Þjóðviljinn - 13.02.1953, Síða 7
Föstudagur 13. febrúar 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (7
Úr lífi alþýðuim&r
Trollvnkt
um Áramót
HÉB keniur fyrsta verölauna-
greinin- Úr lífi alþýöunnar, en
fimm aðrar hafa borizt ogr
koma þær áfram til álita í
hvert sinn sem grein er valin.
HÖFUNDUBINN Þorvaldur
Steinason er fæddur 1907 að
Narfastöðum í Borgarfirði og
ólst þar upp. Hefur á fuilorð-
insárum dvalið áðallega í Borg-
arfirði, nú undanfarið á Akra-
nesi. Var nokkur ár í Hvera-
gerði og Beykjavík. Vann
sveitavinnu fyrri hluta ævlnn-
ar en verið við sjó um fimmtán
ára skeið. Hefur skrifað grein-
ar í Þjóðviljann og Dögmi
(Akranesi).
Eftir
Þorvald
Steinason
„Ræs!“
Eg glaðvaknaðr við kall-
ið, klukkan er sex á gaml-
árskvöld 1952. Eg sef í
stjórnborðsklefa niðri, sem
hefur fengið nafnið Veðra-
mót, ásamt fjórum félög
um mínum á vakt annars
stýrimanns. í bakborðs-
klefa niðri, Villingaholti,
búa tveir af vaktinni. í
fremsta klefa niðn, Vælu-
gerði, búa aðrir tveir, en i
'Klefanum' uppi, Vindhenn-
um, eí enginn af rmnni
vakt.
Við klæðum okkur í flýti,
þv: eftir hálftímia eigum við
að vera mættir til vinnu.
Aftur í borðsal ibíður okkar
síðasta máltíð ársins, hangi-
kjöt, svið og fleira góðgæti
því Kiddi kokkur kann vei
að búa til góðan miat.
• Það var ys við borðið í
matsalnum, glamur í hníf-
um, göfflum og skeiðum
Hávært samtal og köll til
Inga annars kokks sem var
á sífelldúm þönum milli
borðsals og eldhúss eða
búrs. Tveir hátalarar í borð
salnum fluttu okkur aftan-
sóng frá dómkirkjunm í
Reykjavík. Meðan á máltíð
stoð kom Eiríkur loftskeyta
maður með nýársskeyti sem
hann hafði tekið á móti til
skipverja. Hann sagði okk-
ur líka hverjir af þessari-
vakt höfðu fengið kveðjur
í útvarpi, því þær kveðjur
voru lesnar meðan við vor-
um í koju.
Eftir matinn kom Kiddi
með vindla handa öllum.
En nú var ekki til langr-
ar setu boðið að sinni, þvr
trollið var á uppleið og kl.
hálfsjö voru allir tilbúnir á
sínum stað að leysa bóts-
mannsvaktina af. Hátalar-
inn aftan á hvalbaknum
flutti aftansönginn út í næt
urhúmið, en togvindan var
í fullum gangi og hávaði
hénnar blandaðist kirkju-
tónunum svo úr varð einn
•allsherjar glymur. Enda var
um nóg annað að bugsa en
það sem frá kirkjunni kom,
því hér vorum við á fisk-
veiðum en ekki í kirkju.
Trollið var tekið inn og
kastað aftur í snatri. Þegar
trollið var komið í 'hafið var
af skyndingu gengið að fisk-
aðgerðinni og tók það
skamma stund, því afli var
fremur tregur. Tók þá einn
trollvakt. Þegar engin vinna
er á dekki er einn maður
látinn standa til eftirlits
við spilið að ekki renni út
vírar, og einnig að slá úr
blokkinni þegar upp er híft;
hásetar standa þessa vakt
til skiptis. Hinir fóru ann-
aðhvort fram í setustofu há
seta eða aftur í borðsal þar
til næst yrði híft upp, sem
Þorvaldur Steinason
Sennilega yrði um hálfníu
leytið. Tóku þá sumir í spil,
aðrir lásu eða hlustuðu .á
útvarpið. í setustofu var
þnöngt mjög, því nú síðasta
kvöld ársins fóru fáir af
þeim, sem áttu frí, í koju.
Aftur var híft upp, kast-
að. aðgerð á ný og snap.
Klukkan tæplega ell-
efu var síðasta hífing og
siðastá kast ársins. Afli var
enn frekar tregur og aðgerð
var búin klukkan hálftólf
og trollvakt sett. Eg átti
þessa trollvakt um árafnót-
in.
Það var unaðslegt veður.
Ekki bærðist hár á höfði,
þurrviðri og þó mjög hlýtt.
Sjór var ládauður. Hátalar-
inn við hvalbakinn þrum-
aði. Úr brúnni heyrðist óm-
ur frá hátalara. Úr vélar-
rúmi bárust þung slög gufu
vélarinnar. Togbotn var
góður þar sem við vorum,
svo það var næðissamt hjá
trollvaktarmanninium.
Eg stóð við brúarhornið
stjórnborðsmegin. Viihjálm
ur Þ. var farinn að flytja
annál ársins 1952. Eg hiust-
aði, en gat ekki fest hugann
við það sem hann sagði.
Hugurinn fór að reika. Mér
varð hugsað heim, heim til
konunnar minnar og barn-
anna. Þetta var annað gaml
árskvöldið sem ég var fjar-
verandi síðan ég stofnaði
heimili. Hvemig skvldi
þeim líða? Nú var hann
ekki lifandi, hann frændi
minn sem skemmti beim
síðasta gamlárskvöld. Hug-
urinn reikaði viðar. Eg
minntist gamlárskvölda,
þegar ég var barn og trúði
því að huldufólk og álfar
flyttu sig búferlum á gaml-
árskvöld. Það ei'u hugljúf-
ar minningar tengdar við
gamlárskvöldin í foreldra-
húsum meðan ég var barn.
Og víðar flaug hugurinn.
Gamlárskvöld austur í
Hveragerði þegar ég var
einn í herbergi mínu allt
kvöldið. . Gamlárskvöldið í
Reykjavík þegar ég fékk
ekki mat í mátsöluhúsinu,
sem ég borðaði af því ég
gat ekki komið í matinn
fyrir klukkan sex. Gaml-
árskvöldið síðasta hér um
borð, þá nýkominn á skipið.
Og hugurinn reikaði víðar.
En nú hljómaði frá há-
talaranum sálmurinn ,Nú
árið er liðið“. Og nú byrja
kirkjuklukkurnar að
hringja inn nýja árið. —
Hvellt flautuhljóð heyrist
aftan úr stjórnborðsgangi.
Þar er Alli næturkokkur
að tilkynna „ræs“.
Árið er liðið, ár stórra
tíðinda. Ár gleði og sorga.
Nýtt ár er runnið. Hvað
flytur það okkur? Flytur
það með sér gæfu og frið?
Flytur þetta nýbyrjaða ár
frið yfir heiminn eða hitn-
ar hið kalda strið svo upp
úr sjóði? Færir þetta ný-
byrjaða ár okkur sjómönn-
unum afla og fé? Færir bað
okkur hagsæld og ham-
ingjiu? Þeim, spurningum
reyndi ég ekki að svara. Og
enn flugu spurningar um
huga mér.
„Gleðilegt nýtt ár og pökk
fyrir það gamla,“ er sagt
hressilega við hlið mér. —
Ávarpinu fylgir útrétt hönd
eins af eldri mönnum báts-
mannsvaktarinnar, við tók-
umst í hendur og ég svar-
aði með sömu orðum. —
Gamli sjómaðurinn vinnu-
lúni heldur áfram aftur í
borðsal í miðnæturkaffið
og svo til vinnu á dekki á
nýársnótt 1953. Nú koma
þeir hver af öðrum félag-
arnir af bátsmannsvakt-
inni. Við óskum hverjir öðr
um góðs árs og þökkum
Framhald á 11. síðu
Verið á verði Dcsgsbrúnarmenn
I hvert sinn sem kosin er
stjórn í Verkamannafél.
Dagsbrún setur auðvaldið á
svið átafcanlegan leik, og
leikararnir í aðalhlutverk-
unum eru alltaf verkamenn
sem eru á hverjum tíma oft
nýkomnir í félagið, eða
menn sem aldrei hafa tekið
minnsta þátt í félagsstarfi
áður, jafnvel hafa varla
komið á fundi þess fyrr en
þeir fá svo mikinn brenn-
andi áhuga á félagsmálum
Dagsibrúnar, að ef þeir eru
ekki kosnir í stjórn félags-
ins, 'þá muni það líða undir
lok og verkalýður Rvíkur,
sem Dagsbrún skipar ætti
sér ekkert félagslegt athvarf
að þeirra dómi. Það bregzt
ekkí að menn þessir eru
flugumenn í verkalýðs-
hreyfingunni, þeir eru
keyptir til iþessara verka af
þríflokkum auðvaldsins. af
því að þeir eru fáfróðir um
eðli og hlutverk verkalýðs-
hreyfingarinnar. Sjálfsmat
þeirra er rangt, og sjálfs-
elska er þeirra leiðarl jós..
Þeir búast við því að ef
þeimi tækist að færa auð-
valdsflokkunum höfuðvígi
verkalýðsins, Dagsbrun,
þetta vígi sem hefur verið
varið svo vel og drengilega
síðasta áratuginn af samein-
ingarmönnum, þá muni
þeir fá ríflega dýrtíðarupp-
bót á hina þrjátíu silfur-
peninga.
Þessir leiktrúðar þríflokk-
anna hafa flestir skilað hlut
verki sínu svo illa, að þeir
hafa fæstir unnið það traust
húsbænda sinna, að þeim
væri trúað fyrir hlutverk-
inu oftar en einu sinni. —
Skömmin hefur verið þeirra
fylgikona hvert árið eftir
annað, og eftirtekjan jafn-
an verið fyrirlitning þeirra
sem sendu þá, ekki síður en
hjá þéim verkalýð sem þeir
áttu að svíkja.
Á hverjum vetri þegar fer
að líða að kosningum í
Dagsbrún, fer öll auðvalds-
fylkingin á hreyfingu til að
útsjá nýja menn í hlutvenk-
in, ef þeir skyldu duga bet-
ur en þeir í fyrra eða árin
þar áður. Búa til nýjar lvga
sögur um þá menn sem
skipað hasfa stjórn Dags£
brúnar, menn sem njóta
trausts alls þorra Dagsbrún-
armanna, af öllum flokkum,
enda hafa þeir aldrei brugð-
izt því trausti, en auðvalds-
flokkarnir hafa aldrei átt
neitt í þeim og munu aldréi
fá þá keypta.
Þessa menn geta auðvalds-
flokkarnir aldrei orðið á-
nægðir með, því meðan
þeirra nýtur við 1 stjórn
Framhald á 11. síðu.