verzlun sinni
á vellinum. Eru þar allar vörur
miklu ódýrari en í íslenzkum
verzlunum. T. d. kostar 20 blaða
pakki af Gillette-rakblöðum 8 kr ,
en 10 rakblöð sömu gerðar kosta
hér 11 kr., svo að lítið dæmi sé
nefnt. Verðmunurinn á öðrum
varningi er hliðstæður. íslending-
um er hins vegar algerlega bann-
að að njóta þessara miklu fríð-
inda( þau eru aðeins ætluð herra-
þjóðinni.
ENGINN KAFFITÍMI
Vinnutími íslendinganna hjá
hernum er frá kl. 8 á morgnana
til kl. 5,30 á kvöldin. Einrr tími
fer úr í mat, — enginn kaffitími
er veittur! Er það að sjálfsögðu
algeft brot á íslenzkum vinnu-
reglum, en þau eru fleiri. Er yfir-
leitt ekki tekið neitt tillit til óska
íslendinganna á vellinum. Sem
dæmi má nefna að bílar þeir sem
flytja starfsmennina til Keflavík-
ur að loknum vinnutíma eru nú
hættir að miða brottför sína við
þann tíma þegar vinnu er lokið,
og verða íslendingar oft að bíða
lengi eftir bílferð. Kvörtunum um
þetta hefur ekki verið sinnt.
PASSAR í SKYRTUNNI
Eins og áður hefur verið rakið
hér í blaðinu verða menn að fylla
út mikið njósnaskjal áður en þeir
fá vinnu og þeir verða að ganga
með passa í Skyrtu sinni og sýna
hann, hvena^r sem þeir fara um
hliðið. Á passanum er mynd starfs
mannsins, aldur, hæð, þungi, hára
litur, augnalitur, starfsheiti, gild-
istími og undirskrift bandarísks
lögreglufulltrúa. íslendingarnir
hafa hvíta passa, en Bandaríkja-
menn ýmist bláa eða rauða. —
Rauðu passarnir gilda um allan
völlinn, en þeir bláu aðeins utan
bannsvæðisins.
ALLIR ANDSTÆÐIR
HERNÁMINU
Aðbúð íslendinga á vellinum er
mjög erfið, og vistarverurnar sem
þeir búa í margar hverjar hinar
herfilegustu, eins og rakið hefur
verið áður. Er okrað gegndarlaust
á mönnum, algengt að þeir verði
að borga 200—250 kr. á mánuði
fyrir að sofa í rúmi í litlu her-
bergi með fjölmörgum öðrum. í
allri sambúð á vellinum eru herra
þjóðarmennirnir ósparir á að sýna
hug sinn til þeirra innbornu, og
njósnir eru skipulagðar um sam-
tök þeirra innbyrðis, svo að ekki
sé minnzt á tilraunir til samtaka.
Enda er það mál manna, áð allir
íslendingar á vellinum séu and-
stæðingar hernámsins hverjar
sem stjórnmálaskoðanir þeirra
eru að öðru leyti.
80.000 Hollendingar hafa
hrakizt heiman frá sér
Sandpokum vaipað úr flugvélum á varnargarða
Stjórnendur björgunarstarfseminnar eftir flóðin miklu
í Hollandi vonast til að búið verði að dæla sjó af öllu
flasddu landi með vorinu..
Sandpokum er varpað niður
úr flugvélum til þúsunda
manna; sem vinna að því að
fylla skörðin, sem sjórinn braut
í vamargarðana á hollenzku
eyjunum og í strandhéruðunum.
Þjóðarsorg í dag.
I dag er þjóðarsorg í Hol-
landi vegna þeirra, sem
drukknuðu í flóðinu. I gær
höfðu fundizt 1375 lík. .
Ekki er nákvæmlega vitað,
hve margir hafa hrakizt frá
heimilum sínum, en gizkað er
á að það séu um 80.000 manns.
Vonazt er til að brottflutningi
fólks af flóðasvæðinu verði al-
gerlega lokið á þriðjudaginn.
Þá fyrst getur starfið að við-
gerð varnargarðanna hafizt
fyrir alvöm.
Byggingaáætl'urt Breta úr
skorðum.
Ein afleiðing flóðanna í Eng-
landi er að áætlun ríkisstjóm-
Framhald á 12. síðu.
Ándspænis byssusfingnum.
Þessi mynd var tekin klukkan
hálfþrjú um nóttu í brezku
Austur-Afríkunýlendunni Kenya. Byssuskefti hafa harnrað á dyr
svertingjakofa. Þegar ung svertingjakona kemur til dyra stendur
hún andspænis byssusting hermanns, verið er að smala íbúum heils
byggðarlags í fangabúðir. Brezkir blaðamenn í Kenya hafa farið
hörðum orðum um hrottalega meðferð hers og lögreglu á svertingj-
um. í gær skipaði Kenyastjórn lögrreglumönnum á sérsvæði Kíkújú-
þjóðfIokksins að skjótá hvern þann svertingja, sem ekki næmi stað-
ar við fyrstu fyrirskipun.
íhúð brennnr. — Sjómanns-
fjölskylda nifsslr íuhIbbí sitt
Laust fjrir M. 11 í gærmorgun kom upp eldur í litlu timb-
itrhúsi í Bræðratungu við Holtaveg. Gereyðilagðist nyrðri liluti
hússins, þar sem hjónin Esther Jónsdóttir og Ágúst Arason
bjuggu með ungu barni sínu.
í Bræðratungu eru tvö timbur-
hús, annað klætt járni, hitt as-
besti. Standa húsin fast saman.
Það var í vestara húsinu sem
kviknaði, og stóð vindur af hinu
húsinu þannig að það sakaði ekki.
í norðurhluta hússins sem brann
bjuggu hjónin Ágúst Arason og
Esther Jónsdóttir með barni sínu
tveggja ái'a gömlu, í einu her-
bergi. í hinni íbúð hússins býr
Sverrir Meyvantsson og fjöl-
skylda hans. Ágúst er sjómaður,
og er staddur á hafi úti. Esther
hafði .skroppið í bæinn fyrir há-
degið, og fengið dóttur Sverris til
að gæta barns síns. Eldur var í
kolavél í eldhúsi, og vissu börnin
ekki fyrri til en eldur er kominn
upp í húsinu, og lokaði hann þeg-
ar útgöngudyrum barnanna. Tók
litla stúlkan það ráð að brjóta
rúður á stofuglugganum, og
Fyrsta skipið, sem komizt
hefur með olíu frá Iran, síðan
olíudeilan við Breía hófst, fór í
gær ura Súesskurðinn. Slcipið er
ítalskt. Ekkert hefur verið lát-
ið upp um áfangastað þess.
komst hún þar út með barnið,
enda kom fólk á vettvang er það
heyrði köllin. Skarst stúlkan
nokkuð á höndum á rúðubrotun-
um.
Slökkviliðið var kallað á vett-
vang, og kom það fljótlega á
staðinn. En því varð þó ekki forð-
að að íbúð þeirra Ágústs brynni
til ösku og þar með innbú þeirra
allt. Þá brunnu einnig göt á veggi
milli þessarar íbúðar og þeirrar
er fjölskylda Sverris býr í, og má
íbúðin heita ónýt þar til takast
kann að gera við hana..
Eldurinn kviknaði út frá kola
vélinni, og hefur hér orðið mikið
tjón fátæku fólki um miðjan vet-
ur.
Æ.F.R.
KL. 16.30 í dag; verður föndur-
hópurinn að Hjallavegi 29. —
Farið úr við SvalbarðT
Fræðslunefnd Æ.F.R.
Urslitakostír !
óviturlegir
Brezka stórblaðið Manchest-
er Guardian ræðir í gær úr-
slitakosti Dulles, utanríkisráð-
herra iBandaríkjanna, til A-
bandalagsríkjanna í Vestur-
Evrópu. Hafði Dulles hótgð því
að allri dollaraaðstoð yrði hætt
ef ekki væri orðið tryggt í
aprílbyrjun að samningarnir
um stofnun Vestur-Evrópuhers
yrðu staðfestir.
Manchester Guardian segir
um þetta, að ekki sé viturlegt
að hafa í frammi slíkar hótan-
ir. Aðstæðurnar í Vestur-
Evrópu geti breytzt svo á
næstu mánuðum að Evrópu-
hershugmyndin verði ófram-
kvæmanleg í sinni núverandi
mynd.
Húsmœðrutn
ber erlef
Nefnd, sem norska stjórnin
skipaði til að kynna sér þörf-
ina fyrir og möguleikana á ár-
legu orlofi húsmæðrum til
handa hefur nú skilað áliti.
Segir þar að ekki sé áhorfs-
mál að húsmæðrum verði að
tryggja orlof eins og öðru
vinnandi fólki.
25 stiga frosí
i Danmörku
I Danmörku eru þessa dag-
ana mestu kuldar á löngu ára-
bili. Á stöku stað hefur frost-
ið komizt upp í 20 til 25 stig
og spáð er að enn eigi eftir að
ikolna. í»brjótar eru teknir til
starfa á siglingaleiðum um
dönsku sundin.
Stalín ræðir við
sendiherra Argentínu
Skýrt var frá því í Moskva
í gær, að sendiherra Argentínu
þar hefði gengið á fund Stalíns
forsætisráðherra og rætt við
hann. Vishinski utanríkisráð-
herra var í fylgd með sendi-
herranum. .
35 áskrifendur
fvo fyrsfu dagana
Fyrstu tvo dagana sem Þjóð-
viljinn liefur verið 12 síður
hafa lionum bætzt 35 nýir á-
skrifendur. Áskrifendasöfnun
er hins vegar ekki hafin enn;
allir þessir nýju menn hafa
tejálfir haft frumkvæði að því
að panta blaðið. — Áskriftar-
síininn er 7500. _
V.
Góð giöf til Þióðviiians
í fyrradag — daginn sem blað-
ið stækkaði var Þjóðviljanum
færð myndarleg gjöf. Stuðnings-
menn blaðsins á Reykjalundi hafa
gert lágborð, haglegan og vand-
aðan grip, og var Þjóðviljanum
fært það í fyrradag. Er til þess
ætlazt að því verði komið í verð
til ágóða fyrir stækkunarsjóðinn.
Þjóðviljinn þakkar þessa ágætu
gjöf og þann góða hug sem henni
fylgir.