Þjóðviljinn - 18.02.1953, Blaðsíða 10
3,0) — ÞJÓÐVILJINN — Miðviilrtidagur 18. febrúar 1953
Þœr vaxa jafnóSum upp úr
kjólunum smum
& B
ER NOKKUÐ skemmtilegra og
indælla en litla telpan, sem er
nýbyrjuð í skólanum og er
glöð og dálítið hreykin yfir
að vera alvöru skólastelpa? Það
er líka gaman að sauma föt
handa slíku telpukorni. Það er
aðeins einn galli á, sem sé að
telpurnar eru á þeim aldri að
þær vaxa upp úr öllum fötum
á augabragði, og það er spaug-
laust fyrir móöur sem þarf að
velta hverjum eyri í hendi sér
til þess að k’æða börnin. Þá
þarf að síkka kjólana og breyta
þeim, og hér eru nokkrar hug-
myndir, sem geta ef til vill orð-
ið að liði mæðrum slíkra smá-
telpna.
Fyrst er dálítill einlitur kjóll,
sem búið er að síkka méð köfl-
óttu efni. Breiður bekkur var
settur neðan á pilsið, og blúss-
an var einnig orðin of lítil,
svo að ermarnar voru teknar
af og blússan síkkuð með köfl-
ótta efninu. Köflótt brydding
á vösunum* er til skrauts. Undir
þessum skokk er telpan í blússu
þegar hún vill vera fín, og
þykkri peysu þegar kalt er í
skólanum.
Næsti kjóll var ekki eins illa
farinn. Að vísu þurfti að bæta
inn í hann hér og þar, en þarna
dugfclu mjóir borðar til að
síkka með. Margir fallegir borð-
ar og leggingar eru nú á mark-
aðnum og þeir eru ekki svo
dýrir að það sé frágangssök.
Það er ekki hægt að sauma
leggingarnar beint á pilsið,
fyrst verður að síkka kjólinn
með öðru efni, hvaða efni sem
er, því að ofaná það eru legg-
ingarnar saumaðar. Ermarnar
eru síkkaðar á sama hátt. Þeg-
ar barnakjólar eru saumaðir, er
heppilegt að hafa mjóar lín-
ingar á ermunum fyrst í stað,
því að auðvelt er að síkka erm-
araar með því að setja á þær
nýjar og breiðari líningar.
Þriðji og síðasti kjóllinn er
köflóttur ullarkjóll sem orðin
var of stuttur. Hann var síkk-
aður með einlitu ullarefni. Á
hann var settur kragi úr einlitu
efni og uppslög sgtt á ermarn-
ar. Loks var hann bryddaður
flauelsböndum og settir á hann
tveir hnappar, klæddir flaueli.
Snoturt flauelsbelti er saum-
að í mittið. Og þarna er kom-
inn kjóll, sem litla skólatelp-
an getur verið fullsæmd af.
.«4» U j* fté. * fe * •> M 'nu* «u W < w m uM*
Þetta rákumst við á í dönsku
blaði: I nýtízku sambyggingu í
Esbjerg hefur skynsamur og fynd-
inn náungi — sennilega óhe.ppinn
eiginmaður — fest upp eftirfar-
andi hvatningarorð í straustof-
unni:
Ef einhverjum karimanni dettur
í hug að aðstoða elskuna sína við
MATURINN
Á
MORGUN
l Kjöt í karrý með lirísgrjónum i
Kartöfluterta, kaffi
★
1 Kartöfluterta (H. S.: Lærið að 1
1 matbúa): 250 g hveiti, 1 tsk.
f lyftiduft, 250 g smjörlíki, 250 g (
I soðnar kartöflur. Berjamauk.
I Kartöflurnar eru saxaðar í söx- i
i unarvél og kældar vel. Hveiti 1
1 og lyftidufti er sáldrað saman,
smjörlíkið mulið i og hnoðað
i saman með kartöflunum -
| rösklega. Deigið kælt, ef þörf
i er. Skipt í þrennt og breitt út (
1 í jafnstórar kökur 1% cm
■ þykkar, sem bakaðar eru á
. plötu eða í tertumótum, ljós-1
I brúnar, við meðalhita. Lagðar
i saman með góðu mauki, með
• an þær eru volgar. Bezt ný-
bakað.
að rulia þvott í sjálfvirliu rull-
unni, ætti hann sjálfs sín vegna
að taka af sér hálsbindið.
Það leynir sér ekki hvaða slys
hefur hent höfundinn í hjálpar-
starfsemi hans.
Rafmagnstakmörkun
Miðvikud. 18. febr. kl. 10.45-12.30:
Vesturbærinn frá Aðalstræti,
Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel-
arnir, Grímsstaðaholtið með flug-
vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með
örfirisey, Kaplaskjói og Seltjarn-
arnes.
Og, ef þörf krefur:
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hliðarfæti og
þaðan til sjávar við Nauthólsvík
í Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur.
=5JS5==
Eftir hádegl (M. 18,15-19,15)
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðar-
árholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesveg að Klepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af.
Nevil Shute:
41.
flugvél", sagði liðþjálfinn. „Stukavél, eða hvað
þær nú heita.
„Var hún að skjóta á okkur?“
„Já, já. Það lá ekki við að hann hitti“
Liðþjálfinn virtist áhyggjulítill.
Eftir klukkutíma voru þeir ikomnir í mágrenni
Pithiviers Þeir námu staðar skammt frá borg-
inni og héldu ráðstefnu. Vegurinn lá þráð-
beinn framundan heim að húsunum, en engin
lifandi vera var sjáanleg. Það var eins og borg-
in væri auð og tóm í aftansólinni.
Þeir störðu tvíráðir fram fyrir sig- „Ég
veit svei mór ekki“, sagði liðþjálfinn. „En
mér líst ekki á þetta“.
Bílstjórinn sagði: „Það er skritinn skoili að
enginn sikuli sjást. Heldurðu kannski að allt sé
fullt af Þjóðverjum í felum?“
„Ég veit ekki. .. .“
Howard teygði sig yfir að lúunni og sagði:
„Mér er sama þótt ég gangi á undan ykkur
og svipizt um, ef þið bíðið á meðan“.
„Einn á undan okkur?“
„Ég held að það sé hættulaust. Það er allt
fullt af flóttafólki og ég held að ekki sé hundr-
að í hættunni. Ég vil heldur gera það en eiga
á hættu að við verðum fyrir árás“.
„Það er nokkuð til í þessu", sagði liðþjálfinn.
„Ef hér eru Þjóðverjar er óvíst að við slepp-
um eins vel og hitt skiptið".
Þeir ráðguðust um þetta stundarkorn. Ef
þeir sneru við, yrðu þeir að aka alla leiðina til
Montargis aftur. „Og það er ekkert spaug“,
sagði liðþjálfinn. „Sjálísagt eru Þjóðverjarnir
á hælunum á okkur“.
Hann þagði andartak. „Jæja þá“, sagði hann
loks. „Kannski þér svipist þá um, lagsi. Þér
hóið í ökö'ulr ef 'aHFOjþ í þessu' fína? Veifið í
okkur ef allt er í lagi.“
Gamli maðurinn sagði: „Ég verð að taka
börniti með mér“.
„Herra minn trúr! Haldið þér að við viljum
hanga hér í allan dag?“
Gamli maðurinn sagði: „Ég get ekki skilizt
, vjð börnin“. Hann þagnafji. „Þai^, eru í minni
umsjá skiljið þór. Alveg eins og slípivélin yðar“.
Bílstjórinn fór að hlæja. „Þessi er góður.
Alveg e:ns og vélarskrattinn“, sagði hann.
Líðþjálfinn sagði: „Jæja, ikomið yður þá af
stað“.
Gamli maðurinn klifraði niður úr bílnum og
lyfti börnunum hverju á fætur öðru út í steikj-
andi sólskinið á r3;kugum, mannauðum veginum.
Hann gekk með þau í áttina til borgarinnar,
leiddi tvö yngstu börnin, og var að hugsa um að
barnavagninn væri honum tapaður, ef hann
.þyrfti að skiljast við bílinn fyrir fullt og allt.
Hann gekk eins hratt og unnt var, en tuttugu
mínútur liou áður en hann komst inn í borgina.
Engir Þjóðverjar voru sýnilegir. Borgin virt-
ist næstum manntóm; ein eða tvær fjörgamlar
konur störðu á hann bakvið gluggatjöld. I
göturæsinu bograði tötralegt, óhreint bam í
stuttri mussu og japlaði á einhverjum óþverra.
Nokkrum metrum ofar lá dauður hestur á
gangstéttinni og rotnaði í friði. Hundur var að
snuðra kringum hann.
Gamla manninum fannst þetta andstyggilega
sóðalegur bær. Hann kom auga á gamla konu
í dyragætt. „Eru Þjóðverjar hér?“ spurði hann.
„Þeir koma að norðan“, sagði hún. „Þeir
Sikjóta og myrða okkur öll“.
Gamli maðurinn fann ósjálfrátt, að hann
mátti ekki taka orð hennar of trúanleg. „Hafið
þér séð nokkra Þjóðverja hérna í bænum?“
„Það er einn þarna“.
Hann leit skelfdur í kringum sig. „Hvar?“
„Þama“. Hún benti skorpinni skjálfandi
hendi á bafnið í göturæsinu.
„Þarna?“ Konan hlaut að vera sturluð af
hræðslu við innrásarherinn.
„Hann talar bara þýzku. Þetta er njósnara-
krakki“. Hún greip um handlegg hans með á-
kefð. ,,Kastið steini í hann og rekið hann burt.
Þjóðverjamir koma hingað ef hann er kyrr“.
Howard hristi hana af sér. „Eru þýzkir her-
menn hérna?“
Hún svaraði engu en hrópaði ókvæðisorð að
barninu í göturæsinu. Litli drengurinn leit upp
og horfði á hana með barnslegri vanþóknun.
Svo hélt hann áfram að maula óþverrann.
Kerlingin gat ekki gefið honum neinar fleiri
upplýsingar; hann var þess fullviss að engir
Þjóðverjar væru í borginni. Hann sneri burt;
um leið heyrðist þungur skellur og dálítill stein-
hnullungur valt eftir gangstéttinni rétt hjá
þýzka njósnaranum. Drengurinn hörfaði undan
eftir götunni og fór síðan aftur að róta í götu-
ræsinu.
Gamli maðurinn var mjög reiður, en hann
-hafði annað að gera. Hann sagði við Rósu:
„Gættu að börnunum dálitla stund, Rósa. Þau.
mega ekki fara burt og ekki tala við nekin“.
Hann flýtti sóir til baka. Hann var búinn að
ganga nokkur hundruð metra þegar hann kom
auga á bílinn við vegarbrúnina. Hann veifaði
með hattinum sínum og sá bílinn aka af stað;
síðan sneri hann sér við og gekk aftur til barn-
anna.
Bíllinti ók fram á hann skömmu síðar. Lið-
þjálfinn hallaði sér út: „Nokkur vökvun hér?“
Gamli maðurinn horfði sbilningssljór á hann.
„Bensín, lagsi“.
„Ég veit ekki. Ég myndi ekkl tefja hér í
yðar sporum“.
- .-Jlétf $r það‘^ tautaði bílstjQrinn. „Við skul-
um halda áfram. Mér lízt ekki á'mig liérna".
„Við verðum að fá bensía“.
„Við eigum næstum fimm gallon eftir. Nóg
til Angerville“.
' „Jæja þá“, sagði liðþjálfinn við Howard.
„Sækið krakkana. og komum okkur af stað“.
Howard skimaði eftir börnunum. Þau voru
ekki þar sem hann hafði 'Skilið við þau; hann
leit í kringum sig og sá þau ofar i götunni hjá
þýzka njósnaranum, sem grét beizklega.
„Rósa“, hrópaði hann. „Komdu með börnin“.
Hún hrópaði vælulega: „Hann er særður“.
„Komdu", endurtók hann. Börnin horfðu á
hann en hreyfðu sig ekki. Hann flýtti sér til
þeirra. „Hvers vegna gegnið þið ekki?“
Rósa sneri sér að honum kafrjóð af reiði.
„Það var kastað í hann steini. Ég sá það. Það
er ljótt“.
Og svo sannarlega lagaði blóðið niður hálsinn
á drengnum. Gamli maðurinn fylltist skj'ndilega
viðbjóði á þessum bæ. Hann tók upp vasaklút-
inn sinn og þerraði sárið.
/ Hvernig líkar þér nýja vélritunarstúlk-
( an?
) Hún hirðir alveg prýðilega um neglurn-
( ar á sér, en hefur ekki mikinn áhuga fyrir
) bréfskriftum mínum.
★
IMaría: Hvað gerirðu þegar þú sér ó-
veiijuíallcga stúlku ?
Anna: Ég horfi áuuvitað á hana dálitla
stund — svo legg ég spegilinn frá mér
aftur.
★
Er Elsa í andlegum kjól aftur í kvöld?
Ha, hvað, andlegum?
Ég meina: Síðast þegar ég sá hana í
boði var, hún í mjög óefniskenndum kjól.